Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 21

Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986 C 21 Kuldi og rigning en „ekki eins slæmt og á íslandi“ - ZUrich, 30. mai. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. KULDI, þrumur og eldingar og grenjandi rigning hefur hrjáð Svisslendinga undanfarna daga. Allir eru gáttaðir á veðrinu. Það er svo kalt að það má búast við snjókomu niður í miðjar hlíðar fjallanna og í dag var íbúum Ziirich bent á að það snjóaði síð- ast i borginni á þessum árstíma fyrir 25 árum. Veðurfræðingur sjónvarpsins baðst afsökunar á veðrinu í gær- kvöldi og sagði að það væri ekki sér að kenna. Yfirfréttastjórinn sjálfur, Erich Gysling, talaði við hann og huggaði sjónvarpsáhorf- endur í lokin með þessum orðum: „En þetta er nú ekki svo slæmt. Eg var einu sinni á Islandi í fjóra daga og þar rigndi endalaust lóðrétt í andlitið á mér allan tímann.“ Ófétín djassa ÓFÉTIN halda djasstónleika í Djúp- inu á sunnudagskvöldið 1. júní. Hljómsveitin flytur að mestu frum- samda tónlist, en spilar einnig valin djassverk annarra höfunda. Með- limir Ófétanna eru Eyþór Gunnars- son, Friðrik Karlsson, Tómas R. Einarsson og Gunnlaugur Briem. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Eigum margar stærðir og gerðir setlauga, úr áli eða galvaniseruðu stáli með poka úr plastdúk. Þriggja til sjö manna setlaugar með loft og vatnsnuddi. AÐ SJÁLFSÖGÐU EIGUM VIÐ FYRIRLIGGJANDI PUMPUR OG SÍUR EFTIR ÞÖRFUM. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 Sigurborg Eyjólfsdótt- ir — Afmæliskveðja Kæra tengdamóðir! Þegar mér verður hugsað til allra bréfanna þinna, sem þú hefur skrif- að til dóttur þinnar og fjölskyldu hennar á liðnum árum, finnst mér ekki annað sæma en að þú fáir frá okkur opið bréf á þessum merkis- degi ævi þinnar. Á þann hátt viljum við heiðra þig, draga fánann að húni til að hylla þig. En opið bréf er fleirum ætlað og hlýt ég því að haga orðum mínum samkvæmt því, tala bæði til þín og um þig. Það mun koma mörgum á óvart, að þú skulir verða áttræð sunnudaginn 1. júní, ekki vegna þess að þá er sunnudagur, annað hefði tæpast verið sæmandi, heldur vegna þess, að þú ert enn svo ung í anda. En þetta stendur í kirkjubók Breiðabólstaðarsóknar á Skógar- strönd, og orðum hennar verðum við að trúa. Oft hefur þú minnst á bemzku- heimilið á Dröngum, þar sem fyrstu æviárin liðu í fjölmennum systkina- hópi hjá gáfuðum og góðum foreldr- um, Eyjólfi Stefánssyni oddvita og síðari konu hans, Jensínu Kristínu Jónsdóttur. Ljóðin þín um Drang- ana og Skógarströndina túlka ljúfar minningar og djúpa tryggð við staðinn. Reyndar geta allir fengið mynd af heimilinu á Dröngum í þá daga við að lesa endurminningar föður þíns í bókinni „Kaldur á köflum". Skógstrendingur hefur þú viljað teljast alla ævi enda varstu á ferm- ingaraldri, þegar foreldrar þínir brugðu búi og fluttust suður árið 1920. Margir munu þó telja, að Hafnarfjörður eigi eitthvað í þér líka. Þar mættir þú fyrstu gleði unglingsáranna og fyrstu alvöru lífsins. Þar stóðstu ung við gröf móður þinnar, og þar mættir þú Guðleifi Bjamasyni, manninum, sem vann hjarta þitt og varð lífs- förunautur þinn á langri ævibraut. Nú eru tvö ár síðan hann lézt, en ríkt var það líf, sem ykkur auðnað- ist saman. Þið reistuð bú í Hafnar- firði alþingishátíðarárið 1930. I firðinum fæddust fyrstu dæturnar tvær, en svo fluttust þið til Reykja- víkur og bættuð þremur við bama- hópinn. Heimilið á Bjarkargötunni og í Skjólunum varð ekki aðeins skjólið í hugum bama ykkar, heldur einnig ótal vina. Margir þeirra hafa nú kvatt þennan heim, en nýir hafa bæzt í hópinn, og ég efast ekki um, að þú verðir þess vör á afmælis- daginn, að þú átt enn marga vini. Guð hefur verið þér góður. Hann bjó þig vel undir lífið og sendi þig úr föðurgarði með gott veganesti. Frá Eyjólfi föður þínum munt þú hafa erft bjartsýnina og starfsvilj- ann, vakandi huga og skarpar gáf- ur, svo að ekki sé minnst á skáld- gáfuna, sem verið hefur leikfang þitt á kyrrlátum stundum. En þér er margt til lista lagt, og líklega hefur þú snilligáfuna, fegurðar- skynið og handbragðið frá henni móður þinni. Hannyrðir og sauma- skap hefur þú alla tíð stundað af list og ávallt haft auga fyrir því, sem fegrar og göfgar lífið. Og í foreldrahúsum lærðir þú fyrstu bænirnar. Þar var sæðinu sáð í hug og hjarta og þar vaknaði í kyrrþey sú trú, sem síðar varð að óbifandi vissu og auðlegð, se_m hefur nægt þér til þessa dags. Ógleymanlegar em mér margar samræður okkar á liðnum ámm, en þær snemst oft um kirkju og trú. Og enn tekur þú þátt í safnaðarlífi kirkju þinnar af lífi og sál. Þar er þitt annað heimili. Vonandi eigum við eftir að skiptast á mörgum bréfum, og vinimir að njóta þín lengi enn. Því miður get ég ekki ort til þín. Sú gáfa var mér ekki gefin, en mig langar að senda þér stöku eftir Stefan G. Stefans- Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað, vinuraftansólarsértu, sonur morgunroðans vertu. Guð gefi þér bjart ævikvöld, en kvöldsólin er einnig fyrirboði nýs dags. Margt misjafnt hafa menn skrifað og skrafað um tengdamæð- ur, en um þig verður gott eitt sagt. Það segir sá, sem þess hefur notið lengst. Felix Olafsson Sigurborg tekur á móti gestum í félagsheimilinu við Frostaskjól (KR-heimilinu) l.júníkl. 15 til 18. SUNDLAUGAR- SETLAUGAR ALLAR STÆRÐIR ALLIR FYLGIHLUTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.