Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 40
40 MORÓUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNt 1986
Viðtal við dóttur Stalíns:
Hvers vegna hún fór á
ný f rá Sovét ríkj u n u m
Sextánda apríl síðastliðinn sneri Svetlana Alliluyeva, dóttir Jósefs Stalíns, aftur til Banda-
ríkjanna eftir að hafa dvalizt hálft annað ár í heimalandi sínu, Sovétríkjunum, sem hún
hafðiþó snúið baki við árið 196 7. Dóttir hennar, Olga Peters, sem fœdd er í Bandaríkjun-
um, hélt þá einnigfrá Sovétríkjunum til að halda áfram námi við einkaskóla í Bretlandi.
Svetlana, sem Ícallar sig nú Lana Peters, fer nú huldu höfði hjá vinafólki í nánd við
SpringGreen í Wisconsin-riki. Þarogí höfuðborg ríkisins, Madison, rœddi hún nýlega
viÖ RaymondH. Anderson fyrrum fréttaritara New York Times í Moskvu, sem nú er
prófessor i blaÖamennsku við Wisconsin-háskóla í Madison. Hér fara á eftir kaflar úr
viÖrœÖum þeirra.
Sp.: Ég er viss um að það sem
alla langar mest til að vita hér í
Bandaríkjunum er hvers vegna þú
ákvaðst svo skyndilega og öllum á
óvart að fara frá Bretlandi árið
1984 og halda flugleiðis með dóttur
þinni til Sovétríkjanna. Þú sem
hafðir farið all hörðum orðum um
stjómarfarið í Sovétríkjunum í bók-
um þínum.
Sv.:: Sv.rÞessi ákvörðun var
hvorki skyndileg né óvænt, ef haft
er í huga hvemig 17 ára dvöl mín
utan Sovétríkjanna var. Hún hófst
með mikilli bjartsýni og gleði. Gleð-
in stafaði sumpart af algjöru þekk-
ingarleysi mínu á lífinu í fijálsu
Ijölhyggjusamfélagi.
Ég átti margt ólært, að vera
fordómalaus, en halda samt fast
við áform mín. Það var ekki auð-
velt. Sumir ollu mér oft vonbrigðum
og draumar mínir rættust ekki. Svo
var ég algjörlega sambandslaus við
son minn og dóttur í Sovétríkjunum
i 15 ár, og það var mér erfitt.
Árið 1982 fómm við, dóttir mín
og ég, til Englands þar sem hún
hóf nám í heimavistarskóla. Lífið í
Englandi var mér þungbært. Mér
fannst ég vera þar framandi — en
það hafði mér aldrei fundizt í
Bandaríkjunum. Áform mín um út-
gáfu nýrrar bókar fóru út um þúfur.
Mér fannst ég vera útskúfúð og
einmana.
Allt í einu tóku að berast bréf
og upphringingar frá syni mínum.
Ég varð gripin eftirvæntingu og
fognuði. Þá fyrst fór ég að hugsa
um að fara til Sovétríkjanna til að
vera með bömum mínum og bama-
bömum. Stjómmál komu hvergi inn
í myndina.
Þegar ég lagði umsókn mína inn
hjá sovézka sendiráðinu í London
um að fá að fara, sendi ég einnig
bréf til utanríkisráðuneytanna í
Bretlandi og Bandaríkjunum þar
sem ég tók fram að það væm ein-
göngu mannlegar hvatir að baki
ákvörðuninni um að fara til Sovét-
ríkjanna, ekki pólitískar.
Jafnvel eftir að ég fékk fararleyfi
frá sovézku stjóminni, hikaði ég
fram á síðustu stund. Það var eitt-
hvað sem sótti að mér. Dóttir mín
var treg til að fara. Mig langaði
að bíða þar til í júií þegar Olga
væri komin í sumarleyfi frá skólan-
um, en sendiráðið sagði mér að
hafa hraðann á.
Fjölskyldan og föður-
landið orðin breytt
Sp.: Og svo varst þú kominn
aftur til Moskvu eftir nærri tvo
áratugi. Hvaða tilfinningar bærðust
með þér er þú ókst frá flugvellinum
inn í borgina?
Sv.: Tilfinningar mínar voru
oeggja blands. Við höfðum dvalizt
í tvo daga í sovézka sendiráðinu í
Aþenu meðan við biðum eftir flug-
inu með Aeroflot. Mér fannst mjög
erfitt að tala rússnesku. Dóttur
minni leið illa. Á flugvellinum tóku
stjómarerindrekar á móti okkur,
sem vom bersýnilega einnig
-taugaóstyrkir
Ég þekkti varla aftur þá Moskvu-
borg sem áður var. Endalausar
raðir nýrra, tilbreytingalausra §öl-
býlishúsa. Ég losnaði aldrei við þá
tilfinningu meðan ég dvaldist í
Moskvu.
Ég hafði sagt dóttur minni að
við værum aðeins að fara í heim-
sókn. Ég hafði beðið son minn að
hitta okkur á hótelinu, því ég óttað-
ist að tilfinningamar yrðu of áhrifa-
ríkar ef við hittumst á flugvellinum.
Ég var mjög óróleg jrfir að eiga að
hitta hann eftir hálftíma. Ég vissi
ekki hvemig hann tæki bandarískri
systur sinni.
Sonur minn var gjörbreyttur, lík-
amlega og andlega. Það var mjög
áhrifamikið að hitta 15 ára sonar-
son minn í fyrsta skipti. Hann vissi
ekkert hvað hann átti að segja við
okkur.
Eftir þetta var ejnhver undarleg
spenna í loftinu. Ég sá að sonur
minn og Olga vom litt hrifin hvort
af öðm. Sonur minn og nýja eigin-
konan hans dmkku mikið vodka í
hvert sinn sem við hittumst. Það
olli mér áhyggjum. Við áttum erfitt
með að tala saman. enginn hafði
áhuga á dvöl minni erlendis. Enginn
var afslappaður. Yfirvöldin mæltust
til þess svo til strax eftir komu
okkar að ég sækti um að fá á ný
sovézkt ríkisfang, og Olga einnig.
í Sovétríkjunum gerir þú það sem
þér er sagt að gera. Þínar eigin
skoðanir hafa ekkert að segja. Sú
sálræna breyting var óþægileg,
vakti nánast ótta, sem ég hafði
aldrei fundið fyrir erlendis.
Sp.: Þið Olga dvöldust aðeins
stutt í Moskvu, en fómð svo til
Tblisi í Grúsíu. Ég veit að veðurfar-
ið er hlýrra þar. Voru móttökumar
einnig hlýlegar?
Sv.: Við fómm flugleiðis til Grús-
íu í desember og allt var á kafi í
snjó. Ég hafði sagt Olgu að Grúsía
væri lík Kalifomíu, en þessi fyrstu
áhrif vom villandi. I Moskvu höfð-
um við búið á hóteli og ferðazt um
að vild. En þáverandi fiokksleiðtogi
í Tblisi, Eduard Shevardnadze, taldi
betur við hæfi að útvega okkur
afskekkt aðsetur utan við borgina.
Við komumst ekki til Tblisi nema
í bíl með bílstjóra og þá fylgdu
okkur opinberir embættismenn í
öðmm bíl. Þetta þótti mér mjög
óþægilegt.
Mig langaði til að ráfa um gömlu
borgina — sem var einnig svo mjög
tengd lífi forfeðra minna,
Alliluyev-ættinni. Rætur mínar
vom allar í Grúsíu, og mig langaði
til að Olga gæti fundið það. En
þess í stað vomm við í sífelldum
veizlum, hlustandi á ræðuhöld. Nei,
það var alls ekki hlýtt. Allir vora
jafn taugaóstyrkir og í Moskvu. En
Olga eignaðist skyndilega vin, sem
var enskumælandi leiðsögumaður,
og hún naut þess að skoða afburða-
góð listasöfn frá fyrri tímum.
Mér fannst mjög óþægilegt að
vera í Grúsíu, jafnvel verra en í
Moskvu. Hvert sem ég fór safnaðist
fólk saman og starði á mig eins og
furðu lostið, og mér leið illa. Það
var eins og ég væri afturganga sem
birtist fyrir augum þeirra. I Moskvu
stóð öllum á sama, en í Tblisi hafði
nafn mitt mikla þýðingu fyrir
samlanda föður míns.
Olga brást við þessu á meðfædda
bandaríska vísu — hún brosti út
undir eym til allra, og henni var
strax vel tekið. En ég var þeim
ráðgáta, hafði verið búsett erlendis
í 17 ár. Grúsíubúar em að eðlisfari
hlýlegir, félagslyndir og listrænir.
Þeir urðu fljótt hrifnir af dóttur
minni, og hún eignaðist þar vini.
Forréttindastaða og
áróðursbragð
Sp.: Það birtust sögusagnir í
blöðum um líf ykkar í Sovétríkjun-
um. Því var til dæmis haldið fram
að Olga hafi angrað yfirvöldin með
því að bera krossmerki.
Sv.: í Grúsíu vilja allar stúlkur
bera á sér krossa. Enginn skiptir
sér af því. Unglingar sækja yfírleitt
kirkjur. Þetta var ekki jafn áberandi
í Moskvu. Hvað yfirvöldin varðar,
þá held ég að enginn sem til sá
hafi haft neitt við það að athuga
þótt hún bæri krossmerki. Enginn
hreyfði andmælum.
Sp.: Hvemig var daglegt líf
ykkar Olgu? Höfðuð þið einhver
sérstök forréttindi? Gátuð þið ferð-
ast hvenær og hvert sem þið vilduð?
Sv.: Strax frá komu okkar nutum
við sérréttinda. í Moskvu höfðum
við ókeypis hótelíbúð. Okkur var
boðin lúxusíbúð sem látinn félagi úr
forsætisnefnd flokksins hafði átt.
Við höfðum aðgang að betri — og
ódýrari — matarbúðum.
I Grúsíu höfðum við bíl með bíl-
stjóra, sem þýddi að fylgzt var með
öllu sem við gerðum. Okkur stóð
til boða sumarhús með öllum bún-
aði. Ég vildi endilega verzla á
bændamarkaðnum, þar sem ávextir
og grænmeti fékkst á hærra verði.
En flokksyfirvöldin á staðnum vom
lítt hrifin af því.
Okkur var aðeins boðið inn á fá
heimili. Flestir, þar með taldir
starfsmenn flokksins, vom hræddir
við að bjóða okkur heim til sín eða
í veitingahús. Svo við eyddum
mestum tíma okkar einar í lúxus-
íbúðinni okkar.
Við höfðum enga ástæðu til að
ferðast um landið, en hefðum við
óskað þess gátum við gert það með
glæsibrag og okkur að kostnaðar-
lausu. Ég kunni ekki lengur að lifa
einhveiju forréttindalífi. Jafnvel á
dögum föður míns var okkur ekki
spillt.
Sjálfsagandi púrítanismi fjórða
áratugarins og styijaldaráranna var
ekki lengur við líði hjá flokksmönn-
um. Flokkskonumar ganga nú í
klæðnaði innfluttum frá Póllandi,
Ungveijalandi og Tékkóslóvakíu.
Karlar ganga í klæðskerasaumuð-
um fötum. En allur þessi fatnaður
er frá sérstökum verzlunum sem
em aðeins fyrir forréttindafólk.
Sp.: Á blaðamannafúndi þínum
í Moskvu í nóvember 1984 fannst
blaðamönnum sem þú hataðir
Bandaríkin. Hvað sagðir þú?
Sv.: Það var ég sem bað um fund
með blaðamönnum, ekki sovézk
yfirvöld. Ég vonaðist til að geta lýst
því yfir í eitt skipti fyrír öll að
heimkoma mín til Moskvu væri
ekki af pólitískum ástæðum, heldur
eingöngu af persónulegum ástæð-
um. Ég vonaðist þá enn til þess að
sambandið við son minn og dóttur
yrði betra.
En í stað fjölmenns blaðamanna-
fundar vom þar aðeins fáir blaða-
menn sem utanríkisráðuneytið hafði
boðið. Mér var sagt að semja skrif-
lega yfirlýsingu á rússnesku. Það
var svo túlkur sem las hana upp
og þýddi mjög rólega. Mjög lítið var
um spumingar á eftir. Það tilheyrir
að flóttamenn sem snúa heim á ný
ásaki Central Intelligence Agency
og segi ógnvekjandi sögur um
hvemig þeir vom „heilaþvegnir".
Hinsvegar sagði ég „allir vora mér
góðir —■ ég var dekmð“. Orðið
„dekmð" var þýtt sem „dekur-rakki
CIA“. Við þetta var svo bætt orða-
lagi eins og „ég var undir stöðugu
eftirliti CIA“ eða „ég var undir
stöðugum þrýstingi frá CIA“. Þetta
sagði ég aldrei.
Önnur mikilsverð mistúlkun var
um „ekki einn einasta frjálsan dag
í Bandaríkjunum". Ég var að vitna
til samninga sem ég hafði undirritað
árið 1967, meðan ég var enn í
Sviss, sem gerðu mig algjörlega
háða lögfræðingum mínum, sem
réðu alveg gjörðum mínum fyrstu
þrjú árin mín í Bandaríkjunum.
Reyndar gat ég ekkert gert á
eigin spýtur, og það var þetta sem
ég átti við þegar ég sagði, „ég átti
ekki einn einasta frjálsan dag í
þessum svonefnda ftjálsa heimi".
En útskýringar mínar glötuðust eða
þeim var sleppt. Orðum mínum á
blaðamannafundinum í Moskvu var
snúið yfir í áróðursklisjur.
Samningar leiða til
brottfarar á ný
Sp.: Um það bil ári eftir heim-
komuna baðst þú Mikhail Gorba-
chev um heimild til að fara úr landi.
Ræddi Gorbachev við þig? Reyndi
nokkur að hvetja ykkur Olgu til að
vera kyrrar?
Sv.: í desember 1985 skrifaði ég
Gorbachev bréf þar sem ég sagði:
„Þar sem tilgangi komu okkur til
Sovétríkjanna verður ekki náð og
fjölskylda mín afneitar okkur,
sjáum við enga ástæðu til að dvelj-
ast hér lengur og óskum eftir að
fá að fara.“
Þegar hér var komið sögu hafði
eldri dóttir mín tekið það skýrt fram
að hún kærði sig ekki um að hafa
neitt samband við okkur. Við hittum
hana aldrei, og heldur ekki dóttur-
dóttur mína. Ég bað Gorbachev
einnig um að Olga fengi að halda
áfram námi sínu í Englandi. Nokkr-
ir komu til að reyna að fá mig til
að hætta við bessa umsókn.
Svetlana Alliluyeva