Morgunblaðið - 01.06.1986, Side 9

Morgunblaðið - 01.06.1986, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1986 C 9 77/ að missa ekki af bónusnum gengur starfsliðið berserksgang. . . Skrúfur eru reknar í með hömrum. . . SJÁ: NEYTENDARAUNIR HETJULUND Þeim gengur lítið að kné- selja Idu Ida Jimmy er frá Namibíu og hefur barist ákaft gegn hemámi Suður-Afríkumanna á landi sínu og gegnt forystuhlutverki í samtökun- um SVAPO. Svo mikill var baráttu- vilji hennar að hún lét ekki deigan síga þótt hún væri dæmd í sjö ára fangelsi samkvæmt lögum um hryðjuverk. í fangelsinu fór dugn- aður hennar við að útbreiða fagnð- arerindi mest fyrir bijóstið á vörsl- uiium. Ida sat nýlega kirkjumálaráð- stefnu í Hollandi. Þar skýrði hún svo frá, að hún hefði stundað tveggja ára nám í bibilíufræðum við bréfaskóla á meðan hún var í fangelsinu í Windhoek, höfuðborg Namibíu. Árangur hennar var svo framúrskarandi að lærifeður henn- ar mæltu með því að hún kenndi samföngum sínum. „Forstöðukonan í fangelsinu tók það ekki í mál. Þetta var dálítið of hættulegt. Við virtum bann hennar að vettugi og kennslan hélt áfram í laumi." Guðhrædd kona sem annaðist fangavörslu kom Idu til hjálpar með því að lauma biblíum inn í fangelsið. Alls voru það fimm konur sem stunduðu nám í biblíu- fræðum á meðan aðrir sváfu og voru þær allar ópólitískar nema Ida. Þær héldu leynilega umræðu- fundi í baðherbergi fangelsisins og að þeim loknum földu þær biblíum- ar í ruslakörfu. Ida Jimmy vann um skeið í verk- smiðju í heimaborg sinni Luderitz. Henni var sagt upp starfí vegna afskipta hennar af kvennahreyfíng- unni. Seint á síðasta áratug var hún handtekin ásamt níu mánaða gömlu bami sínu. Hún var höfð í einangr- un samkvæmt neyðarlögunum sem vom við lýði í landinu. Hún fór í hungurverkfall ásamt nokkmm samföngum sínum. Eftir fimm mánaða fangelsisvist var hún látin laus án þess að nokkur kæra hefði verið borin fram gegn henni. Árið 1979 hélt hún ræðu á fundi í Luderitz og það leiddi til þess að hún var handtekin á ný því að menn úr öryggislögreglunni í Wind- hoek vom á fundinum og líkaði ekki málflutningurinn. Hún var dæmd samkvæmt suður-afrískum lögum um hryðjuverk, en þau era ennþá í gildi í Namibíu. Hún hlaut sjö ára fangelsisdóm. Sjö ára fangavist fyrir eina ræðu er alveg sérstaklega harðneskjuleg- ur dómur jafnvel þótt dómaramir hafi verið hvítir og útnefndir af dómsvöldum Suður-Afríku. En Ida Jimmi er staðföst kona. „Áður en ég fór í fangelsi var mér fyllilega ljóst fyrir hveiju ég barðist og ég héld fast í skoðanir mínar," segir hún. Hún var komin sjö mánuði á leið þegar hún var handtekin og var höfð í einangmn fyrstu sex mánuðina. Hún spurði kvenfangavörð hvemig hún ætti að gera viðvart, þegar hún teldi sig vera að verða léttari, ekki sízt af því að engin bjalla var í fangaklefa hennar. Forstöðukonan svaraði einungis: „Þú verður bara að æpa og kalla, að þú sért hjálparþurfí." Fæðingarhríðimar hófust um nótt og hún harkaði af sér þar til fangaverðimir komu inn í klefa hennar næsta morgun. „Þeir sáu að ég kvaldist en ég vildi ekki biðja um hjálp," segir hún. Fæðingin gekk erfiðlega og geyma þurfti bamið í hitakassa. Ida fékk að dveljast þar hjá því fyrstu þijá dagana. „Þegar ég kom af sjúkradeildinni var ég mjög máttfarin en ég varð að halda áfram að vinna í fangels- inu að öðmm kosti fékk ég engan mat. Kona með bam á bijósti verður að fá að borða.“ Hún hafði bamið á bijósti í 18 mánuði, en þá fékk hún skipun um að láta það í hendur systur sinnar. Fimm mánuðum síðar dó bamið. Idu var tjáð að hún mætti vera við útförina ef hún undirritaði stað- festingu þar um frá hinum suður- afríska landstjóra Namibíu. Hún neitaði að verða við því, leit svo á að þar með væri hún að staðfesta hemám landsins. „Næstu nótt fékk ég taugaáfall," segir hún. „Ég fékk eins konar slag og lamaðist vinstra megin að hluta." Hún var látin laus í október síð- astliðnum eftir að áfrýjunarréttur hafí stytt dóm hennar um tvö ár. Þá var hún fertug. En öryggissveit- imar höfðu ekki gleymt henni. í janúar í ár var hún handtekin aftur ásamt 57 félögum úr samtökunum SWAPO sem beijast fyrir frelsi Namibíu. Ásæðan fyrir handtök- unni var sú að fólkið hafði safnaðst saman til „ólöglegs fundar“ Ida var látin laus gegn tryggingu og hyggst verða við nám í Birmingham í Englandi þar til hún verður kölluð heim að svara til saka. Sovésku sjón- varpstækin eru óttalegt klastur Sjónvarpstæki, sem smíðuð em í Sovétríkjunum, þurfa yfirleitt að fara tvisvar sinnum í viðgerð þá tólf mánuði, sem þau em í ábyrgð. Það er því ekki að undra þótt alltaf vanti menn í viðgerðarstarfsemina. í blaðinu Sozialisticheskaya Ind- ustria birtust nýlega niðurstöður könnunar, sem gerð var á sjón- varpsiðnaðinum í Sovétríkjunum, og er hætt við, að þær hafí verið heldur dapurleg lesning fyrir Gor- bachev og aðra þá, sem vilja koma á umbótum í efnahagslífínu. í könnuninni kom í ljós, að ástandið hefur versnað síðustu fimm árin þótt á þessum tíma hafí verið lögð áhersla á, að meiri vinnuagi yrði til að bæta gæði sovéskrar fram- leiðslu. Samkvæmt sovésku neytenda- löggjöfínni má skipta gallaðri vöm fyrir aðra nýja meðan ábyrgðin stendur en sjónvarpsiðnaðurinn er þó undanþeginn þessum ákvæðum. Um sjónvarpstæki veður ekki skipt fyrr en reynt hefur verið að gera við það fímm sinnum án árangurs. Þrátt fyrir það fjölgar þeim tækjum stöðugt, sem skilað er aftur til verksmiðjunnar. Það er hluti af vandanum þótt gagniýnendur í Sovétríkjunum hafí aldrei orð á því, að skipulagslega er sjónvarpsiðnaðurinn ein allsheij- ar ringlulreið. Birtist hún meðal annars í því, að framleiðslan er ekki undir yfírstjóm eins ráðuneytis heldur ótalmargra og öll hafa þau sínar ástæður fyrir henni. Verk- smiðjum á vegum varnarmálaráðu- neytisins ber skylda til að framleiða ákveðinn fjölda af sjónvarpstækjum fyrir almenning og hvert einasta lýðveldi í landinu vill hafa sína eigin verksmiðju. í Sovétríkjunum er nefnilega litið á sjónvarpið sem fulltrúa hátækninnar og að sjón- varpsverksmiðju er mikill virðingar- auki. Þar til einkabíllinn verður al- gengari í Sovétríkjunum verða kaup á sjónvarpstæki mestu einstöku útgjöldin fyrir venjulega Qölskyldu í landinu. Litsjónvarpstæki kostar hana um 600 rúblur en það em um það bil þriggja mánaða laun. í Sovétríkjunum em árlega fram- leidd um níu milljón svart-hvít sjón- varpstæki og fjórar milljónir lita- tækja. Hefur hver verksmiðja sinn kvóta og ef ekki tekst að standa við hann þýðir það, að bónusinn veður enginn og laun starfsmanna og stjórnenda minnka stórlega. Vegna þessa er áherslan öll á að framleiða sem flest tæki en engar áhyggjur hafðar af gæðunum. Til að missa ekki af bónusinum gengur starfsliðið berserksgang við fram- leiðsluna til að fylla kvótann. Skrúf- ur em reknar í með hömmm, rofum úr öðmm tegundum er nauðgað einhvem veginn á sinn stað og oft ekki skeytt um að tengja hátalar- ana. í rannsóknarskýrslunni er getið ýmissa umkvartana almennings og kennir þar margra grasa, allt frá tækjum, sem verða skyndilega al- elda, til tækja, sem aldrei hafa verið ílagi. „Á síðasta ári skoðuðum við 20 sjónvarpsverksmiðjur, sem allar til- heyrðu ólíkum ráðuneytum, og alls staðar var um að ræða sömu hrak- smánarlegu vinnubrögðin," segir einn af starfsmönnum sovésku stað- alskrifstofunnar. —MARTIN WALKER VIÐURKENNING STARFSGREINASJÓÐS Starfsgreinasjóður Rotary á íslandi var stofnaður á 50 ára afmæli Rotaryhreyfingarinnará íslandi árið 1984. Tilgangur sjóðsins er að veita viðurkenningu fyrir merkar nýjungar eða framúrskarandi afreksem tengjast ákveðinni starfsgrein. Úr sjóðnum skal úthlutað áriega. Á síðastliðnu ári var úthlutað úr sjóðnum í fyrsta sinn og hlaut Valdimar Harðarson arkitekt þá viðurkenningu fyrir stólinn Sóley. Á umdæmisþingi Rotary þann 21. júní nk. verður á nýjan leik veitt viðurkenning úr sjóðnum - að þessu sinni að upphæð kr. 150.000.- Hér með er leitað eftir ábendingum um aðila sem koma til greina við úthlutun þessarar viðurkenningar. Aðild að Rotary-hreyfingunni eráengan hátt nauðsynleg, hvorki fyrir þá sem benda á — né hina sem e.t.v. hljóta viðurkenningu. Ábendingar þurfa að berast fyrir 10. júní nk. Ábendingar óskast sendar til: Starfsgreinasjóður Rotary á fslandi Pósthólf 220 121 Reykjavík COGNAC kristalsglös Handskorin og slétt Frönsk, þýsk og tékknesk A - fallegglös /\ — mikiðúrval TEKE^ Laugaveg 15 sími 14320

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.