Morgunblaðið - 12.04.1986, Page 29

Morgunblaðið - 12.04.1986, Page 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986 íiíhöE&ö tnáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 332. þáttur Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BJörn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Vandi og viðbrög'ð Grein Tómasar Helgasonar pró- fessors í Morgunblaðinu si. miðvikudag var athyglisverð og ástæða til að fagna slíkum skrifum. Þau miða að því að benda á hættu af notkun fíkniefna. Það hljóta allir að hafa samúð með málflutningi þeirra sem horfa upp á áfengis- og fíkniefnabölið dag hvem, ekki sízt lækna sem þurfa að glíma við sjúk- dóma sem eru afleiðing af ofneyzlu áfengis og fíkniefnaneyzlu almennt. Þau orð prófessorsins vekja ekki sízt athygli að á íslandi er langlægst skráða meðalneyzla af áfengi á mann í Evrópu, svo og þær upplýs- ingar að 88% íslendinga á aldrinum 16-36 ára hafa neytt áfengis, 58% neyta eða hafa neytt tóbaks og 26% hafa reynt kannabis, en aðeins 3% aðra vímugjafa. Meiri tíðindi úr þessum málaflokki eru þó þau að reykingar hafa minnkað á íslandi ekki sízt meðal ungs fólks. Sá ár- angur hefur náðst vegna gífurlegr- ar upplýsingamiðlunar um reyktób- ak sem sjúkdómsvald og hefur það átak skilað verulegum árangri. Þar eiga krabbameinsfélögin og þeir sem vinna gegn hjartasjúkdómum einkum hlut að máli. En því miður er mannskepnan því markinu brennd að hún er hluti af umhverfinu eins og vínviðurinn og fíkniefnaplöntumar og ásókn í þessa vímugjafa hefur fylgt mann- kyninu frá örófí alda. Það verður ekki frá því tekið úr því sem komið er, því miður, ekki frekar en menn hætta að fullnægja kynþörf sinni vegna þess að það gæti haft í för með sér sjúkdóma. Maðurinn er langt frá fullkomin, goðkynjuð vera sem stenzt freistingar sínar og getur lifað í hættulegu umhverfí eins og dauðhreinsað væri. Hann mun ávallt þurfa að glíma við vandamál eins og áfengis- og fíkni- efnaneyslu — og þá er að leita leiða til að uppfræða fólk um þær hættur sem við blasa og kenna því að bregðast við umhverfínu á réttan hátt. Boð og bönn vekja uppreisnar- hug með mönnum og duga í engu. Nú vita allir að tóbaksreykingar geta leitt til dauða, þær em einn helzti orsakavaldur krabbameins og hjartasjúkdóma — en samt halda margir áfram að reykja eins og ekkert hafí í skorizt. Við eigum að sjá til þess að þeir sem reykja ekki eða era hættir að reykja fái frið fyrir reykingamönnum eins og lög- gjafínn gerir ráð fyrir, þannig að þeir hafí sérstakt afdrep til að iðka .nautn sína. Við getum ekki krafízt þess af fólki sem vill stytta ævi sína með reykingum að það geri það ekki, en við getum krafízt þess að ekki sé reykt ofan í þá sem nota ekki tóbak. Þannig getum við einnig krafíst þess að þeir sem sækja í aðra vímugjafa taki sjálfír áhætt- una af því og séu umhverfínu skað- lausir. Við eigum einnig eins og prófessor Tómas og starfsbræður hans ýmsir að reyna að veita þeim aðstoð sem vilja berjast gegn fíkni- efnabölinu, því þeirra starf er gott og þjóðfélagslega mikilvægt. Við eigum að reyna að koma í veg fyrir að blindur leiði blindan. En við eigum jafnframt að reyna að losa okkur við skinhelgi, það er t.a.m. skinhelgi þegar íslenzka ríkið lifír á sölu vímugjafa og eiturs en jafn- framt skuli helzt fara með það eins og mannsmorð. Það er einnig skin- helgi að leyfa sölu á öllum sterkustu áfengistegundum sem til era, en banna svo sölu á veikustu tegund- inni, bjór, sem er daglegt brauð í öllum löndum heims — nema !s- landi! Halldór Laxness skrifaði talsvert um bjór á sínum tíma og gat ekki skilið hvers vegna hann hefði ekki leyfí til að kaupa þá vörutegund hér á landi. Allir vita að Nóbels- skáldið umgengst áfenga drykki svo að til fyrirmyndar er en samt skal refsa honum vegna óhófs og villi- mennsku annarra. Morgunblaðið telur að hann og aðrir eigi að fá leyfí til að fá sinn bjór meðan íslenzka ríkið lifír á því að selja drykki sem era svo sterkir og göróttir að ekki þarf nema þijú, fjögur glös til að breyta venjulegum, heiðarlegum manni í skrímsli sem ekki er húsum hæft. Á þessu þyrfti að fínna lausn sem flestir gætu við unað og minnist Tómas Helgason á þá afstöðu sína í athyglisverðri grein sinni þegar hann segir „Verði bjórstefnan ofan á, mun síga á ógæfuhlið nema því aðeins að lagðar verði svo miklar hömlur á sölu annarra áfengisteg- unda að heildameyslan aukist ekki.“ En hvað sem því líður skal undir þessi orð prófessorsins tekið: „Þessi aukning (sjúklinga vegna fíkniefna- neyzlu) er í sjálfu sér mikið áhyggjuefni, en misnotkun áfengis er enn sem fyrr aðaláhyggjuefnið og nauðsynlegt að menn beiti sér af alefli gegn henni og gegn öllu sem getur orðið til þess að auka heildameyslu áfengis meðal lands- manna." Enn liggur bjórframvarp fyrir Alþingi íslendinga. Enn virðast all- ar líkur á því að þingið hafí ekki metnað til að afgreiða málið. Morg- unblaðið hefur áður bent á að bezt fari á því að þjóðin sjálf verði spurð vegna þeirrar hefðar að ákveða með almennrí atkvæðagreiðslu hvort leyfa skuli áfengisútsölur eða ekki. Fræðsla og aðhald er betra en boð og bönn. Það hefur sýnt sig svo ekki verður um villzt í herferðinni gegn tóbaksreykingum. Þegar jafn- vægi er komið á og íslendingar eiga aðgang að léttustu tegund áfengis og sóknin í sterka eitrið minnkar ættum við einnig að geta náð svip- uðum árangri í herferðinni gegn áfengisbölinu og náðst hefur í bar- áttunni við tóbakið. En tvískinnung- ur leysir engan vanda. Hann getur orðið erfíðasta vandamálið. Þá skal uppfylla það fyrirheit að fjalla um nokkur atriði í bréfí Magnúsar Jónssonar í Hafnar- fírði, því sem birtist í síðasta þætti. Ég töluset atriðin til glöggvunan 1. Eftir gömlu reglunum, þegar z var rituð, er það rétt hjá bréfritara að skrifa vinza. Eins og hann ímyndaði sér, er þetta orðið til úr vind-sa, af vinda. Sterka sögnin að vinda beygist býsna óreglulega: vinda, vatt, undum, undinn, eftir 3. hljóðskiptaröð. Þátíð eintölu vatt < *vant <*vand. D hefur harðnað í t og síðan orðið sam- lögun. í þriðju og fjórðu kenni- mynd hefur v fallið brott á undan kringdu sérhljóði. 2. Athygli er nú víst kven- kynsorð í vitund flestra. En það er talið hafa verið hvorugkyns áður fyrr. AthygUsverður væri eðlileg eignarfallssamsetning (laust samsett) af hvorugkyninu. AthygUverður væri jafneðlileg samsetning (hvort heldur laus eða föst) af kvenkyninu. Þá er ekkert eftir annað en smekkur og hefð til að velja á milli. 3. Magnús Jónsson segist ávallt rita kannske, ekki kannski. Ég held hann verði vart sakfelldur um slfkt. Þetta er hvort eð er orðið til úr kann, af kunna, og tökusögninni ske. í orðabók Menningarsjóðs er reyndar mælt með gerðinni kannski, líklega vegna þess að endingin i er íslenskulegri en e. 4. Eg er sammála bréfritara að því leyti, að „almennt er sjálf- sagt álitið að skiptingin sé morguns-úr", o.s.frv. En ég hef, eins og hann, vissa „samúð" með skiptingunni morgun-sár. Það hefrir líka meistari orða- leikja og myndhverfínga Jónas E. Svafár, þegar hann lætur ljóðabók sína heita: það blæðir úr morgunsárínu. 5. Auðvitað þýðir maður bæði karlmaður sér á parti, svo og tegundina alla. Því mælir ekkert gegn því að kona sé maður. Eg felli mig því ágætlega við það að kona sé alþingismað- ur, starfsmaður o.s.frv. En hún má líka vera verkakona, þegar svo vill verkast, eins og t.d. þegar til þess er ætlast að skipta verkalýðsfélögum eftir kypjum og hafa bæði verkakvennafé- lagið Framsókn og verka- mannafélagið Dagsbrún. Enda þótt fólk sé ágætt samheiti í hvorugkyni fleirtölu fyrir bæði kynin, get ég ekki verið á móti því að konur séu hluti af fleir- tölunni menn. Fullyrðingin: Allir menn eru dauðlegir, hlýtur t.d. að ná jafnt til karla og kvenna. 6. Fleiri kvikindi en hesta og hunda skortir gott fleirtölusam- heiti í hvorugkyni yfír bæði kynin. Hvað um köttinn? Fleir- talan kettir er að þessu leyti sambærilegt við hestar og hundar. Um hestana held ég reyndar að brúklegt sé orðið hross, samheiti fyrir bæði kyn í fleirtölu, enda þótt ég viti að hross var fremur meri en foli í fomu máli. En fleirtölumyndim- ar hundar og kettír ná i málvit- und okkar yfír bæði kynin, alveg einsog kvenkynsorðin rottur og mýs ná jafnt yfír karldýr og kvendýr. Það auðgar hins vegar málið ekki lítið, þegar sérstakt orð er til yfír tegundina eins og hrognkelsi, og sfðan sitt orðið um hvort kyn, eins og rauðmagi oggrásleppa. A landsprófínu sæla gerðist það eigi að sfður í góðum al- þýðuskóla að einn nemenda ruglaðist á kyni orðsins hrogn- kelsi í ritgerð sem gera skyldi undir þvflfkri fyrirsögn. Rit- gerðin var svo: Hrognkelsinn er meindýr af skolpdýraættinni. Hann hefur einn maga, en út úr honum ganga 9 botnlangar. Þegar hann verður fyrir árás, spýr hann frá sér dökkleitum vökva, og verður þá óvinurinn svartur í framan." ★ Bjöm Egilsson frá Sveins- stöðum f Lýtingsstaðahreppi skrifar svofellt bréf sem ég læt gossa athugasemdalaust, og má þá hver svara fyrir sig: „Skrúðmál presta. 1. Prestur nokkur hafði verið á togara á skólaárum. í prédikun sagði hann: „Lærisveinamir ræstu Jesú á Genesaretvatn- inu.“ 2. Kvenprestur sagði þessar setningar í útvarpi 19. 2. ’84: „Að hafa guð alveg á hreinu." „Andstæðingar Jesú reyndu að hanka hann með ýmsum spumingum." 3. Prédikari sagði 3. mars 1985: „Þegar við fömm að pæla í sögunni." 4. Prestur sagði í útvarps- prédikun 12. jan. 1986: „Jesú stakk foreldra sína af.“ 5. Ungur prestur sagði í prédikun 2. mars 1986: „Guð verður æðislega glaður, ef menn snúa sér til hans.“ Mér fínnst að það þurfí kenn- arastól f fslenzkum fræðum við prestaskólann. Ef stóllinn er til, þá betri kennara." ★ í talsvert áberandi fyrirsögn á baksíðu þessa blaðs laugar- daginn 22. apríl sl. stendur skrifað: „Frágangur nýrra timburhúsa er víða ábótavant." Umsjónarmaður auðkennir hér orðið frágangur, af því að þar er málvilla, nefnifall f stað þágu- falls. Þótt málvillur séu algeng- ari í fyrirsögnum en meginmáli blaða, má hér fyrr vera. Ein- hverju, ekki eitthvað, er ábóta- vant. Mér, henni, honum er ábótavant í einhverju. Vant í ábótavant er lýsingarorð f hvor- ugkyni, samstofna sögninni að vanta. Mér er vant einhvers merkir sama og Mig vantar eitthvað. Vant getur líka verið hvomg- kyn af lýsingarorðinu vand- ur=vandasamur. Hér er úr vöndu að ráða, getum við sagt. Og til mun vera orðtakið: Vant(=vandasamt) er við vond- um að sjá. Þá mun það vera þetta vant sem kemur fyrir f orðasambandinu að vera vant við látinn (kominn)=vera önn- um kafínn. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur: Fj ölbreytt fræðslustarfsemi AÐALFUNDUR Krabbameins- félags Reykjavíkur var haldinn 24. mars sl. Fram kom á fundin- um, að starfsemin á sfðastliðnu ári beindist einkum að fræðslu og fjáröflun. Var fræðslustarf- semin hin fjölbreyttasta. Krabbameinsfélag Reykjavíkur rekur skipulegt tóbaksvamastarf í gmnnskólum í samráði við yfirvöld heilbrigðis- og menntamála. Nær það meira eða minna til allra grunn- skóla á landinu. Félagið heldur fræðslufundi í sérskólum og framhaldsskólum auk fræðslufunda fyrir almenning. Þá heldur félagið námskeið til aðstoðar þeim sem vilja hætta að reykja. Útgáfustarfsemi er nokkur á vegum félagsins. Krabbameinsfélag Reykjavíkur sér um rekstur Happdrættis Krabbameinsfélagsins en helming- ur ágóðans rennur til Krabbameins- félags íslands. Nam ársgreiðslan til Krabbameinsfélags íslands fyrir árið 1985 rúmlega 8 milljónum króna auk þess sem lögð var hálf fjórða milljón í byggingarsjóð Krabbameinsfélagsins. Félagið lagði einnig fram fé til ýmissa annarra mála í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur sitja: Tómas Árni Jóns- son læknir formaður, Baldvin Tryggvason, Erla Einarsdóttir, Jón Þ. Hallgríms8on, Páll Gíslason, Sigríður Lister og Þórarinn Sveins- son. Framkvæmdastjóri er Þorvarð- ur Ömólfsson. Eftirfarandi ályktanir vora sam- þykktar á aðalfundinum: Alyktun um K-byggingu og geislalækningar: Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur fagnar því, að bygg- ingarframkvæmdir era hafnar við K-byggingu Landspítalans og væntir þess fastlega, að unnt verði að taka bygginguna í notkun, að því er varðar geislameðferð krabba- meinssjúklinga, í ársbyijun 1988 svo sem fyrirhugað er. Einnig væntir fundurinn þess, að þá þegar geti hafíst geislameð- ferð með línuhraðli sem Lionshreyf- ingin safnaði fé til kaupa á. Vill fundurinn þakka þetta góða fram- tak Lionsmanna og stuðning lands- manna við það. Ályktun um þjóðarátak gegn krabbameini: Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur hvetur alla landsmenn til öflugs stuðnings við landssöfnun- ina „Þjóðarátak gegn krabbameini MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986 29 Krabbameinsfélag íslands: Starfið stendur og fellur með almenningi - segir dr. Snorri Ingimarsson forstjóri félagsins EINS og fram hefur komið i fjölmiðlum fer fram í dag og á morgun landssöfnun á vegum Krabbameinsfélags íslands undir kjörorðinu „Þjóðarátak gegn krabbameini — þín vegna." Talið er, að hátt á annað þúsund manns starfi að söfnuninni í dag. Söfnunin er liður í heildarátaki til eflingar krabbameinsrannsóknum og krabbameins- vörnum. Morgunblaðið sneri sér til dr. Snorra Ingimarssonar for- stjóra Krabbameinsfélagsins og leitaði hjá honum nánari upplýsinga um. til hvers söfnunarféð verði notað. 700 krabbamein greind árlega „Við eram um þessar mundir að reyna að gera okkur grein fyrir því hve krabbameinsvandinn verður mikill næstu fimmtán árin, eða fram til aldamóta, til þess að geta undir- búið okkur undir það sem mætir okkur á þessum vettvangi í næstu framtíð," sagði Snorri. „Nú greinast árlega um 700 krabbamein hér á landi en verða lík- lega rúmlega 1.000 um aldamótin. í dag tekst að lækna rétt tæplega helming þess fólks, sem fær krabba- mein hérlendis, og er það svipað hlutfall og best gerist erlendis. Við óbrejrttar aðstæður verður hlutfall læknaðra hið sama um aldamótin, AUKNAR LÍFSLÍKUR KRABBAMEINSSJÚKRA Hlutfall þeirra sem enn voru á lífi fimm árum eftir að sjúkdómurinn var greindur hjá þeim. ALLAR TEGUNDIR KRABBAMEINS. KARLAR Sjúkdómur KONUR greindur '5%| | 1955-59 | 26% 26% I 1970-74 | 41% - - en það er talið, að með þeirri tækni og þekkingu, sem við búum jrfír, megi hækka þetta hlutfall um 10—15%, sé rétt haldið á málum. Það er einmitt þetta, sem Krabba- meinsfélagið vill beita sér fyrir. Það væri árlega hægt að forða 50—75 einstaklingum í viðbót frá ótímabær- um dauða, ef rétt væri. haldið á spilunum." Heilsuvernd æskilegri en „dýr viðgerðaþjónusta“ „Krabbameinsfélagið vinnur ekki að krabbameinslækningum, heldur fyrirbyggjandi aðgerðum áður en að lækningu kemur — við rejmum að koma í veg fyrir krabbamein og fínna krabbamein á byijunarstigi. Síðan fer það fólk, sem við finnum krabbamein hjá, til lækninga f sjúkrahúsum og þá kemur aftur til okkar kasta — þegar sjúklingurinn hefur fengið læknismeðferð rejmum við að bjóða upp á endurhæfingu; hjálpa einstaklingnum og fíölskyld- unni til þess að ná sér eftir það áfall, sem þau verða fyrir, þegar krabba- mein fínnst hjá einhveijum í fíölskyl- dunni. Þá starfa með okkur Samtök Dr. Snorri Ingimarsson og þau miðla þessum einstaklingum af þekkingu sinni og rejmslu. Það, sem Krabbameinsfélagið vill gera með Þjóðarátaki ’86, er í fyrsta lagi að auka til muna leit að krabba- meini og það, sem mest er undir smásjánni hjá okkur, er krabbamein í bijóstum kvenna — það hefur færst mjög í vöxt á undanfomum áram. Súluritin skýra sig að mestu sjálf. Þó er rétt að taka fram f sambandi við súluritið „Auknar llfslfkur krabbameinssjúkra", að þar sem tölumar eru nokkuð komnar til ára sinna má búast við að lífslíkur séu enn meiri nú. T.d. segir dr. Snorri Ingimarsson f viðtali hér f opnunni, að nú takist að lækna tæplega helming þeirra sem krabbamein greinist I\já. Hvað varðar súluritið „Lffslfkur krabbameinssjúkra“ skal tekið fram, að þar sýna tölumar meðal- tal þeirra, sem sjúkdómurinn var greindur hjá á árunum 1955—1974 og lifðu f minnst fimm ár eftir það og ná tölumar þvf f raun til ársins 1979. Tölur fyrir tímabilið 1974—79 eru í flestum tilfellum nokkru hærri en meðaltalstölum- ar fyrir tímabilið 1955-79. Tölumar era fengnar úr ritinu Cancer Registration in Iceland 1955—1974 eftir Ólaf Bjamason og Hrafn Tulinius. LÍFSLÍKUR KRABBAMEINSSJÚKRA Mismunandi tegundir krabbameins. Sjúkdómur greindur 1955-74 Hlutfall þeirra sem enn voru á lífi fimm árum eftir að sjúkdómurínn var greindur hjá þeim. KARLAR Tegundir KONUR krabbameins Krabbamein mun greinast í bijóstum um 100 kvenna á þessu ári og við vitum það af rejmslu nágrannaþjóða okkar, að ef við leitum skipulega t.d. á næsta ári, finnum við ekki einungis hundrað konur, eins og verið hefur undanfarin ár, heldur um 200 konur að auki með krabba- mein, sem ekki hefur gert vart við sig. Við getum ekki komið í veg fyrir þetta krabbamein, þar sem við vitum ekki ástæðuna fyrir því, en við getum flýtt fyrir greiningu þess og aukið þar með líkur á lækningu til muna, auk þess sem lækningin verður e.t.v. ekki jafn dýrkejrpt og ella — konan fær kannski að halda bijóstinu. Þess má geta, að Alþjóða- heilbrigðisstofnunin leggur æ meiri áherslu á forvamarstarf, að heil- brigðisjrfirvöld beiti sér meira fyrir heilsuvemd en dýrri viðgerðaþjón- ustu.“ Ólrúlegir möguleikar á grunnrannsóknum hérlendis „í öðra lagi viljum við efla stórlega grannrannsóknir á krabbameini. Við viljum grafast fyrir um orsakir þess- ara sjúkdóma hérlendis í samvinnu við innlendar og erlendar vísinda- stofnanir. Þetta er mjög áhugavert fyrir okkur, vegna þess að hið litla þjóðfélag okkar gefur ótrúlega möguleika á slíkum rannsóknum, þar sem tiltölulega einfalt er að ná til einstaklinga. í þriðja lagi ætlum við að efla aðstöðu og stuðning við samhjálpar- samtök fyrrverandi krabbameins- sjúklinga, bæta þjónustuna í húsa- kynnum Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, þannig að krabba- meinssjúklingar utan af landi geti fengið stuðning þaðan, annaðhvort símleiðis eða með því að koma í heimsókn." Krabbameinsfé- lagið framlenging á vilja almennings „Verkefnin era því mörg og brýn og við eram að leita nýrra leiða til að fjármagna núverandi starfsemi þannig að hún standi nokkum veg- inn undir sér, en þá viðbót við starf- semina, sem ég hef rakið hér að framan, höfum við hugsað okkur að fíármagna með þjóðarátakinu. Það er ljóst, að áhugamannafélag eins og Krabbameinsfélagið byggir alla sína afkomu á góðum tengslum við almenning og að almenningur hafi skilning á gildi þess starfs sem félag- ið vinnur. Við verðum að leita til almennings um allan fíárstuðning við rekstur félagsins. Krabbameins- félagið er ekkert annað en framleng- ing á vilja almennings. Ef almenn- ingur vill ekki starfsemi Krabba- meinsfélagsins, þá leggst hún nið- ur,“ sagði dr. Snorri Ingimarsson að lokum. Frá „námskeiði i reykbindindi“. Stjómandinn, Ásgeir R. Helgason, gefur þátttakendum holl ráð. — þín vegna" sem fram fer 12. og 13. apríl næstkomandi og hvetur félagsmenn sérstaklega til að bjóða fram krafta sína við söfnunina. Ályktun um tóbaksvamir: Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur fagnar þeim árangri sem þegar hefur náðst í tóbaksvöm- um hér á landi og lýsir sér m.a. í brejrttri afstöðu til tóbaksreykinga, lagaákvæðum um tóbaksvamir og minnkandi tóbakssölu. Fundurinn hvetur stjómvöld til að marka þá stefnu, að ísland verði orðið reyk- laust um næstu aldamót og bendir á, að íslendingar eiga að mörgu leyti hægara um vik en aðrar þjóðir að ná slíku marki. Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi við samtökin „Reyklaust ísland árið 2000“, sem stofnuð vora um þetta markmið að frumkvæði Krabbameinsfélagsins og flölmarg- ar félagshrejrfingar í landinu eiga nú aðild að. Þjóðarátak gegn krabbameini: Læknar sátu á vöktum og svör- uðu fyrirspurnum Enn vantar sjálfboðaliða í söfnunina í sambandi við þjóðarátak gegn krabbameini var dreift bæklingi með ýmsum upplýsingum um krabbamein og Krabbameinsfélag Is- lands. Ámi Gunnarsson framkvæmdastjóri þjóðarátaksins sagði, að fjjótlega hefði komið i ljós, að fólk hefði haft mikla þörf fyrir nán- ari vitneskju um það, sem fram kom í bæklingnum, og simalínur Krabbameinsfélagsins verið nánast rauðglóandi sfðan hann var sendur út. Aftast í bæklingnum er kafli sem heitir Sjö áhættumerki, þar sem gerð er grein fyrir því, sem læknar hafa komið sér saman um að gætu bent til þess að menn þyrftu að fara í skoðun. „Síðan bæklingurinn var sendur út hafa simalinur hér logað,“ sagði Ámi, „og það varð að grípa til þess ráðs að fá lækna til að sitja á vöktum hér í Krabba- meinshúsinu og þeir hafa ekki komist frá undanfama daga allan símatímann — verið að svara spum- ingum fólks sem telur sig hafa fundið til einhverra þeirra einkenna sem lýst er í bæklingnum, og í sumum tilvikum hefur þótt ástæða til að senda fólkið til læknis. Það hefur verið rætt um það héma hvort ekki þurfi að koma þessari þjónustu á til frambúðar." Að sögn Áma hafa þegar verið viðbrögð við söfnuninni; t.d. hefur fyrirtæki eitt í Reykjavík gefíð 100.000 krónur og einstaklingar hafa beðið um, að þeim yrðu sendir gíróseðlar. Enn vantar töluvert upp á, að nógu margir sjálfboðaliðar hafí fengist til söfnunarinnar í Reykja- vík og vildi Ámi hvetja alla þá, sem vilja leggja málinu lið, að gefa sig framísíma21122 eða 621414.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.