Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNl 1986 I 4 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA U MSJÓN/VILM AR PÉTURSSON ÞAÐ ER góð tilbreyting að losna við að munda skófl- ur, hrífur, kústa og klórur í vinnuskólanum og þeyta í staðinn kúlum í keilusalnum. Vinnuskólakrakkarnir á þessari mynd virðast allavega vera ánægðir með þessa skipan mála en þau eru í efri röð f.v.: Friðrik Ringó leiðbeinandi, Örn Bragi, Elín, Egill og Gísli. í fremri röð f.v.: Kristján og Gunnar. Erfitt að hitta eina úti á kanti — segir Gísli Ingi nÞAÐ ER erfiðast að hitta þegar ein eða tvœr eru eftir úti á kanti,“ sagði Gísli Ingi Nikulásson og horfði einbeittur á eina slíka kantkeilu sem stóð teinrótt Ifkt og til að ögra honum dálrtið. Gfsli lót það nú samt ekkert fara í taugarnar á sór enda ánœgður með þau stig sem hann hafði þegar náð sór í. Gísli sagði að sér þætti mjög gaman í keilu og í sama streng tók Gunnar Sigurgeirsson sem hafði spilað þrisvar áður og ætlar að keppa á unglingameistaramótinu í keilu. Gunnar sem er líka í fótbolta sagði að sér þætti ekkert of mikið að vera líka í keilu. „Það er aldrei of mikið af íþróttum," sagði kapp- Vinnuskólinn íkeilu Morgunblaðið/Bjarni Kem örugglega aftur hingað — segir Kristján Jónsson Kristján Jónsson 14 ára var að prufa keilu í fyrsta skipti og var hann spurður hvernig gengi. „Það gengur bara vel, annars er stigaútreikningurinn dálftið flók- inn. Maður er ótrúlega fljótur að komast uppá lag með þetta, óg felldi t.d. allar keilurnar f tveimur skotum áðan.“ Kristján sagði að þau hefðu fengið frí í einn tima í vinnuskólan- um til að fara í keilukynningu og hefðu þau komið sjö að þessu sinni. Krakkarnir voru búnir að skipta sér í tvö lið sem kepptu hvort á móti öðru og var spennan í hámarki, allt gat gerst. „Ég kem örugglega aftur hing- aö,“ sagði Kristján að lokum og var mjög sannfærandi. Morgunbtaðið/Bjami • Elfn Birna hefur greinilega allt til að bera til að verða góður keilari þvf mýkt, lipurð og einbeiting skín úr fasi hennar á þessari mynd. Elín Birna: Pabbi kenndi mér u nd i rstöðuatr iði n Eina stelpan f vinnuskólahópn- i um, Elfn Birna Bjarnadóttir, sýndi mikla færni f íþróttinni og var hún | þvf spurð hvort hún hefði prófað hana áður. „Já, óg hef komið hingað þrisvar áður með pabba og hann hefur kennt mér.“ Pabbi hennar er greinilega góður kenn- ari því Elfn felldi keilurnar fag- mannlega og tókst t.d. að fella þær allar í einu skoti 4 sinnum. Elín sagði ennfremur að þetta hefði verið all erfitt fyrst en þetta væri allt aö koma, hún hefði t.d. þegar náð sér í 21 stig í leiknum sem fram fór á meðan á viðtalinu stóð. Blaðamaöur var nú ekki alveg öruggur á hvaö það merkti að vera kominn með 21 stig og bað því Elínu að fræða sig örlítið um stiga- gjöfina. „Maður spilar 10 lotur og fær tvö skot í hverri lotu til að fella keilurnar nema náttúrlega að maður felli þær allar í fyrsta skoti. Takist manni að fella allar keilurnar í fyrsta skoti í öllum lotunum fær hann 300 stig alls." Að þessum útskýringum sögð- um var komið að Elínu að renna kúlunni í átt að keilunum og gerði hún það vel en ein keila stóðst þó þessa fyrri atlögu en í þeirri síðari fór hún sömu leið og systur hennar níu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.