Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 14
 14 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1:. JÚNl 1986 -1 Nordkapp BARENTSHAF Belushya Guba Novaja Zemlia * STÓRIR FLUGVELLIR -ÍFLOTASTÖÐVAR 100 km Ummap a s.Drobál '{IDkss Linihamari \ (Pechengar Litza Guba q Luostan > | Port.Vladimir Ara Guba' Ura Guba Jjj KiHirT>s Kilpyavf 4. J^SaydáTTuba Koshkayavr Olenya Gubí PolyarnyJr ‘Severomorsk Murmansíft T Severomorsk Murmansk/Rostavl/ Murmansk N0 MUrmashi'T' Malyavr ■^Taybola Öryggismál Finnlands: Það breytir enginn landafræðinni eftir Björn Bjarnason í Svíþjóð er nú rætt um ný- raunsæisstefnu í öryggis- og varn- armálum. Séu Finnar spurðir að því, hvort eitthvað svipað sé að gerast hjá þeim, hvort þeir séu að átta sig á þvi, að heimsástandið er ekki eins glæsilegt og ýmsir væntu í upphafi áttunda áratugarins er svarið á einn veg; Finnar hafa aldrei verið annað en raunsæismenn í öryggismálum. I erindi um Juho Kusti Paasikivi, fyrrum forseta Finnlands, komst Anders Huldén.'sendiherra Finna á íslandi, svo að orði: „í ræðum sínum vísaði hann gjaman til sögu og landafræði. Boðskapur hans var í stuttu máli á þessa leið: Lítið á landakortið. Finnland er þar sem það er. Við getum ekki breytt ianda- fræðinni. Stórveldið Sovétríkin er og verður grannríki okkar. Sagan kennir okkur, að ætíð hefur farið illa fyrir okkur í þau á að giska fjörutíu skipti sem komið hefur til styijalda milli þjóðanna. Við getum ekki átt áfram í illdeilum við þetta grannríki sem er mun öflugra en við. Við verðum að láta af hatri og átökum og taka upp stefnu sem byggir á gagnkvæmu trausti og grundvallast á friði og vináttu. Einungis með hreinskilnum samn- ingum og samvinnu er unnt að ná árangri.“ Ekki er unnt að segja annað en í þessum orðum felist kalt raunsæi. Á minnisvarða um Paasikivi í mið- borg Helsinki eru greipt þessi orð hans: „Viðurkenning á staðreynd- um er upphaf allrar visku." í opin- berum plöggum um finnska örygg- ismálastefnu segir, að þetta séu einkunnarorð hennar frá lokum síð- ari heimsstyijaldarinnar. Á þessum grundvelli gekk hægrimaðurinn Paasikivi til viðræðna við Stalín, sem lauk með samkomulagi 1948, þegar Finnar og Sovétmenn gerðu með sér vinnáttu- samvinnu- og aðstoðarsáttmála þann, sem enn er í gildi. Síðan er öryggismálastefnu Finna iýst á þann hátt, að þeir séu hlutlausir með vináttusamning við Sovétmenn. Um hemaðarleg atriði er fjallað í 1. og 2. grein samningsins. Komi til árásar Þjóðveija eða einhvers ríkis, sem er í bandalagi við þá, á Finnland eða á Sovétríkin um finnskt landsvæði skuldbinda Finnar sig til að snúast gegn þeirri árás með öllum tiitækum ráðum, og Sovétmenn kunna að veita þeim aðstoð eða taka þátt í vöminni með þeim. Þá skuldbinda samningsaðilar sig til þess að ræða saman, ef hætta er talin á árás Þjóðveija eða bandamanna þeirra. Höfuðkapp er lagt á að þjálfa finnska hermenn þannig, að þeir treysti sem mest á eigið þrek og nýti sér landkosti til hins ýtrasta. >Á Hlutleysi og vin- áttusáttmálinn Finnar leggja áherslu á það, að ekki sé unnt að draga þá ályktun af ákvæðum sáttmálans, að um hemaðarbandalag sé að ræða milli Finna og Sovétmanna. Hann komi aðeins til framkvæmda ef gerð sé árás á Finnland eða ráðist sé á Sovétríkin um finnskt land. Hemað- arsamvinna hefjist ekki sjálfkrafa. Finnum sé í sjálfsvald sett, hvemig þeir hagi vömum sínum og hvaða ráðstafanir þeir geri á friðartímum tilaðtreystaþær. I forsetatíð Paasikivis 1955 ákvað Nikita Khruschev, leiðtogi Sovétríkjanna, að láta Finnum eftir herstöðina í Porkkala, sem var í um 30 km fjarlægð frá Helsinki við siglingaleiðina til Leníngrad. Þetta var á þeim tíma, þegar Sovétmenn börðust gegn erlendum herstöðvum í áróðursstríðinu á alþjóðavett- vangi; á fyrri hluta árs 1956 sam- þykktu vinstri flokkamir á íslandi að vamarliðið skyldi hverfa frá Keflavík. Brottför Sovétmanna frá Porkkala þótti Finnum staðfesting á því, að Paasikivi-stefnan hefði við Kortið er tekið úr ritinu Militær- balancen 1985—1986, sem norska Atlanterhavskomité gefur út. Er þetta fyrsta kortið, sem birtist opinberlega af herhækistöðvum Sovétmanna í hinu mikla víg- hreiðri þeirra á Kóla-skaga umhverfis Murmansk. Sam- kvæmt kortinu eru hvorki meira né minna en 12 flotastöðvar við Murmansk, auk annarra stöðva á skaganum. Talið er, að í Grem- ikha sé að finna höfn risakafbáta afTyphoon-gerð. Þá er 3000 manna sérþjálfuð hersveit — spetznas-sveit — á skaganum og er talið, að hennar helsta hlut- verk sé að ráðast inn i Noreg, jafnvel um Finnland og Sviþjóð. rök að styðjast. Eftir þetta gengu þeir í Sameinuðu þjóðimar og urðu virkir þátttakendur í norrænu samstarfí. Finnland er nú fullgildur aðili að EFTA og OECD og hefur viðskiptasamning við Evrópubanda- lagið. 1956 var Urho Kekkonen kjörinn eftirmaður Paasikivi. Þegar spenna myndaðist vegna Berlínar haustið 1961 vísuðu Sovétmenn til vináttu- sáttmálans og óskuðu eftir viðræð- um um hermál vegna hættu á yfir- vofandi árás Þýskalands. Þá óttuð- ust margir, að slíkar viðræður myndu grafa undan hlutleysis- steftiu Finna. Kekkonen lýsti þá yfír því, að hann liti á hlutleysi Finnlands sem æðsta markmið lífs- starfs síns og hann myndi þjóna því á meðan hann drægi lífsanda. Hann hitti Khruschev að máli í Síberíu, en ekki kom til neinna viðræðna um hermál. Finnar hafa einnig haft óskir Sovétmanna, sem fram komu 1978 um sameiginlegar heræfingar, að engu. Sú ályktun verður dregin af þessu, að Finnar geti staðið gegn kröfum Sovét- manna um hemaðarleg afnot af ftnnsku landi á friðartímum. Um miðjan sjöunda áratuginn urðu fínnskir stjómmálamenn sam- mála um svokallaða Paasikivi- Kekkonen-stefnu í utanríkis- og öryggismálum. Hún byggist á því meginsjónarmiði, að viðhalda beri góðu sambandi við hinn volduga granna í austri, Sovétríkin, sam- hliða því sem lýðræðislegar og norrænar hefðir séu ræktaðar. Á fyrsta kjörtímabili Kekkonens, 1956—62, var hart deilt um utan- ríkismálin án þess, að fyrrgreindri meginstefnu væri hafnað. Þá lét Jan-Magnus Jansson, prófessor i stjómvísindum og ritstjóri Hufvud- stadsbladet, hins virta málgagns sænskumælandi Finna, til sín taka. Hann beitti sér fyrir því ásamt með öðrum, að menntamenn úr öllum flokkum tóku höndum saman til stuðnings við Paasikivi-stefnuna. Það átak leiddi siðan til þess, að Paasikivi-samtökin voru stofnuð, sem hafa orðið að virðulegum vett- vangi fyrir umræður um utanríkis- og öryggismál, þar sem hægrimenn og kommúnistar koma saman til að hlýða á fyrirlestra og ræða um ýsma þætti þessara mála. Víðtæk samstaða Ég hitti Jan-Magnus Jansson í skrifstofu hans í Hufvudstadsbladet í miðborg Helsinki. Hann sagði, að ekki væri lengur deilt um megin- stefnuna í utanríkis- og öryggismál- um meðal fínnskra stjómmála- manna. Ég leitaði álits hans á þeirri skoðun, að Mauno Koivisto, eftir- maður Kekkonens á forsetastóli sfð- an 1982, léti ekki nægilega mikið að sér kveða í utanríkismálum, hann hreyfði ekki nýmælum eins og Kekkonen, sem kynnti til dæmis hugmyndina um Igamorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndunum 1963. Jansson sagði, að þessi gagn- rýni á Koivisto væri ekki réttmæt. Hann hefði til dæmis varað við stýriflaugum í ræðu 1985. Á hinn bóginn bæri að hafa í huga, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.