Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986 4 AFRIKU-\ HLAUPIÐ Pétur Guðmundsson í aðalhlutverki — íkynningarmynd um Afríkuhlaupið sem dreift verður um allan heim Hlaupið í öllum lands- hlutum FYRIR nokkru sendi fram- „■kvœmdanefnd Afríkuhlaupsins bréf til allra formanna (þróttafé- laga, héraðssambanda og (þróttabandalaga þar sem þeir voru hvattir til þessað undirbúa Afríkuhlaup í slnnl heimabyggð. Þegar hafa óhugamenn í nokkr- um bæjar- og sveitaríélögum haft samband, en framkvæmdaviljann virðist skorta enn. Auðvitað er sjálfsagt að allir verði meö; Akur- eyri, Húsavík, Siglufjörður, Ólafs- fjörður, Sauöárkrókur, Blönduós, Isafjörður, Bolungarvík, Patreks- 'jörður, Egilsstaðir, Neskaupstað- ur, Seyðisfjörður, Eskifjörður, Vopnafjöröur, Höfn, Fáskrúðs- fjörður, Vestmannaeyjar, Höfn, Selfoss, Þorlákshöfn, Grindavík, Sandgerði, Keflavík, Njarðvík, Hafnarfjörður, Garðabær, Kópa- vogur... Forráðamenn íþróttamála á hverjum stað þurfa að koma fram- kvæmdanefnd á laggirnar, sem síðan hefur samband við Afríku- hlaupsmenn í Reykjvík (91-25290/ 91-26440). Með skömmum fyrir- vara er hægt aö senda barmmerki og stuttermaboli. Nú er bara að láta hendur standa framúr ermum. „ÞETTA VAR skemmtileg Iffsreynsla og (raun mikil viðurkenning fyrir mig sem íþróttamann,11 sagði Pétur Guðmundsson, körfuknattleiks- maður hjá bandaríska meistaraliðinu Los Angeles Lakers, ( viðtali við Morgunblaðið. Fyrir um þremur vikum var haft samband við hann frá aðalstöðvum „Sport-aid“, Afríkuhlaupsins, og hann beðinn um að vera með ( kynningarmynd um hlaupið, sem dreifa é um allan heim á vegum Visnews-fréttastofunnar. Pétur var valinn ásamt Kare- em Abdul Jabbar og Curt Rampis, tveimur snjöllustu leikmönnum Lakers. „Við fórum með ákveðinn texta, nokkurs konar hvatningu til allra íþróttaáhugamanna um að styðja þetta göfuga málefni. Ég vildi einn- ig koma mínum boðskap á fram- Barmmerki og stutt- ermabolir UM sfðustu helgi var dreift um 10 þúsund barmmerkjum til fþróttafélaga í Reykjavfk og þessa dagana bjóða börn og unglingar merkin á 100 krónur til kaups. í dag koma stuttermabolir ( allar helstu (þróttavöruverslanir ( Reykjavfk. Bolirnir eru með merki Afrfkuhlaupsins og kosta 300 krónur. Á morgun verður grunnskóla- nemendum á höfuðborgarsvæöinu boðið að selja merki og er vonast til þess að með þessu sameigin- lega átaki verði búið að selja um 20 þúsund merki um næstu helgi. Merkin og bolirnir eru helstu fjár- öflunarleiðir og því brýnt að sölu- börnum sé vel tekið og a.m.k. eitt merki keypt á hvert heimili. Tak- mark framkvæmdaaðila hlaupsins er að selja um 40 þúsund merki, eða eitt merki á annað hvert heim- ili í landinu. Það ætti að takast. færi á íslensku og var sá hluti einnig tekinnupp." Þáttur Péturs þar sem hann talar íslensku eyöilagðist í vinnslu og varð ekki nothæfur, því miður. En það eitt að Pétri skyldi hafa verið boðið að vera með í kynning- armynd ásamt mörgum frægustu íþróttamönnum heims sýnir, svo ekki verður um villst, hve mikillar hylli hann nýtur meðai íþrótta- áhugamanna. „Eg verð að viðurkenna að þetta er með skemmtilegri verkefnum sem ég hef tekiö þátt í, einfaldlega vegna þess að það er mikilvægt að taka saman höndum í samein- uðu átaki 25. maí. Þá skiptir í raun litlu hvort menn eru þekktir eða óþekktir, íþróttamenn eða ekki íþróttamenn. Vissulega er ábyrgð íþróttamanna mikil í þessu máli, en við vonumst engu að síður eftir víðtækum stuðningi alls almenn- ings. Hér er um aö ræða fólk, sem þarí á hjálp að halda og við getum veitt þessa hjálp. Undan því má enginn skorast." J>lovLU»nbtnt»ib IIÍTJililfjl • Pétur Guðmundsson, körfuknattleiksmaður, var valinn ésamt Kareem Abdul Jabbar og Curt Rampis, tveimur snjöllustu leikmönnum Los Angeles Lakers, til að vera með f kynningarmynd um Afríkuhlaup- ið. Sannarlega mikill heiður fyrir Pétur. Grímur Sæmundsen læknir skrifar: Afríkuhlaupið — leiðbeiningar um útbúnað GRÍMUR Sæmundsen læknir mun skrifa geinar um (þróttir og íþrótta- meiðsli af og til í sumar. Hér birtist fyrsta grein Gríms og fjallar hún um undirbúning fyrir Afríkuhlaupið sunnudaginn 25. maf. Lesendur eru hvattir til að skrffa Grími ef þeir hafa spurningar fram að færa um íþróttameiðsli eða annað sem snýr að (þróttum. Utanáskriftin er: Morgunblaðið, fþróttadeild, c/o Grímur Sæmundsen, Aðalstræti 6, pósthólf 1555,101 Reykjavfk. Afríkuhlaupið — leið- beiningar um útbúnað « Nú er Afrfkuhlaupið framund- an. Hér á eftir fara nokkrar leið- beiningar um útbúnað f hlaupið og næstu miðvikudag mun ég minnast á nokkur atriði f sam- bandi við þátttöku í hlaupinu sjálfu. Hvaða leiðbeiningar þarí til að geta hlaupið, kann einhver að spyrja. Viö skulum nefna stuttlega nokkur atriði sem vert er að hafa íhuga: 1. Verið í góðum skóm, helst skóm sem eru hannaöir til lang- hfaupa. Gömlu góðu strigaskórnir bjóða heim hættu á allskyns álags- meiðslum. Skórnir eiga að vera mátulegir, ekki of víðir og ekki of þröngir. Hvort tveggja hefur slæm- ar afleiðingar. Ekki hlaupa í glænýj- um skóm, sem ekki hefur gefist tími til að ganga eða hlaupa til. 2. Hlaupið í sokkum nema þið séuð vön að hlaupa beríætt í skón- um. 3. Verið í stuttbuxum, sem þrengja hvergi að hreyfingum við hlaup. 4. Verið ekki í bol úr hörðu gervi- efni næst líkamanum. 5. Verið vel klædd t.d. í æfinga- búning (vonandi ekki þörí fyrir regngalla) áður en hlaupið hefst. Ekki er ósennilegt að margir mæti tilbúnir til hlaupsins jafnvel strax í upphafi fjölskylduskemmt- unarinnar, sem hefst tveimur klukkustundum fyrir hlaupið. Að- staða verður fyrir hendi til að geyma æfingabúninga og annan hlífðarfatnað sem fólk notar ekki í hlaupinu sjálfu. Allir með! Kveðja, Grímur Sæmundsen. • Grfmur Sæmundsen læknfr mun skrifa greinar um fþróttir og fþróttameiðsli af og til í sumar fyrir Morgunblaðið. Lesendur geta einnig skrifað til Gríms um fþróttameiðsli og annað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.