Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986 Atvinnumálaráðstefna á HÖfn í Hornafirði: Séð yfir fundarsal Sjálfstæðishússins. Morgunblaðið/Ámi Johnsen Matvælaframleiðsla og nálægð Evrópu styrkleiki Hafnar Sjálfstæðisflokkurinn á Höfn í Homafirði stóð fyrir ráðstefnu nm atvinnumál sl. laugarda^ og var fjallað um stöðu og stefnu í helstu atvinnugreinum landsins. Ráðstefnan var fjölsótt, en hún var haldin I Sjálfstæðishúsinu á Höfn. Frummælendur á ráð- stefnunni vora Ari iónsson, for- maður atvinnumálanefndar á Höfn, Sveinn Hjartarson, hag- fræðingur LÍÚ, Knútur Oskars- son, framkvæmdastjóri Sam- bands fiskvinnslustöðva, Víg- lundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, og Þráinn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, en sérstakur gestur ráðstefnunnar var Björa Grétar Sveinsson, formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls. Ráð- stefnustjórar voru Albert Ey- mundsson og Hallgrímur Guð- mundsson. Þjónustan hefur tekið stöðu landbúnaðarins í erindi Ara Jónssonar Qallaði hann um Austur-Skaftafellssýslu sem atvinnusvæði í heild. Benti hann á að á 16 ára tímabili á árun- um 1965—1981 hefði íbúum f Austur-Skaftafellssýslu fjölgað um 56% á sama tíma og fbúum á öllu landinu hefði Qölgað um 19%. Kvað Ari fjölgunina hafa verið langmesta á Höfn. Ari flallaði um það í ræðu sinni hvaða skilyrði þyrftu að vera fyrir hendi til þess að eðlileg at- vinnuuppbygging gæti átt sér stað, en hann vék að þeim breytingum, sem hafa átt sér stað í þessum efnum í sýslunni á umræddu 16 ára tímabili. Arið 1965 var landbúnaður með 40% af atvinnunni og þjónusta með 10% , en nú hefur þetta snúist við. Ari lagði áherslu á það að í allri eflingu atvinnu væri frum- kvæði heimamanna mjög mikil- vægt. Útgerðin aftur í sókn Sveinn Hjartarson hagfræðingur sagði í upphafi máls síns að út- gerðin í heild væri nú aftur í sókn og væri gert ráð fyrir hagnaði á útgerðinni á þessu ári. Benti hann á að 75% af útflutningstekjum landsins kæmu frá sjávarútvegi og því hlyti það að vera grundvallarat- riði að útgerðin gengi vel og að reksturinn skilaði nægum hagnaði til þess að geta staðið undir eðlilegri þróun og uppbyggingu. Minnti Sveinn á að útgerðin á Islandi hefði ekki neina sjóði til að sækja í pen- inga frá öðrum atvinnugreinum eins og til dæmis í Noregi þar sem ríkis- styrkir í útvegi á sl. ári námu 8, 3 milljörðum íslenskra króna. Hins vegar var heildarkostnaður við alla útgerð á íslandi sl. ár alls 9, 3 milljarðar króna. Sveinn fjallaði nokkuð um það sem hefur verið efst á baugi í útgerðinni að undan- fömu, gámavæðinguna, ftystiskipin og umræður um hlutdeild í kvótan- um. Sveinn sagði að það þyrfti að halda vel á öllum þráðum í stjómun, þvf hvert atriði skipti miklu máli og til marks um það sagði hann að 6% lækkun á olíukostnaði þýddi 800 milljóna króna spamað og því væri ekici að neita, að um þessar mundir stefndi í minni tilkostnað og betri afkomu. 20 fiskvinnslustöðvar með tveggja millj- arðahalla Knútur Óskarsson sagði það ekkert launungamál að staða fisk- vinnslunnar væri miklum erfíðleik- um bundin. í fréttum fyrir skömmu var greint frá því að 12 fyrirtæki í fíksvinnslu væru í vandræðum með vanskil upp á einn milljarð króna, en þar með væri ekki öll sagan sögð þvi önnur 10 væru einnig með greiðsluerfíðleika upp á einn milljarð króna. Knútur kvað höfúðvandamálið vera það að fyrir- tæki hefðu verið að ýta tapinu á undan sér sl. tvö ár og kostnað og annað hefðu þau greitt með vanskil- um, dýmm lánum og sífelldri blóð- töku af eigin fé. Þá sagði Knútur að staða fískvinnslunnar væri sér- staklega slæm vegna óhagstæðrar gengisþróunar, sem kæmi verst niður á ftystingunni, en um þessar mundir væri áætlað tap fískvinnsl- unnar um 0,3%. Fýsilegast verði að fjármagna atvinnu- fyrirtæki Víglundur Þorsteinsson fjallaði um horfur og ástand í iðnaði. Kvað hann forsvarsmenn iðnaðarins vera stolta af því að iðnaðurinn hefði verið tiltölulega ftjáls og laus við pot stjómmálamanna og auðvitað ætti almenna reglan að vera sú að menn gætu unnið að sínu á eðlileg- um grundvelli án þess að stjómmál kæmu sífellt við sögu. Víglundur kvað iðnaðinn vera í góðri sam- keppnisstöðu á heimamarkaði um þessar mundir, en öðm máli gegndi í útflutningsgreinunum þar sem vemlegur hluti viðskiptanna væri bundinn gengi dollars sem væri nú fallandi. Þá minnti Vfglundur á tap í ýmsum greinum ullariðnaðar, en meginmálið væri það að verðbólgu- hjöðnunin skapaði ný tækifæri og það væri mikið atriði að atvinnu- reksturinn nýtti sér það tækifæri. Víglundur benti á ýmis dæmi þar sem taka þyrfti til hendinni f stjóm- un og m. a. nefndi hann að verðjöfn- un á olíu væri gott dæmi um að óhagstæðum olíuviðskiptum væri haldið við og þannig spiluðu menn á kerfíð. Víglundur benti á að aukin samkeppni stytti lfftfma hverrar vömtegundar og þvf skipti miklu máli að stöðug vömþróun væri í gangi. Líklega mætti ekki ætla líf- tímann lengri en 3—6 ár. Markaðs- sókn þyrfti því að vera sífelld og oft þyrfti að rækta upp þarfímar. Víglundur sagðist telja að það mikilvægasta í rekstri eins fyrir- tækis væri stjómun þess, ytri skil- yrðin væm líklega ekki eins stór póstur og margir hygðu. Víglundur kvað það sammerkt öllum fyrir- tækjum sem væm í sókn að þau væm með öflugustu vömþróunina og markaðssóknina. Kvað hann ís- lenskan markað mjög fljótan að tileinka sér nýjungar og það væri tiltölulega auðvelt að ná til allrar þjóðarinnar með 500 þúsund króna kostnaði í gegnum Morgunblaðið og sjónvarpið. Kvaðst hann telja að landsbyggðarfyrirtækin þyrftu mjög að sækja fram í þessum efn- um. Víglundur kvaðst telja að byggðastefnan um árabil hefði byggst á því einu að fjármagn hafí verið lánað með neikvæðum vöxtum á 15 ára tímabili eða þar til við vomm búin að eyða öllu okkar sparifé og raunvaxtastefnan hafí orðið að taka við vegna þess að ekki hafi verið fyrir hendi lengur fjármagn til þess að gefa. Öflugustu byggðastefnuna kvað hann vera að virkja fjármagn einstaklinga í at- vinnustarfsemi og það yrði þess vegna að vera jafn fysilegt að setja Q'ármagn í atvinnurekstur og að sefja það á bankabók og í verð- bréfabrask í Reykjavík. „Fmmhlut- verkið í atvinnurekstri," sagði Víg- lundur," er að græða peninga, peninga sem skapa sterka stöðu fyrirtækja, sterka atvinnulega, og stöðu til þess að byggja frekar upp og styrkja stoðir fyrirtækisins." Fullvinnsla afurða o g markaðsmál í brennidepli Þráinn Þorvaldsson kvað það ljóst að um þessar mundir risi alda áhuga fyrir útflutningsmálum og í framhaldi af því fjallaði hann um mikilvægi þess að kynna íslenska framleiðslu og nota þann áróður sem unnt er til þess að ná árangri. Hann taldi það höfuðmál að leggja áherslu á fullvinnslu afurða í fram- tíðinni og taldi að skil almenns iðnaðar og fiskvinnslu myndu renna saman á ýmsan hátt. Þráinn kvað það ljóst að fiskvinnsla yrði hrygg- urinn í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar um ófyrirsjáanlega framtíð, en mikilvægt væri að leggja kapp á markaðsmál og sölumál íslenskra afurða. Þráinn kvað margt hafa Ljósmynd/Mats Wibe Lund Séð yfir Höfn í Hornafirði. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.