Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚlJ 1986 21 Landsbankinn: Vextir á kjör- bók hækka VEXTIR á kjörbók Landsbanka íslands hækka í dajf, úr 13% i 14% á ári, eða um einn hundraðs- hluta. Vextir kjörbókanna hafa verið 13% síðustu þijá mánuði. Sam- kvæmt upplýsingum Landsbankans er þessi breyting tilkomin vegna þess að gerður var samanburður á verðtryggðum reikningum og kjör- bók síðustu þtjá mánuði. Sam- kvæmt þeim samanburði þykir nú rétt að hækka vexti kjörbókanna. Eskifjörður: Bjarni bæjarstjóri Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI á Eskifirði, sem haldinn var sl. föstu- dag var Bjarni Stefánsson, fulltrúi bæjarfógeti þar í bæ, kjörinn bæjar- stjóri. Alls sóttu sex manns um starfíð, en Bjami var kjörinn ein- róma, þ.e. fékk 7 atkvæði af 7 mögulegum. Landsmót hestamanna: Tilraun með að skrá þá hesta sem eru til sölu Á LANDSMÓTI hestamanna 2. til 6. júli nk. ætla Félag hrossa- bænda og búvörudeild Sam- bandsins að standa fyrir skrán- ingu á þeim hestum, sem eru til sölu. Að sögn Sigurðar Ragnarsson- ar hjá búvörudeild Sambandsins er ætlunin að auðvelda tilvonandi kaupendum kaupin og er sérstak- lega gert ráð fyrir að útlendingar geti haft not af þjónustunni. Ekki verða einungis skráðir hestar sem komið hefur verið með á landsmótið, ætlunin er að fá skrá yfír sem flesta af þeim hest- um sem stendur til að selja á landinu. Þeir hestar sem eru á landsmótinu verða síðan til sýnis þar. Að sögn Sigurðar ætti þama að sjást í fljótu bragði hvaða fram- boð er af hestum á landinu og hver eftirspumin er. Áður hefur búvörudeildin m.a. staðið fyrir uppboðum og sölusýningum en þetta er nýmæli. Sigurður sagðist reikna með að um 2.000 útlendingar kæmu á mótið og væm miklar vonir bundnar við kaup þeirra. Fyrir marga áhugamenn um hesta væri það sambærilegt við pflagríms- ferðir til Mekka að koma hingað og skoða íslensku hestana. Nú væm 12 lönd í samtökum eigenda íslenska hestsins erlendis og lík- legt að Bandaríkin og Bretland bættust við á næsta aðalfundi sem haldinn verður í Reykjavík 7. júlí. Þar yrðu m.a. til umræðu breyt- ingar á keppnisreglum en annars væri markmið samtakanna að standa vörð um uppmna íslenska hestsins, vera með námskeið um hirðingu hans og notkun o.fl. Sala hesta hefði gengið vel hjá búvömdeildinni í ár og hefðu til dæmis þegar selst um 400 hestar en allt árið í fyrra hefðu þeir selt eitthvað á annað hundrað hesta. Síðast hefðu þeir sent héðan skip með hestum í byijun apríl og væri ætlunin að senda annað í byijun ágúst og þá m.a. með þá hesta innanborðs sem munu selj- ast á landsmótinu. Mikil hagræð- ing væri að því að senda marga hesta út í einu, það væri ódýrara og reynt væri að haga ferðunum þannig að hestamir kæmu út á hagstæðum tíma fyrir kaupendur erlendis. Morgunblaöið/JúUus Skallá staur við Skúlagötu ÖKUMAÐUR bifreiðar af Mazda-gerð missti stjórn á bifreiðinni á Skúlagötu að- faranótt sunnudagsins. Bif- reiðin, sem var á leið vestur Skúlagötu, þeyttist út af götunni og lenti utaní Ijósa- staur og valt síðan. Fimm manns voru í bifreiðinni og urðu allir fyrir lítilsháttar meiðslum. Grunur leikur á að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis. Bif- reiðin er talin ónýt. Samstarf Búnaðarbankans og Brunabótafélagsins gerir þér nú mögulegt að kaupa ferðatryggingu um leið og þú kaupir gjaldeyri í bankanum. Ferðatrygging Brunabótafélagsins er samsett trygging sem bætir tjón vegna slysa, sjúkdóma og ferðarofs, auk tjóns á farangri. Búnaðarbankinn býður ferðatékka í 7 gjaldmiðlum, seðla í öllum skráðum gjaldeyristegundum og Visa greiðslukort. Ferðatrygging og gjaldeyrir á sama stað. BRUIMBÓT -AF ÖRYGQSÁSTÆEMJM BÚNAÐáRBANKINN TRAUSTUR BANKI E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.