Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 24

Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986 STORHERTOGADÆMIÐ LUXEMBORG Stórhertogahjónin afLúxemborg, Jean ogJosephine-Charlotte, koma íopinbera heimsókn tilíslands á morgun, mánudag. Elín Hansdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins íLúxemborg, hefurafþví tilefni skrifaðgreinarþær sem hér birtast um sögu landsins og hertogafjölskylduna. Stórhertoginn af Lúxemborg og fjölskylda hans Samkvæmt Vínarsáttmálanum frá 9. júní 1815, var Wilhelm I prins af Orange-Nassau og konungi Hollands af hent Lúxemborg til persónulegrar eignar og skyldi landið erfast i beinan karllegg afkomenda hans. egar Wilhelm III Hol- landskonungur lést án þess að láta eftir sig son varð Wilhelmina dóttir hans Hollands- drottning, en Lúxemborg rann til fjarskyldari ættingja af Orange- Nassau-Qölskyldunni, stórhertog- ans Adolphs. Adolph, sem er ætt- faðir hinnar lúxemborgísku stór- hertogafjölskyidu, ríkti frá 1890 til 1905, er hann lést. Þá tók við sonur hans, stórhertoginn Wilhelm IV. Samkvæmt ósk Wilhelms IV var samþykkt á þingi árið 1907 stjóm- arskrárbreyting þess efnis að dóttir hans, Marie-Adeleid, yrði ríkiserf- ingi þar sem honum hafði ekki orðið sonar auðið. Marie-Adeleid ríkti frá 1912 til ársins 1919 er hún andað- ist. Systir hennar, Charlotte, tók við stórhertogadæminu árið 1919. Það sama ár giftist hún hans hátign Felix prins af Bourbon Parma, afkomanda frönsku konunganna Hinriks IV, Lúðvíks XIII og Lúðvíks XTV. Charlotte stórhertogaynja var elskuð og virt af öllum þegnum sín- um. í seinni heimsstyijöldinni var hún sameiningartákn lúxemborg- ísku þjóðarinnar. Þegar herir Hitl- ers réðust inn í landið, þann 10. maí árið 1940, neyddist hún til þess að yfirgefa landið og þiggja boð bresku konungsfjölskyldunnar um landvist fyrir sig og ríkisstjóm- ina. I Lundúnum var sett á laggim- ar útlagastjóm. Þegar stórhertoga- ynjan kvaddi land sitt sagði hún með trega: „Ég fer, en hjarta mitt verður eftir í Lúxemborg." Frá London var útvarpað reglulega ávörpum hennar til þjóðarinnar þar sem hún hvatti þegna sína til að gera sitt besta þar til stríðshörm- ungunum linnti. Þessi mikilsvirti þjóðhöfðingi afsalaði sér völdum í hendur sonar síns, erfðaprinsins Jean, árið 1945 eftir 45 ára farsælt stjómarstarf. Charlotte stórhertogaynja andaðist í hárrí elli á síðasta árí. Stórhertoginn Jean, prins af Bourbon Parma og hertogi af Nassau, fæddist í kastalanum Berg í Lúxemborg, þann 5. janúar 1921. Bamæsku sinni eyddi hann á heim- ili stórhertogafjölskyldunnar að Colmar Berg. Hann lauk hefð- bundinni skólagöngu í Lúxemborg en hélt síðan til Englands þar sem hann var við nám frá 1934 til 1938. Þá sneri hann heim aftur og var menntaður heima í höllinni af einka- kennumm til stúdentsprófs. Þegar seinni heimsstyijöldin skall á, og stórhertogaQölskyldan varð að flýja iand, fór hann með föður sínum og systkinum til Frakk- lands og síðan til Spánar. Á meðan á þessum flótta stóð sendi Roosevelt forseti Bandaríkjanna herskip eftir stórhertogaflölskyldunni, sem flutti hana til Bandaríkjanna. Þaðan hélt hún til Kanada þar sem prínsinn hélt áfram námi sínu í lögum og stjómmálafræði við háskólann í Quebec. Árið 1942, þann 19. ágúst, yfír- gaf erfðaprinsinn ásamt föður sín- um Bandaríkin til að gerast sjálf- boðaliði ( sameinuðum heijum bandamanna í Bretlandi. Fimm dögum eftir innrásina í Normandí fór prinsinn ásamt herdeild sinni yfír Ermarsund og kom loks að landamærum Lúxemborgar þann 10. september 1945. Sama morgun hafði faðir hans komið með fylgdar- liði sínu. Mikil fagnaðaralda gekk yfír landið er það fréttist að þeir feðgar væru komnir heim og þegar þeir birtust á svölum þinghússins ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Hinn 14. apríl 1945 var mikill hátíðisdagur í Lúxemborg, þar sem friði var fagnað opinber- lega. Árið 1953 gekk Jean erfðaprins að eiga prinsessuna Josephine- Charlotte af Belgíu, og voru þau gefín saman í dómkirkjunni í Lúx- emborg. Josephine-Charlotte stór- hertogafrú í Lúxemborg er dóttir Leopolds prins og síðar konungs í Belgíu og konu hans, sænsku prins- essunar Astrid. Þegar stórhertog- afrúin var sjö ára missti hún móður sína sviplega er hún fórst í bílslysi í Sviss. Stórhertogafrúin og bróðir Henrí erfðapríns Ljósmynd/Gaston Mireain og Maria-Teresa prínsessa ásamt börnum síniim. ri Hertogahjónin, Jean og Josephine-Charlotte hennar, Baldvin Belgíukonungur, eyddu sumarfríum sínum í æsku að staðaldri með ömmu sinni og afa, þeim Karli prins og Ingeborg prinsessu í Svíþjóð. Lúxemborgísku stórhertogahjón- in eiga fímm böm. Þeirra elst er Marie-Astrid fædd 1954; þá kemur erfðaprinsinn Henri, fæddur 1955; næst eru tvfburamir Jean og Marg- aretha, fædd 1957, og að lokum er Guillaume prins, fæddur 1963. Erfðaprinsinn, Henri, er kvæntur prinsessunni Mariu-Teresu sem fædd er í Havana á Kúbu árið 1956. Hún er af borgaralegum ættum, dóttir hjónanna José Antonio Mestre og Marin Teresu Batista- Falla de Mestre. Miðstöð samgangna og banka- starfsemi Landið Lúxemborg er nú aðeins lOOOm2, en íbúar landsins eru um 365.000 og búa þeir við þingbundna konungsstjóm. Allt til ársins 1948 var stórhertogadæmið hlutlaust, en þá var ákveðið að sameinast Bandaríkjunum og flestum Vestur- Evrópulöndum í Atlantshafsbandalaginu. Lúxemborgtók einnig þátt í uppbyggingu þriggja annarra Evrópubandalaga; Kola- og stálsambandsins, Efnahagsbandalags Evrópu (EBE), og Kjamorkustofnunar Evrópu (EURATOM). Sameining Evrópu í EBE skapaði mörg vandamál fyrir litla landið Lúxemborg og róttækar breytingar til batnaðar vom gerðar í efíiahagslíf- inu og á félagslegri uppbyggingu. Mikið átak hefur verið gert til að byggja upp miðstöð fyrir al- þjóðaumferð. Jámbrautir ganga nú fyrir rafmagni og skipastigar vom gerðir í Móselánni, sem tengja Lúx- emborg við aðalvatnsveg Evrópu. Findelflugvöllur var einnig stækk- aður og endurbættur og er nú al- þjóðavöllur. Flugleiðir hafa átt sinn þátt í því að byggja upp samgöngu- og ferðamál í Lúxemborg og hafa m.a. haldið uppi Atlantshafsflugi í þijátíu ár. í landbúnaði hafa verið miklar framfarir og jám- og stáliðnaðurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.