Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986
Hluthafafundur Flugleiða á morgun:
Freista þess að
þrefalda nafnverð
hlutabréfanna
HLUTHAFAFUNDUR Flugleiða verður haldinn á morgun
og verður þar ein tillaga tekin fyrir, tillagan um jöfnunar-
hlutabréf, þar sem nafnverð hlutabréfa verði þrefaldað, úr
35 milljónum í 105 milljónir. Tillaga þessi var borin upp á
aðalfundi félagsins og felld þar.
„Það verður aðeins ein tillaga
tekin fyrir á hluthafafundinum á
fimmtudag, en það er tillagan um
jöfnunarhlutabréf sem ekki náði
fram að ganga á aðalfundinum,"
sagði Sigurður Helgason forstjóri
Flugleiða í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær. Sigurður var
spurður hvort hann væri bjartsýnn
á að þessi tillaga um þreföldun
núvirðis hlutabréfanna yrði sam-
þykkt, f ljósi þess að tillagan var
felld á aðalfúndinum: „Já, ég trúi
því að þetta nái fram að ganga.
Það hefur aldrei áður gerst í ís-
lensku fyrirtæki að svona tillaga
hafi verið felld. Við þurfum sam-
þykki 80% þeirra sem mæta til þess
að þessi tillaga hljóti samþykkti.
Þetta hefði það í för með sér að
hlutaféð hjá okkur færi úr 35 millj-
ónum í 105 milljónir."
Sigurður sagði að þetta myndi
hafa það í för með sér að fyrirtækið
gæti greitt meira en 10% í arð,
því fyrirtækinu hefði gengið það
vel að undanfömu að eigið fé hefði
aukist. Það gæti því farið svo að
hluthafamir fengju þrisvar sinnum
meiri arð, ef um hagnað yrði að
ræða.
Buðum frjálst verð
gegn helmíngi kvótans
— segir Árni Benediktsson um
verðlagningu á humri
ÁKVÖRÐUN um verð á humri á komandi vertíð hefur verið vísað
til yfimefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Ekki náðist samkomu-
lag um fijálsa verðlagningu á humrinum. Seljendur lögðu til frjálst
verð, en kaupendur vildu ekki faliast á það, nema vinnslan fengi
þá umráð yfir helmingi kvótans. Án þess yrði ekki nauðsynlegt
jafnræði mÚli kaupenda og seljenda. Á þessa skiptingu vildu seljend-
ur ekki fallast.
„Mat okkar á þessu er það, að
kvótaskiptingin valdi því, að ekki
sé eðlilegt jafnræði milli veiða og
vinnslu," sagði Ámi Benediktsson,
framkvæmdastjóri Félags Sam-
bandsfískframleiðenda, í samtali við
Morgunblaðið. „Því sé mjög erfítt
að koma á frjálsræði í verðlagningu,
nema henni verði breytt. Það er
ekkert einfalt að koma á slíku
skipulagi, en ég held að við verðum
að sleppa öllum hugmyndum um
fíjálsa verðlagningu, þar til jafn-
ræði verður náð. Þess vegna lögðum
við til að kvótanum yrði skipt jafnt
milli verkunar og veiða og verðið
yrði gefíð fijálst. Fulltrúar seljenda
vildu hins vegar ekki sætta sig við
neitt slíkt. Mér fínnst skrýtnar
fréttir, sem birtast öðm hveiju um
að við viljum ekki fijálsa verðlagn-
ingu á sjávarafurðum. Fiskkaup-
endur lögðu til fijálst verð á sfld
til frystingar í fyrrahaust, en því
var hafnað. Ég held helzt að menn
séu eitthvað að skemmta sér með
þessu," sagði Ámi Benediktsson.
15 þúsund gestir á Matarlist ’86:
Ellilífeyrisþegar
fá ókeypis aðgang
BAKARAMEISTARINN John Krogh hefur að undanfömu sýnt
listir sínar i Laugardalshöll á matvælasýningu Hótel- og veitinga-
skóla íslands. Hér er hann að búa til sykurskreytingar á þriggja
hæða brúðartertu. Nú hafa um 15 þúsund gestir komið á sýning-
una.
John Krogh er einn erlendra stærstu bakaríum Danmerkur.
gesta sem koma hingað til lands Undanfama daga hafa ellilíf-
í tilefni sýningarinnar. Hann hef- eyrisþegar, 67 ára og eldri, fengið
ur starfað við SAS-hótelið í Kaup- ókeypis aðgang að sýningunni,
mannahöfn sl. 20 ár, síðustu 10 og í dag verða sérstakar strætis-
ár sem skreytingarmeistari, en vagnaferðir milli elliheimilanna
auk þess starfar hann við eitt af og Laugardalshallarinnar.
Norska krón-
an hefur aðeins
lækkað um 6,6%
SEÐLABANKI íslands skráði
norsku krónuna á 5,4531 ísl.
krónur í gærmorgun (sölu-
gengi). Hefur hún aðeins lækk-
að um 6,6% frá því á föstudag
þrátt fyrir 12% gengislækkun
norsku krónunnar á sunnudag.
Skýringin á ofangreindum
mismun kemur fram í frétt Morg-
unblaðsins í gær um gengisfell-
ingu norsku krónunnar, þar sem
segir: „Þrátt fyrir 12% gengis-
fellingu var norska krónan skráð
aðeins 7,5% lægri á gjaldeyris-
markaðnum í kauphöllinni í Osló
í dag en hún hafði verið fyrir
gengisfellinguna og var þetta
túlkað á þann veg, að staða
hennar væri þrátt fyrir allt mjög
sterk. Er gert ráð fyrir, að norski
seðlabankinn muni nú selja mikl-
ar Qárhæðir í norskum krónum
til þess að fá gengi norsku krón-
unnar niður í það sem fyrirhugað
var.“
Litlar breytingar urðu á gengi
annarra gjaldmiðla miðað við ís-
lensku krónuna um helgina.
Uppselt er hjá
flestum bifreiða-
umboðum
FRÁ þvi að tollar á nýjum bilum
voru lækkaðir i kjölfar kjara-
samninganna í lok febrúar hafa
bifreiðaumboðin selt vel. Er
uppselt hjá flestum umboðunum
og bilar í aukasendingum
sem koma til landsins á næstu
mánuðum eru yfirleitt upppant-
aðir.
í samtölum við forsvarsmenn
bifreiðaumboða i gær kom i ljós að
umboðin hafa þegar selt þá bfla sem
þau ætluðu til sölu fram á haust
og aukasendingar sem þeim hefur
tekist að kaupa eru upppantaðar
að mestu. Búast forsvarsmenn
umboðanna við rólegu sumri, enda
engir bflar til að selja. í ágúst og
september kemur ’87-árgerðin og
þá vonast menn til að salan fari
aftur að lifna.
Launanefndin aflar upplýsinga um þróun næstu mánaða:
Markmið samninganna nást
þrátt fyrir þessa hækkun
— segir hagfræðingur ASÍ um meiri
hækkun framfærsluvísitölu en gert
var ráð fyrir í febrúarsamningunum
LAUNANEFND Alþýðusambandsins, Vinnuveitendasambandsins
og Vinmunálasambands samvinnufélaganna, sem hefur það hlut-
verk að meta tilefni til kauphækkana þegar framfærsluvisitala
hækkar meira en gert var ráð fyrir við gerð kjarasamninganna
í febrúar, hélt sinn fyrsta fund í gærmorgun. Nefndin tók enga
afstöðu tíl hugsanlegrar kauphækkunar frá næstu mánaðamótum
þótt visitöluhækkunin hafi verið umfram viðmiðunarmörk febrú-
arsamninganna. Var ákveðið að afla ákveðinna gagna um kaup-
máttarþróun og efnahagslegar forsendur frá Þjóðhagsstofnun,
Seðlabankanum og fleiri aðilum.
„Nei, það tel ég ekki vera,“
sagði Þorsteinn Pálsson Qármála-
ráðherra er hann var spurður
hvort þær breytingar á gengi og
hækkun framfærsluvísitölu sem
orðið hafa að undanfömu væru
undanfari þess að við værum
komin inn í vítahring verðbólgu,
launahækkana og gengisbreyt-
inga á nýjan leik. „Ástæðan fyrir
þessari hækkun er sú að breyting-
ar hafa orðið á erlendum gjaldeyr-
ismörkuðum okkur í óhag. Þetta
er atriði sem launanefndin verður
auðvitað að taka tillit til I sínum
ákvörðunum," sagði fíármálaráð-
herra og bætti því við að áföll sem
þjóðarbúið yrði fyrir væm ekki
tilefni til þess að auka verðbólgu.
„Þrátt fyrir að vísitöluhækkun-
in sé nokkm meiri en ráð var
fyrir gert tel ég að markmið kjara-
samninganna eigi að nást,“ sagði
Bjöm Bjömsson, hagfræðingur
ASÍ, í samtali við blm. Morgun-
blaðsins eftir fundinn í gær. „Það
em ákveðnir erfíðleikar í þessu
núna vegna misgengis gjaldmiðla,
sem við emm viðkvæmari fyrir
en flestir aðrir. Ég hef þó ekki
trú á að þessi hálfs prósents
umframhækkun vísitölunnar
muni velta mjög þungu hlassi
enda má segja að einhvemtíma
hefði hálft prósent til eða frá ekki
þótt skipta höfuðmáli," sagði
Bjöm.
Launanefiidarmenn vom sam-
mála um það á fundinum í gær-
morgun að miklu máli skipti
hvemig verðlagsþróun yrði á
næstu mánuðum. Áður en upplýs-
ingar þar um liggja fyrir getur
nefndin ekki tekið afstöðu til þess
hvort ástæða er til að hækka laun
í samræmi við umframhækkun
framfærsluvísitölunnar. „Til að
geta metið breytingar á efnahags-
legum forsendum, þróun kaup-
máttar og fleira þurfum við
ákveðnar tölulegar upplýsingar
og þær geta vonandi legið fyrir á
föstudaginn," sagði Vilhjálmur
Egilsson, hagfræðingur Vinnu-
veitendasambandsins.
Vísitala framfærslukostnaðar
hækkaði um 1,71% frá 1. aprfl til
1. maí, eða um 0,55% umfram
það sem gert var ráð fyrir við
gerð febrúarsamninganna. Af
einstökum liðum vegur hækkun á
fatnaði þyngst, skv. upplýsingum
Hagstofu íslands, eða um 0,4%.
Vilhjálmur Egilsson sagði þessu
til skýringar að hlutur fatnaðar í
vísitölunni „hreyfðist með gengi.
Þetta er árstfðabundið og því
kemur þetta óvenju þungt inn í
núna, þegar verið er að flytja inn
og setja sumartískuna á markað,"
sagðihann.
„Hvað varðar aðra liði sem
valda hækkun vísitölunnar þá
stafa 0,3% af hækkun byggingar-
vísitölu, sem hækkaði f kjölfar
samninganna. Sú hækkun er að
koma í ljós núna þannig að bygg-
ingarvísitalan mun hafa mjög lítil
áhrif næst þegar framfærsluvísi-
talan verður reiknuð. Hækkun
nýrra bfla veldur 0,2% hækkun —
það stafar af breytingum á gengi
evrópskra mynta og japanska
yensins og hækkun á eggjum
veldur sömuleiðis 0,2% af hækk-
Skýringin á því er sú,“ sagði
Vilhjálmur Egilsson, „að eggja-
verð hafði lækkað svo mikið að
það hlaut að hækka eitthvað aft-
ur. Engu að síður eru egg nú um
45% ódýrari en þau voru í febrúar
— þegar þau voru enn á jólaverð-
inu — og kfló af eggjum kostar
jafii mikið í dag og það kostaði f
febrúar 1984.“
Launanefndin heldur næsta
fiind sinn á föstudaginn.