Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 38

Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 38
MÓRGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986 Sveinn H. Skúlason forstöðumaður rekstrarsviðs og Magnús Pálsson forstöðumaður markaðssviðs Iðnaðarbankans. Stígur Steinþórsson teiknaði og S viðsmyndir sáu um smíði peranna. Iðnaðarbankinn: Pítuhornið opnað í Nóatúni PÍTUHORNIÐ, nýr veitingastað- ur í Nóatúni 17 í Reykjavík, var opnað fyrir stuttu. Eins og nafnið bendir til sérhæfir staðurinn sig í framreiðslu píta, sem er til þess að gera nýr réttur á matborði íslendinga, en pita er brauð fyllt með kjöti og grænmeti. Auk pít- anna býður Pítuhomið einnig upp á hamborgara. Eigendur Pítuhomsins eru þeir Finnborgi Steinarsson og Eiríkur Finnsson. Eiríkur er ekki alveg ókunnur pítum, því hann stóð, ásamt öðrum, fyrir stofnun Pítunn- ar á Bergþórugötu, sem var fyrsti staður þessarar tegundar hér á Morgunblaðið/Emilía Finnbogi Steinarsson, annar eigenda Pítuhornsins, ásamt Önnu Sigurbjörnsdóttur, afgreiðslustúlku. landi, og síðan stóð hann einnig Pítuhomið tekur 24 í sæti og er fyrir stofnun Pítuhússins í opið alla daga frá kl. 11 á morgnana Garðabæ. til kl. 22 á kvöldin. * „Kveiktu á perunm“ IÐNAÐARBANKINN hefur ákveðið að setja upp hugmynda- banka á öllum afgreiðslustöðum bankans. Þar geta viðskiptavinir og starfsmenn komið hugmynd- um sínum og athugasemdum um allt sem varðar stjórnun og rekstur bankans á framfæri, annaðhvort undir nafni eða ekki. Magnús Pálsson, markaðsstjóri Iðnaðarbankans, sagði að efnt hefði verið til hugmyndasamkeppni með- al starfsmanna bankans um nafn á hugmyndabankanum og bámst tvö hundmð tillögur. „Kveiktu á per- unni“ var valið. Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar slitið VETRARSTARFI Tónskólans lauk með skólaslitum í sal Haga- skóla föstudaginn 23. maí sl. í skólanum í vetur stunduðu 585 nemendur nám. Tveir nemendur útskrifuðust frá skólanum, þau Jór- unn Þórey Magnúsdóttir og Daníel Þorsteinsson, sem bæði stunduðu nám í píanóleik. Kennaradeild var stofnuð við skólann sl. haust og luku tveir nemendur fyrri hluta kennaraprófs, þau Halldóra Ara- dóttir á píanó og Sæmundur Rúnar Þórisson á gítar. Kennarar héldu 119 tónfundi yfír veturinn og tón- leikar vom 19, þar af tvennir utan Reykjavíkur. Við skólaslitin var skólanum færð gjöf; nótur og kennslugögn Söng- félags Verkalýðssamtakanna, síðar Alþýðukórsins. Gestur Pálsson af- henti gjöfina fyrir hönd nokkurra gamalla söngfélaga. Morgunblaðið/Ámi Johnsen Helgi Þór Jónsson fylgist með dóttur sinni prófa eina litlu rennibrautina sem á að vera í barnavaðlaug- inni, en þar verður einnig staðsettur sveppurinn á myndinni. Myndin er tekin fyrir utan gámaröðina við Orkina, en staflarnir af keijunum sem sjást eru fyrir blóm í kringum hótelið. • • Orkin opnuð um miðjan mánuðinn GENGIS- SKRANING Nr. 104 — 6 júní 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.KL09.15 Kanp Sala gengi Dollari 41,150 41^270 41,380 Stpund 62,075 62^56 62,134 Kan.dollari 29,480 29,566 29,991 Dönskkr. 4,9835 4,9980 4,8919 Norekkr. 5,4127 5,4285 5,3863 Sænskkr. 5,7256 5,7423 5,7111 FLmark 7,9417 7,9649 7,9022 Fr.fruki 5,7888 5^057 5,7133 Belg. franki 0,9028 0,9054 03912 Sv.franki 22^702 22,4354 22,0083 Holl. gyllini 16,3833 16,4311 16,1735 V-þ.mark 18,4343 18,4881 18,1930 ItUra 0,02689 0,02697 0,02655 Austurr. sch. 2,6234 2,6311 23887 Portescudo 0,2753 0,2761 03731 Sp. peaeti 0,2886 0,2895 03861 Jap.jen 0,24487 0,24558 034522 Irekt pund 55,960 55,123 55321 SDR(Séret 47,7573 47,8960 47,7133 Skólastjóri Tónskólans er Sigur- sveinn Magnússon og yfirkennari Guðrún Guðmundsdóttir. UNNIÐ er af fullum krafti við lokafrágang á Hótel Örk í Hvera- gerði. Verið er að teppieggja og ganga frá húsögnum i gistiher- bergi, hengja upp ljósakrónur, setja saman innfluttar innrétt- ingar á bari hótelsins, afgreiðslu- borð í móttöku og fleira og fleira. Allt starfsfólk Hótels Arkar er nú komið til starfa. Þá er unnið nætur og daga að lokafrágangi utanhúss, bæði máln- ingu, hellulagningu í kringum sund- laugar og lagningu torfs. Stefnt er að því að opna Hótel Ork um miðjan mánuðinn, en gámar af stærstu gerð standa í röðum fyrir utan hót- elið með margskonar húsbúnað og tæki og þar á meðal 60 metra langa vatnsrennibraut, sem Helgi Þór Jónsson eigandi Arkar sagði að yrði sett upp í næstu viku. Siðastliðið haust hélt Tónskóli Sigursveins gitarnámskeið og þá var þessi mynd tekin. t Bróðir minn, ÓLAFUR BERGSTEINSSON bóndi, ÁrgilsstöAum, Hvolhreppi, andaðist á hjúkrunarheimili á Selfossi 6. júní. Gizur Bergsteinsson. ÁVftXTUNSf^ Leitið nýrra úrræda í fjármálum ydar! 1) Hæsta ávöxtun hverju sinni. 2) Engin bindiskylda. 3) Enginn kostnaður. 4) Ahyggjulaus ávöxtun. Mikil eftirspurn eftir verðtryggðum og óverð- tryggðum veðskulda- bréfum. Óverðt veðskui Avk. 15.5% 20.0% 7.00 84.3 87.6 77.6 82.0 71.6 76.9 66.3 72.3 61.7 68.2 AVOXTUNSf^ LAUGAVEG 97 - 101 REYKJAVÍK - SlMI 621660 Verðtry _ veðskul ggð aabréf Ávk 4% 5% í. 12.00 94,6 2. 12.25 91,1 3. 12.50 89,2 4. 12.75 86,2 5. 13.00 83,3 6. 13.25 80,5 7. 13.50 77,8 8. 13.75 75,1 9. 14.00 72,6 10. 14,25 70,1 Fjármálaráðgjöf - Verðbréfamarkaður Ávöxtunarþjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.