Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986 Þjófar í önnum á uppstigningardag Aðfaranótt föstudagsins 9. maí brutust þjófar inn í bifreið sem stóð við Auðarstræti í Reykjavík og stálu vönduðu út- varpstæki af gerðinni Fisher AX 5700. Það sem vekur athygli er hversu þjálfaðir þessi þjófar eru, þannig að annaðhvort vinna þeir við lík verk eða stunda slíkan þjófnað að staðaldri. Eigandinn þakkar þjófunum fyrir að skemma ekki bílinn að öðru leyti og er hann tilbúinn til að ræða kaup á tækinu. Síminn er 686644. Þjófamir skildu magnarann eftir í bflnum, þannig að ef einhver leitar eftir magnara í slíkt tæki, þá vita menn hvers vegna. Þ.B. „B0 treysti ekki pessum nýmób'ms rcofhlöáu-kruiSu gangrctSum. " Ég spurði 100 vegfarend- ur um áhrif sjónvarps- mynda á árásarhneigð. 20 prósent svöruðu ekki. 80 prósent reyndu að berja mig. Með morgunkaffinu Verð ég að ganga með teppi utanum mig meðan þú stoppar í götin á buxunum? HÖGNI HREKKVlSI Lambakjötið drepur engan. Landbúnaðarvör- urnar drepa engan Hver þekkir höfundinn? Kæri Velvakandi. Ég sendi þér meðfylgjandi texta úr Danskvæðakeppni SKT 1954. Höfundur er mér óþekktur, en ef einhver kannast við hver hann er, þætti mér gaman að fá vitneskju um það, þar sem ég á í fórum mín- um lag er maðurinn minn, Haukur Kristinsson frá Núpi, gerði á sínum tíma en sendi aldrei. Textinn er svona: Báran, sandurinn og þú Einn sólskinshvítan sumardag er sál mans ung og þyrst og æskan þráir óskalönd sem allra, allra fyrst, á meðan báran bláan sand fær best og heitast kysst. Eitt kyrlátt júníkvöld til mín þú komst í rauðri sól með gull í hlátri, bros á brám í bláum telpukjól. Og vangi þinn bar angan ilms en augað draum sinn fól. Og okkar beggja æskuþrá er enn sem forðum þyrst. Við hðfum suðræn sólskinslönd ísamadraumigist, á meðan báran bláan sand gat best og heitast kysst. Vilborg Guðmundsdóttir, Túngötu 18, ísafirði. Það fer að verða erfítt fyrir bændur að búa, þegar farið er að takmarka bústofn þeirra. En hveij- um er það öðrum að kenna en þeim, sem skrifuðu í blöðin fyrir nokkrum árum, að það væri stórvarasamt að borða feitt kjöt, smjör og drekka nýmjólk? Þetta átti sem sagt að vera banvæn vara. „En fólkið vildi halda heilsu og fór að kaupa undanrennu, gos- drykki og jurtasmjör, náttúrulega magurt kjöt. Það er ekki gott að koma svona löguðu af stað þegar fólkið er trúgjamt. Þeir, sem komu upp með þetta, mega hafa skömm fyrir, því þetta er holl og góð vara og þjóðin hefur að mestu lifað mest á henni frá fyrstu tíð ásamt fískin- um okkar. Eg held með þessari vöru, hún drepur engan. Það er hraðinn og önnur vitleysa, sem styttir ævi fólksins fremur en iand- búnaðarvörumar. Betra er seint en aldrei. Um daginn var farið að skrifa í blöðin um það, að mjólkin sé holl og góð og nauðsynlegt fyrir alla að drekka hana, og er það vel. En mér líst ekki vel á, ef af verður, að eigi að baka 200 metra langa tertu eða köku. Það væri nær að hafa þá peninga til einhvers annars. Ingimundur Sæmundsson Víkverji skrifar Gamlir og slyngir blaðamenn erlendir, sem kunnugir eru öllum hnútum í Austurríki meðal annars, hafa verið að minna menn á það upp á síðkastið að Kurt karl- inn Waldheim sé svo sem ekki eini frammámaðurinn í pólitíkinni þama sem hafí komist í klandur vegna fortíðar sinnar eða að minnsta kosti hæpinnar afstöðu til þess tímabiis í sögu Austurríkismanna sem kennt er við nasistana. Það eru til dæmis ekki nema liðlega þrír mánuðir síð- an Friedhelm Frischensclager, sjálf- ur hermálaráðherrann, vakti hneyksli og komst í heimspressuna þegar hann fagnaði opinberlega og með hjartanlegu handabandi heim- komu alræmds stríðsglæpamanns eftir langvarandi vist hans í ítölsku fangelsi. Sá heitir Walter Reder og hlaut dóminn fyrir að hafa stjómað aðgerðum þegar íbúamir í ónefndu ítölsku þorpi vom brytjaðir niður. Raddir voru uppi um það að herr Frischensclager bæri að segja af sér og þá ekki síst vegna þess að einmitt um það leyti sem hann var að slaka lúkuna á Reder var Al- þjóðaráð gyðinga að hefja ársþing sitt í sjálfri austurrísku höfuðborg- inni. En hermálaráðherrann hélt nú ekki. XXX Nú ætti hinsvegar nokkru fargi að vera létt af flokksbræðrum hans þama suður frá því hinn umdeildi ráðherra ætlar loksins að taka pokann sinn að fregnir herma. Hann hverfur úr stjóminni og tekur í staðinn við formannssætinu í þingflokki fijálslyndra eins og flokkur hans kallar sig. En raunar emm við þá komin að enn einu feimnismálinu í þjóðlífí hinna lán- lausu Austurríkismanna. Friedrich Peter, fráfarandi formaður þing- flokksins, hefur nefnilega líka verið ærið umdeildur maður. Hann var á stríðsámnum foringi í SS-sveit sem eins og vopnabræður Waldheims var bendluð við fjöldamorð á óbreyttum borgumm. En eins og blaðamaðurinn, sem nýverið skýrði frá þessu, orðar það þurrlega nokk- uð þá segist sá ágæti maður líka vera með tandurhreinar hendur. Hann var svo hundheppinn að eigin sögn að vera einmitt í leyfi þessa daga sem blóðbaðið stóð sem hæst. Það er víst mörgu meira logið en að þeir austurrísku séu flestum þjóðum lagnari að gleyma fortíð sinni, þeirri nánustu að minnsta kosti. XXX Bjórinn er farinn veg allrar veraldar einn ganginn enn og enn megum við Islendingar því sætta okkur við það að sumum af borgumnum leyfíst að kneyfa samskonar bjór og svo sem þúsund milljónir útlendinga en aðrir mega gera svo vel að hella í sig rótsterku brennivíni ef þeir vilja gera sér glaðan dag ellegar gutla í þykjast- bjómum að öðmm kosti. Ætli við íslendingar fömm ekki annars senn hvað líður að verða eina þjóðin í víðri veröld þar sem það veltur á stéttarheitinu einu saman hvort menn mega eiga „sterkan“ bjór í geymslunni sinni; þar sem flug- freyja til dæmis má eiga allar hirsl- ur fullar af gómsætasta Carlsberg árið um kring en skrifstofustúlk- unni er stranglega bannað að umgangast þannig drykkjarföng nema hún hafí persónulega sótt þessa lús til útlanda sem henni er skömmtuð eins og skítur úr hnefa. Að auki (og eins og bent hefur verið á hér í dálkunum) verða léttu veigamar sífellt dýrari miðað við þær sterku. Það er semsagt engu líkara í svipinn en að siðameistarar okkar úti á þingi eða embættis- mennimir sem starfa í umboði þeirra leggi á það ofurkapp að fæla okkur frá borðvínunum meinlausu og venja okkur í staðinn á eldvatnið eins og indíánamir létu það heita forðum. En sé þetta gert af ásetn- ingi fremur en glópsku þá fer líka að verða skiljanlegra hversvegna löggjafínn er svona logandi hrædd- urviðbjórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.