Morgunblaðið - 12.04.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL1986
25
Albanskur flóttamaður:
„Líf fólksins og ástandið
í landinu er óbærilegt“
Hvatt til uppreisnar í leynilegri útvarpsstöð
Aþenu. AP.
ALBANSKUR flóttamadur,
sem komst yfir til Grikklands
í síðustu viku, segir, að ástandið
í föðurlandi hans sé „óbæri-
legt“ og hafi versnað stórum
síðan Ramiz Alia tók við að
stalínistanum Enver Hoxha
látnum.
„Undir stjóm Ramiz Alia er líf
fólksins og ástandið í landinu
óbærilegt. Flokkurinn og málgögn
hans ljúga að fólkinu og lífskjörin
eru jafnvel verri nú en þau vom
á dögum Hoxha," sagði Astrit
Maiko, 23 ára gamall landbúnað-
arverkamaður frá bænum Tepe-
lene, á fundi í gær með frétta-
mönnum. Tepelene er í 48 km
fjarlægð frá grísku landamærun-
um og kvaðst Maiko hafa gengið
í tvo daga áður en honum tókst
að komast yfir gaddavírs- og
rafmagnsgirðingamar, sem er þó
vel gætt af albönskum hermönn-
um.
„Þegar Alia tók við bjóst al-
menningur við, að hann fengi að
njóta meira frelsis og að lífskjörin
bötnuðu en síðan hefur flokkurinn
tvöfaldað vinnuskylduna án þess
að launin hafi hækkað. Nú verðum
við að vinna í 15 stundir á dag á
vetuma og jafnvel lengur á sumr-
in en getum þó ekki brauðfætt
okkur," sagði Maiko. „Unga fólkið
í landinu gerir sér fulla grein fyrir
þessu og og lætur ekki blekkjast
en það kemst enginn á brott.
Landið okkar er umlukt gaddavír
og hermennimir hafa skipun um
að skjóta hvem þann, sem reynir
aðflýja.
Maiko sagði, að í síðasta mán-
uði hefði heyrst til leynilegrar
útvarpsstöðvar, sem sendi út í
fjórar klukkustundir og „hvatti
fólk til að rísa upp og steypa Alia“.
Papandreou, forsætisráðherra
Grikklands, hefur gert ýmsa
samninga við albönsk stjómvöld
um samvinnu í efnahags- og
menningarmálum og er í þeim
kveðið á um rétt gríska minnihlut-
ans í Albaníu en hann telur um
120.000 manns. Maiko, sem er
af grískum ættum, sagði hins
vegar, að aðeins albanska væri
kennd í skólum og að litið væri á
það sem glæpsamlegt athæfi að
tala grísku.
Handrit eftir
Grieg finnast
í New York
BRÉF og handrit eftir norska
tónskáldið Edvard Grieg, þar á
meðal handritið að „Pétri Gaut“,
AP/Slmamynd
George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, er í þann mund að ljúka
heimsókn sinni til fjögurra Arabaríkja. Á ferðalaginu staldraði hann
við í bandaríska flugmóðurskipinu Enterprise, sem er nú á Oman-
flóa. Myndin var tekin er Bush snæddi hádegisverð um borð í Enter-
prise ásamt áhöfn skipsins.
Bush heimsækir Norður-Jemen:
Sat undir gagnrýni
við móttökuathöfn
Sanaa, Norður-Jemen. AP.
ABDEL-Karim Abdullah Arashi,-
varaforseti Norður-Jemen,
gagnrýndi stefnu Bandaríkja-
manna í Miðausturlöndum er
George Bush, varaforseti Banda-
ríkjanna, kom til Norður-Jemen
í gær.
Arashi skoraði á Bandaríkjamenn
að beita áhrifum sínum til að fá
ísraela til að láta af því sem hann
kallaði mannréttindabrot gagnvart
Palestínumönnum á landsvæðum,
sem innlimuð hafa verið í ísraelsríki
og í Líbanon.
Bush svaraði ekki gagnrýni
Arashi, heldur las skrifað ávarp,
sem hann flutti við komuna til
Norður-Jemen. Bush er æðsti
Bandaríkjamaðurinn, sem kemur til
landsins frá því 1972. Hann mun
m.a. taka fyrstu skóflustungu að
sendiráði, sem Bandaríkjamenn eru
að byija að byggja í Norður-Jemen.
Norður-Jemen er síðasta landið í
heimsókn Bush til fjögurra araba-
ríkja. Landið hefur náin sambönd
við Moskvu, en einnig við Bandarík-
in og þiggur þaðan m.a. hemaðar-
aðstoð.
Bandaríski sendiherrann í Moskvu:
Mótmælir
átroðninsi í
sendiráðinu
Moskvu. AP.
SOVÉSKIR sjónvarpsfréttamenn
hafa „ráðist inn“ í bandariska
sendiráðið í Moskvu og banda-
rísku ræðismannsskrifstofuna í
Leningrad fimm sinnum í þessari
viku. Hefur bandariski sendi-
herrann borið fram mótmæli
vegna þess við sovéska utanrikis-
ráðuneytið.
Undanfama daga hefur hópur
manna komið í sendiráðið og ræðis-
mannsskrifstofuna til að mótmæla
kjamorkuvopnatilraunum Banda-
ríkjamanna og ávallt í fylgd með
sovéskum sjónvarpsfréttajnönnum.
Sovésku lögreglumennimir, sem
gæta húsanna, eru vanir að gefa
sér góðan tíma til að kanna skilríki
þeirra, sem vilja þangað inn, en í
þessu tilfelli hafa þeir vikið orða-
lausttilhliðar.
„Sjónvarpsmyndatökur eru
bannaðar hér, hveijir sem í hlut
eiga, Bandaríkjamenn eða Sovét-
menn, en nú er mðst hingað inn
daglega," sagði bandaríski sendi-
herrann, Arthur A. Hartman. „Sov-
étmenn em alltaf að kvarta undan
því, að mótmælendur fái að koma
of nálægt sovéska sendiráðinu í
Washington og næst þegar þeir
kvarta vitum við hveiju skal svara.“
komu nýlega í leitimar hjá út-
gáfufyrirtæki í New York og
hefur safnið allt verið selt til
Noregs fyrir 615.000 dollara.
Sagði frá þessu í bandaríska
blaðinu „Intemational Herald
Tribime“ um síðustu helgi.
Robert Hinrichsen, )mgsti sonur
útgefanda Griegs, flutti safnið með
sér frá Þýskalandi á fjórða áratugn-
um en í því em handrit að 29 tón-
verkum Griegs og 371 bréf frá
honum. „Ómetanleg þjóðargersemi,
sem talin var að eilífu glötuð, er
að koma heim,“ sagði Lars Lang-
slet, menningarmálaráðherra Nor-
egs, um kaupin á handritunum en
þaú verða varðveitt í Björgvin,
heimabæ Griegs.
Ráðist inn á skrif-
stofu í Gullna hofinu
Amritear. AP.
KLOFNINGURINN meðal herskárra sikha jókst á föstudag er rót-
tæklingar réðust inn i skrifstofu í Gullna hofinu í Amritsar á Ind-
landi. Harinder Singh Kahlon, leiðtogi Stúdentahreyfingar síkha,
og stuðningsmenn hans lokuðu sig inni á skrifstofunni og komu
ekki út fyrr en eftir fortölur háttsettra leiðtoga þjóðvarðliða síkha.
Ráðist var inn í skrifstofuna eftir
að til átaka kom milli ungmenna úr
röðum sikha á fimmtudag.
Takkhar Singh, leiðtogi Damd-
ami Taksal, sem er hreintrúarskóli,
brást við þessu með því að setja
stjóm Stúdentahreyfíngarinnar af
og loka skrifstofum hennar.
Damdami Taksal og Stúdenta-
hreyfing síkha ráða lögum og lofum
i Gullna hofinu, helgasta véi síkha,
og hafa stjómvöld ásakað báða
aðilja um að styðja hryðjuverka-
menn.
ERLENT
Volvo 240 Volvo 740
VERÐ
FRÁKR.
699.000-
SUÐURLANDSBRAUT 16 - S[MI 35200
GENGI 01 04.86
MEÐ RYDVÖRN
OG8ÁRA RYDVARNARÁBYRGD