Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR14. MAÍ 1986 19 Það er eins gott að hlutarnlr falli hver að Sðrum. Forsteyptri lofteiningu komið fyrir. Steypulag ofan á einingamar styrkir húsið gegn jarðslgálfta. inni á milii hæða verða rennistigar og lyftur og sjá Bræðurnir Ormsson og Héðinn hf. um að útvega það. Vel verður séð fyrir næringarþörf þeirra, sem leggja leið sína á stað- inn, því þrjú veitingahús verða í suðurenda hússins: skyndibitastað- ur, kaf&hús og veitingastaður með sérrétti. Verður skyndibitastaðnum skipt í deildir, sem hver verður með sína tegund matar. í einni verða t.d. kjúklingar, í annarri ftalskir réttir, í enn einni hamborgarar o.s.frv. Tómas Tómasson veitingamaður á Sprengisandi mun reka veitinga- hús, sem verður hlekkur í Qölþjóð- Iegri keðju, Hard Rock Café. Brauðgerðarfyrirtækið Myllan mun svo sjá um rekstur kaffihúss- ins. Ekki eiga gestir verslunarmið- stöðvarinnar að þurfa að óttast andarteppu af loftleysi. í húsinu verða tíu stórir klefar fullir með margbrotinn útbúnað til loftræst- ingar. Lætur nærri að hver klefi sé á stærð við meðaleinbýlishús. Og til þess að þessi heimur út af fyrir sig verði sem allra vistleg- astur, verður gróður um allt, eins og áður er sagt, límtrésbitar í viðar- litum verða i loftunum og litir allir mildir. Er ekki að efa, að verslunar- aðstaða þessi verður ýmsum kær- komin- í rysjóttu tíðarfarinu hér norður við Dumbshaf. Bilastæði á þremur hæðum Og víst búast eigendur verslan- anna við einhverjum gestagangi því vestan hússins er gert ráð fyrir stæðum fyrir 1.400 bíla. Við norð- urendann verða stæðin á þremur hæðum og lofthæðin þar 3,5 m. Meðfram tveggja hæða Iengjunni verða bílastæðin einnig á tveim hæðum og lofthæðin þar 5 m. Snjó- bræðslukerfi verða í öllum stæðun- um. Framkvæmdir við bílastæðin eru ern ekki hafnar en tekið verður til við þær í sumar og verða 1.000 stæði tilbúin þegar miðstöðin verður opnuð næsta sumar. Aætlað er að þau verði orðin 1.400 eftir þijú ár. Umferð að stæðunum og frá á að vera greið og munu þijár akreinar liggja að þeim. Samið hefur verið við Thomas Enok Thomsen pípulagningameist- ara um pípulagnir í húsið. Útboð vegna loftræstilagna hefur farið fram og verður gengið frá samning- um um það á næstunni. Þá verða raflagnir boðnar út næstu daga. „Skemmtilegt verk“ „Þessi verslunarmiðstöð er eitt allra skemmtilegasta verkefni, sem Byggðaverk hefur fengist við,“ sagði Kristján Stefánsson. „Það er svo óendanlega fjölbreytt; hér þarf að glfma við flest það sem fyrir getur komið í einni byggingu. Til þess að gefa hugmynd um umfang verksins, er kostnaðaráætlun svip- uð þeirri, sem gerð hefur verið fyrir kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði án véla, og þetta hafa íslenskir verktakar leyst af hendi og sannað með því hæfni sína.“ Og þá verða menn bara að bíða þolinmóðir eftir því, að herlegheitin komist í gagnið. Rannsóknarstofnun byggíngariðnaðarins kannar endíngu einangrunarglers. Áríð 1977 var bírt samantekt um bilanir f rúðum sem settar voru í árið 1969. Engin rúða frá Thermopane hafði bilað á þeim tíma. Aftur var bírt samantékt árið 1984. Hun sýndi að í ölhim tílfellum er bilanatíðni . Thermopaneglersins undt meðaltali. Þurfir þá að endumÝja einangrunargler, hafðu þá þessar staðreyndir í huga. sjFie/iinofitinc Glerverksmiðjan Esja hf.,Völuteig 3 *270 Mosfellssveit, Sími 666 160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.