Morgunblaðið - 12.04.1986, Side 22

Morgunblaðið - 12.04.1986, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986 130- 125 120 115 110 105 BÓKFÆRÐ TJÓN og IÐGJÖLD ÖKUTÆKJA1976-85, á föstu verðlagi 100 VÍSITALA Leiðrétting Hinn 2. apríl sl. birti Morgunblaðið athugasemd frá Almennum tryggingum hf. vegna hækkunar á iðgjöldum bifreiðatrygginga. Vegna mistaka birtist ekki með athugasemdinni linurit, sem vitnað var til í textanum. Línuritið birtist hér nú ásamt þeim kafla greinarinnar, þar sem sérstaklega var vísað til þess. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum: „Meðfylgjandi mynd sýnir þróun greiddra tjóna á hvert skráningarskylt ökutæki á landinu. Þar sést að tjónin eru á árinu 1985 16% hærri en árið 1976 á hvert ökutæki miðað við fast verðlag (miðað við vísitölu neyzlu). Sama ár eru iðgjöld 5% lægri að raunvirði á hvert ökutæki en var árið 1976.“ Fréttin var les- in fyrir fógeta- fulltrúann í VESTFIRZKA fréttablaðinu, sem kom út 10. apríl er fjallað um landgöngubannið á ísafirði, er Grænlendingum á skipinu Nuuk var meinað að fara i land vegna óspekta, sem urðu um miðjan marz, er skipið var á ísafirði. í frásögn Vestfirzka fréttablaðsins segir m.a.: „Þá er og gagnrýnt í umfjöllun Morgunblaðsins, að þegar átökin áttu sér stað, var engin könnun gerð á því af hvaða skipi Grænlend- ingamir væru þrátt fyrir að tveir grænlenzkir togarar væru í höfn- inni. Ekki var heldur tekin nein skýrsla af fólki, sem var á vett- vangi, þegar átökin áttu sér stað. Pétur Hafstein, sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði, sagði í sam- tali við Vf. að það væri beinlínis rangt, sem fram kæmi hjá fréttarit- ara Morgunblaðsins, að ekki hefði verið kannað, hvaðan viðkomandi sjómenn væm. Það hefði þvert á móti verið kannað mjög gaumgæfi- lega. Mönnunum hefði verið fylgt eftir til skips og síðan hefði málið verið kannað betur. Einnig hefði hann kallað umboðsmann grænlenzku skipanna á sinn fund og rætt málið við hann. „Nú, það var ekki tekin skýrsla af íslendingunum, sem lentu í þessum óspektum," sagði Pétur, „enda snýst málið ekki um þessar óspektir í sjálfu sér. Það sem um er að ræða er það, að menn neita að hlýta fyrirmælum lögregl- unnar og þeir, sem það gerðu, fóru um borð í Nuuk og var ekki hægt að taka neinar skýrslur af þeim ..." Úlfar Ágústsson, fréttaritari, Morgunblaðsins á ísafirði, segir að upplýsingamar, sem gagmýndar eru í frétt Vf. séu fengnar frá Ólafi Ólafssyni, fulltrúa bæjarfógetans á ísafirði og fréttin var lesin fyrir hann eins og hún birtist í Morgun- blaðinu. Gerði hann engar athuga- semdir, en kannaði á lögregluvarð- stofunni, hvort þetta atriði væri rétt eftir haft. Framkvæmdir við brú á Olfusárósa hefjast í vor Þörungavinnslan á Reykhólum: Vænti þess að heimamenn reki fyrirtækið á eigin ábyrgð - segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra Selfossi. FRAMKVÆMDIR vegna brúar yfir Ölfusárósa við Oseyrarnes hefjast nú í vor með því að ýtt verður upp efni í malamámu fyrir ofan Eyrarbakka og siðan lagður vegur að brúarstæðinu yfir ósinn. Hönnun brúarinnar er langt komin og kostnaðaráætl- un er í endurskoðun en áætlaður kostnaður við brúargerðina er um 200 milijónir. Á þessu ári verður framkvæmt fyrir 14 millj- ónir. Gert er ráð fyrir að verkið taki þijú ár og brúarsmíðinni verði lokið 1988. Upphafleg Qárveiting til verksins á þessu ári var 18 milljónir en við niðurskurð lækkaði sú upp- hæð í 14 milljónir einkum vegna þess að ekki var hægt að skera niður verk sem byijað var á. 1987 er áætlað að 60 milljónir fari til framkvæmda og sama upphæð 1988. 1989 fari enn 60 milljónir til þess að klára verkið og ganga endanlega frá brúnni. Brúin verður 300 metrar að lengd í 8 höfum, tneð einbreiðri akbraut 4 m breiðri. Á miðri brúnni verður 6,5 m breitt útskot, sem gerir bílum mögulegt að mætast. Undirstöður brúarinnar verða byggðar þannig að hægt verður að breikka hana síðar. Hún verður grunduð á hrauni sem undir Óseyrartanga mældist með borun 15 m þykkt. Að sögn Steingríms Ingvarsson- ar verkfræðings vegagerðarinnar telja verkfræðingar æskilegt að bygging brúarinnar taki ekki Iengri tíma en tvö ár en fjárveitingar gera ráð fyrir þremur árum. Gert er ráð fyrir að lagning vegarins að ósnum verði boðin út í sumar og hann jafnvel lagður bundnu slitlagi. Framkvæmdir við Óseyramesbrúna verða annað af tveimur stórum verkum hjá Vega- gerðinni á Suðurlandi í ár. í Mýr- dalnum er í gangi vegalögn frá Hraunsá að Skeiðflöt og er það verk upp á 13 milljónir. Verktaki þar er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. Heildarfjárframlög til nýbygg- inga á Suðurlandi.nema 82 milljón- um króna eftir niðurskurð en fyrr í vetur var gert ráð fyrir 90 milljón- um til nýbyggingar vega. Sig. Jóns. „MÁLIÐ er að þarna eru miklar skuldir sem ríkisábyrgðarsjóður er ábyrgur fyrir og útilokað annað en að láta til uppoðs koma,“ sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra þegar ummæli Kristjáns Þórs, framkvæmda- stjóra Þörungavinnslunnar á Reykhólum um að viðhorf til fyrirtækisins hefði breyst eftir að ráðherraskipti fóru fram, Ríkisstyrkir í öðrum lönd- um skemmi ekki fyrir okkur „ÉG ER óhress með þær viðtökur sem tillögur minar í sambandi við iðnað hafa fengið,“ sagði Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra vegna ummæla Stein- grims Hermannssonar um að hann hefði skellt hurðum á ríkis- stjórnarf undi. „Tillögur mínar gera meðal ann- ars ráð fyrir að gerðar verði ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir að ríkis- styrkir í öðrum löndum skemmi fyrir okkur eins og til dæmis niður- greiðslur Norðmanna í tilboð í við- gerðir á fiskiflota okkar gera," sagði Albert. „Mér er illa við að nota íslenska skattpeninga og fjár- magn til að halda uppi atvinnu- greinum erlendis _á meðan skipa- smíðastöðvar á íslandi búa við verkefnaskort. Þetta er mín skoðun og ég lét hana í ljós. Hitt er annað mál að ég fór ekki af fundinum fyrr en dagskráin var tæmd.“ voru borin undir hann. Þorsteinn sagði að stærsti hluti eigna vinnslunnar en ekki fyrirtæk- ið sjálft hefði verið slegin ríkis- ábyrgaðsjóði. Ljóst er að hvemig sem málið fer þá er ríkissjóður í mikilli ábyrgð fyrir fyrirtækið og að Iðnþróunarsjóður sem var stærsti kröfuhafínn á eftir að leita eftir fullnustu á sínum kröfum en stefnt er að því að koma fyrirtækinu í rekstur á ný. „Ég vænti þess að hægt verði að leigja heimamönnum eignimar og að þeir reki fyrirtækið í eigin ábyrgð á ný,“ sagði Þor- steinn. „Ég fór ásamt iðnaðarráð- herra að Reykhólum og við skoðuð- um verksmiðjuna og ræddum við forráðamenn fyrirtækisins. í fram- haldi af þeirri heimsókn var tekin ákvörðun um að tilnefndir yrðu sér- fræðingar frá hvom ráðuneyti til að gera tillögu um málsmeðferð. Sameiginieg tillaga þeirra var að eignir fyrirtækisins yrðu boðnar upp og það síðan leigt heimamönn- um. Akvarðanir í þessu máli vom því teknar á gmndvelli þessara til- lagna.“ Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Norðlendinga: Atvinnumál sveita og þétt- býlis verði skoðuð í samhengi Akureyri. „Fjórðungsstjórn telur að ekki verði hjá þvi komist að beita samdráttaraðgerðum i hefðbundnum búgreinum vegna markaðs- vandamála, en varar eindregið við þvi að leggja til grundvallar þessum aðgerðum reikningslegar forsendur, með heildarsamdrátt einan að markmiði, án tillits til þess að stuðla þarf að endumýjun og framfömm i landbúnaði, þrátt fyrir timabundinn samdrátt, til þess að ná jafnvægi i framleiðslu og markaði á ný.“ Þannig hefst ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar Fjórðungssambands Norðlendinga nýlega. £> INNLENT Stjómin varar við snöggum samdráttaraðgerðum, án tillits til eðlilegrar aðlögunar og bendir á stöðu þeirra bænda, sem hafa verið framsæknir um uppbyggingu búa sinna. Síðan segir „Stjómin vekur ennfremur athygli á því að í hópi þessara bænda er vaxtabroddur stéttarinnar. Hverfi þessir bændur frá búum sínum verður skarð i bú- setu sveitanna sem ekki verður fyllt í bráð og því upphafið að almennri hnignun í búsetu sveitanna, með keðjuverkandi áhrifum á búsetuna í aðliggjandi þéttbýliskjömum, vegna minnkandi umsvifa í þjón- ustustörfum og við úrvinnslu land- búnaðarvara. Fjórðungsstjóm telur aðkallandi að lagfæra nú þegar ágalla kvótakerfisins með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fram- ieiðslukvótinn verði sem slíkur til þess sð stuðla að byggðaeyðingu í stað þess að skapa möguleika til aðlögunar að nýjum búskaparhátt- um.“ Stjómin bendir f ályktun sinni á nokkur atriði til úrbóta, en segir síðan: „Það er skoðun ijórðungs- stjómar að afleiðingar af fram- leiðslusamdrætti sveitanna geti orðið gifurlegt byggðavandamál, sem ekki sfður snertir aðliggjandi þéttbýli og landsbyggðina í heild, sem verður að snúast gegn með jákvæðum aðgerðu.m f atvinnumál- um sveitanna. Með tilliti til þessa telur fjórð- ungsstjómin nauðsynlegt að at- vinnumál sveitanna og þéttbýlisins séu skoðuð í samhengi með tilliti til hinna miklu áhrifa landbúnaðar á atvinnustarfsemi þéttbýlisins og að ekki sé litið á landbúnaðinn sem sérstakt vandamál í þjóðarbúskapn- um. Fjórðungsstjóm varar við þeirri áráttu að leysa málefni gróinna atvinnuvega með „patent“-lausn- um, en ekki með tilliti til þróunar atvinnugreinarinnar sjálfrar. Minnir jafnframt á söguleg dæmi i búskaparþróun íslendinga, sem sanna að hefðbundnar búgreinar eru kjölfestan i fslenskum land- búnaði, þrátt fyrir að nýbúgreinar eigi fullan rétt á sér, sem viðbót I íslenskan landbúnað, til að efia landbúnaðinn í heild."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.