Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986 Ysuflök og rjómaostur Ég hefi lengi haft yndi af að búa til mat, og fátt þ_ykir mér skemmtilegra að matreiða en fisk, og það alls konar fisk, ekki bara ýsuflök, sem flestir Islendingar meta alls fiskmetis mest. Fisksal- inn minn hefur reyndar sagt að ég sé ólík flestum húsmæðrum að þvi leyti að ég kaupi ekki ýsu- flak, sé annar fiskur tíl. Þótt því sé þannig varið er því ekki að neita að ýsuflak er hentugt að matreiða, þótt matreiða eigi flakið á allan annan hátt en að sjóða það í vatni. Gott er að baka það í ofni og ekki spillir að setja eitthvert gott grænmeti með og einnig rjómaost, sem mér finnst nú orðið eins nauðsynlegur við matreiðslu á fiski og sítróna og salt. Hvað ijómaostinum viðvfkur er átt við rjómaost án bragðefna. Hann hentar vel í súpur, sósur og ofnrétti. Gefur réttunum gott bragð og fyllingu. Það er alltaf hægt að eiga rjómaost í kæli- skápnum, þótt við eigum ekki alltaf rjóma, sýrðan eða ferskan. Að visu er rjómaosturinn 30% feitur, en ekki þarf mikið af honum í réttina, og þá er algjör óþarfi að nota aðra fitu, hvort heldur það er smjör, smjörlíki eða matarolíu. Ekki eru mörg ár siðan íslendingar fóru að fram- leiða rjómaost, enda hefur ostagerð íslendinga fleygt mjög fram hin siðari ár. Einhver sagði mér aðhér á landi væru framleiddar milli 40 og 50 tegundir af osti. í þessum þætti eru eingöngu uppskriftir af ýsuflökum bökuðum með ijómaosti, en mismunandi hráefni sett saman við svona til að gera tilbreytingu í matargerðina, enda misjafnt hvað við eigum tíl í kæliskápnum hveiju sinni. Fyrirhöfn og kostnaður við réttina er svipuð. Þessa rétti er að sjálf- sögðu hægt að búa til úr öðrum fiski, svo sem lúðu, rauðsprettu, steinbít, skötusel o.s.frv. Kaupið ijómaostinn í 400 g pakningum. Hann geymist lengi í kæliskápnum. Nú vex Spánarkerfillinn i görðum og utan þeirra. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Ýsuflak með blaðlauk (púrru) Handa 3 750gýsuflak V2 tsk. salt Vs tsk. pipar safi úr V2 sítrónu 1 msk. rjómaostur án bragðefna 1 lítill blaðlaukur 1 dl vatn V2 tsk. salt 1. Roðflettið flakið, skolið undir rennandi köldu vatni. Þerrið. 2. Stráið salti, pipar og sítrónusafa á flakið. Látið bíða í 10 mínútur. Setjið á eldfast fat. 3. Hitið bakaraofninn í 190°C. 4. Setjið vatn og salt í pott. Kljúfíð blaðlaukinn. Notið grænu blöðin líka ef þau eru falleg. Skerið lauk- inn í sneiðar. Sjóðið sneiðamar í saltvatninu í 7—10 mínútur. 5. Hrærið ijómáostinn út í blað- lauksvatnið, og smyijið þessu ásamt blaðlauknum yfir flakið. 6. Setjið fatið í miðjan bakarofninn og bakið í 10—15 mínútur. Meðlætið: Soðnar kartöflur, hrásal- at eða soðin hrísgijón. Ýsuflak með eplajóg’a og Spánarkerfli Handa 3 750gýsuflak l’Atsk. salt V8 tsk. pipar safi úr V2 sítrónu 1 msk. ijómaostur án bragðefna V2 lítil fema eplajóga nokkur blöð Spánarkerfíll Ýsuflak með tómötum ogdilli Handa3 750gýsuflak V2 tsk. pipar V< tsk. pipar safí úr V2 sítrónu 1 msk. tómatmauk (puré) 1 msk. ijómaostur án bragðefna ferskt eða þurkkað dill 2ferskirtómatar 1. Roðflettið flakið, skolið undir rennandi köldu vatni. Þerrið. 2. Stráið salti, pipar og sítrónusafa yfír flakið og látið bfða í 10 mínút- ur. Setjið á eldfast fat. 3. Hitið bakaraofíiinn í 190°C. 4. Hrærið tómatmaukið út með ijómaostinum, setjið dillið saman við og smyijið yfír fatið. 5. Skerið tómatana í sneiðar og raðið ofaná. 6. Setjið fískinn í miðjan bakaraofn- inn bakið þetta í 10—5 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur, hrásalat með tómötum eða soðin hrísgijón. Ýsuflak með gulrótum og graslauk Handa 3 750 gýsuflak V2 tsk. salt ’Atsk. pipar safí úr V2 sítrónu 1 msk. ijómaostur án bragðefna 2 meðalstórar gulrætur mörg strá ferskur graslaukur eða þurrkaður 1 msk. matarolía 1. Roðflettið flakið, skolið undir rennandi köldu vatni. Þerrið. 2. Stráið salti, pipar og sítrónusafa yfír flakið og látið bíða í 10 mínút- ur. Setjið á eldfast fat. 3. Hitið bakaraofninn í 190°C. 4. Hrærið ijómaostinn út með eplajóganum. Klippið Spánarkerfíl- inn niður og setjið saman við. Hellið þessu yfír flakið. 5. Setjið fískinn í miðjan bakaraofn- inn og bakið í 10—15 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrá- salat með Spánarkerfli. Ýsuflak með eplum og beikoni Handa 3 750gýsuflak l‘/2tsk. salt V8 tsk. pipar safí úr V2 sftrónu 1 msk. ijómaostur án bragðefna 1 stórtgræntepli 4—5 sneiðar beikon 1. Roðflettið flakið, skolið undir rennandi köldu vatni. Þerrið. 2. Stráið salti, pipar og sítrónusafa yfír flakið og látið bíða í 10 mínút- ur. Setjið á eldfast fat. 3. Hitið bakaraofninn í 190°C. 4. Afhýðið eplið og rífíð gróft. Setjið saman við ijómaostinn og smytjið jafnt yfír fíakið. 5. Skerið beikonið í smábita og stráið yfirflakið. 6. Setjið fískinn í miðjan bakaraofn- inn ogbakið í 10—15 mínútur. Meðlæti. Soðin hrísgijón, hrásalat með gúrku og soðnar kartöflur. 1. Roðflettið flakið, skolið undir rennandi köldu vatni. Þerrið. 2. Stráið salti, pipar og sítrónusafa yfír flakið og látið bíða í 10 mínút- ur. Setjið á eldfast fat. 3. Hitið bakaraofninn í 190°C. 4. Skafíð gulræturnar, rífíð síðan gróft á rifjárni. 5. Hitið olíuna og sjóðið gulrætum- ar í henni í 10 mínútur. Hafíð hægan hita og látið ekki brúnast. 6. Saxið graslaukinn og setjið út í gulrætumar um leið og þið takið þær af hellunni. Hrærið ijómaost út í. 7. Smyijið gulrótna/laukmaukinu yfír flakið á fatinu. 8. Setjið fatið í miðjan bakaraofninn og bakið í 10—15 mínútur. Meðlæti: Hrásalat og soðnar kart- öflur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.