Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR l.JÚNÍ 1986 I Hér er sagt frá manninum og verkum hans Philippe Starck hefur verið kallaður „enfant terrible“ í hópi franskra arkitekta. Arkitektinn Philippe Starck nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Meðal afreka hans er hönnun hí- býla Mitterrands forseta í Elysée-höll. Hann hefur einnig teiknað hótel og næturklúbba í Bandaríkjunum, sem bera nafn hans, og hann er höfundur hins þekkta kaffihúss í París, Café Costes. Þótt Starck sé ungur að árum hefur hann þegar skráð ævisögu sína. Þar kemur meðal annars fram að hann er fæddur 18. jánúar árið 1949. Giftist Brig- itte Laurent í Las Vegas fyrir 15 árum og þau eiga stúlku, 6 ára gamla. Hann býr í flugvéi og drekkur aðeins kampavín, of mikið af kampavíni . . . er sagt. Á Café Costes er að finna bæði borðið og stólinn. Starck er hár og gildur og lítur fremur subbu- lega út. Sagt er að hann sé ókurteis, en blíð- ur á manninn. Ef fortíð hans er skoðuð þá lýsir hún athafnasemi. 18 ára gamall stofnaði hann fyrirtæki, sem versl- aði með uppblásin hús. Tvítugur verður hann listráðnautur tískuhúss Cardins. Tuttugu og fimm ára fer hann í heimsreisu og sest að í Bandaríkjunum. Tuttugu og sjö ára snýr hann aftur til Parísar og teikn- ar sinn fyrsta næturklúbb, La main bleu, og síðar klúbbinn Le bains douches og veitingahúsið Le centre Ville. Hann teiknaði einnig tískuhús Pierre Balmain og verslanir Doro- thée Bis. Hann innréttaði aðsetur forréttindafólks á flugvellinum í Singapore og, eins og áður segir, hótel og næturklúbba í Bandaríkj- unum undir nafninu Starck. Fyrir tveim árum lauk hann svo við að innrétta vistarverur FVakk- landsforseta og nokkru síðar var opnað hið fræga kaffihús Le Café Costes í París, sem Philippe Starck á allan heiður af. Þar safnast saman hin skrafhreyfna „intelligensía" borgarinnar. Hann hefur að undanfömu verið að vinna að innréttingu Boeing- flugvélar, sem á að líta út eins og fljúgandi teppi! Þá hefur hann verið með annan fótinn í Zúrich þar sem hann er að innrétta lyfjabúð, en hugmynd að henni er sótt til stjömuathugunarstöðvar, sem reist var á Indlandi árið 1920! Starck hefur einnig séð um breyt- ingar á húsnæði Vísindasafnsins i París og unnið að nýrri skrifstofu- bygginu fyrir fjármálaráðuneytié franska. Þá hefur hann hannaé tískuhús fyrir Jean Charles Castel- bajac. Starck hefur hlotið viðurkenning- una „hönnuður ársins“, sem veitt er árlega í Frakklandi. Og allir þeir hlutir sem Starck hefur hannað, meðal annars húsbúnaður, hafa verið keyptir eða sýndir í Nútíma- listasafninu í París og í Pompidou- safninu. Til að gefa vísbendingu um hve fjölbreytileg hönnun Starcks er má geta þess að hann hefur hannað stiga fyrir fyrirtækið Terraillon, hreinlætistæki fyrir Washmobile, sem er ítalskt fyrirtæki, sjónvörp fyrir Thomson og armbandsúr fyrir japanska fyrirtækið Nichinian og sígarettukveikjara fyrir Dupont. Nýjar flöskur fyrir Orangina og nýja lögun á kökum fyrir Panzani. Hann hefur férðast um heiminn og sett upp vínbari fyrir Eric de Rothschild. Philippe Starck vinnur aðeins með eiginkonu sinni og sagt er að hann sofi lítið. Hann er ekki áhang- andi neinna fræðikerfa en segist miða hönnun hluta fremur við nýti- leik þeirra en fagurt útlit. Hann segir það þreytandi að beijast gegn nýtistefnununni (fúnksjónalisman- um), fremur eyði hann kröftunum í að hanna hluti sem em vandaðir og nákvæmlega útfærðir og að sama skapi hentugir. Starck hefur sagt að þættir eins og gleði, merkingarfræði (sem- antics, sem er heimspekigrein sem fjallar um samband tákna og merk- ingar þeirra), ljóðlist, kímni og galdrar eigi eftir að hjálpa til í leit- inni að nýrri og betri nýtistefnu. Samantekt: Hildur Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.