Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986
PJíKTgW Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið.
Adegi
sjómanna
Um hálfrar aldar skeið hafa
íslendingar haldið sérstak-
an sjómannadag hátíðlegan. Það
er sannarlega við hæfí hjá þjóð,
sem á allt sitt undir fískveiðum.
Á þessum degi lyfta sjómenn sér
upp og efnt er til margvíslegra
skemmtana er tengjast sigling-
um og veiðum. En á sjómanna-
daginn er einnig tilefni til að
íhuga störf og aðbúnað far-
manna og fískimanna og stöðu
sjávarútvegsins á miklum um-
brotatímum.
Starfsvettvangur íslenskra
sjómanna er þrískiptur. Fiski-
menn færa björg að landi og öll
sjávarvöruframleiðslan hvílir á
aflafeng þeirra. Farmennirnir
flytja framleiðsluna, sjávarvörur
og iðnvaming, á erlenda mark-
aði — og innfluttar nauðsynjar
til landsins. Loks er að nefna
starfsmenn Landhelgisgæslunn-
ar, sem gæta hagsmuna okkar
og réttar innan hinnar víðfeðmu
efnahags- og fískveiðilögsögu.
Allt eru þetta störf er krefjast
mikillar atorku og eru einatt
unnin í glímu við óblíð náttúru-
öfl. Framan af var hagur og
aðbúnaður sjómanna ákaflega
slæmur, en í því efni hafa orðið
miklar breytingar í framfaraátt
á síðustu árum og áratugum.
Vinnuaðstaða sjómanna er orðin
mjög þokkaleg og lg'örin hafa
óneitanlega batnað. Samt er enn
mörgu ábótavant. Taka verður
tillit til þess, þegar ákvarðanir
eru teknar um kjör sjómanna,
að þeir þurfa að dvelja langdvöl-
um fjarri fjölskyldu og heimili.
Aðstöðu þeirra til hvers kyns
tómstunda eru líka miklar
skorður settar.
Öryggi á fískiskipunum hefur
fleygt fram og íslenskir hugvits-
menn hafa t.a.m. smíðað búnað,
sem dregur verulega úr hættu
á slysi þegar verið er að taka
afla um borð. Stundum er hins
vegar eins og sjómenn sjálfír séu
sinnulausari um öryggismál sín,
en unnt er að sætta sig við.
Þjóðin kann að meta kjarkmenn,
en ofdirfska hefur aldrei verið í
hávegum höfð hér á landi. Á
hafí úti eiga sjómenn ekki að
tefla í tvísýnu. Það á að vera
metnaðarmál íslendir'ga, að
vera í forystu fískveiðiþjóða um
öryggisbúnað sjómanna.
Umbrotin, sem nú eiga sér
stað í íslenskum sjávarútvegi,
fara ekki fram hjá neinum. Það
er svo sem ekki nýtt að físk-
vinnslan búi við erfíð rekstrar-
skilyrði, sem m.a. má að þessu
sinni rekja til umskiptanna í
efnahagslífínu. Nú stendur hún
að auki frammi fyrir vanda er
snýr að mörkuðum erlendis og
setur hagkvæmni eigin rekstrar
í brennidepil. íslenskir útgerðar-
menn og sjómenn fá æ oftar
hærra verð fyrir afla fískiskip-
anna með því að landa honum
erlendis eða flytja hann ferskan
í gámum úr landi, heldur en
með því að láta vinna hann hér
á landi. Þessi þróun er til marks
um að íslenskur sjávarútvegur
er í sífelldri þróun. Miklu skiptir,
að brugðist sé við öllum breyt-
ingum með opnum huga. Sam-
staða meðal sjómanna, útgerð-
armanna og fískvinnslu sýnist
meiri nú en oft áður, ef marka
má hve vel gekk að taka ákvörð-
un um fískverð um síðustu mán-
aðamót. Þar var samið til næstu
áramóta, eða fyrir tvö verðlags-
tímabil, og með þeim hætti, að
ekki ætti að verða röskun á
aðhaldsstefnu í efnahagsmálum
af þeim sökum. Er brýnt, að það
lag, sem nú gefst, verði nýtt til
að taka á þeim grundvallarmál-
um, sem huga þarf að í sjávarút-
vegi eins og annars staðar. í
því efni eiga menn ekki að bíða
eftir frumkvæði stjómmála-
manna. Framtak eigenda og
stjómenda útgerðar- og físk-
vinnslufyrirtækjanna er langt-
um líklegra til árangurs, en hin
opinbera forsjá.
Vandi sjávarútvegsins hefur
m.a. orðið tilefni til athyglis-
verðra umræðna um eignarrétt
á fiskimiðum okkar og ráðstöfun
hans. Auðvitað á þjóðin öll miðin
umhverfís landið og nýting
þeirra verður að taka mið af
hagkvæmni fyrir þjóðarbúskap-
inn í heild. Hafíð hefur gefíð
okkur drýgsta hlutann af þeirri
velmegun, sem við búum við,
og svo verður vafalaust áfram.
Þess vegna verða hyggindi og
framsýni að ráða ferðinni við
nýtingu fískimiðanna, en aldrei
stundarhagsmunir. Áþessu velt-
ur í rauninni framtíð Islendinga,
sem sjálfstæðrarþjóðar.
Morgunblaðið ámar íslensk-
um sjómönnum og flölskyldum
þeirra heilla og hamingju á
þessum hátíðisdegi. Það er við
hæfí, að þjóðin öll hugsi í dag
til mannanna, sem afla lífsviður-
væris okkar, og gera okkur
kleift að búa í þessu landi.
Urslit sveitarstjómar-
kosninganna um síð-
ustu helgi eru á marg-
an hátt óvenjuleg.
Sveiflur í fylgi flokk-
anna eru ótrúlega
miklar milli kaup-
staða og landshluta. Sjálfstæðisflokkurinn
vinnur mikinn sigur á ísafírði en bíður
ósigur í Bolungarvík. Sami flokkur nær
mjög góðum árangri á Eyjafjarðarsvæðinu
öllu en tapar verulega í Siglufirði. Al-
þýðuflokkurinn vinnur umtalsverða sigra
í sumum nágrannabæjum Reykjavíkur og
á Suðumesjum en nær hins vegar litlum
árangri í Reykjavík. Þegar útkoma Sjálf-
stæðisflokksins í sveitarstjómum í einstök-
um kjördæmum er skoðuð kemur í ljós,
að flokkurinn vinnur góðan sigur í Vest-
fjarðakjördæmi sem heild, þar sem hann
bætir við sig 1,6 prósentustigi frá 1982
og í Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem
hann bætir við sig 1,6 prósentustigi frá
1982. Þetta er mjög góður árangur í ljósi
þess, að úrslitin 1982 voru Sjálfstæðis-
flokknum mjög hagstæð. Niðurstaða Sjálf-
stæðisflokksins er hins vegar önnur í
öðmm kjördæmum. í sveitarstjómum í
Reykjaneskjördæmi tapar Sjálfstæðis-
flokkurinn 7,8 prósentustigum frá 1982,
í Vesturlandskjördæmi 8,7 prósentustig-
um, í Norðurlandskjördæmi vestra 4,3
prósentustigum, í Áusturlandskjördæmi
5,4 prósentustigum og í Suðurlandskjör-
dæmi 8,4 prósentustigum. Með tilvísun til
þessara mismunandi úrslita eftir kaupstöð-
um og landshlutum er auðvelt að rökstyðja
þá skoðun, að líta beri á úrslit kosninganna
í ljósi aðstæðna á hverjum stað, fremur
en að landsmálapólitískar ástæður hafí
ráðið þar einhveiju um. Ef lína ér dregin
frá Akranesi til Vestmannaeyja og úrsiitin
skoðuð í kaupstöðum, sem liggja innan
þeirrar línu og niður að sjó, verður ljóst,
að árangur Sjálfstæðisflokksins í kaup-
stöðum á þessu svæði, að Reykjavík un-
danskilinni, er nánast hinn sami og í sveit-
arstjómarkosningunum 1978. Atkvæða-
magn flokksins í þessum kaupstöðum nú
er 0,74 prósentustigum meira en það var
í kosningunum 1978. Þær kosningar voru
almennt taldar einhveijar mestu ófarir,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði orðið fyrir
í sögu sinni svo og þær alþingiskosningar,
sem á eftir fylgdu. Nú verða menn að
gæta að því, að í kosningum til sveitar-
stjóma og Alþingis vorið og sumarið 1974
vann Sjálfstæðisflokkurinn mikinn sigur,
þannig, að úr háum söðli var að detta
vorið 1978. Og þegar kosningaúrslitin eru
metin nú verður einnig að hafa í huga,
að Sjálfstæðisflokkurinn fékk mjög góða
útkomu í sveitarstjómarkosningum 1982.
Þetta breytir hins vegár ekki þeirri stað-
reynd, að útkoman í þessum kaupstöðum
er nú að meðaltali nánast hin sama og
1978, þótt skiptingin innbyrðis sé nokkuð
önnur.
Eftir kosningamar 1978 hófust miklar
umræður innan Sjálfstæðisflokksins um
ástæður ófaranna. Nú bryddir ekki á slík-
um umræðum vegna þess, að sá regin-
munur er á, að 1978 tapaði Sjálfstæðis-
flokkurinn meirihluta sínum í borgarstjóm
Reykjavíkur en í kosningunum nú vann
hann Reykjavík með glæsibrag. Bestum
árangri hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð í
borgarstjómarkosningum við lok valda-
tíma vinstri stjóma 1958 og 1974 en í
þeim kosningum hlaut flokkurinn sama
atkvæðahlutfall eða 57,7%. Þegar kosn-
ingaúrslit eru hins vegar skoðuð í Reykja-
vík á þeim tímum, þegar Sjálfstæðisflokk-
urinn á einnig aðild að ríkisstjóm, kemur
í ljós, að frá 1954 til þessa dags eru úrslit-
in nú næstbezti árangur flokksins. Það var
einungis 1962, sem Sjálfstæðisflokkurinn
fékk aðeins betri útkomu í Reykjavík eða
52,8% en 52,7% nú. En þá er eðlilegt að
spurt sé hvað valdi því, að flokkurinn
vinnur slíkan sigur í borgarstjómarkosn-
ingum í Reykjavík á sama tíma og hann
bíður umtalsverðan ósigur í kaupstöðum
á suðvesturhomi landsins og stendur
frammi fyrir neikvæðri atkvæðasveiflu í
Reykjanes-, Vesturlands- og Suðurlands-
kjördæmi sem er a. m. k. áþekk því, sem
gerðist 1978. Freistandi er að skýra þetta
á þann veg, að geysilegur pólitískur styrk-
ur borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs
Oddssonar, hafí í raun stöðvað bylgju, sem
gengið hefur yfír þéttbýlissvæðið á suð-
vesturhomi landsins gegn Sjálfstæðis-
flokknum. En hvers vegna skyldi óánægja
kjósenda með störf sjálfstæðismanna vera
svo mikil, að leiði til úrslita af þessu tagi
á þessum þéttbýlissvæðum? Góðæri ríkir
nú í landinu. í fyrsta sinn í einn og hálfan
áratug hefur tekizt að ná verðbólgunni
niður, atvinna er næg og heldur bjart
framundan. Raunar er auðvelt að halda
því fram, að núverandi ríkisstjóm hafí
unnið einstætt afrek í baráttu við verð-
bólguna, þótt ytri aðstæður hafí að sjálf-
sögðu hjálpað þar vemlega til. í hugleið-
ingum um þetta mega menn ekki gleyma
því, að baráttan gegn verðbólgunni hefur
kostað miklar fómir. Það átak að ná verð-
bólgunni úr 130% í 10-15% hefur auðvitað
haft neikvæð áhrif á afkomu fólks, í
sumum tilvikum leitt til mjög erfiðrar
afkomu. Öllum var ljóst, að þetta hlaut
að gerast með einhveijum hætti vegna
þess, að hjá öðmm þjóðum hefur baráttan
gegn verðbólgu leitt til mikils atvinnuleys-
is, sem við höfum verið blessunarlega laus
við. Samhliða þessari baráttu hafa komið
upp mörg einstök vandamál, svo sem vandi
húsbyggjenda og raunar margt fleira.
Engum þarf að koma á óvart, þótt þetta
hafi neikvæð áhrif á fylgi þeirra flokka,
sem sitja í ríkisstjóm við þessar aðstæður.
í raun væri það í meira lagi einkennilegt,
ef þessa sæi ekki stað með einhveijum
hætti.
Auðvitað em þetta ekkert annað en
vangaveltur um hugsanlegar skýringar á
þeim ótrúlega mismunandi kosningaúrslit-
um, sem urðu um síðustu helgi eftir sveit-
arfélögum og landshlutum. Það væri hins
vegar óvarlegt í meira lagi fyrir forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins að taka þessar
skýringar og þessi rök ekki með í reikning-
inn, þegar þeir íhuga niðurstöður kosning-
anna og meta stöðu flokks síns í kjölfar
þeirra.
Vegur Sjálfstæðisflokksins í þingkosn-
ingum, hvenær sem þær verða, getur
byggzt mjög á því, að menn dragi réttar
ályktanir af kosningaúrslitunum m.a. um
afstöðu til einstakra mála. Samkvæmt
þeim tilgátum, sem hér hafa verið settar
fram, yrðu t. d. að verða töluverðar breyt-
ingar á framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík í þingkosningum til þess að
hann hefði möguleika á að ná árangri, sem
væri eitthvað í námunda við útkomu
flokksins í borgarstjómarkosningum. Þá
væri það vanmat í meira lagi, ef þingmenn
Sjálfstæðisflokksins í þeim kjördæmum,
þar sem um verulegt tap er að ræða, litu
ekki í eigin barm og hugleiddu rækilega
stöðu flokksins í þessum kjördæmum. Það
sýnist vera komið í tízku hjá stjómmála-
mönnum að vera ánægðir með kosningaúr-
slit, hvemig svo sem þau eru. Sú afstaða
getur verið býsna hættuleg, þegar kemur
að alvöru lífsins í alþingiskosningum.
Áhrifamikil ræða
Sennilega erum við vitni að einhveijum
mestu þjóðfélagsátökum, sem orðið hafa
frá byltingunni í Rússiandi, að tveimur
heimsstyijöldum undanskildum, þar sem
em átökin í Suður-Afríku. Fréttir þaðan
verða sífellt óhugnanlegri. Þama eru ekki
á ferðinni sams konar átök og orðið hafa
í öðmm Afríkuríkjum milli hvítra nýlendu-
herra og kúgaðra svartra þjóða. Saga
hvítra manna í Suður-Afríku er allt önnur
og aðstaðan þar margfalt flóknari en
annars staðar í þessari miklu heimsálfu.
Höfundur Reykjavíkurbréfs hlýddi ný-
lega á tvo Suður-Áfrikumenn ræða ástand-
ið í landinu á alþjóðlegum fundi sem hald-
inn var í Vínarborg um miðjan maí. Annar
þessara manna var Desmond Tutu, biskup
og handhafí friðarverðlauna Nóbels. Þessi
svarti biskup frá Jóhannesarborg er einkar
skemmtilegur persónuleiki, lítill vexti en
líflegur og kraftmikill og flutti áhrifaríka
ræðu, þar sem hann sagði m.a. fjölmiðlum
hvítra manna í Suður-Afríku til syndanna
og sakaði þá um að hugsa fremur um fjár-
hagslega stundarhagsmuni en hyggja að
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986
37
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 7. júní
hagsmunum þjóðarinnar, þegar til lengri
tíma væri litið.
Athyglisvert var að hlusta á Tutu fíalla
um meðferð fjölmiðla á deilunum í Rhodes-
íu fyrir nokkrum árum, sem nú heitir
raunar Zimbabwe. Hann sagði fíölmiðla
þar hafa verið þátttakendur í samsæri
þagnarinnar og einungis sagt lesendum
sínum frá því, sem blöðin héldu, að þeir
vildu heyra. Áfleiðingin hefði verið sú, að
hvíti minnihlutinn hafi í raun ekki haft
hugmynd um það sem var að gerast í
landinu. Hvítir menn hefðu dregið taum
Muzoreva biskups og látið í það skína, að
hann nyti yfírgnæfandi trausts svartra
manna. í fijálsum kosningum hafí niður-
staðan hins vegar orðið allt önnur. Muz-
oreva hefði gjörtapað en Mugabe, sem
hefði verið talinn djöfull í mannsmynd
reynzt sáttfús leiðtogi, sem vildi endurreisn
og sameiningu. Hið sama væri nú að
gerast í Suður-Afríku. Hvítir menn drægju
taum ákveðins stjómmálaleiðtoga meðal
svartra manna, en því meiri, sem vegur
hans yrði þeirra á meðal þeim mun minna
fylgis nyti sá maður meðal svartra. Tutu
sagði, að hvítir menn neituðu að horfast
í augu við þá staðreynd, að í fijálsum
kosningum í Suður-Afríku mundi Nelson
Mandela vinna stórsigur, þótt hann hefði
ekki sagt aukatekið orð ópinberlega í 20
ár, þar sem hann hefði allan þann tíma
verið í fangelsi.
Desmond Tutu sagði í þessari ræðu, að
aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku hefði
heppnast svo fullkomlega, að segja mætti
að hvítir menn og svartir byggju á tveimur
mismunandi reikistjömum. Aðskilnaðurinn
er svo rækilegur, sagði Tutu, að hug-
myndir okkar um hvað sé raunveruleiki í
Suður-Afríku eru eins ólíkar og dagur og
nótt. Biskupinn sagði, að nýlega hefði
verið lýst yfír neyðarástandi í Suður-
Afríku. Ef hvítir menn hefðu verið spurður
um það hefðu þeir svarað: hvaða neyðar-
ástand? Líf þeirra væri í föstum skorðum.
Þeir heyrðu að vísu fréttir um óeirðir, en
þær væru á íbúasvæðum svartra manna
og þau svæði gætu eins verið á annarri
reikistjömu.
Sjálfur kvaðst Tutu, sem biskup Jóhann-
esarborgar, hafa umráð yfír embættis-
bústað í hverfí hvítra manna í norðurhluta
Jóhannesarborgar. Hann kvað sig og fíöl-
skyldu sína nota þann bústað að hluta til
og með því væru þau að bijóta lög þar
sem þau byggju þar án leyfis yfírvalda. Ég
get vel skilið, hvers vegna veröld hvítra
manna er svo frábrugðin veröld hinna
svörtu, sagði Tutu, vegna þess að í þessu
hverfí hinna hvítu koma engir lögreglu-
hundar og ekkert táragas og engir bryn-
varðir bílar. Þetta og margt fleira er þáttur
í daglegu lífi blökkumanna í Suður-Áfríku,
sagði Tutu, sem kvaðst minnast þess,
þegar hann hefði ekið á tíma neyðar-
ástandsins frá hverfum blökkumanna til
embættisbústaðar síns, þar sem nágrannar
hans hefðu leikið tennis undir flóðljósum.
Hvítir menn vita lítið sem ekkert um þá
djúpstæðu reiði, sem ríkir meðal blökku-
manna í landinu, sagði Desmond Tutu,
reiði, sem er slík, að hin svarta æska
landsins trúir því, að hún muni ekki lifa
þann dag, að þlökkumenn verði fijálsir og
hin hræðilega staðreynd er sú, að þeim
er sama, þeir eru ekki hræddir.
Framtíð Suður-Afríku
Þótt ræða Desmond Tutu hafí vakið
mikla athygli á þessum fundi átti það ekki
síður við um aðra ræðu, sem flutt var um
málefni Suður-Afríku, en ræðumaðurinn
var Anthony Heard, ritstjóri blaðsins The
Cape Times, sem gefíð er út í Höfðaborg.
Þessi ritstjóri er orðinn þekktur víða um
Vesturlönd vegna baráttu sinnar fyrir
frelsi blaða og mannréttindum í landinu
og á m.a. yfír höfði sér fangelsisdóm vegna
þess að hann birti í blaði sínu viðtal við
blökkumannaleiðtoga, sem bannað er að
vitna til í landinu.
Anthony Heard lýsti föstudegi á rit-
stjórnarskrifstofum blaðsins og með þeirri
lýsingu veitti hann áheyrendum nokkra
innsýn inn í daglegt líf í landinu. Lýsing
MorgTinblaðið/EmiUa
Á sjómannadaginn, sem er í dag, verður afhjúpuð styttan „Björgun“ eftir Ásmund Sveinsson, á gatnamótum Faxaskjóls
og Ægisíðu i Reykjavík.
hans var á þá leið, að blaðamaður væri
að búa sig undir að fylgjast með og segja
frá jarðarför í hverfi blökkumanna daginn
eftir, þegar jarðsetja ætti þá, sem hefðu
látið lífíð í uppreisnaraðgerðum nokkrum
dögum áður. Blaðamaður kemur til vinnu
með bedda og heldur illa klæddur til þess
að skera sig ekki úr fjöldanum. Hann
verður að fara á staðinn daginn áður og
sofa einhvers staðar í hverfinu á beddanum
veg^na þess að hann veit, að komi hann
sama dag og jarðarförin fer fram er líklegt
að lögreglan meini honum um aðgang. Á
ritstjómarskrifstofunum fara fram um-
ræður um það, hvar sé öruggast að gista,
hvemig eigi að komast þangað og hvaða
leið eigi að nota til þess að flýja frá staðn-
um ef nauðsyn krefur. Þá er rætt um
það, á hvaða hraða sé bezt að vera, þegar
gijóthríðin hefst og hvaða ráðstafanir beri
að gera til þess að komast hjá verstu áhrif-
um táragassins. Sumir blaðamenn ganga
með blautan trefíl um hálsinn, sem dýft
hefur verið í sítrónuvatn til þess að veijast
táragasi. Þá er rætt um það, hvar sé bezt
að vera, þegar lögreglumönnum og lík-
fylgdinni lendir saman og skothríð og
gijóthríð hefjast og byijað er að beita
táragasi. Þá er undirbúin notkun bifreiðar,
sem þarf að vera nógu beygluð og illa
útlítandi til þess að geta verið í eigu ein-
hvers í hverfínu en á hlið bílsins þarf að
vera gat, þar sem hægt er að taka ljós-
myndir í gegnum. Þegar blaðamaður fylg-
ist með jarðarför verður hann að búast
við því að verða grýttur, hýddur, hand-
tekinn, verða fyrir táragasi eða lenda í
miðjum átökum hvítra og svartra, sagði
Anthony Heard. Þetta er raunveruleikinn
í Suður-Afríku í dag, þar sem ofbeldi er
orðið að faraldri, sagði þessi suður-afríski
hvíti ritstjóri.
Lýsingar af þessu tagi hljóta að vekja
óhug. í blöðum hins vestræna heims hefur
hingað til verið talið, að styrkur hvítra
manna í Suður-Afríku væri svo mikill, að
blökkumönnum mundi ekki takast næsta
áratug a.m.k. að koma fram nokkrum
umtalsverðum breytingum. Atburðarásin
í landinu undanfarna mánuði bendir hins
vegar til þess, að þetta mat sé ekki á rökum
reist og að þar megi búast við stöðugt
óhugnanlegri fréttum á næstu mánuðum
og misserum.
Forsetakosningar
í Austurríki
Um þessa helgi fara fram forsetakosn-
ingar í Austurríki, sem vakið hafa heimsat-
hygli vegna ásakana á hendur Waldheim,
fyrrum framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, um, að hann hafí gengið erinda
nazista með ýmsu móti á stríðsárunum.
Raunar virðast menn ekki lengur draga í
efa réttmæti margra þessara ásakana,
miklu fremur er spurt, hversu lengi þessi
fortíð eigi að elta menn á borð við Wald-
heim.
Það fór ekki á milli mála, á þeim fundi,
sem hér hefur verið vitnað til í Vínarborg,
að Austurríkismenn hafa þungar áhyggjur
af því, hvemig umheimurinn lítur á þá,
nái Waldheim kjöri. Á fundi þessum flutti
Sinowatz, kanslari Austurríkis, ræðu, sem
fjallaði öll um mál Waldheims þótt hann
nefndi hvorki hann né málið nokkru sinni
á nafn. Kanslarinn ræddi um sögu Austur-
ríkis á þessari öld, umskiptin frá heims-
veldi til smáríkis, hugmyndir manna eftir
fyrra stríð um að kalla landið þýzka
Áusturríki og stöðu gyðinga í landinu fyrir
valdatöku nazista. Hann kvað þá hafa
verið fámennan en vel metinn minnihluta.
Þá ræddi hann um það, hvort hægt væri
að finna andúð á gyðingum í Austurríki
nú á tímum og lagði sig bersýnilega fram
um að sannfæra áheyrendur sína um það,
að jafnvei þótt Waldheim kynni að ná
kosningu mætti ekki túlka þá niðurstöðu
á þann veg, að andúð á gyðingum væri
að breiðast út á ný í Austurríki.
Langt er síðan fijálst Evrópuríki hefur
komizt í jafn sérkennilega siðferðilega
kreppu og Austurríki nú vegna þessara
kosninga. Annars vegar eru þeir, sem
telja, að tími sé kominn til að slá striki
yfir það, sem liðið er, hins vegar þeir, sem
telja það meiriháttar áfall fyrir landið verði
Waldheim kjörinn. Ef marka má skrif
blaða á Vesturlöndum er ekki ólíklegt að
hinir síðamefndu hafí rétt fyrir sér.
í*
„Desmond Tutu
sagði í þessari
ræðu, að aðskiln-
aðarstefnan í
Suður-Afríku
hefði heppnast
svo fullkomlega,
að segja mætti að
hvítir menn og
svartir byggju á
tveimur mismun-
andi reikistjörn-
um. Aðskilnaður-
inn er svo ræki-
legur, sagði Tutu,
að hugmyndir
okkar um hvað sé ,
raunveruleiki í
Suður-Afríku eru
eins ólíkar og
dagur og nótt.“