Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1986 VERÐ f LAUSASÖLU 40 KR. Morgunblaðið: Hægt að borga áskriftina með greiðslukortum MORGUNBLAÐIÐ hefur nú ákveðið að taka upp þá ný- breytni fyrst íslenskra dagblaða, að gefa áskrifendum sín- um kost á því að greiða áskriftargjöld með greiðslukortum. Fyrirkomulag þetta verður tekið upp í næsta mánuði og geta þá þeir, sem þess óska, greitt fyrir áskrift fyrir maí- mánuð með þvi að heimila úttekt af greiðslukortum sínum. Síðastliðið haust bauð Morgun- blaðið viðskiptavinum sínum að greiða fyrir auglýsingar með greiðslukortum og fyrir liggur samningur við íslenzku greiðslu- kortafyrirtækin um fyrirkomulag þetta. Það er mat stjómenda Morg- unblaðsins, að með þessum hætti sé sú nútímatækni, sem blaðið hefur yfir að ráða, nýtt f þágu viðskipta- vina þess og áskrifenda. Jafnframt sé þeirri ábyrgð létt af blaðberum blaðsins að bera á sér mikið fé við innheimtu áskriftargjalda, en þeir munu eftir sem áður halda inn- heimtuþóknun sinni óbreyttri. Framundan er af hálfu Morgun- blaðsins víðtæk kynning á þessari nýju þjónustu meðal áskrifenda og blaðbera og vonast Morgunblaðið eftir góðri samvinnu við fram- kvæmd þessa mikilvæga framfara- máls. Sjá nánar á bls. 4 f Morgun- blaðinu í dag: Greiðsla áskriftargjalda með greiðslukortum. Danir framselja RLR f slending TÆPLEGA fimmtugur Reykvíkingur var fyrir skðmmu handtekinn i Kaupmannaböfn og framseldur til íslands af dðnsku lögreglunni, grunaður um skilasvik og að hafa mismunað lánardrottnum sinum þegar hann varð gjaldþrota. Hann var úrskurðaður i gæsluvarðhald að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins allt tíl 23. þessa mánaðar, að því er HaUvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreghistjóri rfldsins, sagði i samtali við blm. Morgunblaðsins f gærkvöldi. Hann sagði að fyrir nokkru hefði ríkissaksóknari mælt fyrir um opin- bera rannsókn af hálfu RLR í fram- haldi af rannsókn á gjaldþrotamáli manns þessa hjá skiptarétti Reykja- víkur. Hann hafði um nokkurt ára- bil starfað að verslunarrekstri í Reykjavík en undanfarin misseri verið búsettur í Kaupmannahöfn. Við rannsókn skiptaréttarins kom m.a. fram, að skömmu fyrir gjald- þrotið hafði maðurinn selt nánast allar eigur sínar og fengið í hendur í peningum og verðbréfum rúmlega 9 milljónir króna. Ifyrir skiptarétti kvaðst hann með öllu eignalaus og sagði að peningana, sem fengust fyrir sölu eignanna, hefði hann notað til greiðslu skulda sinna áður en hann fór úr landi. Mun hann hafa skilið eftir sig allt að fimm milljón króna skuldahala, skv. upp- lýsingum blaðsins. Vöknuðu grunsemdir um að maður þessi hefði gerst sekur um skilasvik með undanskoti umtals- verðra flármuna og auk þess mis- munað lánardrottnum sínum eftir að hann sá fram á gjaldþrotið. Hefur síðan verið unnið að rann- sókn málsins hjá RLR. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Morgunblaðið/Bjami Á Gúmmí vinnustofunni i Skipholti voru þessir herramenn að skipta um hjólbarða á bflum sfnum sfðdegis f gær. Ástæðulaust að sverfa göturnar með nagladekkjum SAMKVÆMT lögum eiga allar bifreiðir að vera komnar á sumarhjólbarða eftír 1. maí. „En þar sem veðrið er svona gott tók ég mér það bessa- leyfi að hvetja menn til að skipta um hjólbarða nú þegar," sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri í Reykjavík f samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að farið væri að huga að viðgerðum á malbiki og annarri hreinsun í borginni, sem væri með fyrra falli vegna afmælis borgarinnar og veður- blíðumnar undanfarið. „Það tekur alltaf vissan tíma að komast að á hjólbarðaverkstæðum til að fá skipt á hjólbörðum, þannig að nú er von til að þessu verði lokið á réttum tíma. Enda ástæðulaust að vera að sverfa götumar með nagladekkjum í auðu færi,“ sagði Ingi. Soðningin seld yfir hámarksverði VIÐ könnun Verðlagsstofnunar á útsöluverði ýsu og þorsks hefur komið í ljós að þessar fisktegundir eru í mörgum til- vikum seldar yfir leyfilegu há- marksverði. Að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra mun Verðlagsstofnun kanna verðið nánar í næstu viku og kæra þá aðila fyrir verðlagsbrot sem þá reynast vera brotlegir. Ýsa og þorskur eru einu físk- tegundimar sem falla undir ákvæði um hámarksverð og sam- kvæmt athugun Verðlagsstofnun- ar eru þessi ákvæði ekki virt f mörgum tilvikum. Georg sagði að físksölum hefði verið gerð grein fyrir þessu með bréfi og ef þeir tækju ábendingamar ekki til greina yrðu þeir kærðir eftir nán- ari athugun í næstu viku. Fullyrðingar i ítölskum sagnfræðiritum: Kólumbus var á Islandi KRISTÓFER Kólumbus. sá hinn samí og talinn er hafa endurfund- ið Amerfku, kom til Islands snemma árs 1477 og aflaði sér margvíslegra upplýsinga um vesturfarir islenskra víkinga. Hann kom m.a. til Hafnarfjarðar og sigldi vestur og norður um land. ísland var Kólumbusi sérlega mikilvægt vegna þess að það var og hafði verið „brú tíl Ameríku". Þessar fúlljrrðingar er að finna í tveimur nýlegum ítölskum sagn- fræðiritum um ævi Kólumbusar og ferðir hans um heimshöfin. Önnur bókin er eftir Paolo Emilio Taviani, fyrrum ráðherra á Ítalíu, sem kom hingað til lands og ferð- aðist víða til að afla sér upplýs- inga, m.a. um ætlað samband Kólumbusar við Magnús Eyjólfs- son Skálholtsbiskup, sem var í Hvalfírði sama vor og sæfarinn er sagður hafa verið þar. Hin er eftir Gianni Granzotto, sem var fréttaskýrandi ítalska sjónvarps- ins um langt árabil og forstöðu- maður stórrar fréttastofu þar. Frá kenningum þeirra Tavianis og Granzottos segir í ítarlegri grein í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins. Árið 1477 var Kristófer Kólum- bus 25 ára. Kenningar manna — Tavianis, Granzottos og fleiri sagnfrasðinga — grundvallast á dagbókarfærslu Kólumbusar um siglingu hans hjá eynni Thule, sem mönnum ber nú almennt saman um að hafi verið ísland. Dagbókartilvitnunin er þannig: „í febrúar 1477 sigldi ég sjálfur hundrað rastir fram hjá Thule en norðurhluti þeirrar eyju er 73 gráður frá miðbaug en ekki 63 Kristófer Kólumbus gráður, eins og sumir hafa viljað vera láta; þessi eyja er miklu vestar, og Englendingar versla við þessa eyju, sem er eins stór og England, einkum frá Bristol. Þegar ég kom þangað var sjórinn ekki ísi lagður...“ Taviani segir ennfremur í bók sinni að eftir íslandsferðina hafi Kólumbus hafíð baráttu fyrir fjár- hagslegum stuðningi við tilraunir til að finna ný lönd í vestri. Hann hafi rannsakað ýmislegt, sem hann fann í fjörum á íslandi og á eyjunum sunnar í Atlantshafi, plöntur víðsvegar að og fleira. Taviani fullyrðir að Kólumbus hafi þó lært mest af öllu á því að hlýða á sjómenn frá Bristol, Galway og höfnunum á íslandi, segja sér miliiliðalaust hinar heill- andi sögur um ævintýri norrænna manna... Sala á vindl- ingum minnkaði um 11% í marz SALA Áfengis- og tóbakssölu ríkisins á vindlingum hefur dreg- ist saman um 5,3% á fyrstu þrem- ur mánuðum þessa árs miðað við sama tíma i fyrra. í mars sl. minnkaði salan um 11% miðað við mars 1985. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust 198.605 pakkar af vindlingum í janúar 1985, en í janúar á þessu ári seldust 182.750 pakkar eða 7,9% færri. í febrúar 1985 seldust 168.280 pakkar, en 175.000 í febrúar á þessu ári sem er 4% aukning frá 1985. Salan í mars 1985 var 181.820 pakkar en 161.760 pakkar í mars sl. og er það 11% minni sala milli ára. Þá kemur fram að sala vindlinga dróst saman milli áranna 1984 og 1985 þegar litið er á heildarsölu áranna og dregst enn saman þegar litið er á sölu fyrstu þijá mánuði þessa árs íheild. Sjá nánar forystugrein Morgunblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.