Morgunblaðið - 01.06.1986, Side 12

Morgunblaðið - 01.06.1986, Side 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR L JÚNÍ1986 Mér finnst ég vera meðal vina þegar ég hitti íslendinga Rætt irið Kurt Furgler, viðskiptaráðherra Sviss, um handbolta, EFTA og Evrópubandalagið Kurt Furgler er þekktasti og frambærilegasti stjórnmálamaður Sviss- lendinga. Hann hefur setið í ríkisstjórn landsins í 15 ár og er nú viðskipta- ráðherra en var áður dómsmálaráðherra. Ráð- herrarnir í Sviss, þeir eru sjö talsins, skiptast á um að gegna embætti forseta landsins í eitt ár I senn og Furgler hefur verið forseti þrisvar sinnum. Hann var forseti í fyrra og tók meðal annars á móti Ronald Reagan og Michail Gorbachev þegar þeir hittust í Genf. Kurt Furgler er lágvaxinn maður og dálítið prests- legur. Hann er flug- mælskur á þýsku, frönsku, ítölsku og ensku. Hann spilar á fiðlu í frístundum og beitir röddinni gjaman eins og hljóðfæri til að leggja áherslu á orð sín. Hann er fljótur að hugsa og talar oft hratt. Stundum þykir hann helst til háfleygur. Hann vill að hlutimir gangi hraðar fyrir sig en gengur og gerist í Sviss og þykir óþolin- móður þegar hann spomar gegn því, að þeir dragist von úr viti. Vegna persónuleika hans og fram- komu sker hann sig úr litlausum hópi svissneskra stjómmálamanna. Furgler-brandarar eru af þeim Kurt Furgler, viðskiptaráðherra Sviss, í skrifstofu sinni í Bern. sökum vinsælir. Hann er sagður geta hlegið að þeim ef þeir eru vel sagðir. Hann hefur nú setið mun lengur í ríkisstjóminni en samráðherrar hans. Flestir ráðherrar láta st nægja að gegna embætti forseta einu sinni eða tvisvar og hætta eftir það í stjórninni. Svissneska þingið kýs ríkisstjóm á fjögurra ára fresti og það heyrir til undantekninga ef ráðherra sem hefur hug á að starfa áfram í stjóminni nær ekki endur- kjöri. Furgler er 62ja ára og margir velta fyrir sér hvenær hann ætlar að hætta ráðherrastörfum. Talið er að hann hefði haft áhuga á aðal- framkvæmdastjórastarfi Samein- uðu þjóðanna ef Sviss hefði orðið aðili að þeim. Þegar rætt er um framtíð hans, tengist hún gjarnan öðmm mikilvægum embættum hjá alþjóðastofnunum. Þegar Furgler er spurður hvenær hann ætli að hætta ráðherrastörfum svarar hann jafnan á þann veg, að hann ætli að gera það „þegar þar að kemur“. Hann brást vel við þegar frétta- ritari Morgunblaðsins bættist í hóp þeirra sem hafa spurt hann hversu lengi hann ætlar að vera í ríkis- stjórninni. „Hversu lengi heldurðu?" sagði hann, hló svo dátt og bætti við: »Ég hætti þegar ég tapa fyrir íslendingum í handbolta." Handbolti er eins og lífið sjálft Handbolti er eitt helsta áhuga- mál Furglers. Hann fylgdist með heimsmeistarakeppninni í hand- bolta í vetur af miklum móð og tók hrakförum svissneska liðsins karl- mannlega. Hann sótti leiki íslenska liðsins með Steingrími Hermanns- syni, forsætisráðherra, og Matthíasi A. Mathiesen, utanríkisráðherra, og kallar þá vini sína. „íslenska liðið er skipað ungum, djörfum og hreint frábærum mönnum," sagði hann. „Þeir gefast hvorki upp né viður- kenna ósigur fyrr en dómarinn flautar í lok leiksins. Það er rétta hurrið í þessum heimi. Það var veruleg ánægja að óska þeim til hamingju með velgengnina í keppn- inni og ég vona að þeim gangi vel í Suður-Kóreu.“ Furgler sagði að það hefði ekki verið einskær heppni að íslenska liðið varð í hópi sex efstu liðanna í heimsmeistarakeppninni í Bern. En hann hummaði þegar hann var spurður hvort það þýddi þá að ís- lenska liðið væri betra en hið svissn- eska. „Liðin eru bæði framúrskar- andi lið,“ sagði hann, og hló að gildrunni sem hann hafði látið leiða sig í. „En þið komist til Kóreu og við ekki. Auðvitað skiptir heppni máli í handbolta þegar markamunur er naumur. Lið vinnur með eins marks mun einn daginn og tapar með eins til tveggja marka mun hinn næsta. íslenska liðið fór mjög vel af stað í keppninni en auðvitað væri ég ánægðari ef okkar lið kæmist með ykkur til Seoul." Furgler er fæddur og uppalinn í St. Gallen, sem er í austurhluta Sviss. Hann er kaþólskur og mjög trúaður maður. Hann er lögfræð- ingur að mennt og hefur ávallt haft áhuga á íþróttum og verið athafnasamur á því sviði. Hann stofnaði sitt eigið handboltafélag, St. Otmar St. Gallen, þegar hann var 18 ára og spilaði með því, þjálf- aði það og stjómaði þangað til hann varð ráðherra árið 1972. „íþróttir ■ - ínngvellir skipa sérstakan sess í hugum oklr ® íslendinga. Bæði vegna einstakrar náttúrufegurðar og tengsla staðarins við sögu þjóðarinnar. Hótel Valhöll á Þingvöllum er góður gististaður. Öll herbergi hótelsins, 30 að tölu, eru rúmgóð og vel búin. Bað fylgir hverju herbergi. Á Hótel Valhöll eru allar veitingar í boði og góðir veislusa'ir. HÓTEL GÓÐUR GISTISTAÐUR Sírni 99-2622 Yngri nemendur við æfingar hjá Jass-sporinu. Jass-sporið: N emendasýning í Broadway Síðari nemendasýning Jass- haldsnemendur sýna dans. Um sporsins, Hverfísgötu 105, verður í þessar mundir em sumamámskeið Broadway sunnudaginn 1. júní kl. að hefjast hjá Jass-sporinu í nýju 14. Þá munu byijendur og fram- húsnæði á Hverfisgötu 105.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.