Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR l.JÚNÍ 1986 C 7 Hestadagur í Hólmínum Stykkishólmi. HESTEIGENDAFÉLAG Stykkis- hólms efndi til hestadags í Stykk- ishólmi, 24. mai á gamla flugvell- inum fyrir ofan bæinn, en félagið hefir fengið hann til afnota og er búið að gera þarna gott svæði tU allskonar keppni varðandi hestamennsku. Þarna fór fram hindrunarhlaup, góðhestakeppni og firmakeppni og auðvitað fékk yngri kynslóðin að koma á bak. Fréttaritari brá sér upp á völl og fylgdist stundarkom með. Það var gaman að sjá hversu margir ungl- ingar af báðum kynjum hafa mikinn áhuga á hestum og þá ekki síst hversu þeim er umhugað um að fara sem best með hestana og fínna að þama em bestu vinir þeirra. Misbjóða þeim ekki en fá allt hið besta fram og um leið stæla þá til afreka. Það var gaman að sjá hversu vel þessir ungu upprennandi menn sátu hestana og gleðina fara saman við kapp og forsjá. Ég hitti þama ungan mann sem ekki var í vafa um að þama hefði hann fundið þrám sínum útrás. Hér em öll vímu- efni óþörf sagði hann til áherslu. Þrátt fyrir austan kalda var furðu margt saman komið til að horfa á ogfylgjast með. í hesteigendafélaginu em nú um 40 manns og hestaeign mun vera yfír 100. Vegleg, rúmgóð og þægi- leg hesthús em í útjaðri Hólmsins og þangað liggja mörg sporin til að huga að og gefa hestunum. Hestaíþróttin er vaxandi hér í Stykkishólmi, sagði einn félaginn mér. við höfum alltaf haft næg hey handa hestunum, annað hvort höf- um við keypt þau eða ræktað grasið sjálfír, því það em þó nokkrir sem eiga bletti og láta hestana njóta þess kjamfóðurs er þar vex. Frakkland: Duvalier og fjöiskylda til Cannes Grasse, Frakklandl. AP. JEAN Claude Duvalier, fyrrum forseti á Haiti, og fjölskylda hans, sem búið hafa í bænum Grasse, flytjast í dag til Cannes á Frönsku Rivierunni. Duvalier var neyddur til að fara frá Haiti, og kom hann ásamt fjöl- skyldu sinni og aðstoðarmönnum í bandariskri herþotu til Frakklands 7. febrúar sl. Frönsk stjórnvöld veittu honum viku umþóttunartíma til að verða sér úti um annað dvalar- land, en forsetinn fyrrverandi fékk hvarvetna synjun. Hann hefur nú sótt um hæli í Frakklandi sem pólit- ískur flóttamaður. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins sagði, að enn væri haidið áfram að leita að framtíð- ardvalarstað handa Duvalier. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa semlága! Þessi dagur í dag er ekki beint keppnisdagur þó hann sé það í og með sagði einn mér. Við þjálfum nú af kappi fyrir landsmótið sem verður í ár á Suðurlandi. Við eigum marga uppvaxandi og góða hesta og fallega. Hver veit nema við verðum sigursælir þar. Við sjáum bara til. Arni Morgunblaðið/Ámi A fullri ferð í hindrunarhlaup- inu. lOOÁTfA SI&KMOT í tilefni 100 ára afmælisins efnir Landsbanki íslands til sögulegs skákmóts I afgreiðslusal Aðalbankans í Austurstræti 11 sunnudaginn 1. júní. Þar mætast í 12 manna hraðmóti og keppa um 100 þúsund króna heildarverðlaun fjórir af fremstu skákmönnum íslands á árunum 1955-1960, þeir Friðrik Olafsson, Ingi R. Jóhannsson, Guðmundur Pálmason og Ingvar Ásmundsson; fjórir af efnilegustu skákmönnum íslands í dag, þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Árnason, Héðinn Steingrímsson og Sigurður Daði Sigfússon; og fjórir af fremstu skákmönnum Landsbankans, þeir Hilmar Viggósson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Sólmundur Kristjánsson og Vilhjálmur Þór Pálsson. Keppendur tefla allir við alla og tímatakmörk eru 10 mínútur á hvorn keppanda í skák. Skákstjóri er Ólafur S. Ásgrímsson. Áhorfendur eru velkomnir í afgreiðslusalinn meðan húsrúm leyfir,skákin hefst kiukkan 14.00. ^ Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.