Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 28

Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 28
 28 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986 „ þetfca. er J?uottarenncm. '• ... að láta tilfinning- amaríljós TM Reg. U.S. Pat. Ott.-all rights reserved "1985 Los Angeles Times Syndicate Og hvetju lofa stjóramála- Ég þakka fyrir lánið en hún mennirnir: Skattalækkun, mætti að skaðlausu vera með- minni ríkisskuldum og skatt- færilegri fyrir konur. f rjálsri eftirvinnu? HÖGNIHREKKVISI Vísa vikunnar ÁtSk í kosningastjórn Alþýðubandalag: Samþykkt með eins atkvæðis mun að Svav- ar fengi að halda ræðu SÍÐUSTU dagm hafm >Uðið bðrð átfik iniun Alþýðubmndmlmgminm nm þmð, hvort Svmvmr Gemtmmoo, fonnmður flokkminm, «tti mð verðm einn mf ræðumönnum á kosningaf undi AJþýðubmndm- Imgsins i Hámkólmbiói i kvöld. öamur Skmrpbóðinmmon, riUtjóri Þjóðvitimnm, mem mldpmr 4. mmeti á frmmboðmlimtm flokkminm við borgmrmtjórnmrkomningmrnmr I Reykjmvik nk. lmugmrdmg. Ugð- imt gegn þvi ámmmt SkúU Tbor- oddmen mð Svmvmr béldi rveðu á þrwnandl ■ barittuhútíb dagm. Að lokum var enn boðaður fundur í komningmmtjóminni og fór þar fram ný mtkvæömgreiðsla um þennmn þátt málmins. Hún fór á. aama hátt og hin fyrri, að mmm- þykkt var með eina atkvæöia mun mð Svmvar Gemtmaon hékli lokaræðu fundarina. Augiýaingar í Þjóðvijjanum um þennmn fund hmfm vmkið mthygii. Laugmrdmginn 24. mmi birtist mug- lýsing um fundinn og vmr Svmvmri Gestasyni gert þmr jmfnhátt undir höfði ng óðnim raeðumönnum á Svavars bónda grær ei grund grimmt þó skítnum moki annars vegar upp á hund erhansfýlgispoki. Hákur Greifamir frábærir Landvam- armála- ráðherra óskast Araór E. Hinriksson skrifar: Sem fyrrverandi hermaður er ég steinhissa á því, að íslendingar hafa lítið gert til að tryggja land sitt og finnst mér það meiriháttar hneyksli. Að vísu er ísland í NATO, en miklu betur má, ef duga skal. Ég er af pólskum ættum, en bjó í Lúxemborg þegar Þjóðveijar hemámu landið og neyddu mig til þess að starfa fyrir þá sem loft- skeytatúlkur frá 1942—1945. Ég var á þremur vígstöðvum og sá þar hvað vantaði til þess að standa sig. Eins og er getur einn rússneskur „lautinant" með 10 menn eða færri lagt allt ísland undir sig, og Banda- ríkjamenn gætu ekki hjálpað íslend- ungum, því þeir heyja ekki stríð í yfirvinnutíma eins og Rússar gera. Fyrst og fremst vantar Island landvamarmálaráðherra. Upphaf- lega var landhelgin aðeins 3 mflur og var 12 mflna krafa íslendinga ólögleg, en nú er 12 mflna landhelgi viðurkennd. Saga alþjóðaréttar er fólgin í langri keðju af lögbrotum, sem að lokum vom viðurkennd sem lögleg. íslendingar geta til lengdar varla bjargað sér, ef þeir stofna ekki landvarnarmálaráðuneyti. Sá ráð- herra hefur nóg að gera til að vinna fyrir kaupinu sínu. Hver gefur kost ásér? Með þökk fyrir birtinguna. Það er sko á hreinu að fram í sviðsljósið er komin ein besta hljóm- sveit okkar, Greifamir. Þátturinn þeirra á föstudaginn var með því betra sem sjónvarið hefur verið með síðari árin, lífleg framkoma, skemmtileg föt og meiriháttar mús- ík ásamt frábærum textum hjálpað- ist að við að gera þennan þátt alveg eintaklega minnisstæðan. Ég vil sérstaklega gera textana að umtals- efni. Þeir vora allir alveg sérstak- lega góðir, með því betra sem ég hef heyrt frá íslenskri hljómsveit. Greifarnir gerðu endalaust grín að hinum ýmsu þáttum þjóðlífsins okkar á þægilegan og hógværan hátt og slepptu svo tilfínningunum lausum í rólegu lagi í endann. Þetta var einstaklega vel heppnað. Þá vom lögin mjög grípandi og stóð ég mig oft að því daginn eftir að vera að raula lög þeirra fyrir munni mér. Ég skora á Greifana að gefa út pJötu. Ég mun a.m.k. kaupa eintak og það veit ég að margir aðrir munu gera enda hefur þáttur þeirra vakið mikla athygli og beint sjónum manna að þeim. Að lokum: Greifar, þið eruð frábærir. Loksins er komin fram almennilegíslensk hljómsveit! Aðdáandi YON ÍSLANDS Velvakandi góður Fyrir um það bil 40 ámm kom ég eitt sinn, ásamt öðmm, í gróður- reit M. Simson í Tungudal við ísa- fjörð. í skoðunarferð um reitinn sýndi hann okkur lúpínur, sem hann var að rækta í einu beðinu. Hann nefndi þá þessa jurt „Von Islands", og átti þá við að þessi jurt væri svo þolin og dugleg að hún myndi allra jurta líklegust til þess að duga best við uppgræðslu landsins þar, sem gróðurinn hefði fokið af og landið væri bert. Fyrir nokkmm dögum var frá því skýrt í fréttum að nú væri búið að ákveða að sá lúpínu í sandauðn- imar til þess að hefta fokið og byija að græða sár landsins. Nú óska ég eftir því að fá svör við því frá ráðamönnum, hvemig á þvf stendur að það skuli hafa tekið 40 ár að taka þessa ákvörðun. Allir sjá að mikið hefði mátt gera á þessum tíma við uppgræðsluna. Vinsamlegast, Ólafur Ólafsson Víkverji skrifar Nýlega mátti lesa frétt um það í bandaríska blaðinu Wall Street Joumal, að Póstur og sími þeirra í Frakklandi stefndi nú að því að taka upp nýja og betri siði í gerð reikninga, sem viðskipta- menn fá senda. Frakkar ætla sem sé að taka upp þann sið, að gera grein fyrir því á símareikningum, hvert hringt hafí verið og hvað hvert símtal kostar. Hingað til hefur sá háttur verið þar í landi, eins og hér, að símnotendur fá reikning með einni upphæð og ómögulegt að kanna, hvort einhver mistök hafí orðið. Fyrst í stað munu Frakkar þurfa að greiða sérstaklega fyrir þá þjón- ustu að fá símreikninga sundurlið- aða en síðar er gert ráð fyrir að allir símreikningar verði þannig úr garði gerðir. í Bandaríkjunum hefur það lengi tíðkazt, að símreikningar væru sundurliðaðir. Eftir að beint símasamband komst á við útlönd er enginn vafí á, að íslendingar nota símann töluvert til þess að tala við vini og vandamenn, sem staddir eru erlendis um lengri eða skemmri tíma. Atvinnufyrirtæki nota símann mikið í samtöl við út- lönd vegna margvíslegrar starf- semi. Allir þessir aðilar, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki fá símareikninga frá Pósti og síma, sem tilgreina fyrst og fremst eina upphæð umframsímtala. Ekkert venjulegt fyrirtæki mundi komast upp með að senda viðskiptavinum sínum reikninga af þessu tagi. Með stóraukinni tækni á þessu sviði, hlýtur Póstur og sími að geta tekið upp þá reglu, að sundurliða síma- reikninga, þannig, að viðskipta- mennimir viti, hvað þeir eru að greiða fyrir og að þeir eru að borga fyrir þjónustu, sem þeir hafa fengið sjálfir en ekki einhveijir aðrir. Vafalaust mundu menn glaðir greiða einhvem aukakostnað fyrst í stað fyrir slíka sundurliðun. XXX Annars hafa orðið margvíslegar framfarir í rekstri Pósts og síma síðustu árin, sem em ánægju- efni. í nýjú símaskránni, sem nú er komin út má m.a. sjá, að nú er hægt að kaupa þráðlausan síma hjá fyrirtækinu. Hingað til hafa þessir símar verið bannaðir, en tölu- vert af þeim í notkun, vegna þess að ferðamenn hafa flutt þá með sér til landsins. Nú er sem sagt búið að fella þetta bann niður þegjandi og hljóðalaust a.m.k. á ákveðnum tegundum þráðlausra síma. Þetta em mjög handhæg tæki, fólk getur gengið um garðinn heima hjá sér um leið og það talar við vini og kunningja eða verið á ferð um hús eða íbúð. Ekki er ólíklegt, að notkun þráðlausra síma eigi eftir að breið- ast mjög út, eftir að Póstur og sími hefur hafíð sölu á þeim. XXX Auðvitað á aukið fijálsræði í símamálum og sú samkeppni, sem af því hefur leitt þátt í bættri þjónustu Pósts og síma. Það er ótrú- legt, hveiju samkeppnin getur komið til leiðar á örskömmum tíma. Árum saman hefur sala á benzíni verið í stöðluðu og stöðnuðu formi og enginn munur á milli olíufélag- anna þriggja í þeim efnum. Þótt einhveijir viðskiptamenn hafí verið að tauta um það, að þeir vildu fá að kaupa sterkara benzín, eins og hægt er í útlöndum, hefur ekki verið hlustað á það. Allt í einu gerist það að Olíuverzlun íslands ríður á vaðið og eins og hendi sé veifað hefst hörku samkeppni í benzínsölu milli olíufélaganna. Þessum litla vísi að frjálsræði í olíu- og benzínviðskiptum þarf að dómi Víkverja að fylgjá fast eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.