Morgunblaðið - 01.06.1986, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.06.1986, Qupperneq 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986 eru þau skyldari dansi, og nægir það eitt til að sýna sérstöðu Hulot: allir aðrir passa inn í þennan tæknivædda heim og hafa því glatað persónuleika sínum. Tati vann í fimm ár að Frænd- anum sem frumsýnd var 1958, þar af fóru níu mánuðir í tökur, sem er óvenjulangur tími, og tólf mánuðir í klippingu myndarinnar. í Frændanum fær tæknin háðug- lega útreið. Hulot kemur á heimili skyldfólks sem hugsar ekki um annað en vélvæðingu heimilisins, og minna sum atriðin óneitanlega á tilraunir Chaplins með mötunar- vélina í Nútímanum. Sem fyrr er Hulot meinilla við þessi apparöt en forvitni hans er óseðjandi, hann vill prófa allt og í því felst kómík- in. En ekki verður séð að skyldfólk hans kynni betur á þessi undur. Tíu ár liðu og ekkert heyrðist frá Jacques Tati. Hann reisti eigin kvikmyndaver, innréttaði það eftir sínu höfði, sálarlaust og lífvana til að hæfa efninu í Playtime. Sú mynd kom loks 1968 en Tati hafði þá fátt nýtt fram að færa, þótt honum tækist að vanda að skapa broslegar kringumstæður. Skrif- stofur nútímans eru eins og til- raunakassar fyrir mýs, völundar- hús sem eríítt er að rata út úr. Hulot álpast inn í þennan kassa og slæst í hóp annarra músa, sem eru bandarískir ferðamenn og þýskir kaupsýslumenn. Hulot kemst út úr kassanum en þá ligg- ur leið hans inn á hótel og er það ekki dæmigert fyrir fágum og fullkomnum nútímans að hótelið er ekki fullfrágengið og þjónamir gera flest annað en að þjóna fólki. En fírringin nær hámarki undir lokin, þegar bílar mynda hring- ekju á bæjartorginu og Hulot gefur bandarísku vinkonu sinni blóm, þau minna á ljósastaura og eru úr plasti. Hulot er aðeins meira í takt við Hulot reynir að skipta um dekk úti á þjóðveginum. tímann í næstu mynd, Traffík, gerð 1970. Hulot er orðinn bíl- stjóri og er starf hans að koma bflalest frá París alla leið til Amsterdam, en þar er haldin alþjóðleg bílásýning. Vamarleysi og klaufska Hulot í umferðar- menningu nútímans sýnir að Tati er vel að sér í öllu sem við kemur hegðun mannsins. Ekkert fer fram hjá honum, lítilvæg augna- blik bílstjóra á rauðu ljósi verður hjá Tati að stórkostlegum gaman- atriðum. Að ekki sé minnst á vandræðin sem skapast þegar dekk springur úti á þjóðveginum og árekstrar þegar bflar keyra saman. Hulot flanar útí ófarimar án þess að vita hvað bíður hans. Tati gerði eina mynd enn, Parade árið 1974, en hún féll í grýttan jarðveg. Tati virðist hafa þurrausið hugmyndabrunn sinn. Myndin náði ekki vinsældum og Tati tókst ekki að gera fleiri myndir. Hann hvarf af sjónarsvið- inu oglést 1983. Eftir Helga Jónsson það með sér að sérhvert atriði er þrælskipulagt. Tati sagði einu sinni að draum- urinn væri að gera mynd um Hulot án þess að hafa Hulot nærri. Áhorfendur ættu að skynja nærvem hrakfallabálksins þegar þeir sæju hið fáránlega í fari annarra persóna. En Tati komst ekki upp með þetta og Hulot er að finna í öllum myndum hans. Gamanleikarar eins og Chaplin og Buster Keaton sköpuðu ákveðnar persónur sem þeir léku mynd eftir mynd og hið sama er að segja um Tati. Hulot er alltaf sami aulinn og klaufinn, hann veit ekki hvar hann er stadd- ur hveiju sinni, hann stendur ráð- þrota frammi fyrir hveiju tækni- undrinu á eftir öðm, einfaldur hlutur eins og glerhurð vekur hjá honum furðu enda er hún ósýnileg og hann veit ekki hvað snýr upp né niður þegar hann stígur inn í lyftu. Hulot er fómarlamb tækn- innar og framfaranna. Hann er maður sem engan vill móðga, öllum hjálpa en tekst einfaldlega ekki. Utlit Hulot segir okkur margt. Stuttar buxur, þröngur regnfrakki og hattur einkenna hann í útliti, að ekki sé minnst á það fáránlega göngulag sem vekur mikla kátínu. Spor hans em ekki spor venjulegs manns heldur - Nokkur orð um Jacques Tati og mynd ir hans sem sýndar eru í Regnboganum Er heimurinn virkilega svona fáránlegur? varð áhorfanda að orði þegar hann steig út úr Regnboganum eftir að hafa séð Jacques Tati og samferðarmenn hans í Playtime. Tati sýnir okkur hvemig heimur- inn er. Hann fegrar ekki heiminn, en hann sýnir lífið heldur ekki í Ijótleika sínum, hann gefur sér ákveðnar kringumstæður og nýtir þær til hins ýtrasta. Kannski heitir það firring. Tati var að leika tennis með skólafélögum sínum þegar hann uppgötvaði hæfileika sinn til að herma eftir. Honum fannst gaman að leika eftir bráðsmellnar hreyf- ingar félaga sinna, sem vom engir sérfræðingar í tennis. Áður en leið á löngu gat Tati hermt eftir íþróttamönnum úr öllum áttum, dómumm, og meira að segja heil- um áhorfendaskara. Leið Tati lá inn í sirkusheiminn, og á kreppu- ámnum, þegar hann var rúmlega tvítugur, var Tati mjög eftirsótt- ur. Hann starfaði með Piaf og fleiri listamönnum frönskum. Tati byrjaði að fikta með kvik- myndavélina uppúr 1930; hann gerði stuttar stflæfingar og marg- ar þeirra endurvann hann í mynd- unum sem gerðu hann heims- frægan. Pyrsta stilæfíngin nefnd- ist Tennisleikarinn Óskar, gerð 1932; það vom fyrstu drög Tati að Hulot. Heimsstyijöldin batt enda á æfíngar Tati, en þann tíma safn- aði hann að sér hugmyndum sem komu að góðum notum í fyrstu stóm mynd hans, Jour de Fete. Myndin var afrakstur margra ára vinnu, hann notaði bestu hugdett- umar úr Qómm fímm myndum sem hann gerði eftir stríð, og gat stoltur sýnt Jour de Fete á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum 1950. Sá Hulot sem sést í Jour de Fete er ekki sá anarkisti sem síðar varð; hann er klaufskur póst- burðarmaður, en hinn sanni Hulot er eins konar samnefnari mann- kyns, maður tuttugustu aldarinn- ar og fínnur hvergi fastan punkt í tilvemnni. Þannig birtist okkur Hulot í Sumarfríi herra Hulot, sem Tati lauk við 1953. Tati tók myndina á fjölfarinni baðströnd í Frakklandi og hæðist óspart að háttum fólks sem þang- að kemur til að liggja í leti. En myndin er fyrst og fremst saga Hulot sem kemur í þetta framandi umhverfí og er klaufskur og ósjálfbjarga eins og þriggja ára snáði. Tati æfði ásamt meðleikur- um sínum í þijá mánuði áður en hann setti myndavélina í gang. Tati er frægur fyrir nákvæman undirbúning og myndir hans bera Herra Hulot virðir fyrir sér skristofur nútímans, sem minna á tilraunakassa fyrir mýs. FLANAÐ ÚT í ÓFARIRNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.