Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986
„Mikið eru þetta druslulegir
hestar," hefur Olafur Dýrmunds-
son eftir borgarbaminu sem kom
í sveitina og sá kindur í reifi. Er
í grein í Morgunblaðinu að lýsa
ánægju sinni með væntanlegt
húsdýrasafn í Laugardal og þörf-
inni á því í samfélagi þar sem
sífellt færri einstaklingar komast
í sveit: „Það er því augljóst að
það þarf að rækta tengslin milli
borgarbúans og náttúrunnar. Bil-
ið á milli borga og sveita þarf
ekki að vera svo mikið ef menn
ríma við möguleikana," segir
hann. Mikið rétt. Segir það sig
ekki sjálft að þegar 90 þúsund
íslendingar búa í Reykjavík einni
af 240 þúsund manna þjóð og
lagt stærstur hluti þjóðarinnar í
einhvers konar þéttbýli, þá hald-
ast tengslin varla af sjálfu sér.
Hvað þá ef allt það gert er, smátt
og stórt, virðist miða að því að
greina fólkið í landinu í aðskilda
hópa.
Ef við lítum í kringum okkur,
hefur þá ekki á undanfomum ára-
tugum verið ríkjandi sú stefna í
öllu mannlífi f landinu að hólfa
það niður í smærri einingar við
hvert tækifæri? Eftir menntun og
atvinnu skipa menn sér í hópa og
fylkingar, sem marsera gjaman
fram án þess að líta til hliðar og
halda foringjunum við efnið, eins
og námuhestum með blöðkur við
augum svo þeir sjái ekki nema
einn veg - þeirra veg. í mann-
félaginu keppist velmeinandi fé-
lagsmálafólk við að skipta mann-
fólkinu eftir fræðikenningum nið-
ur í hólf, aldraðir hér og böm
þar, drykkjumenn hér og ekki
drykkjumenn þar, fatlaðir hér og
ófatlaðir þar o.s.frv. Grófsorter-
ingin gjaman í kvenna- og karla-
samfélag. Og svo kappið við að
aðgreina dreifbýlisfólk og þétt-
býlisfólk. Þykir ekki orðið eftir-
sóknarverðast að vera í aðgreind-
um hópi með sérþarfír? Virðist
þá ekki víkjandi það sem tengir?
Og dropinn holar steininn, segir
hinn spaki málsháttur.
Er þetta það sem menn raun-
verulega vilja, nú þegar tækni-
bylting er að færa alla nær og
gera möguleg nánari samskipti
en nokkru sinni fyrr í stóru landi?
Veltum því upp í huganum. Fjöl-
miðlatæknin hefur t.d. þróast svo
að nú er hægt að ná gegnum síma
í viðmælanda hvar sem er á
landinu til að útvarpa beint til
allra landa hans. Má hafa heilan
umræðuþátt í útvarpi og sjón-
varpi, þar sem menn á fjarlægu
landshomi leggja orð í belg án
þess að fara að heiman. Og tækn-
in nær lengra. Hægt að tengjast
beint fólki um allan heim. Þessi
tækni er á hraðri leið með að
gera að engu öll höft á upplýs-
ingaefni, góðu eða vondu að dómi
stjómenda. Þjóðir geta ekki lokað
sig af. Hér á landi gerir tæknin
ríkiseinokun á hljóð- og myndefni
óframkvæmanlega, enda slík ein-
okun að hverfa. Og þá er frelsið
og um leið ábyrgðin á því hvemig
úr verður unnið komin í hendur
viðtakenda. Nú er því komið að
okkur sjálfum, góðir hálsar, að
marka hvert við viljum að þetta
beri okkur - í meiri hólfun og
einangrun eða tii betri og meiri
samskipta - og þá væntanlega
skilnings.
Vísbending um fyrstu viðbrögð
er kannski ákafinn í að fá svæðis-
útvarp umfram samtengt útvarp.
Útvarp sem flytur efni og fréttir
af því afmarkaða svæði og þá
upplýsingar sem ekki berast víðar.
Semsagt góða, gamla tilhneiging-
in til að loka sig af með sitt.
Komin svæðisútvörp á a.m.k. tvo
staði og krafa um fleiri. Maður
hefði haldið að þessir nýju mögu-
leikar yrðu nýttir til að koma víðar
og i auknu magni fréttum og frá-
sögnum af og til að fá sjálfir víð-
ari sýn. Hugmyndin er efiaust að
þessi svæðisútvörp verði viðbót
við ríkisútvarpið, ekki sú að draga
úr fréttaflutningi af mannlffi á
staðnum út fyrir héraðið. En
verður það svo? Gamall fréttajálk-
ur leyfír sér að efast um það.
Eðlilega mun ríkisútvarpið telja
að smáfréttir, sem búið er að segja
í útvarpi til þess svæðis sem
mestan áhuga hefur á þeim, eigi
ekki sérstakt erindi í útvarp allra
landsmanna eða sjónvarp allra
landsmanna. Þetta dugi. Það verði
ekki nema stórfréttimar sem þyki
eiga almennt erindi til allra íslend-
inga. Ætli einhverjir láti sér ekki
nægja í dagsins önn að hlusta á
og fylgjast með atburðum á sínu
afmarkaða svæði, heyri þá lítið
annað. Hvað dagblöð snertir virð-
ist þetta virka i báðar áttir, á
Akureyri er stærsta blaðið Morg-
unblaðið komið með útibú, en hins
vegar hefur staðarblaðið Dagur
vaxið í dagblað fyrir takmarkað
svæði.
Ekki fer fram hjá þeim sem
lengi hefur verið í fréttaöflun á
innlendum vettvangi í fjölmiðli á
þessu landi, að um allt land er fólk
sem hefur einmitt áhuga á að
fylgjast með hvemig íbúum vegn-
ar á ákveðnum landsvæðum.
Sumir em ættaðir þaðan, hafa
verið þar í sveit í bamæsku, unnið
í vegavinnu eða verið á síld o.fl.
Þeir vilja á vorin vita hvemig
sprettuhorfur em á þessum til-
tekna stað, hvemig heyskapur
gengur eða hvemig fískast, grá-
sleppan, þorskurinn á vertíðinni,
hvaða ieiksýning er i ár færð upp
í félagsheimilinu o.s.frv. Semsagt
fylgjast með mannlífínu á staðn-
um. Er ekki hætta á að svona
tengsli rofni ef engar fréttir ber-
ast úr þeim ranni? Því má velta
því fyrir sér? Ég mun sjálf sakna
svona frétta, býst varla við að
sólarhringurinn rúmi hlustun á
svæðisútvörp til viðbótar öðm
fjölmiðlaefni. Vantar nú þegar
upp á hlustunartíma.
Ágætustu aðgerðir geta haft
hliðarverkanir, sem læðast að án
þess að eftir sér tekið. í heimsókn
að Hraunkoti í Lóni fyrir nokkmm
ámm barst talið að merkri fram-
kvæmd í héraðinu, þar sem unnið
var að því að tengja bæina við
sjálfvirka símakerfið í landinu.
Við höfðum orð á því að það yrði
nú aldeilis munur að losna við
gamla símakerfið, þar sem öll
sveitin gat hlustað á allt sem sagt
var í síma. Sigurlaug húsfreyja
samsinnti því, en bætti við eitt-
hvað á þá leið, að hún myndi nú
sakna gamla kerfisins samt. Af
hverju? Jú, nú mundi fólkið á
þessum fámennu bæjum ekki taka
eins mikinn þátt í daglegu lífi
hvers annars og verið hefði. Sveit-
ungj gæti allt eins verið fluttur á
sjúkrahús í Reykjavík dauðvona
og nágrannamir ekkert vitað fyrr
en þeir heyrðu andlátsfréttina í
útvarpinu. Ef mikið var hringt í
símakerfínu vissu allir í sveitinni
að eitthvað væri um að vera,
könnuðu málið og buðu fram
aðstoð eða tóku bara einfaldlega
þátt í angri eða gleði hinna. Og
svo var þetta að hverfa. Ætli
nokkur hafi leitt hugann að þess-
ari breytingu í einangraðri sveit
með fámenni á bæjum? Sigurlaug
sagði að aldrei hefði í raun angrað
sig að vita að aðrir gætu heyrt í
sér í símanum, hún segði svo fátt
sem ekki mættu allir vita, og þá
sjaldan það kæmi fyrir fyrir þá
væri einfalt að skreppa í jeppan-
um á símstöðina. Þama kemur
mannlegt sjónarhom inn í þarfa
nýjung. Og kannski má jafnvel
gera hliðarráðstafanir, ef að er
hugað. Ef til vill að koma á opnum
kvöldum í félagsheimilunum,
annað hvort með dagskrá eða
baratil aðrabba.
Sakar að minnsta kosti ekki
að huga að aukaverkunum tækn-
innar á mannleg samskipti. Hugs-
ið um það! Þótt Gáruhöfundur
setji fram slíka hvatningu til að
hugsa, fer vonandi ekki eins og
fyrir henni Madame de Stael, sem
Napoleon sendi út í 'ystu myrkur.
Og hvað hafði sú góða kona svo-
sem til saka unnið? Napoleon
rökstuddi ákvörðun sína með
þessum orðum: „Þessi kona kem-
ur fólki til að hugsa sem aldrei
mundi annars gera það.“
Hættumar leynast víst hvar-
vetna í lífínu. Um áróðursmanninn
átti Piet Hein auðvitað vísu, sem
á við pistil dagsins. Helgi Hálf-
danarson orðað hana svo:
A boðskap sem var býsna fagur
hann byggði rasðu strangæ
að einstaklings og heildar hagur
skal hvor fyrir öðrum ganga.
Franskt
fagurkera
Frönsku MOBALPA-innréttingamar til
sýnis og sölu hjá okkur að Hverfisgötu
37.
Komið, sjáið, sannfærist.
KJÖLUR SF.
Hverfisgötu 37 símar 21490 - 21846