Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ1986
Thatcher vill meiri
samvinnu um hátækni
London, AP.
MARGRÉT Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands,
hvatti í gær til meiri sam-
vinnu Vestur-Evrópuríkja á
sviði hátækni til að brúa það
bil, sem myndast hefði milli
þeirra og Bandaríkjanna og
Japans á þessum vettvangi.
Thatcher viðhafði þessi um-
mæli við upphaf eins dags ráð-
stefnu 18 Evrópuríkja um hina
svokölluðu EUREKA-áætlun,
sem gerð var til að auka sam-
starf milli Evrópuríkja á sviði
hátækni. Um 40 ráðherrar sátu
ráðstefnuna, þar sem m.a. var
fjallað um leiðir til að fá evrópsk
fyriræki til að taka þátt í
EUREKA-áætluninni.
Thatcher sagði ennfremur að
evrópski markaðurinn væri
næstum eins stór og hinn banda-
ríski og japanski til samans.
Þrátt fyrir það hefði bandarísk-
um og japönskum fyrirtækjum
oft og tíðum tekist að færa sér
þennan markað betur í nyt en
evrópskum fyrrirtækjum.
Afganistan:
Saka CIA
um mannrán
Pakistan, AP.
AFGANSKIR embættismenn
fuilyrtu i gær að bandaríska
leyniþjónustan hafi staðið á bak
við rán á afgönskum stjórnar-
erindreka ásamt fjölskyldu hans.
Alnæmi:
Lík sjúklings
ekki til Kúbu
Boston, AP.
KUBÖNSK yfirvöld hafa neitað
fjölskyldu sjúklings er lést úr
ainæmi um leyfi til þess að líkið
verði grafið á Kúbu.
Luis Armando Valdes yfirgaf
Kúbu fyrir 6 árum þegar stjómvöld
þar lejrfðu fjölda manns að fara úr
landi. Hann sýktist síðar af alnæmi
og er móðir hans frétti af því að
hann væri dauðvona fékk hún leyfi
til að fara til Bandaríkjanna og
heimsækja hann. Valdes lést í
Boston sl. fimmtudag og sótti móðir
hans þá um leyfí til þess að flytja
líkið til Kúbu og greftra það þar.
Sagði hún að hann hefði þjáðst af
heimþrá, en vitað að hann ætti
ekki afturkvæmt þangað í lifanda
lífí. Kúbönsk yfirvöld sögðust ekki
geta veitt slíkt leyfí, það stríddi á
móti heilsufarslegum hagsmunum
almennings.
Hefði leyniþjónustan notið að-
stoðar belgisks stjómarerind-
reka við mannránið.
Ótilgreindar vestrænar heimildir
herma aftur á móti að afganski
stjómarerindrekinn hefði flúið til
Vesturlanda eftir að hafa fengið
boð um að hverfa aftur til heima-
lands síns. Hefði ástæða flóttans
verið sú að hann hefði óttast um
óryggi sitt í Afganistan.
Afgönsk stjómvöld héldu í gær
fréttamannafund um málið, þar sem
því var haldið fram að stjómar-
erindrekanum væri haldið nauðug-
um í bandaríska sendiráðinu í
Karachi í Pakistan. Bandarískir
stjómarerindrekar þar sögðust hins
vegar ekki hafa hugmynd um dval-
arstað hans.
Bandaríkin:
Strákamir í Wham: Andrew Ridgeley og George Michael.
Lokatónleikar
Wham! á Wembley
London, AP. ^
ROKKSVEITIN Wham! hélt á laugardag lokatónleika sína á
Wembley-leikvanginum í London og komu 75 þúsund manns til
að sjá piltana leika og syngja. Á undan hljómsveitinni tróð upp
gamla kempan Elton John og kom hann til leiks á brúnum
Rolls Royce.
Tuttugu og sjö gráðu hiti var
meðan á tónleikunum stóð og
vom áheyrendur þeir, sem næst
stóðu sviðinu, kældir með vatns-
gusum.
Uppseit var á tónleikana fljót-
lega eftir að miðasala hófst og
blómstraði eftir það svartamark-
aðsbrask með aðgöngumiða.
Hljómsveitina Wham! skipa
gamlir skólabræður, þeir George
Michael og Andrew Ridgeley, og
hafa þeir grætt á tá og fingri á
hamförum sínum á tónlistarsvið-
inu.
Bandaríkin:
Oldungadeild-
arþingmað-
ur fremur
sjálfsmorð Sovétríkin:
Greenville, AP. --------------
BANDARÍSKI öldungadeildar-
þingmaðurinn John East fannst
látinn á heimili sínu sl. sunnudag,
og telur lögreglan að hann hafi
fyrirfarið sér.
East var þingmaður repúblikana
og þótti íhaldssamur. Hann var 55
ára, en hugðist hætta þingmennsku
af heilsufarsástæðum, að þessu
kjörtímabili loknu. East var bundinn
við hjólastól frá 24 ára aldri og
hafði þjáðst af ýmiss konar sjúk-
dómum.
Geimferja fjármögn-
uð af einkaaðilum?
Santa Barbara, Kaliforníu, AP.
EMBÆTTISMAÐUR Reagan- ræði nú þann möguleika, að
stjórnarinnar segir, að hátt- einkaaðilar leggi fram fé til
settir ráðgjafar forsetans smiði nýrrar geimferju í stað
Portúsrala vísað brott
Moskvu, AP.
SOVÉSK yfirvöld ráku í gær
starfsmann portúgalska sendi-
ráðsins í Moskvu úr landi. Sovét-
menn eru með þessu að svara
fyrir það að Portúgalar vísuðu í
síðustu viku tveimur starfsmönn-
um sovéska sendiráðsins í Lissa-
bon úr landi.
Mótmæli bárust frá sovéska
utanríkisráðuneytinu til portú-
galska sendiráðsins vegna brottvís-
unar Sovétmannanna tveggja frá
Portúgal. Sagði í mótmælunum að
þeir hefðu að tilhæfulausu verið
sakaðir um að fara ekki að lögum.
Sovétmennimir fengu 72 klukku-
stundir til að yfírgefa landið.
Þetta var í annað skipti, sem
Portúgalar vísa sovéskum sendi-
ráðsmönnum úr landi, síðan stjóm-
málasamband komst á milli Portú-
gals og Sovétríkjanna 1974.
Challengers, sem fórst í vetur.
James Fletcher, nýr yfírmaður
NASA, geimvísindastofnunar
Bandaríkjanna, leggur mikla
áherslu á nauðsyn þess, að til
ráðstöfunar séu minnst fjórar
geimfeijur.
í vamarmálaráðuneytinu,
Pentagon, eru menn áhyggjufull-
ir, þar sem geimferðaslysin und-
anfama mánuði hafa seinkað
áætlunum um að senda upp fjar-
skipta- og njósnahnetti.
Kostnaðurinn vefst hins vegar
fyrir mönnum; Bandaríkjaþing
hefur sýnt lítinn áhuga á auknum
Qárveitingum til þessara mála.
[
<
GOTT KAST GEFUR FISK
5115171R