Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 8
» G SÁSÍUNGI Borges er genginn í það heilaga Argentgínski skáldjöfurinn Jorge Luis Borges gekk í hjónaband um miðjan síðasta mán- uð og fór vígslan fram í nágranna- ríkinu Paraguay með milligöngu staðgengils. Ætla mætti, að þessi atburður væri varla í frásögur færandi en landar Borges tóku þó tíðindunum eins og um væri að ræða hálfgerða þjóðhátíð. Eiginkona Borges er Maria Kodama, samstarfsmaður hans, einkaritari og félagi síðustu 12 árin og var skýrt frá hjónavígslunni á forsíðum dagblaðanna auk þess sem henni voru gerð rækileg skil á innsíðunum. Var um málið fjallað eins og þau hjónin væru af kon- ungakyni og einstaklega nærfæm- um höndum farið um aldursmuninn, sem með þeim er. Borges er meira en hniginn á efri aldur því að hann er árinu eldri en öldin, blindur og farinn að heilsu en konan hans, frú Kodama, er aðeins 41 árs. Blaðamenn, fréttaskýrendur, rit- höfundar og næstum því allir aðrir vom nú allt í einu orðnir að við- hlæjendum þessa manns, sem eng- inn efast nú um að beri höfuð og herðar yfír skáldbræður sína arg- entínska. Fyrir aðeins fimm ámm hefði þó viðmótið verið annað. ÞJÓÐHETJA - og hundrað árum á undan samtíð sinni. Borges hefur ekki alltaf haft beggja skauta byr í argentínsku samfélagi og stundum sagt um sjálfan sig, að hann væri „stjóm- leysingi". Var hann þá jafnan út- hrópaður sem undirróðursmaður meðal þjóðar, sem varð æ bældari eftir því sem döpm árin drógust á langinn. Þegar Argentínumenn stóðu flestir á öndinni yfir Peron var Borges eins og hrópandinn í eyði- mörkinni og hæddist óspart að „Verkamanninum fremsta" eins og lýðskmmarinn kallaði sig. Verra var þó, að hann hlífði ekki heldur Evitu, „Álfakroppnum ljósa", hinni fögm en undirhyggjufullu eigin- konu Perons, en líklegt þykir, að hún hafi í raun haldið um valda- taumana. Ósigurinn í Falklandseyjastríðinu varð til þess, að Borges var tekinn í sátt. Þegar landslýðurinn hyllti Galtieri hershöfðingja sagði Borges um styrjöldina, að hún væri eins og „tveir sköllóttir menn að slást um hárgreiðslu". Hann geymdi allt- af naprasta háðið handa hemum, sem hann sagði vera samsafn þijóta og illmenna. Þrátt fyrir háan aldur virðist strákurinn í Borges vera samur við sig, þessi hrekkvísi sem hann hefur verið lofaður fyrir utanlands en útskúfaður fyrir hjá sinni eigin þjóð. Þegar blöðin sögðu frá hjóna- bandi Borges var lítið úr því gert að 1970 skildi hann við konu, sem hann var kvæntur í hálft ijórða ár. Það má nefnilega segja að Borges sé tvíkvænismaður. Argentína er eitt af sex vestrænum löndum þar sem skilnaðir em ekki leyfðir lögum samkvæmt, hvað þá að ganga f annað hjónaband. Sagt er, að staðgengill Borges við vígsluathöfína í Asuneion í Paraguay hafí ekki verið neinn annar en argentínski ræðismaður- inn í borginni. Það er því ekki ólík- legt að ríkisstjómin sjálf hafi átt þátt í þessum óvænta leik skáldsins Borges, sem virðist, þótt fæddur sé á annarri öld, alltaf hafa verið árhundmðum á undan sinni argent- ínsku samtíð. - JEREMY MORGAN GRÓÐAVEGUR Sífellt auðveldara að koma klónum í klámið egar myndbandaleigan í mið- stéttarhverfínu okkar í Was- hington var opnuð með viðhöfn var það engin önnur en leikkonan Gin- ger Lynn, sem tók á móti gestunum. Það hefur alltaf verið sterka hliðin hjá henni Lynn að leika stúlkur, sem geta ekki sagt nei — og segðu ekki nei þótt þær gætu það. Lynn er með öðmm orðum klámmynda- stjama og í flestum myndanna hennar má sjá í nærmynd og fullum litum það, sem fólk er vant að gera í svefnherberginu sínu. Og yfirleitt ekkialvegeinsoft. Lynn gerði mikla lukku við opn- unina þótt hún væri allan tímann fullklædd og atburðurinn minnti helst á það þegar rithöfundur kemur sér fyrir í bókaverslun til að árita bækumar sínar. Lögulegar stúlkur á borð við Ginger Lynn og aðrar stórstjömur klámsins, t.d. Tracy Lords og Christie Canyon, em hálaunaðar, ef ekki bara stórríkar á þann mælikvarða, sem notaður er í Hollywood. Það tekur um viku að gera venjulega klámmynd og þær fá sem svarar rúmum 60.000 ís- ienskum krónum á dag og meira ef þær em í stjömuhópnum. Karl- mennimir, sem em yfirleitt fremur valdir eftir úthaldi en útliti, fá helm- ingi minna. Jafnrétti kynjanna á sem sagt ekki upp á pallborðið í klámmyndaiðnaðinum. í Bandaríkjunum em á ári hveiju gerðar um 100 harðsoðnar klám- myndir í fullri lengd. Fyrst em þær sýndar f kvikmyndahúsum fyrir „fullorðna", um 700 talsins í öilu landinu, en mesti gróðinn kemur seinna af myndböndunum. Altalað er, að Mafían sé með finguma í öllum greinum þessa iðnaðar. Atburðarásin í þessum myndum er eins og gefur að skilja dálítið einhæf en þegar ég kom við á leig- unni vom þar hjón að fá sér mynd- ina „Eldvagnana" og önnur, alveg jafn óaðfinnanlega klædd, að taka með sér „Deep Throat" og „Alla leiðina inn“. Bæði hjónin vom af- greidd með sömu glaðvæm kurteis- inni og stelpumar í ísbúðinni neðar við götuna og ekkert var um flótta- iegar augnagotur. Sannleikurinn er sá, að klámið í Bandaríkjunum er orðið dálítið miðstéttarlegt og allt að því virðu- legt. Það er að sjálfsögðu mynd- böndunum að þakka. Fólk, sem léti sér aldrei til hugar koma að fara á eitthvert skuggalegt kvikmyndahús í-miðbænum, getur nú horft á sóða- skapinn heima hjá sér, til dæmis hjónin saman. Nú er svo komið að sumra mati, að fimmta hvert mynd- band, sem gert er í Bandaríkjunum, er stimplað með „X“ eða fyrir „full- orðna" en það þýðir orðið sjaldnast annað en kámmynd. Myndböndin eru aðeins ein hliðin á þessu smáborgaralega klámi. Tölfræðilegar upplýsingar eru ekki fyrir hendi en vitað er, að vaxandi markaður er fyrir svokallað síma- klám en það fer þannig fram, að sá, sem hringir, borgar konu fyrir að þyija upp alls kyns kynferðisóra. Kosturinn við þetta klám er sá, að það er öruggt, erfitt að standa menn að verki og alveg laust við kynsjúkdóma. Gerðar hafa verið nokkrar til- raunir til að stemma stigu við klám- inu og hafa þær dálítinn árangur borið. Nefna má það líka, að í síð- asta mánuði kvað hæstiréttur upp dóm, sem hefur það í för með sér, að lögreglan fær ftjálsari hendur við að gera upptækt efni, sem hún telur klámfengið. Þá ætlar nefnd, sem dómsmálaráðuneytið skipaði til að fjalla um klámið, að gera það að tillögu sinni, að símaklámið verði bannað. Allt kann þetta þó að vera orðið um seinan. „Klámiðnaðurinn" er taiinn velta sjö milljörðum dollara árlega og eitthvert fitl með laga- greinar er ekki líklegt til að iækka þá tölu verulega. — SIMON HOGGART Raskið ekki — næstu tuttugu þúsund árin w Imarga mánuði hafa vísindamenn í Vesturheimi velt því fyrir sér hvernig auðkenna skuli staði, sem geyma geislavirkan úr- gang, og er niðurstaðan sú, að það verði best gert með minnis- merki, merkilega líku Steinhengjunni í Bretlandi. Við athuganir sínar skoðuðu vísindamennimir pýramídana miklu í Egyptalandi, Kínamúrinn og línumar fomu í eyðimörk Perú, en best leist þeim á, að geymslustaðurinn skyldi varðaður 25 einsteinungum úr graníti, sjö metra háum súlum, sem hver um sig vægi 25 tonn. Á miðju svæðinu verður upphækkun, 200 metrar á hvom veg, og þar á að vera súla úr þremur 200 tonna granítbjörg- um. Segir í skýrslunni, að mann- virki af þessu tagi eigi ekki að vera nein hætta búin nema af nýrri ísöld og mönnunum sjálfum ef þeir vilja hafa það svo. Skýrslan, sem er upp á 120 síður, er unnin af vinnuhópi á vegum Bandaríkjastjórnar og var tilgangurinn sá að ákveða í eitt skípti fyrir öll hvemig auðkenna skuli geislavirkan úrgang hvar sem er í heiminum. Hafa fyrr- greindar niðurstöður verið sam- þykktar af Kjamorkurannsókna- stofnuninni í Harwell. Geislavirkur úrgangur er hættulegur í 20.000 ár og það menningarskeið, sem lengst hefur staðið, egypska menningin, varði aðeins í 5500 ár. Af þessum sökum þykir það ekki með öllu ástæðulaust að reyna að vara eftirkomenduma við og þau menningarsamfélög, sem síðar munu verða. Vísindamennimir vom sam- mála um, að efniviðurinn í vörðun- um mætti ekki vera fémætur og að ekki mætti vera hægt að endur- vinna hann með góðu móti. Þá átti að vera erfitt að hrófla við þeim eða skemma. Einnig var ákveðið að hafa á vörðunum myndaröð, sem líklegt er að menn skilji síðar meir hvert sem menn- ingarstigið kann þá að vera, en auk þess verður á þeim áletmn á nokkmm helstu tungunum, sem nú em talaðar. Er bent á, að Egyptar hafí notast við grísku auk sinnar eigin tungu af því að þeir gátu ekki vitað hvort málið yrði langlífara. Vísindamennimir vilja, að vörð- umar sjáist frá gervihnöttum og að þær verði þegar tímar líða færðar inn á öll kort. Það er svo rúsínan í pylsuendanum, að mannvirkin eiga að vera svo myndarleg og falleg, að þau laði til sín ferðafólk víðs vegar að. - PAULBROWN PLÁGUR Tekst þeim loks að kveða niður árblinduna? Alþjóðlegt átak hefur verið gert til þess að ráða niðurlögum sjúkdómsins árblindu og hefur það borið þann undarverða árangur að eyðibæir hafa byggst að nýju og jarðir í savannalöndum Vestur- Afríku bera nú ríkulegan ávöxt. Fram að þessu hafa menn einkum einbeitt sér að því að ijúfa það ferli sem sjúkdómurinn hlýzt af, en núna er unnið að gerð lyfs sem gæti vakið nýjar vonir hjá þeim sem sýkzt hafa en það er um það bil ein milljón Vestur-Afríkubúa. Þá heyrir fortíðinni til sú sjón sem hingað til hefur verið algeng á þessum slóðum, að lítil böm leiði blinda menn með langa stafi. Lyf það, sem hér um ræðir nefnist Invermectin. Einn skammtur af því hefúr áhrif að sögn dr. Pie Masumbuko en hann er fulltrúi Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar í Abidjan á Fílabeinsströnd- inni. Invermectin hefur þann kost fram yfir önnur lyf sem framleidd hafa verið gegn þessum sjúkdómi að því fylgja engar aukaverkanir og það vinnur gegn sníkjudýrunum sem borizt hafa í mannslíkamana. Árblinda berst með svartmýi sem verpir í flúðum fljóta og áa. Bit sýktrar flugu veldur útbrotum á húð og kýlum, og veldur því jafnframt að ormar berast inn í líkamann, tímgast þar ört og breiðast út. Loks berast þeir inn í augun og valda blindu. Um 30 milljónir manna víðs vegar um heim þjást af árblindu. Verst er ástandið í savannalöndum Vestur-Afríku. Þegar átak Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar hófst í sjö löndum Vestur-Afríku árið 1974 var talið að hálf önnur milljón mana eða 10% íbúanna á þessu svæði væru haldnir sjúk- dómunm og 120 þúsund manns hefðu misst sjónina af völdum hans. Miðstöð þessarar baráttu er í Ouagadougou og upplýsingafulltrúi þar er Emile James Senghor. Hann segir: „Fram að þessu hefur barátt- an gegn árblindu einkum beinzt að því að koma í veg fyrir að svartmýið tímgist, en með því berst sjúk- dómurinn. Smitberinn verpir í flóð- um Volta og annarra fljóta í Vest- ur-Afríku og hundruðum þúsund lítra af skordýraeitri hefur verið úað yfir þær úr flugvélum og þyrlum." Fyrir skömmu var þessi barátta hafin í fjórum löndum til viðbótar, þ.e. Senegal, Gíneu Bissau, Guindea Conakry og Sierra Leone, eða um sex þúsund ferkílómetra svæði alls. Þar með nær aðstoðin til 24 milljóna manna. Þetta framtak gerir það jafnframt að verkum að auðveldara er að koma í veg fyrir að sjúk- dómurinn berist að nýju til héraðs sem hafa verið hreinsuð. Svartmýið getur farið um 150 km vegalengd og því hefur verið töluverð hætta á að því takist að nema land að nýju á þeim slóðum þar sem því verði útrýmt. sú hætta er einkum fyrir hendi á regntímabilinu í Vestur- Afríku. - PETER BLACKBURN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.