Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 57

Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 57 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Bifvélavirkjar Okkur vantar bifvélavirkja eða mann vanan bílaviðgerðum á verkstæði okkar. Allar nánari uppl. gefur verkstjóri (ekki í síma). KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI St. Jósefsspftali í Hafnarfirði óskar eftir læknaritara til starfa frá 1. september nk. eða eftir nánara sam- komulagi. Upplýsingar á skrifstofunni fyrir hádegi næsta daga í síma 50188. Umsóknir berist skrifstofunni fyrir 20. júní nk. Framkvæmdastjóri. Ferðatæknir Óskum eftir að ráða vanan starfsmann í far- seðlasölu. Kunnátta í ensku og einu Norður- landamáli nauðsynleg. Umsóknum skal skilað á skrifstofu okkar Austurstræti 17, 2. hæð, fyrir 15. júní á eyðublöðum sem þarfást. Skútustaðahreppur auglýsir stöðu umsjónarmanns vatns- og hitaveitu, áhaldahúss og véladeildar hrepps- ins. Starfið er stjórnunarstarf og krefst góðr- ar þekkingar og reynslu á sviði málmiðnaðar, vélvirkjunar eða vélgæslu. Leitað er að traustum starfsmanni, starfssömum og út- sjónarsömum. Starfinu fylgir einbýlishús í kyrrlátu og góðu umhverfi í sveitarfélagi með góða félagslega þjónustu og góð starfsað- staða. Umsóknarfrestur um starfið er til 4. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 96-44263 og heima í síma 96-44158. Sveitarstjórinn í Mývatnssveit, Arnaldur Bjarnason. Trésmiðir Óskum eftir að ráða smiði nú þegar til upp- setningar á álgluggum. Gluggasmiðjan, Síðumúla 20. Bókhald og Gjaldkerastörf Stórt iðnaðarfyrirtæki í Rvík óskar að ráða starfskraft til skrifstofustarfa sem allra fyrst. Starfið er fólgið í almennum gjaldkerastörfum, bókhaldsumsjón og öðrum tengdum skrif- stofustörfum. Miklar kröfur eru gerðar til vandvirkni og ná- kvæmni og æskilegt er að viðkomandi hafi nokkra reynslu af bókhaldsstörfum. Laun verða samkvæmt samkomulagi. Umsóknum sé skilað til augldeildar Mbl. merktum: „B — 5507“ fyrir þriðjudaginn 10. júní. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður Við Fjölbrautaskólann á Akranesi staða aðstoðarskólameistara. Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Tvær stöður í hjúkrunarfræðum, ein í félagsfræð- um, ein í eðlisfræði, ein í málmiðnum og hálfar stöður í bókmenntum, efnafræði og rafeindatækni. Við Flensborgarskóla. Kennarastaða í við- skiptagreinum og staða kennara í efnafræði (til eins árs). Við Menntaskólann á Akureyri stöður í líf- fræði, þýsku, stærðfræði/eðlisfræði og hálfar stöður í íslensku og dönsku. Umsóknarfrestur um allar stöðurnar er til 20. júní. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið. Málaskólinn Mímir Skólastjóri Stjórnunarfélag íslands auglýsir stöðu skóla- stjóra Málaskólans Mímis lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júní og er gert ráð fyrir að umsækjandi geti hafið störf 1. ágúst. Nánari uppl. veitir núverandi skólastjóri. Símar: 10004 og 21655. A Stjórnunarfélag íslands. Afgreiðslustarf Oskum að ráða afgreiðslumann/konu. Vinnu- tími 10-18. Þarf að geta byrjað strax. Um- sóknum sé skilað til augldeildar Mbl. merkt- um: „A — 5951 “ fyrir 11. júní. UUjjmgi 20b Gjaldkeri Til áramóta Stórt fyrirtæki, nálægt miðbænum, vill ráða gjaldkera til starfa tímabilið 1. júlí til 31. des. nk. Viðkomandi þarf aö hafa reynslu í gjald- kerastörfum, vera töluglögg, samviskusöm og þægileg í umgengni. Góð laun f boði. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar, fyrir H.júnínk. GudntTónsson RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVlK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Verkstjórar Stórt hraðfrystihús á Vesturlandi vill ráða verkstjóra til starfa nú þegar. Starfsreynsla æskileg. Húsnæði og góð launakjör fyrir rétt- an mann. Þeir, sem hafa áhuga á starfinu, vinsamlegast sendi nafn ásamt upplýsingum til auglýsingad. Morgunblaðsins fyrir 10. júní nk. merkt: „Verkstjóri — 075“. Bifvélavirki Austurland Vélsmiðjan Stál, Seyðisfirði, vill ráða bif- vélavirkja til starfa fljótlega. Við leitum að stjórnsömum aðila sem vinnur sjálfstætt og skipulega og er þægilegur í allri umgengni. Æskilegt að viðkomandi hafi meistararéttindi. Tilvalið fyrir aðila sem vilja setjast að á góðum stað á Austfjörðum. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Umsóknir er tilgreini aldur og fyrri störf, sendist skrifstofu okkar fyrir 14. júní nk. ÓT ÍÐNTIÓNSSQN RÁÐCJÖF & RÁÐNI NCARÞJÓN USTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Gjaldkeri Fyrirtækið er tryggingarfélag í Reykjavík. Starfið felst í móttöku greiðslna, innslætti gagna í tölvu, afhendingu kvittana og dagleg- um uppgjörum. Hæfniskröfur eru reynsla af gjaldkerastörfum. Skilyrði er verslunar- eða stúdentsmenntun. Vinnutími erfrá kl. 08.00-16.00 yfir sumartím- ann en frá kl. 09.00-17.00 yfir veturinn. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frákl. 9-15. Skólavörðustig 1a - 101 ReYkjavik - Simi 621355 Hagvangur hf - SÉRHÆFT5 RÁÐNINCARPJÓNUSTA BYGGÐ Á GAGNKVÆMUM TRÚNAÐI Ritari — 460 Fyrirtækið er ferðaskrifstofa í Reykjavík. Starfssvið bréfaskriftir, telex, skjalavarsla, úrvinnsla, uppgjör og fleira. Við leitum að ritara með góða ensku- og vélritunarkunnáttu og löngun og getu til að starfa sjálfstætt og skipulega. Reynsla í ritarastörfum nauð- synleg. í boði er gott starf, áhugaverður vinnustaður með hressu fólki. Laust strax. Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Hagvangurhf RÁÐNINCARPJÓNUSTA GRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVÍK Sími: 83666 Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins Sæbraut 1-2, Seltjarnarnesi Lausar stöður 1. Tvær stöður fóstru eða þroskaþjálfa á dagdeild frá 1. júlí og frá 1. september. 2. Ein staða talmeinafræðings. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni fyrir 20 júní. Nánari upplýsingar í síma 611180.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.