Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 59

Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 59 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Yfirlæknir í líffærameinafræði óskast við Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Yfir- læknir skal taka þátt í daglegum þjónustustörf- um og annast verkstjórn í líffærameinafræði í samræmi við stjórnkerfi ríkisspítala. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 15. júlí nk. Upplýsingar veitir forstöðumaður Rann- sóknastofu Háskólans í meinafræði í síma 29000. Félagsráðgjafi óskast við geðdeild Barna- spítala Hringsins við Dalbraut frá 1. ágúst nk. Nokkur starfsreynsla eða sérhæfing á sviði geðheilbrigðisþjónustu æskileg. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 7. júlí nk. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi deildar- innarísíma 84611. Ljósmóðir óskast á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Fóstrur óskast við Barnaspítala Hringsins frá 1. september nk. Hjúkrunarfræðingar óskast til fastra starfa og til sumarafleysinga nú þegar eða eftir samkomulagi við Barnaspítala Hringsins, legudeildir og vökudeild. Fastar næturvaktir koma til greina. Athugið að hærra kaup er greitt á næturvöktum. Röntgentæknar óskast við röntgendeild og krabbameinslækningadeild Landspítalans. Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga á kvennadeild Landspítalans, ýmsar deildir. Föst kvöld- og/eða næturvinna kemur til greina. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkr- unarforstjóri Landspítalans í síma 29000. Skrifstofumaður óskast til afleysinga nú þegar fram til 23. ágúst nk. til starfa við stenslavél Landspítalans. Nokkur vélritunar- kunnátta æskileg. Upplýsingar veitir verkstjóri vakt- og flut- ningadeildar Landspítalans í síma 29000. Reykjavik, 8.júní 1986. Akureyrarbær Laust starf Laust er til umsóknar starf skóla- og menn- ingarfulltrúa. Um er að ræða nýtt starf hjá Akureyrarbæ sem fólgið er í umsjón og yfir- stjórn skóla- og menningarmála á vegum bæjarins auk áætlanagerðar samræmingar og samskipta við opinbera aðila og almenn- ing. Öll samskipti við stjórnvöld vegna skóla- kostnaðar tilheyra starfinu. Starfið verður unnið í nánu samstarfi við skólanefndir og menningarmálanefnd. Reiknað er með að starfið skiptist þannig að 2/3 séu vegna fræðslumála en 1 /3 vegna menningarmála. Umsóknarfrestur er til 23. júní nk. Umsóknir sendist undirrituðum sem gefur frekari upp- lýsingar um starfið. Bæjarstjórinn á Akureyri, 3.júní 1986, Hetgi Bergs. Bifvélavirkjar Óskum eftir að ráða nú þegar nokkra bif- vélavirkja. Mikil vinna. Bónus. Uppl. í síma 38600, Jón V. Guðjónsson. Skittiborð Verslun 38600 39230 Verkst;e6i Soludeild 39760 31236 Bif reióar & Landbunaöarvéiar hf Suöurlandsbraut 14 Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis Vestra Kvennaskólanum - 540 - Blönduósi, sími 95-4369. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar á fræðsluskrifstofu: Skrifstofustjóri. Starfssvið: sjá um daglegan rekstur og fjárreiður, launa og rekstrarmál skóla, uppgjörs og bókhaldsmál, vinna að uppbyggingu kennslugagnamiðstöðvar fræðsluumdæmisins. Reynsla af stjórnunar- störfum við skóla eða sambærileg störf nauðsynleg. Sérkennslufulltrúi. Starfssvið: Annast stuðnings- og sérkennslumálefni í umdæm- inu, umsjón, ráðgjöf og eftirlit í samvinnu við sálfræðinga og aðra sérfræðinga sem starfa að kennslumálum. Ritari/bókhaldari: Um er að ræða hlutastarf eða heilt starf sem tekur til ritvinnslu, bók- halds, símavörslu og skjalavörslu. Góð vélrit- unarkunnátta og reynsla af almennum skrif- stofustörfum nauðsynleg. Sérkennara/talkennara. í bígerð er stofnun sérdeildar á Blönduósi fyrir börn með sér- tæka námsörðuleika og vantar sérkennara til starfa. Einnig vantar sérkennara, bæði við einstaka skóla og sem ráðgefandi aðila við skóla íumdæminu. Upplýsingar um ofangreind störf, aðstöðu og húsnæðismál veitir fræðslustjóri í síma 95-4369, 95-4209 og eftir skrifstofutíma í síma 95-4249. Fræðsiustjóri Norðurlandsumdæmis vestra, Guðmundur Ingi Leifsson. Skrifstofustarf Stúlka óskast til símavörslu og almennra skrifstofustarfa. Einhver bókhaldskunnátta æskileg. Aldur 30-50 ára. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Upplýsingar veittar á skrifstofunni milli kl. 10.00 og 16.00 mánudaginn 9. júní. Upplýs- ingar ekki veittar í síma. Formprent, Hverfisgötu 78. Yfirkennari Laus til umsóknar er staða yfirkennara við Flataskóla, Garðabæ. Ráðið verður í stöðuna frá 1. sept. nk. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf skal skilað til undirritaðs fyrir 1. júlí nk. Bæjarritarinn í Garðabæ. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða reyndan starfskraft til starfa við símavörslu, vélritun og telex, auk almennra skrifstofustarfa. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: 1. Vera 25-35 ára. 2. Geta unnið sjálfstætt. 3. Hafa góða enskukunnáttu. 4. Geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um aldur menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir fimmtudaginn 12. júní merktar: „K — 5739“ Egilsstaðir Góðir kennarar! Nú ertækifærið að bæta bág laun. Aldrei þessu vant eru lausar þrjár almennar kennarastöður við Egilsstaðaskóla á næsta skólaári auk þess sem sérkennara vantar í sérdeild. Flutningsstyrkur greiddur og ódýrt húsnæði íboði. Áhugasamur kennara- og nemendahópur mun taka vel á móti þér. Frekari uppl. gefur Ólafur eða Helgi í síma 97-1146 (heimasímar: Ólafur 97-1217, Helgi 97-1632). Skólanefnd Egilsstaðaskólahverfis. LAUSAR STÖÐUR HJÁ VlKURBORG REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjara- samningum. Fóstrur athugið! Á dagheimilið Suðurborg við Suðurhóla vantar fóstrur nú þegar eða í haust. Boðið er upp á mjög góða vinnuaðstöðu bæði hvað varðar almennt uppeldislegt starf og séraðstoð. Uppl. gefur forstöðumaður á staðnum eða í síma 73023. Á leikskólanum Árborg, Hlaðbæ 17, vantar fóstrur við almenn uppeldisstörf og fóstrur eða þroskaþjálfa til að sinna börnum með sérþarfir, hálft starf. Upplýsingar gefa forstöðumenn á staðnum eða ísíma84150. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. júní. T ónlistarkennarar Við Tónlistarskólann á Akranesi eru lausar eftirtaldar stöður: Söngkennari, blásarakennari (brass), og fiðlukennari. Umsóknarfrestur er til 20 júní. Nánari uppl. gefa: Lárus í síma 93-1967 eða Jóhannes Finnur í síma 93-2122 eftir kl. 18.00. Atvinna óskast Ég er 22 ára, (reynsla: 3 sumur almenn verkastörf, 2 ár í verslun, 2 ár við sölustörf og við alm. skrifstofuvinnu. Próf: Stúdent úr V.í. Ýmis námskeið.) r>g mig vantar atv. í sumar (jafnvel lengur). Er vanur mikilli vinnu. Góð laun æskileg. Vanti þig starfskraft, hringdu þá í síma 685273 í dag. HÁR- OG SNYRTISTOFA Nýbýlavegi 14, Kópavogi, simi 46633. Hárgreiðslusveinn eða nemi á öðru ári óskast. Upplýsingar á staðnum. «• -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.