Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 53

Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986 *- 53 Skapgerðarleikari þolir ekki skítuga sokka Þeir sem fjalla að jafnaði um kvikmyndir í Bandaríkjunum áttu vart nógu sterk orð til að lýsa aðdáun sinni á nýju mynd Sean Penn þegar hún var tekin til sýn- inga í apríl síðastliðnum. Hún nefn- ist „At Close Range" (sem á ís- lensku kalla mætti „Af stuttu færi“ og fjallar um hræðileg fjölskyldu- morð sem áttu sér stað í Pennsylva- níu fyrir átta árum. Johnston feðg- unum hafði orðið sundurorða, svo faðirinn fékk tvo kunningja til að sitja fyrir syni sínum, sem Sean leikur, og fjórtán ára gamalli kær- ustu hans. Sonurinn fékk átta byssukúlur í skrokkinn en lifði af, stúlkan hins vegar ekki. Þetta er kjaminn í sögu þeirri sem gamall vinur Seans, James Foley, hefur kvikmyndað. Þá hafði lengi langað til að vinna saman, allt frá því Sean byijaði ungur að leika í kvikmyndum. Hann var innan við tvítugt þegar hann fékk sitt fyrsta hlutverk, en það var fyrir „Fast Times at Ridgemont High“ sem Sean vakti fyrst verulega at- hygli. Myndin var ósköp venjuleg saga um samdrátt stráka og stelpna á gagnfræðaskólaaldri, en Sean stakk í stúf við meðleikendur sína því hann léði persónu sinni magnað- an sánnfæringarkraft sem hina skorti. Síðan fylgdu þijár myndir í kjölfarið: Bad Boys, Crackers (með Donal Sutherland) og Racing with the Moon, en tvær síðastnefndu myndirnar hafa enn ekki verið sýndar hér. Sean hlaut mikið lof þegar „Fálk- inn og snjómaðurinn" var sýnd; hann var að segja skilið við ungling- inn sem hann hafði leikið og var farinn að takast á við þróttmeiri og flóknari persónur. (Þó var einn gagnrýnandi, Pauline Kael sem hefur mikil áhrif, ekki hrifín; hún taldi Fálkann afturför). En það verður forvitnilegt að sjá hvað hún segir um „Af stuttu færi“, því flest- ir sem skrifað hafa um hana til þessa eru yfir sig hrifnir. Ef marka má skrif gagniynanda vikuritsins Time ætti Sean að eiga góða mögu- leika á Óskarsverðlaunum að ári. Sean leggur mikið á sig við undirbúning mynda sinna. Hann þyngdist til dæmis um tíu kíló fyrir nýju myndina og stundum krefst hann þess að samstarfsmenn sínir, meðleikarar, leikstjóri og aðstoðar- fólk allt kalli sig nafni persónunnar sem hann er að leika hveiju sinni; gleymir sínu rétta nafni. Þessi aðferð er ekki algeng, og skal engan undra, því Sean sjálfur er meira að segja að gefast upp á henni. Hann segir að fólk ruglist of mikið á nöfnum. Hvað undirbúninginn varð- ar segist Sean vera skapgerðarleik- ari, en gangi þó ekki eins langt og t.d. DeNiro, eða Nolte, sem gengur vikum saman í sömu fötunum til að komast inn í persónuna sem hann leikur. Það segist Sean Penn ekki geta þótt lífíð lægi við, hann hefur ímugust á skítugum sokkum. HJÓ tók saman. Madonna leikur nú með manni sinum, Sean Penn, í kvikmynd- inni Shanghai Surprise, sem George Harrison framleiðir. ■Hróöleikur og X/ skemmtun fyrir háa sem lága! Innilegustu þakkir fœri ég hreppsnefnd Suður- fjarðarhrepps, Kvenfélaginu Framsókn, öðrum hreppsbúum Bíldudals, œttingjum og vinum sem glöddu mig á nírœðisafmœli minu þann 21. maísl. Guð blessi ykkur öll. Kristín Jónsdóttir. Möguleikar Macintosh Plus eru meiri en þig grunar. Macintosh Plus er einfaldasta, en um leið ein öflugasta einkatölvan sem þú færð í dag, með 1024K minni og innb.800K drifi. Þú þarft ekki að kunna neitt á tölvu, þegar þú færð þér Macintosh Plus. Samt geturðu notað hana þér til gagns eftir klukkutíma. Og einhver öflugustu forrit til fyrirtækjastjómunar svo sem "OMNIS 3+" og "EXCEL" eru skrifuð fyrir Macintosh Plus Macintosh Plus tölvan sem ryður sér til rúms á skrifborðum athafnamanna. Þú færð hana fyrir aðeins 119.900,- kr.stgr. 25% útborgun og eftirst. á 6-8 mán. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 622522 iPiagii Sparisjóður Reykjavíkurog nágrennis Fyrir þig og þína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.