Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 52
Fjármálaráðherra: Ætlar að selja Vallhólm hf. FJARMÁLARAÐHERRA Þorsteinn Pálsson ákvað í gær að augiýsa til sölu grasköggiaverksmiðjuna Vailhólm hf. í Skagafirði, en fjár- hagur fyrirtaekisins hefur verið mjög bágur að undanfömu og hefur verið samþykkt greiðslustöðvun á fyrirtækið. „Við ákváðum í dag að selja grasköggiaverksmiðjuna Valihólm hf. í Skagafirði,“ sagði Þorsteinn Pálsson Qármálaráðherra í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Fjármálaráðherra sagði að samþykkt hefði verið greiðslustöðv- un á fyrirtækið, og ríkið myndi nú auglýsa verksmiðjuna til sölu. Þor- steinn sagði að leitað yrði eftir tii- boðum í verksmiðjuna nú á næst- unni. Fj ármálaráðherra var spurður hvað hann gerði sér vonir um að fá fyrir Vallhólm: „Það verður bara að koma í ijós,“ sagði Þorsteinn, „við munum meta þau tilboð sem berast þegar þar að kemur, en á þessu stigi er ekkert hægt að segja til um það.“ Keflavíkurflugvöllur: Islendingar hand- teknir fyrir að tala um sprengjur í gríni TVEIR islenskir starfsmenn vamarliðsins á Keflavíkurflug- velli voru i gær teknir fastir vegna orða sem annar þeirra sagði í grini við hermenn við gæsiustörf er þeir voru á leið á hefði verið misskilningur á milli manna sem hefði verið leystur og bjóst hann ekki við neinum eftirmál- um vegna þessa atburðar. Morgunblaöið/Bára Nokkur tré i Fógetagarðinum voru rifin upp með rótum í gær. í stað þeirra verður plantað nýjum trjám af sömu stærð eða stærri. FÓGETA GARÐ URINN END URBÆTTUR VEGFARENDUR ráku margir hveijir upp stór augu i gær er verið var að rifa stór tré upp með rótum i Fógetagarðinum við Aðalstræti í Reykjavík. Að sögn Theódórs Halidórssonar verkstjóra hjá Reykjavíkurborg standa nú yfir endurbætur á Fóg- etagarðinum. Trén sem voru ijariægð voru mjög illa farin og var því ákveðið að pianta nýjum tijám í þeirra stað. Þau verða jafnstór þeim sem fyrir voru eða jafnvel enn stærri. í garðinum verður einnig komið fyrir minnisvarða og göngustfgum verður breytt. Theódór sagði að þrátt fyrir endurbætumar yrði garðurinn áfram með svipuðu sniði. miiii vinnustaða á varaarsvæð- inu. Menn frá embættí iögregiu- stjórans á Keflavíkurflugvelli voru kallaðir á vettvang og var mönnunum sleppt eftir að tekin hafði verið af þeim skýrsla á lögreglustöðinni. íslendingamir em starfsmenn flutningadeildar vamarliðsins og vinna meðai annars við að dæla upp úr klósettum. Að sögn Ólafs I. Hannessonar setts Iögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli vom þeir á leið- inni inn á sérstakt afgirt svæði á vellinum til að hreinsa eina af AWACS-ratsjárflugvélum banda- ríska hersins sem þar var geymd. í hliðinu var bíllinn skoðaður eins og venja er af varðmönnum. Þegar verðimir höfðu gefið þeim leyfi til að halda áfram lét annar ísiending- urinn einhver orð falla um sprengju, „no bomb“ eða eitthvað þessháttar, og varð það til þess að Bandaríkja- mennimir stöðvuðu bílinn tafar- laust og tóku íslendingana fasta. íslendingamir vom ekki með skil- ríki á sér. Ólafur sagði að þetta Tekur SIF að sér alla skreiðarsölu? Víðtækt fylgi við því að skreiðarsalan komist á eina hendi NOKKRAR líkur eru nú á þvi að Sölusamband íslenzkra fískframleið- enda taki að sér sölu á allri skreið í landinu. Fylgi er fyrir þvi hjá tveimur af þremur stærstu skreiðarútflytjendunum, Samlagi skreiðar- framleiðenda og Sjávarafurðadeild Sambandsins, en Sameinaðir framleiðendur eru á mótí þessu. Bankarair eru fylgjandi þessari breytingu og viðskiptaráðherra, Matthías Bjarnason, segist opinn fyrir þessari tilraun. ,Ég tel að flestir vilji fá skreiðar- söluna undir einn hatt Menn em orðnir langþrejdtir á þessum erfið- leikum með söluna. Það hefur ekk- ert gengið og þá dettur flestum SÍF í hug, en SIF er ekki að sækjast eftir þessu. Við munum hins vegar taka við skreiðarsöiunni, verðum beðnir um það, en aðeins með því skilyrði að salan verði eingöngu á okkar vegum,“ sagði Dagbjartur Einarsson, stjómarformaður Sölu- Stjómarkjörí Þróunarfélags frestað vegna ágreinings: „Ekki staðið við upp- haflegt samkomulag“ — segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra EKKI HORFIR vænlega í samkomulagsátt hvað varðar sijórnarkjör { Þróunarfélagi íslands. Aðaifundi félagsins var frestað í gær um einn mánuð að tillögu dr. Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra og fleiri, því ekki þótti sýnt að friðsamleg kosning í stjóra félagsins gæti farið fram. Höfuðágreiningurinn stendur um það hvort Steingrim- ur Hermannsson forsætisráðherra skuli einn fara með atkvæði rikis- sjóðs, en ríkissjóður á 100 milijónir af Iiðlega 350 milljón króna hluta- fé félagsins. Eru margir sjálfstæðismenn, þar á meðal formaður Sjálf- gtæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, þeirrar skoðunar að forsætisráð- herra haf! brotíð munnlegt samkomuiag frá sl. hausti, þess efnis að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins skuli fara með 50% atkvæða ríkissjóðs. Eftir því sem Morgunbiaðið kemst næst verður það nú reynt til þrautar á næsta mánuði að ná samkomulagi stjómarflokkanna um þetta mál, svo friður fáist um störf félagsins, sem báðir stjómarflokkar, svo og fulltrú- ar atvinnulffsins, telja að geti reynst íslensku atvinnulffí mjög dýrmætt, takist vel til um störf félagsins. Auk þess munu sjálfstæðismenn leita eftir því á næsta mánuði að reglum um stjómarkjör félagsins verði breytt, þannig að um hlutfallskosn- ingu verði að ræða. Er talið að fram- sóknarmenn muni reynast andvígir slfkum breytingum. „Það hefði verið vænlegra til þess að friður haldist, að forsætisráðherra hefði staðið við það samkomulag sem upphaflega var gert,“ sagði Þorsteinn Pálsson Qármálaráðherra m.a. í viðtali við Morgunblaðið í gær. Sjá nánar bls. 4. sambands íslenzkra fiskframleið- enda. „Sala skreiðar er nú fijáls og viðskiptaráðuneytið gefur með ánægju útflutningsleyfi hveijum þeim, sem getur selt skreiðina. Ef framleiðendur vilja söluna á eina hendi, verður það tekið til athugunar hér og ég er opinn fyrir þeirri til- raun,“ sagði Matthías Bjamason, viðskiptaráðherra. „Okkur dreymir um að skreiðar- salan komist á eina hendi og emm því hlynntir að SÍF taki söluna yfír. Til þessa höfum við ekkert haft nema skaðann af því að vera of margir í útflutningnum,“ sagði Ólaf- ur Bjömsson, stjómarformaður Samlags skreiðarframleiðenda. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins, sagði, að þessi hug- mynd hefði verið til umræðu meðal framleiðenda á vegum deildarinnar. Tilfinning hans væri sú, að þeir hefðu áhuga á því að beina sölu skreiðarinnar í einn farveg. Formleg afstaða hefði hins vegar enn ekki verið tekin, en áríðandi væri, að algjör samstaða yrði um þessa breytingu, ætti hún að verða að veruleika. „Stjómendur Seðlabankans em fylgjandi því að einn aðili annist sölu skreiðarinnar og stjómendur viðskiptabankanna munu á sömu skoðun. Það hefur verið lítill árang- ur af tilraunum manna til sölu skreiðarinnar til Nígerfu um langt skeið og því ástæða til að reyna þetta, þó ekki sé vist að vandinn leysist á þennan hátt. 3ankamir eiga mikið fé bundið í skreiðar- birgðum, sem til mikilla bóta væri að iosa. Auk þess veldur langur geymslutími framleiðendum veru- legum búsifjum og við viljum því stuðla að því að lausn náist,“ sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri. Afurðalán, sem á skreiðarbirgð- um í landinu hvíla, nema hundruðum milljóna, en talið er að verðmæti birgðanna sé eitthvað á annan millj- arðkróna. Flugleiðir: Beint flug til Orlando FLUGLEIÐIR hefja beint áætlunarflug milli Islands og Orlando á Flórída í desember næstkomandi. Félagið er með áætlunarflug tvisvar i viku á milli Lúxemborgar ' og Or- iando, án viðkomu á íslandi, og verður beina flugið frá íslandi þríðja flug Flugleiða til Orlando i viku. Sæmundur Guðvinsson frétta- fulltrúi Flugleiða segir að flugið frá Evrópu til Orlando hafi gengið mjög vel og mikið bókað fram eftir ári. Flugleiðir hefðu því sótt um að bæta þriðju ferð- inni við og nýlega fengið heimild til þess þrátt fyrir mikla and- stöðu bandarísku flugfélaganna. Félagið hefði hins vegar fengið góðan stuðning ferðamálayflr- valda í Orlando og fleiri aðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.