Morgunblaðið - 12.04.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.04.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986 21 Nýi skíðaskálinn í Oddsskarði. Morgunblaðið/Ævar Nýr skíðaskáli í Oddsskarði formlega tekinn í notkun Esldfirði. SÍÐASTLIÐINN föstudag var formlega tekinn í notkun nýr skíðaskáli í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði. í þeim hluta bygg- ingarinnar ser nú var tekinn í notkun eru veitingasalur, hrein- lætisaðstaða og eldhús. Svefnloft skálans er enn ekki fullbúið. í tilefni opnunarinnar bauð stjóm Skíðamiðstöðvarinnar mörgum gestum frá Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði, en þessi bæjarfélög eiga Skíðamiðstöðina í sameiningu. Kristinn ívarsson formaður bygg- ingamefndar hússins bauð gesti velkomna og lýsti byggingunni, sem var byggð af Byggingarfélaginu Valma í Neskaupstað. Raflagnir lagði Tómas Zoéga rafvirkjameist- ari og gaf hann ásamt aðstoðar- mönnum sínum alla vinnu við verk- ið. Það gerðu og málarar hússins, Halldór Ámason og Þorvaldur Imsland, og færði Kristinn þeim bestu þakkir byggingameftidar fyrir. Þá þakkaði hann einnig gjafir sem borist hafa til hússins. Lions- klúbbur Norðfjarðar gaf ísskáp, einstaklingar á Eskifirði gáfu ör- bylgjuofn, Kvenféiagið Nanna og Slysavamafélagið í Neskaupstað gáfu peningagjafir. Sérstakur gestur opnunarinnar var Gunnar Olafsson fyrrverandi skólastjóri i Neskaupstað en hann er nú brottfluttur úr bænum og kom gagngert til að vera við opnunina. Gunnar er, eins og einn ræðumaður komst að orði, upphafsmaður alls þessa sem nú er risið í Oddsskarði. Hafði hann í mörg ár áður en þama reis skíðamiðstöð ferðast um fjöll til að leita að besta landi fyrir slíka starfsemi. Gunnar kveðst fyrst hafa reift þessu máli um skíðalyftu Austurlands í Oddsskarði 1976 á þingi UÍA sem haldið var á Vopna- firði, en því hafði verið dauflega tekið hjá UIA. Eftir miklar bréfa- skriftir og samninga við „kerfið" hafði tekist samkomulag 1978 milli þessara þriggja sveitarfélaga um að reisa Skíðamiðstöðina og var þegar hafist handa og undirstöður mastra reistar haustið 1978. Skíða- lyftan kom til Reyðarfjarðar um haustið. „Það var svo í júlí 1979 að eitt- hvað fór að gerast," eins og Gunnar komst að orði, „og var unnið af krafti við lyftuna um haustið og vom vírar strengdir í blindbyl 15. september. Lyftan var svo tilbúin til notkunar 13. janúar 1980. Strax var mikil aðsókn að skíðalandinu og var í beinu framhaldi af þessu ákveðið að láta teikna skíðaskála árið 1982. Vorið 1983 komst síðan skriður á þær framkvæmdir og var steyptur grunnur. Síðan var hafist handa við að reisa húsið og því lokið 14. ágúst 1983. Nú em liðin um 10 ár frá því að fyrst var reift hugmynd um skíðalyftu í Odds- skarði. Aðstaða orðin til fyrirmynd- ar og sem gamall draumur hafi ræst og ég er hreykinn og glaður," sagði þessi mikli áhugamaður um útivist og skíðaiðkun „og trúi ég því að hollvættir vaki yfir staðnum um tímaog eilífð.“ Færði Gunnar bæjarstjómunum á Eskifirði og Neskaupstað og kyeitarstjórninni^_ _áfeyðarfirði Gunnar Ólafsson fyrrverandi skólastjóri á Neskaupstað. þakkir sínar fyrir piýðisgott sam- starf þessi ár og framkvæmdanefnd Skíðamiðstöðvarinnar, þeim Boga Nflssyni sýslumanni á Eskifirði, sem er mikill áhugamaður um skíðamál og hefur unnið mikið starf að þeim málum hér, og Þorvaldi Aðalsteinsssyni á Reyðarfirði. Margir fleiri tóku til máls við opnunina. Má þar nefna bæjarstjór- ann í Neskaupstað, Ásgeir Magnús- son, bæjarstjórann á Eskifirði, Jó- hann Clausen, og sveitarstjórann á Reyðarfirði, Hörð Þórhallsson. Þetta föstudagssíðdegi var mjög fagurt veður í Oddsskarði, glamp- andi sól og logn og fjöidi manna naut útiverunnar við lyftumar eins og flesta daga. Ævar Taka sveitarfé- lög við rekstri hafnarmála- skrif stofunnar? FJÁRVEITINGANEFND Alþingis hefur óskað eftir því við samgöngu- ráðherra að hann láti gera könnun á því hvort hagkvæmt kunni að reynast að breyta rekstri Vita- og hafnarmálastofnunar á þann hátt að samtökum sveitarfélaga verði falið að annast rekstur hafnarmála og Landhelgisgæslunni rekstur vi- tanna. Reiknað er með að þessari könnun verðj. lokið fyrir næsta haust. Nemendamót í Skálholti NEMENDASAMBAND Skál- holtsskóla gengst fyrir nemenda- móti i Skálholti laugardaginn 12. april. Það hefst með aðalfundi klukkan 15 og síðan hefst hátíðin. í fréttatil- kynningu sem Morgunblaðinu hefur borist segir, að vænst sé góðrar þátttöku eldri nemenda, því að nú ríði á að efla samband nemenda og skólans _svo að lýðháskóli megi þrífast á íslandi. Hrafnista i Hafnarfirði Nýtt happdrættisár að hefjast hjá DAS Aðalvinningurinn, húseign að eigin vali fyrir 3,5 milljónir króna, dreginn út aðári NÝTT happdrættisár er að hefj- ast hjá happdrætti Dvalarheimil- is aldraðra sjómanna. Heildar- verðmæti vinninga verður að þessu sinni 115,2 milljónir króna. Dregið verður um aðalvinning ársins, húseign að eigin vali að upphæð 3,5 milljónir króna, í apríl 1987. Einnig verður dregið um níu aðrar húseignir að eigin vali. Dregið verður um þijá valda bila auk annarra vinninga til bíla- kaupa, ferðavinninga og hús- búnaðarvinninga. Vinningum til utanlandsferða að verðmæti 40.000 krónur hver, íjölg- ar um 100%, úr 720 í 1440 á árinu og verður dregið um 120 ferðir í hveijum mánuði. Dregið verður um þijá valda bfla á árinu, Ford Sierra GL 2000 í júní, Toyota Landcruiser STW station HR í desember og SAAB 900i árgerð 1987 í febrúar á næsta ári. Auk þess verða 48 aðrir vinningar til bflakaupa að upphæð 200.000 hver. í 1. flokki verður dregið um húseign eftir eigin vali að upphæð 1.000.000 og síðar á árinu verður dregið um 8 húseign- ir og er hver vinningur að upphæð kr. 600.000. Húsbúnaðarvinningar á 10 þús- und krónur hver verða samtals 1440 og lægstu vinningamir, sam- tals 4259 talsins, eru á 5 þúsund krónur. Fjöldi vinninga í hveijum mánuði er 600. Baldvin Jónsson forstjóri Happ- drættis DAS sagði á blaðamanna- fundi þar sem vinningar á næsta happdrættisári voru kynntir að það væri von þeirra að stærsti vinning- urinn, húseign að eigin vali að upphæð 3,5 milljónir króna, falli til viðskiptavina, en það hefði þó ekki gerst undanfarin tvö ár. í máli hans kom einnig fram að viðskiptavinir happdrættisins eigi tæp 70% út- gefinna miða, og happdrættið spili á rúm 30% miðanna. Verðmæti aðalvinningsins á síðasta ári var rúm 3% af heildarverðmæti vinn- inga. Baldvin sagði að þrátt fyrir að aðalvinningurinn hafi ekki fallið til viðskiptavina happdrættisins hafí síðasta ár verið viðskiptavinunum lítillega í hag. Á síðasta ári var heildarhagnaður Happdrættis DAS tæplega 11 millj- ónir króna. Þar af runnu 7 milljónir til byggingar dvalarheimila fyrir aldraðra á höfuðborgarsvæðinu, en um fjórar milljónir runnu til dvalar- heimila út um allt land. Nú er lokið við endurhæfingar- deild Hrafnistu í Hafnarfírði með meðferðarsundlaug og nuddpotti. Þar er verið að ljúka við 5. hæð í vistmannadeild og bætast við 13 herbergi fyrir einstuklinga. Nú ligg- Nennsia netst 24. juli 1986. Innritun á sama tima. Hringið og fáið sendan upplýsingabækling í síma 05-62 50 88 eða sendið úrklippuna til: HORSENS TEKNISKE SKOLE Slotsgade 11 — 8700 Horsens Vinsamlegast sendið mér upplýsingabækl- inginn í landmælingum Nafn: Heimiliifang: Póstnr._______ Borg Morgunbladið/Emilía Rafn Sigurðsson, forsfjóri Hrafnistu I Reyjavík, Baldvin Jónsson, forstjóri Happdrættis DAS, Garðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs og forstjóri Hrafnistu í Hafnarfirði. Grétar Hjartarson, forstjóri Laugarásbíós og Þórhallur Hálfdánarson, gjaldkeri Sjómannadags- ráðs. Myndin er tekin á efstu hæð Hrafnistu i Hafnarfirði þar sem verið er að innrétta vistmannadeild. ur fyrir að endumýja og endurbæta svokallaðar vemdaðar þjónustu- Hrafnistu í Reykjavík. Síðar taka íbúðir, við Hrafnistu í Reykjavík og við framkvæmdir við fleiri smáhýsi, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.