Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAJDIÐ, SUKNUDAGUR1. JÚNÍ1986 4 Veiðiferð í Hvítá með Sigurði Fjeldsted í Ferjukoti Tveir dregnir úr síðustu lögninni sem vitjað var um. Laxavölundarhús skoðað í roki og haugabrimi Einn af vorboðunum er laxinn, en þeir fyrstu fara að renna sér upp í Hvítá í Borgarfirði í lok maí. Þann tuttugasta mega landeigendur við ána leggja net sín og þegar mest er, liggja 40—50 net í ánni hér og þar og alls staðar. Það er hættulegt völ- undarhús sem laxinn þarf að þræða á leið sinni til æskuslóðanna og þegar þangað er komið þarf hann að stand- ast margar freistingar, en eins og dæmin sanna, eru þeir margir ginn- keyptir fyrir litskrúðugum flugum eða slímugum ánamöðkum. Það er ekkert sældarlíf að vera lax, nema ef til vill ef þeir eru f allega litskreytt ungviði sem þeytist um loftið eftir flugum og öðru góðgæti á lygnum og kyrrum sumarkvöldum. Alvara lífsins er á næstu grösum og tuttug- asta maí hefst ef til vill erfiðasti áfangi lífshlaups þeirra sem lifa æskuskeiðið og fínna þrána til að ganga upp í ámar til hrygningar. Ef við snúum okkur aftur að tuttugasta maí og netaveiðum í Hvítá, þá er sú athöfn fastur Iiður í röð af vor- og sumarboðum. Neta- bændur núa saman höndum og stangaveiðimenn bíða einnig spenntir að sjá hvemig gengur, því þó þeir vildu auðvitað að hver einasti lax slyppi fram hjá netunum, þá líta þeir samt á árangur neta- bænda sem nokkurs konar mæli- stiku á það hversu mikið verði af laxi sumar hvert. Og horfumar éru nú bjartar. Morgunblaðið sló á þráð- inn til Sigurðar Fjeldsted í Ferjukoti á öðmm degi netaveiðinnar og ræddi um horfurnar. „Mér líst ekkert á þetta, áin er gruggug og köld og veðrið er afleitt. Við reikn- um ekki með neinni veiði. Hringdu aftur í vikulok og sjáum til hvort eitthvað hefur lagast," sagði Siggi Fjeldsted. Formsins vegna vitjaði hann þó um netin, og viti menn, það vom alls 11 iaxar fastir, feitir og fallegir laxar allt að 17 punda þungir. Það var því ekkert annað að gera en drífa sig upp eftir að fylgjast með vitjun. Það var á fimmtudaginn, en á miðvikudegin- um hafði veiðin rénað á ný, þá veiddist ekkert. „Það verður kuldalegt á ánni núna, emð þið ekki vel búnir?" spurði Sigurður blaðamann og ljós- myndara um leið og þeir renndu í hlað. Hann stóð stór og spengilegur í laxagallanum sínum og var engu líkara en hann hefði beðið óþolin- móður eftir Morgunblaðsmönnum þótt þeir hefðu reynst fullkomlega stundvísir. Við skyldum ekki al- mennilega hvað Sigurður var að fara, við áttuðum okkur ekki á því að við yrðum á ferðinni á bát á fljótinu og var það ekki árennilegt, hífandi rok og áin brimsorfin. Enda átti okkur eftir að verða kalt. Sigurður naut aðstoðar Kristjáns bróðursonar síns og þeir vildu hafa sem fæst orð um horfumar en bentu á að hluti Hvítár væri moldarlitaður sem sýndi að Norðurá væri í vexti og skoluð að auki. Áin væri hreinni að sunnanverðu og þvf e.t.v. meiri veiðivon í lögnunum þeim megin, fyrir ofan Norðurárósinn. Fyrst skýldi hins vegar þeyst niður ána með rokið í bakið og kannaðar lagnir við kletta og nibbur talsvert neðan gömlu bognu brúarinnar. Það var kalt og vatnið skóf yfir bátinn og það var enginn lax í netunum. Blaðamönnum var hætt að verða um sel og Sigurður talaði um físki- Sigurður og Kristján vega einn laxanna á gömlu vigtina i Ferjukoti, vigt sem notuð hefur verið allar götur frá þvi fyrir aldamót... fælur, það væri ekki að spyrja að frá sjónarhóli texta- og mynda- þeim. Er stefnan var tekin upp ána smiða þessarar opnu, veiðimennim- að nýju, versnaði ástandið um borð ir vom hins vegar auðvitað vel búnir - I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.