Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ 1986 37 Umferðaröryggis- mál í Kópavogí eftir Guðmund Þorsteinsson Fáein orð að gefnu tilefiii um öryggið í umferðinni og gatnakerfíð í Kópavogi. Síðasta vetrardag birtist grein eftir Richard Björgvinsson bæjar- fulltrúa í Morgunblaðinu um „ör- yggið í umferðinni og gatnakerfið í Kópavogi". Það er oftast af hinu góða þegar umræðum um umferðaröryggismál er haldið á loft, ekki síst ef samtimis er mörkuð stefna í framkvæmdum á vegum bæjarfélagsins fyrir kosn- ingar. Ég er þess fullviss að allir bæjarbúar vilja betri umferðarað- stæður en við höfum í Kópavogi í dag. Því má þó ekki gleyma að fyrir fimmtán árum voru flestar götur bæjarins malargötur og öll aðstaða vegfarenda mjög bágborin. Eins og flestum er kunnugt er gatnagerð í Kópavogi erfið og mjög dýr vegna óhagstæðs jarðvegs og mikils bratta. Við upphaf þéttbýlis- byggðar, fyrir rúmum 30 árum, var ekki spáð slíkri umferð sem við búum við í dag, en hérlendis eru nú um 2,2 íbúðar um hvem bfl. Kópavogsbúar njóta góðrar stað- setningar á höfuðborgarsvæðinu en jafnframt verðum við að taka á okkur mikia gegnumumferð eins og málum háttar í dag. Nú eftir nokkra mánuði lýkur tengingu Reykjanesbrautar og má þá vænta þess að akstur vöruflutninga um austurbæ Kópavogs minnki veru- lega. Lega bæjarins, austur-vestur, býður upp á langar götur þar sem ökumenn leiðast t>! þess að aka hraðar en raunverulegar aðstæður leyfa. ímyndað tímaleysi og algengt taktleysi í umferðinni hefur hér meðverkandi neikvæð áhrif á akst- ursgæði. Margir em á þeirri skoðun að of mikill ökuhraði sé höfuðorsök mikillar siysatíðni í Kópavogi. Samkvæmt skráningu lögreglu og Umferðarráðs em slys á fólki 11,2% af skráðum óhöppum í bænum, en Guðmundur Þorsteinsson „Þrátt fyrir gfóða trú á gildi fullkomins gatna- kerfis hafa erlendar rannsóknir sýnt að af þremur aðalþáttum umferðar, þ.e. vegin- um, manninum og far- artækinu þá er það til mannsins sem rekja má tildrög slysanna í yf ir 80% tilfella.“ samsvarandi tölur í Reykjavík um 6,4%, Hafnarfirði 3,8% og lands- meðaltal 7,1%. (Tölur frá 1984). Það er hins vegar ekki einhlítt að slysum fækki á frágengnum götum. Það hefur komið í ljós að tvö verstu gatnamótin, er slys varðar í Kópa- vogi, teljast frágengin, þ.e. á Ný- býlavegi við Dalbrekku og á Ný- býlavegi við Skemmuveg/Stóra- Moifgunblaðið/Sigurgeir Eigendur Kírkos, Páll Siggeirsson og Sigrídur Ingibjörnsdóttir. Nýtt fyrirtæki, sem fram- leiðir millibobbinga Vestnumnaeyjtim. NÝTT iðnfyrirtæki hefur nýlega tekið til starfa í Vestmannaeyj- um og mun framleiða millibobb- inga, eða svokallaðar körtur, úr plasti. Millibobbingar úr plasti eru taldir mun endingarbetri er þeir sem almennt eru nú notaðir í veiðarfæri ogeru úr gúmmí. Fyrirtækið ber nafiiið Kírkos, sem merkja mun hringur og er til húsa ! Hellisholti. Eigendur eru hjónin Páll Siggeirsson yfirvélstjóri á skuttogaranum Breka og Sigríður Ingibjömsdóttir. Fyrirtækið hefur keypt vélasamstæðu frá Danmörku sem gefur möguleika á margvíslegri plaststeypu með mismunandi mót- um en fyrst um sinn mun Kírkos einbeita sér að framleiðslu milli- hjalla. Samtals urðu á báðum þess- um gatnamótum 46 óhöpp 1985. Nú kann einhver að spyija hvort þessi gatnamót séu rétt hönnuð. Eflaust mætti skipuleggja þau bet- ur, en algengur galli við lausn slíkra mála er skortur á landrými svo auðveld lausn liggi fyrir. Umferðamefnd bæjarins lagði fram tillögur á sl. ári um úrbætur við Stórahjalla, en þar var sett upp biðskyida á miðju ári og má ætla að það bæti ástandið. Ennfremur þarf skýrari yfirborðsmerkingar á þessum gatnamótum. Ég nefni þetta dæmi m.a. vegna þess að á þessum gatnamótum hafa orðið mörgóhöppásl. ári. Samkvæmt umferðartalningu nemenda í skólum bæjarins hefur komið í ljós að umferð t.d. um Nýbýlaveg er yfir 50% utanbæjar- bflar þar sem sólarhringsumferð er rúmlega 15 þúsund bílar þar sem hún er mest. Vegna mikillar umferðar og miðlægrar stöðu bæjarins á höfuð- borgarsvæðinu verður að byggja umferðarmannvirki sem eru fýrir- ferðarmikil og dýr fyrir 15 þúsund manna samfélag. Fyrsta brúin yfir aðra götu, þ.e. mislæg gatnamót, var byggð yfir Kársnesbraut 1969. Hins vegar hefur landrými við tengivegi Hafn- arfjarðarvegs, sem liggur í gegnutn Kópavog, ekki verið nægilegt svo fuil nýting umferðarmannvirkja kæmi að þeim notum sem hæfir góðum umferðaraðstæðum. Það er ekki rými fyrir slaufur og tengingar eins og t.d. við Elliðaárbiýr í Reykjavík. Richard telur að uppbygging eldri gatna, um 22 km af 55 km gatnakerfis bæjarins, kosti hálfan milijarð króna, en því miður óttast ég að þessi tala verði töluvert hærri og því hæpið að vinna slíkt verk á 8 árum. Þessir peningar liggja ekki á lausu og í mörg hom að líta fyrir bæjarfélagið á ýmsum sviðum. Raunhæfara er að ætla 12 ár til þessa þótt flestir vildu gera þetta á sem skemmstum tíma. Samtímis þessu verður að gera margvíslegar ráðstafanir til eflingar umferðarör- yggis í bænum. Nefna má nokkur dæmi sem til greina koma: — taka upp stigflokkun gatna þar sem aðgerðir á miklum umferð- argötum fengju forgang um lausnir til aukins umferðarör- yggis — bæta aðstöðu gangandi fólks með lagningu gangstétta og stíga — taka upp aðgreiningu umferðar þar sem því verður við komið — halda áfram endurbótum í gatnalýsingu — efla ýmsar athuganir í umferð, t.d. hraðamælingar í rannsókn- arskyni — Qölga stæðum fyrir vöru- og langferðabíla. Banna stöðu þeirra í íbúðagötum bæjarins — auka aðgerðir gegn hröðum akstri, t.d. með uppsetningu götugangna og öðrum hraða- hindrandi aðgerðum — efla þarf almennar umferðar- slysavarnir í bænum og um- ferðarfræðslu, bæði fyrir skóla- nenemendur og almenning. Vegna gatnamóta Nýbýlavegs/ Dalbrekku er umferðamefnd þeirr- ar skoðunar að umferðarljós verði að koma til svo ástandið lagist að gagni. Það eru reyndar fleiri gatna- mót þar sem umferðarljós skortir, en uppsetning þeirra er ódýr miðað við aðrar lausnir til þess að auka á öryggi í umferð og ná marktækum árangri í fækkun slysa. Ég kysi að sjá Iögreglu meira á gangi á götum bæjarins. Það er hins vegar staðreynd að hún er oft upptekin við athuganir á árekstr- um, bæði stórum og smáum. Það þyrfti að koma upp eyðublaðaformi fyrir minniháttar óhöpp svo lög- regla sé ekki bundin yfir slíkri vinnu. í þeim tilfellum geta öku- menn skráð sjálfír staðreyndir, en þetta fyrirkomulag hefur gefist vel víða erlendis. Þrátt fyrir góða trú á gildi full- komins gatnakerfis hafa erlendar rannsóknir sýnt að af þremur aðal- þáttum umferðar, þ.e. veginum, manninum og farartækinu þá er það til mannsins sem rekja má til- drög slysanna í yfír 80% tilfella. En þáttur vegarins er mjög leiðandi og varanlegur til þess að hafa áhrif á farsæld í umferð og að sjálfsögðu verður farartækið að vera í lagi. Gera verður þá kröfu til vega- og gatnakerfis í þéttbýli að kostir bifreiða nýtist sem best, en afleið- ingar ókostanna verði sem minnst- ar. Með hliðsjón af þessu mótast kröfur til vegakerfis. 1. Það þarf að mynda greiðfært samband milli allra helstu bæjar- hverfa og nærliggjandi bæjarfé- laga. 2. Fullnægja umferðarrýmd við daglega notkun. 3. Hæfilegt „þjónustustig“ á ein- stökum vegum að því er varðar umferðarhraða, þægindi og umferðaröryggi. 4. Draga verður sem mest úr nei- kvæðum umhverfisáhrifum bif- reiðaumferðar, ónæði, mengun og umferðarslysum. 5. Heildarkostnaður af vegakerfi og akstri verði sem minnstur. Við ofangreinda framsetningu hef ég haft til hliðsjónar grein eftir Einar B. Pálsson, prófessor í Há- skóla íslands, í tímaritinu Sveitar- stjómarmál nr. 6 frá 1983. Það er augljóst að góðar lausnir í umferð eru flóknar og oft ekki auðleyst mál. Hinsvegar verður ekki vikist undan þvf að ráða fram úr þessum málum með það sem meginmarkmið að fækka slysum f Kópavogi. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum. Með von um að bæjarfulltrúar og aðrir sem láta sig þessi mál varða beri gæfu til þess að ráða vel fram úr þessum málum lýk ég þessu að sinni. Höfundur er formaður Umferðar- nefndar Kópavogs. bobbinga. Eru nú framleiddar þijár gerðir þeirra og gengur framleiðsl- an vel eftir að byijunarörðugleikar og stillingar eru afstaðnar. Miðað við 8—10 tíma vinnslu á dag mun vélin afkasta 45—50 tonnum af millibobbingum á ári. 1 framtíðinni gera þau Páll og Sigríður sér vonir um að möguleikar skapist á útflutningi til nágranna- landa. Framleiðsla Kírkos hefur þegar fengið jákvæðar undirtektir hjá netagerðarmönnum og skip- stjómarmönnum í Eyjum sem kynnt hafa sér vöruna. Á tímum samdrátt- ar í fiskvinnslu er hvert nýtt at- vinnufyrirtæki í bænum fagnaðar- efni. —hkj. Ingerhillur ogiekkor Eigum á lager og útvegum með stuttum fytirvara allar gerðir af vörurekkum og lagerkerfum. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar. UMBOÐS- OC HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SIMI:6724 44 EINKAUMBOÐ FYRIR DEXION Á ÍSLANDI Fyrir vörugeymslur, verslanir, iðnfyrirtæki og heimili HILLUR, SKÁPAfl, SKÚFFUR, REKKAR, BAKKAR, BORÐ LANDSSMNEXJAN HF. SÍMI 91-20680 Nýtt og gómsætt paté unnið úr raftaskinku - hreinasta sælgæti jafnt heitt sem kalt! GHÐI gæoanMvegnai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.