Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1986 21
verið vel gert í þeim efnum en þó
þyrfti að taka þau mál tökum og
leggja mun meiri áherslu á þjálfun
og þekkingu í sölutækni. „Dettur
nokkrum í hug, “ sagði hann, að
gera mann að skipstjóra á fiskiskipi,
sem ekki hefði stundað sjómennsku
um tíma og aflað sér skipstjórnar-
menntunar og öðlast reynslu undir
handatjaðri reyndra manna? Dettur
nokkrum í hug að senda íþróttalið
í alþjóðlega keppni á erlendri grund
nema einstakir liðsmenn og liðið í
heild hafi fengið nauðsynlega þjálf-
un og herslu og sýnt fram á að það
væri líklegt til þess að geta mætt
erlendri samkeppni? Líklega ekki.
En á nýjum sviðum hugsum við
allt öðruvísi. Við sendum lið til
söngvakeppni í fyrsta sinn og erum
í þjóðarsorg vegna þess að okkur
tekst ekki að komast nálægt toppn-
um. Þar eigum við í samkeppni við
margreynd og þjálfuð lið atvinnu-
manna, sem kunna sitt fag af langri
reynslu og þátttöku í slíkri keppni
og öðrum svipuðum. Markaðsstarf-
semi í þeirri mynd sem hún er að
þróast í dag, er tiltölulega ný at-
vinnugrein og námsgrein. Við ger-
um svipuð mistök þar og í söngva-
keppninni. Við ætlumst til þess að
reynslulítið fólk skili hámarks-
árangri með lítilli sem engri þjálfun.
Hér kemur eðlilega til skortur á
slíku fólki, þannig að fyrirtæki
neyðast til þess að taka óreynt fólk
til starfa, en það er þó ekki öll skýr-
ingin. Stóru útflutningsfyrirtækin
hafa ekki skipulagt þjálfunamám
fyrir fólk til starfa að markaðsmál-
um innan sinna samtaka."
Þráinn sagði að á undanfömum
ámm hefði afli landsmanna tvöfald-
ast með 4—5% aukningu á ári, en
ekki væri hægt að reikna með slíku
áfram og því hlytu menn að beina
augum sínum að því að fullvinna
okkar afurðir, sem í dag em fluttar
út til fullvinnslu hjá öðmm þjóðum.
Jafnframnt því yrðum við að þróa
öflugan tækniiðnað sem gmndvall-
aðist á veiðum og vinnslu fisk-
afurða. „Markmið okkar," sagði
Þráinn, „á að vera að skapa okkur
viðurkenningu í umheiminum á því
að vera fremst í flokki í sölu fisk-
afurða, ferskra, frosinna og í neyt-
endapakkningum. Einnig þurfum
við að afla okkur viðurkenningar á
því að tæknin við að veiða og vinna
fískafla er háþróuðust á íslandi. Inn
í þessa ímynd myndu síðan fléttast
ótal aðrir þættir eins og tölvutækni,
ráðgjafarstörf, björgunartæki og
vinnufatnaður svo eitthvað sé
nefnt."
Keppt að háu
markaðsverði
Að loknum framsöguerindum
tóku umræðuhópar til starfa og
urðu þar mjög líflegar umræður og
menn skiptust á skoðunum. Um-
ræðustjórar gerðu síðan grein fyrir
helstu niðurstöðum umræðuhóp-
anna áður en pallborðsumræður
hófust. Þórhallur Jóhannsson gerði
grein fyrir umræðuhópnum sem
fjallaði um útgerð og fískvinnslu.
Niðurstaða þar var sú, að tilkoma
kvótakerfísins hefði leitt til þess að
útgerðin legði nú meira kapp á að
fá hátt markaðsverð fyrir afurðim-
ar. Mönnum kom saman um að
hæfílegur gámaútflutningur í sam-
ræmi við aðra vinnslu væri til góðs
og þriðja atriðið, sem lögð var
áhersla á, var að olíuverðslækkunin
hefði gjörbreytt rekstrargrundvelli
útgerðarinnar til hins betra og það
skilaði sér á ýmsan hátt til fisk-
vinnslunnar.
Varðandi fiskvinnsluna kom
umræðuhópnum saman um að hún
stæði höllum fæti fjárhagslega í dag
og kæmi þar til lækkun dollarans
samfara uppsöfnuðum fjármagns-
kostnaði vegna taprekstrar fyrri ára
svo helstu atriði séu nefnd, en einn-
ig taldi hópurinn Ijóst að kostnaðar-
liðirnir hefðu aukist mjög mikið.
Þó væri grundvallaratriðið það að
fiskvinnslan gæti greitt fyrir aflann
það hátt verð að útgerðin gæti
staðið undir sér. Þá kom það fram
hjá heimamönnum að fiskvinnslan
þyrfti af fremsta mesmi að tækni-
Þráinn Þorvaldsson og Hallgrímur Guðmundsson ráðstefnustjóri.
væðast og í mörgum tilvikum sér-
hæfast, því fyrirsjáanleg væri
fækkun mannafla í fískvinnslu. Þá
taldi umræðuhópurinn ástæðu til
þess að menn gerðu sér grein fyrir
þvf í þessu sambandi að fískneysla
í heiminum er að aukast og ef við
berum gæfu til að leyfa fiskstofnun-
um að vaxa svo við getum aukið
afla og þar af leiðandi afurðamagn,
þá mun atvinna í landinu aukast.
Hins vegar varaði umræðuhópurinn
við sívaxandi samkeppni físk-
vinnsluaðila um hráefnið, því það
væri ekki alltaf til góðs, en aftur á
móti vildi hópurinn leggja á það
áherslu að bæði útgerð og físk-
vinnsla yrðu að geta skilað hagnaði,
annað væri óskynsamlegt í alla
staði.
Sköpum skilyrði fyrir
uppbygg'ingoi atvinnu-
lífsins
Sturlaugur Þorsteinsson var
umræðustjóri í hópnum sem fjallaði
um iðnað og markaðssetningu.
Fyrsta atriðið, sem sá hópur lagði
áherslu á, var mikilvægi þess að
skapa skilyrði fyrir uppbyggingu
atvinnulífsins í framkvæmdamögu-
leikum og íjármagni. Þá fjallaði
hópurinn um aukna eftirspum eftir
fískmeti og nauðsyn þess að fylgja
slíku eftir. Hópurinn taldi að styrk-
leiki Hafnar í Homafirði í þessum
efnum væri matvælaframleiðsla,
fiskurinn og eftirspumin eftir hon-
um, möguleikar í ferðamálum og
nálægð Evrópu gagnvart mörkuð-
um. Hins vegar taldi hópurinn að
fjarlægðin frá Reykjavík væri veik-
leiki. Þá taldi hópurinn að það væri
tiltölulega auðvelt að ná fjármagni
saman á Höfn til arðbærs atvinnu-
lífs, hópurinn benti á mikla mögu-
leika til fískiræktar, nýtingu fjalla-
grasa og fleira sem í náttúrunni
byggi, en höfuðáherslu lagði hópur-
inn á að tjalda ekki til einnar
nætur, heldur hugsa til lengri tíma
í öllu er lyti að ákvörðunum í upp-
byggingu atvinnulífsins.
Grein: Árni Johnsen
Ari Jónsson
Sturlaugur Þorsteinsson stjórn- Björn Grétar Sveinsson formað-
aði skipulagningu og fram- ur Verkalýðsfélagsins Jökuls.
kvæmd ráðstefnunnar.
Sveinn Hjartarson og Albert Eymundsson ráðstefnustjóri.
Víglundur Þorsteinsson
Morgunblaðið/Haukur á Höfn.
Þórhallur Jóhannsson
5.940
KAUPTU
TVOÁ
11.000
DELTA-stóllinn með Ijósri furu-
beygðri beykigrind og þykku Ijósu
100% bómullarefni.
Phúsgagntiiöllin
ÍBEBBS BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410