Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ 1986 15 Kjamorkan o g Chernobyl eftirSverri Ólafsson í vikunni sem leið brunnu eldar í a.m.k. einum af ^órum kjama- ofnum stærsta kjamorkuvers Sovétríkjanna. Gífurlegt magn geislavirkra efna hefur þyrlast út í andrúmsloftið og borist með vindum til fjarlægra landa. Flestir telja, að í Chemobyl hafi átt sér stað alvarlegasta slys í sögu friðsamlegrar notkunar kjamorku. Hver áhrif þessa slyss verða á líf og heilsu þeirra er búa í nánd við kjamorkuverðið er ekki gott að segja um að svo stöddu. Tíminn einn getur skorið úr um það, því sjúklegra áhrifa geisla- virkni gætir sjaldnast samstundis, heldur ekki fyrr en eftir vikur, mánuði og jafnvel ár eða áratugi. Orka úr atómkjörnum Ollum kjamorkuverum er það sameiginlegt að nota frumefnið úran til orkuframleiðslu. Náttúm- legt úran samanstendur nær ein- göngu af ísóptópanum úran-238. Það inniheldur einungis 0,7% af ísótópanum úran-235, en einungis hann er nothæfur til orkumyndun- ar. Atómkjamar ísótópans úran- 235 geta klofnað ef nifteindum er skotið á þá. Við þetta losnar orka úr læðingi og að jafnáði myndast 2-3 nýjar nifteindir við hveija klofnun. Ef nifteindir þess- ar hitta aðra atómkjama sprengjuefnisins verður framhald á þessu ferli, sem við ákveðnar aðstæður leiðir til keðjuverkandi kjamaklofnunar sem getur á ör- skömmum tíma losað gífurlega orku úr læðingi. í kjamorkuverum er þessi orka notuð til að sjóða vatn, en gufan sem myndast er notuð til að knýja túrbínur sem framleiða raftnagn. Líkja má því kjamaofni við risastóran gufuket- il. Til þess að ná sem mestri virkni við kjamaklofnunina má hraði nifteindanna ekki vera of mikill. Hægt er að draga úr honum með því að nota s.k. hemjur, en það em efni sem samanstanda af létt- um atómum og búa yfir lítilli nifteindagleypni. Þegar nifteind- imar fara í gegnum hemjuna skella þær á atómum hennar og tapa hraða við hvem árekstur. Miðsvæði hins eiginlega kjama- ofns er skipt niður í hólf sem úran- stöngum er komið fyrir í, en á milli stanganna er komið fyrir hemjandi efnum. Nauðsynlegt er að hafa stjóm á orkumynduninni, en það er gert með því að breyta flæði nifteind- anna sem orsaka kjamaklofnun- ina. í þessu skyni er notast við efni sem búa yfír hárri nifteinda- gleypni, en mismunandi staða þeirra innan kjamaofnsins hefur áhrif á hraða kjarnahvarfsins. Iðulega er notast við s.k. stýri- stafí, en það er langir sívalning- slagaðir hólkar úr nifteinda- gleypnu efni. Ef stöfunum er öll- um ýtt inn í kjarnaofninn stöðvast kjamaklofnunin fullkomlega, en orkuframleiðslan eykst ef stafim- ir eru dregnir út. Onnur möguleg aðferð til að stýra hraða kjara- bmnans er að draga út þær stang- ir sem brennsluefnið er geymt í. Mikill hiti verður til við kjama- bmnann og því er nauðsynlegt að kæla kjamaofninn. Til þess er notast við ýmis fljótandi kæliefni s.s. vatn, lofttegundir eða jafnvel fljótandi málma sem streyma um ofninn og flytja hitann í burtu. Til vamar gegn geislavirkni er kjamaofninum komið fyrir innan skjólveggja sem stöðva flug nift- einda og gammageisla er myndast við kjamaklofnunina. Mismunur á gerð kjamorku- vera snertir fyrst og fremst það hvaða efni em notuð til að stýra Túrbínur í Chernobyl Úr aðalsal eins Igamorkuvers- ins í Chernobyl. flæði nifteindanna í kjamaofnin- um og eins hitt hvemig hitinn er leiddur til túrbínunnar. Á Bret- landseyjum er sú gerð algengust sem notar stýristangir úr grafíti, en lofttegundir til að leiða hitann frá kjamaofninum. Sú tegund sem mest er notuð var þróuð í Banda- ríkjunum og nefnist „Pressurized Water Reactor" (PWR), en hún notar vatn til hitaflutnings og eins til stýringar á flæði og hraða nifteinda í kjamaofninum. Nú em 160 kjamorkuver af þessari gerð starfrækt í 20 löndum. Rafmagn og plútó- níum Kjamorkuverið í Chemobyl er dæmigert fyrir þau kjamorkuver sem starfrækt em í Sovétríkjun- um. Það er af s.k. RBMK-gerð og notar vatn til kælingar, en stý- ristangimar em úr grafíti. I PWR-kjamorkuvemm er geislavirka vatnið sem hitnar við að flæða yfír „brunastöðvar" kjamaofnsins notað til upphitunar vatns sem flæðir í annarri að- greindri hringrás. Gufan sem notuð er til að knýja túrbínumar er því ómenguð af geislavirkum efnum. í Chemobyl-stöðinni er einungis eitt vatnskerfí og það er gufa þess vatns sem sýður innan kjamaofnsins sem er leidd beint til túrbínanna. RBMK-kjamorkuver hafa þann kost að það úran sem notað er til brennslu þarfnast einfaldari forvinnslu og eins er mögulegt að skipta um brennslustangir án þess aið stöðva reksturinn. Þetta gerir RBMK-kjamorkuverum mögulegt að gegna tvíþættu hlut- verki. Þau geta hvomtveggja í senn framleitt rafmagn og plútó- níum, sem gegnir mikilvægu hlut- verki við framleiðslu lq'amavopna. Ókostur RBMK-kjamorkuver- anna er hinsvegar sá, að ekki þarf mikið út af að bregða til þess að grafít og vatn komist í snertingu við hvort annað, en blöndun þessara efna getur auð- veldlega leitt til mikilla spreng- inga. Telja verður þetta mesta veikleika RBMK-kjamorkuve- ranna. Ekki er vitað hve mikið af úrani og grafíti er í RBMK-kjamorku- vemnum. Stærð þeirra flestra er 1000 megavött, svo gera má ráð fyrir því, að þar séu að minnsta kosti 1000 tonn af grafíti og 100-200 tonn af úrani. Þykkir skjólveggir á Vesturlöndum Kjamaofnar þeirra kjarnorku- vera, sem byggð em í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum, em varðir með tveimur þykkum skjól- veggjum úr stáli og steinsteypu. Þetta er fyrst og fremst til þess að hindra útbreiðslu geislavirkra efna sem fyrir slysni og við bilanir geta yfirgefíð kjamaofninn. Talið er að þakka megi tvígveggjakerfi þessu að ekki fór verr í óhappinu á Three Mile Island í Bandaríkjun- um árið 1979. Kjamaofnar Chernobyl-stöðv- arinnar em einungis vaiðir með einum vegg. Utilokað er að segja nokkuð um það hvort þykkur viðbótarveggur hefði dugað í því slysi sem þar varð á dögunum. Engar áræðanlegar upplýsingr ar liggja enn fyrir um eðli eða orsök slyssins í Chernobyl sem flestir telja þó það mesta, er varð- ar notkun kjamaorku til raforku- framleiðslu. Ofhitnun í ofni Starfsemi og rekstur kjarn- orkuvera er flókinn og ýmislegt getur farið úrskeiðis og leitt til mismunandi alvarlegra óhappa. Einna alvarlegastar em bilanir sem snerta kælikerfi kjamaofns- ins en þær leiða til ofhitunar brennsluefnisins. Kjamaofninn býr þó yfír nokkurs konar sjálf- stýrieiginleika, því kjamabmninn hægir á sér ef hitastigið eykst. Við bilun á kælikerfínu mundi hin keðjuverkandi kjamaklofnun því stöðvast, en hitinn gæti engu að síður aukist, brætt brennsluefnið og leitt til myndunar mikils magns geilsavirkra efna. Það vom að öllum líkindum þessi geislavirku efni sem fóm út í andrúmsloftið og bámst í norðurátt, yfír Pólland til Norðurlanda. Greining efna eins og neptúníums (Np) (en bræðslumark þess er 640°C) í geislavirka skýinu bendir til þess, að mikill hluti af brennsluefni kjamaofnsins hafí bráðnað og að hitastig þess hafí náð allt að því 4000°C. Ekki er vitað hvort kjamaofninn er búinn öryggiskæ- likerfí, en ef svo er, þá hefur það ekki gegnt hlutverki sínu. Fjögur jafn stór 1000 mega- vatta kjarnorkuver hafa verið starfrækt við Chemobyl og tvö önnur em í byggingu. Það fyrsta var tekið í notkun árið 1977, en það síðasta árið 1983. Þar sem allir kjamaofnamir hafa verið starfræktir í nokkur ár, er líklegt, að í þeim sé töluvert magn geisla- virkra úrgangsefna. Sá gífurlegi hiti sem að öllum líkindum hefur myndast í kjama- ofninum vegna bilunar á kæli- kerfí, hefur skemmt háþrýsti- leiðslur og leyst þannig úr læðingi sjóðandi heitar gufur. Þegar gufur þessar leika um grafít kjamaofns- ins verður til mikið magn vetnis og kolsýrlings (CO). Samtilvist þessara efna við hið gífurlega háa hitastig hefur leitt til aflmikillar sprengingar sem að öllum líkind- um hefur rifíð þakið af yfírbygg- ingu kjamaofnsins. Súrefni hefur streymt inn og orsakað eld í grafítinu. Það em grafíteldar, sem valda Sovétmönnum miklum áhyggjum, því eins og flestar aðrar þjóðir hafa þeir litla reynslu í þvf að eiga við þá. Talið er að hiti eldanna sé ekki nægjanlegur til þess að senda mikið magn geislavirkra efna upp í heiðloftin og því er líklegt, að mikill meirihluti þeirra komi niður sem staðbundið niðurfall á 50-100 kílometra svæði umhverfis slys- staðinn. Slíkt getur haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar fyrir íbúa, landbúnað og matarframleiðslu á svæðinu og gert það óbyggilegt í mjög langan tíma. Höfundur er doktor í eðlisfræði og vinnur við stærðfræðideild Háskólans i Mnnehester, UMIST. Nemendur Lögregluskólans kynna sér fluggæsluna NEMENDUR Lögregluskólans, um 20 taisins úr 15 byggðarlög- um, heimsóttu fluggæslu Land- helgisgæslunnar sl. föstudag og fengu upplýsingar og fræðslu um fluggæsluna. Á móti þeim tóku Jón Magnússon lögmaður Landhelgisgæslunnar og Þröstur Sigtryggsson skipherra. Fyrir- liði lögregiunemanna var Arnþór Ingólfsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar ávarpaði lög- reglunemana í veitingahléi milli fræðsluatriða, bauð þá velkomna og minnti á, að samstarf hefði ávallt verið gott milli Landhelgisgæslunn- ar og lögreglunnar um allt land. Amþór Ingólfsson þakkaði fyrir hönd lögreglunemanna góða fræðslu og veitingar og minntist ánægjulegs samstarfs sín og starfs- manna Landhelgisgæslunnar. Á föstudaginn útskrifuðust sem fullgildir lögreglumenn úr Lög- regluskólanum nemendur frá 15 stöðum á landinu. Þessir sömu nemendur fóru í fræðsluferð um borð í vs. Tý fyrir áramótin til þess að kynnast þar störfum björgunar- manna og sjólögreglu. Nemendur Lögregluskólans ásamt nokkrum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.