Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 49

Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986 verður uppgötvun Luglis í Róma- borg okkur ólíkt forvitnilegri fyrir vikið. Hefur Lugli beinlínis kortlagt helztu viðmiðanir Rómaborgar, torg, byggingar og áttavísan, þann- ig, að unnt ætti að vera að ganga umsvifalaust til verks um saman- burð. Skyggnast má eftir „íslensk- um hliðstæðum" í þekktustu fom- minjum Rómaborgari Spurningin Mönnum sem óvanir eru rann- sóknarstörfum mun væntanlega þykja það með fullum ólíkindum, að unnt skyldi að spá fyrir um sjálf- an grundvöll Rómaborgar af ís- lenzkum hliðstæðum. Er raunar full ástæða til að leggjast undir feld — í heimspekileg heilabrot með Portoghesi — af þeim sökum einum saman. Við vitum nú, að tilgátan um frummyndina að Uppsölum og Jalangri reyndist rétt. En Róm — mörgum öldum fyrir Krists burð??? Gjörólíkt fólk og gjörólíkt þjóðfélag — það er að segja, ef marka má viðtekið „álit“ þeirra sem bezt voru taldir vita. Hvemig þorir einn ís- lendingur að setja fram tilgátu um skipulag hinnar elztu Rómar — og þar með grundvöll Rómarréttar — gegn ríkjandi „skoðunum“ fom- leifafræðinga, sagnfræðinga og húmanista, svo vitnað sé í Portog- hesi. Hvemig er hugsanlegt að tala jafn vafningalaust og gert er í RÍM, þegar fræðimenn helztu tegunda virðast sammála um, að heimsmynd geti ekki legið að baki borginni? Var ekki einmitt sannað, að þar væri allt á tvístringi — byggðin á tilviljanakenndu rangli, er skapaðist af aðstaiðum hvers tímaskeiðs??? Svarið Svarið er: Tilgátuformið. Rit- safnið RÍM er unnið eftir þeirri tegund fræðiiðkana, sem bezt þekkjast í raunvísindum og nefna má þessu nafni — „hypotesa“á grannmálunum. Verklag tilgátunn- ar gerir nýsköpun í fræðunum kleifa af þeirri einfoldu ástæðu, að hún staðnæmist einmitt ekki við ríkjandi skoðun og trú. Sá sem setur fram tilgátu gerir það ekki til að henni sé trúað, heldur til að hún sé prófuð. Margendurteknar pró- fanir á hinum íslenzka efniviði gáfu eindregnar ábendingar Engu var líkara en að unnt mundi að skýra sjálfan gmndvöll Rómarréttar með hliðsjón af mörkun Alþingis á Þing- völlum. Þetta er að sjálfsögðu svo andstætt flestu því er menn hafa haft að „skoðun" áður, að vart þarfnast orðalenginga. En það var einmitt þessi niðurstaða — tilgátan — sem sett var undir próf í Campidoglio Rómaborgar 21. apríl síðastliðinn. Tilgátan stóðst prófið. Stuðningur við tilgátu hefur gagn- verkan; spumingin, sem menn ættu að leita svars við undir feldinum er því þessi: Fyrst hliðstæðan ís- lenzka sagði rétt fyrir um grundvöll Rómaborgar, hvort skyldi þá senni- legra, að hún hafi sjálf verið rétt — eða röng? Vandi hugvísinda Sá sem beitti tilgátuforminu í framangreindu dæmi, sagði svo fyrir, að heimsmynd mundi finnast undir Róm — Baugur, skiptur f átta geira og skorðaður við sólstöðum. Til munu þeir er reka upp stór augu og segja: Þetta er alls ekki hægt. Þetta stendur hvergi. í rauninni speglar fundur Hjólsins þannig vanda hugvísinda betur en flest annað sem við verðum vitni að. Þeir sem fást við fom fræði virðast nær undantekningarlaust einblína á þær vinnuaðferðir sem byggjast á skrifuðum texta með sagnfræði- legri undirstöðu til hliðsjónar. Sé slíkur texti ekki fyrir hendi — er líkt sem þeim fallist hendur. Þetta var bein ástæða þess, að rannsóknir RÍM voru unnar: leitað var merk- inga í þeim Ijölbreytilega efniviði, sem hingað til hefur þótt lftt eða ekki skiljanlegur. Mælikvarði á tilgátu í vísindum er, hvort það finnst, sem hún segir fyrir um. Til þessa má telja níu Hjól fundin eftir fyrirsögn Hjóls Rangárhverfís, Hjól Rómar skoðast hið tíunda í röðinni. Var það að sjálfsögðu skemmtilegur punktur jriir i-ið. Róm minnir rækilega á það, hvemig brugðizt skal við til- gátu. Engum gagnar að segjast ekki „trúa“ tilgátu. „Trú“ einhvers eða „skoðun" er málinu hreinlega óviðkomandi. Ef fræðimenn ynnu ætíð í samræmi við „trú“ sína eða „skoðun" þokuðust vísindin ekkert úr stað. Eins og sjá má f þessu tilviki var „trú“ og „skoðun" flestra fræðimanna einmitt í andstöðu við það sem fannst í Rómaborg. Umhugsunarefni, það. Að prófa gfögn Þótt skrýtið sé að segja frá Hjól- inu í Róm er þó enn mikilvægara að gera lesandanum grein fyrir því, hvemig í ósköpunum unnt er að segja fyrir um slíkt Hjól. Til- gátuformið skýrir þetta: óheimilt er að telja þann mann trúa á til- gátu, sem setur hana fram. Tilgátu- formið er eins og öryggisventill: svona lítur dæmið út samkvæmt gögnunum, þetta verður að prófa, hvort sem maður sjálfur trúir á já- kvæða eða neikvæða niðurstöðu. Þannig gerir tilgátan fræðimanni kleift að vera nákvæmur, að segja hvorki of mikið né of lítið einungis vegna „skoðana" sinna. Hvort tveggja — hliðstæðan í Flórenz og Hjólið í Róm — fannst óháð „skoð- un“ og „trú“ höfundar þessarar greinar. Þetta skilja raunvísindamenn yfirleitt miklu betur en við svo- nefndir „húmanistar". Þeir vita, að ef maður ekki spyr — fær maður ekki svar. Hyggjum bara að því dæmi, sem við blasir: Hvaða íslend- ingur hefði getað lýst því yfir sem „skoðun“ sinni, að Róm væri byggð yfír Hjól — gegn „skoðun" hundr- aða sagnfræðinga, húmanista og fomleifafræðinga? Að fella tilg-átu Unnt er að fella tilgátu. Þótt ekki stoði að kveðast eigi „trúa“ tilgátu — ellegar láta eins og hún sé ekki til — þá er til þessa sjálfsögð leið: sú, að setja fram aðra tilgátu, sem skýrir fleira á einfaldari hátt og kemur jafnframt heim við þann efnivið sem til rannsóknar er. Öllum stendur sú leið opin í Rangárhverfí. Að því leyti verður tilgátusmíð þó erfiðari í framtíðinni en hingað til, að nú þarf ný tilgáta eigi einasta að skýra hundruð rannsóknarefna Goðaveldisins, heldur og fjölda fomleifa, áttavísana, ömefná og arfsagna, sem skiljast af Hjólinu í Róm — hliðstæðu Hjóls Rangár- hverfis. Svo einfalt er málið orðið. Sólarborg Hvað merkja tíðindin frá Róm? Þau þurfa ekki að tákna, að íslenzk menning sé mnnin af rómverskri. Þau merkja, að konungdæmi Núma Pompilíusar átti sér sáma hug- myndafræðilega gmndvöll og Goðaveldið íslenzka. Þann gmn- dvöll mætti kenna við „Trójusagn- ir“. Em orð Snorra um þau efni raunar ótvíræð í formála Eddu. En tíðindin merkja einnig — sem og hliðstæðurnar níu áður — að unnt er að greina sundur, prófa og túlka þann efnivið, sem að jafnaði gengur undir heitinu „goðsagnir". Slíkan efnivið má með öðrum orðum nota sem „heimildir". Nýtt, ókann- að „tungumál" blasir við; segja má, að það sé nú „þýtt“ í vissum drátt- um. Meginvandinn var sá að skilja í hverju „málfræði" slíkrar tjáning- ar var fólgin. Og nú er að lesa Róm. Af nógu er að taka, enda tilgátur til hliðsjón- ar við hvert fótmál. Skemmta ferða- langar sér vonandi vel við þá iðju á ókominni tíð. Mikilvægast fyrir íslenzk fræði er þó hitt, að órofa keðja bindur nú Goðaveldið íslenzka fomum samfélögum suðurs. Menn- ingin var ekki skipt og brotin, hún var ein. Lykilinn að táknmáli hennar varðveittu íslendingar. Reykjavíkur- kvöld í Hlað- varpanum BERGÞÓRA Amadóttir heldur tónleika í Hlaðvarpanum í kvöld* og annað kvöld. Tónleikarnir verða tileinkaðir Reykjavík vegna 200 ára afmælis borgar- innar og hefjast bæði kvöldin klukkan 20.45. Lög Bergþóru og fleiri við ljóð Tómasar Guð- mundssonar verða aðaluppistað- an í dagskránni. Von er á gesti sem flytur eitt Reykjavíkurlag en ekki verður gefið upp fyrir- fram hver það verður, segir í fréttatilkynningu frá hljóm- plötuútgáfunni Þor. Bergþóra hélt tvenna tónleika í Norræna húsinu snemma í vor og heppnuðust þeir mjög vel, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Þessvegna eru tónleikamir nú haldnir. Uppá síðkastið hefur Bergþóra verið á ferð um Norðurlöndin og komið víða fram, meðal annars í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og á vísnahátíð í Ábo í Finnlandi. Einnig söng hún á nokkrum stöðum í Stokkhólmi. í Finnlandi og Dan- mörku voru gerðar hljóðupptökur af tónlist hennar. OCEUROCARD AÐSTOMR HENU NG ÓHAPP ERLENUS lJið starfrækjum neyðarsíma hér heima, einHum fyrir þá sem tala eHHert erlent tungumál. Meginmálið er þó að wið höfum tryggt Eurocard Horthöfum þjónustu hins alþjóðlega aðstoðarfyrirtæHis <3E5/\, hendi þá alwarlegt óhapp á ferð erlendis. Allir Horthafar fá sérstaHt spjald með neyðarnúmerum sem gilda hwarwetna í heiminum. Með einu sfmtali geta þeir beðið um: Nauðsynlegar upplýslngar um vlðbrögð við óvæntum vanda, td. tapl ferðasHllríkJa. Ókeypls flutnlng slasaðs korthafa á sjúkrahús. FJárhagsaðstoð, t.d. vegna óvæntrar sjúkrahúslegu. Lögfræðlaðstoð, verði skyndilega þörf á hennl. Ókeypls farseðla heim, í stað seð/a sem óglldast, t.d. vegna slyss. ©Ókeypls heimsókn að heiman, sé korthafi óvænt lagður inn á spítala erlendls í lOdaga eða lengur. AuH þessa geta Eurocard Horthafar notið 5ly5aábyrgðar ferða- langa. Bætur geta numið allt að U5D ÍOO.OOO, samHwæmt sHilmálum þar um. Aðgangur að allri þessari þjónustu er óHeypis, sértu Eurocard Horthafi. Þú getur fræðst nánar um hana af upplýsinga- bæHlingnum: „Hendi þig slys erlendis". Hann fæst hjá oHHur, í ÚtvegsbanHanum, VerzlunarbanHanum og Sparisjóði vélstjóra. Kreditkort hf. Ármúla 28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.