Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 22

Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 22
 i i | i t f f í f fclk í fréttum Ófullgert málverk af tónskáldinu Wolf- gang Amadeus Mozart, málað í Vín 1789 af mági hans Josef Lange. Sköpunargreind: Mary Wollstonecraft Shelley (1797—1851) höfundur sögunnar um Frankenstein, einhverrar f rægustu hroll vekju allra tíma. Efni sögunnar og aðal- persónu sótti hún í skýran draum sem hana dreymdi. £ gj 1 ! áli l IP hII I ml&T—1 wt Iffcz:.. j BjjfepSUst vv! |fe *• j Breski rithöfundurinn Charles Dickens sagði að margar söguper- sóna sinna hefðu birst Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum sínum rétt eins og þær lifðu sínu eigin lifi. Hvemig verða meistaraverkin tii? að hefur vafíst mjög fyrir sálarfræðingum hvemig skil- greina má sköpunarhæfileikann, énda felur sköpun sem stendur undir nafni venjulega í sér að geng- ið er á snið við grónar reglur eða viðtekinn hugsunarhátt. Þess vegna hefur gengið illa að koma upp ein- hverskonar mælikvarða eða prófí sem mælt getur þennan hæfileika, sem sumir virðast hafa í ríkara mæli en aðrir. Tilraunir hafa þó verið gerðar til að setja saman próf sem mæla hæfíleika fólks til skap- andi hugsunar, og eru próf þessi svipuð greindarprófunum marg- frægu að allri gerð. í sálarfræði mun almennt viðurkennt að ill- mögulegt sé að mæla sköpunar- greind, og verður reynslan að skera úr um hveijir hafa þennan eftirsótta eiginleika til að bera í ríkum mæli og hverjir ekki. Mönnum greinir hins vegar ekki á um að þessi dularfulli hæfíleiki er til staðar hjá öllum en í afar mismiklum mæli. Athyglisvert er hvemig miklir meistarar s.s. tón- skáldið Wolfgang Amadeus Mozart útlista aðferðir sínar til þess að semja. Hér fer á eftir lausleg þýðing á lýsingu Mozarts sjálfs á því hvem- ig andinn kom yfír hann. „ ... Þegar vel liggur á mér og ' ég er alveg ég sjálfur, á ferðalagi í vagni, á gönguferð í skógi eða ligg andvaka um nætur, þá fara hugmyndir að streyma fram í huga minn eins og sjálfkrafa. Hvaðan eða hvemig á þeim stendur veit ég ekki en hins vegar get ég ekki þvingað þær fram með nokkru móti. Hug- myndir sem mér fellur við legg ég á minnið og hef ég vanið mig á að raula þær með sjálfum mér í hálfum hljóðum. Þegar ég geri þetta kemur mér fljótlega í hug hvemig ég get hagnýtt ákveðin mótíf og gert úr þeim svipmikið verk, í samræmi við tónfræðina, möguleika hinna ýmsu hljóðfæra o. s. frv. Hugmyndir þessar hafa mikil áhrif á mig — þær kveikja eld áhug- ans í sál minni og verði ég ekki fyrir ónæði fer efnið að vaxa, tekur á sig form og skýrist allt. Það er sama hve tónverkið er langt - að lokum stendur öll heildin mér fyrir hugskotsjónum hér um bil fullgerð, þannig að ég get virt hana fyrir mér eins og fagra styttu eða mál- verk, í einnig yfírsýn. Þannig heyri ég ekki hina ýmsu hluta verksins í hugskoti mínu hvem á eftir öðrum heldur — hvemig sem það má vera - alla heildina í einu. Fögnuðurinn sem þessu fylgir er ólýsanlegur. Öll þessi leit, uppgötvanir og vinna, verður eins og í þægilegum lifandi draumi. Að heyra alla heildina er þó dásamlegast af öllu. Ég gleymi ógjaman því sem ég hef samið á þennan hátt, og er þetta sjálfsagt besta gjöfin er ég get þakkað mín- um guðlega skapara. Þegar ég svo kem hugmyndum mínum á blað tek ég upp úr mal- poka minnisins það sem ég hef í hann tínt með þeim hætti sem hér er rakið. Ég er fljótur að koma verkum mínum á blað, því að allt er þegar tilbúið og efnið breytist venjulega lítið frá þeirri mynd sem það tók á sig í ímyndun minni. Þess vegna get ég alveg þolað að verða fyrir ónæði meðan ég er að skrifa niður. Hvað sem gengur á í kringum mig get ég skrifað og jafnvet spjallað samtímis við fólk — en aðeins um hænsni eða gæsir eða Gretel eða Bártel eða eitthvað álíka. En orsök þess að verk mín fá á sig þennan sérstaka blæ, verða Mozart- leg og frábrugðin verkum annarra tónskálda, er líklega sömu ættar og orsök míns stóra amamefs, sem er Mozartsnef og ólíkt annara neíj- um, því i sannleika reyni ég á engan hátt að vera frumlegur.“ Það er ekki óalgengt að lista- menn lýsi tilurð verka sinna með þessum hætti þó engan veginn sé það nú einhlítt. Oft kom það fyrir þegar breski ríthöfundurinn Charles Dickens mókti í stól sínum að sögu- persónumar tóku að sækja að honum „rétt eins og þær væru að biðja mig um að koma þeim á papírinn", skrifar Dickens. Samuel Taylor Coleridge hafði ekki mikið fyrir frægasta ljóði sínu, Kubla Khan. Hann dreymdi það allt í óvenjulega skýrum draumi og skrif- aði það einfaldlega upp um morgun- inn. Coleridge var þó svo óheppinn að verða fyrir óvæntri heimsókn þannig að niðurlag ljóðsins hvarf úr huga hans og tókst honum aldrei að rifja það upp aftur. Ljósastaurarnir á Sauðárkróki málaðir til að afla fjár upp í ferðakostnað. Ungmennaf élagið Tindastóll á Sauðárkróki: Knattspyrnu- strákarnir safna fyrir ferðakostnaði Sauðárkróki. Fjórði flokkur drengja í knattspyrnu úr Ungmennafélaginu Tindastóli tekur þátt í alþjóðlegu móti í Noregi í sumar. Strákamirsafnafyrirferða- kostnaðinum með ýmsum hætti, t.d. tóku þeir að sér að mála um 100 ljósastaura fyrir Rafveitu Sauðárkróks. Feður strák- anna gengu í lið með þeim oggekk verkið að óskum. Á meðfylgjandi mynd má sjá einn hópinn að störfum. Kári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.