Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1986 33 ___ -t Fundur norrænna landbúnaðarráðherra Tryggja ber óhindrað upplýsingastreymi Frá vinstri: Reino Uronen ráðu- neytisstjóri finnska landbúnað- arráðuneytisins, Britta Schall Holberg landbúnaðarráðherra Dana, Jón Egill bóndi á Egils- stöðum, Svante Lundkvist land- búnaðarráðherra Svía, Gunnhild Oyangen landbúnaðarráðherra Norðmanna og Jón Helgason landbúnaðarráðherra. Svante Lundkvist landbúnaðarráðherra Svia þakkar heimilisfólkinu á Egilsstöðum 3 og 5 fyrir móttökuraar. Skrúðgarður þeirra er víðlendur og sérstakur — enda sögðu sumir hinna erlendu gesta að heimsóknin þangað yrði hvað eftirminnilegust úr Islandsreisunni. Svante Lund- kvist, landbúnaðarráðherra Svía, þakkaði heimilisfólkinu á Egilsstöð- um 3 og 5 fyrir móttökumar fyrir hönd þingfulltrúa og alveg sérstak- lega fyrir að hafa boðið þeim í „hallargarðinn". Á fimmtudagskvöldið sátu þing- fulltrúar kvöldverðarboð Kaupfé- lags Héraðsbúa og Búnaðarsam- bands Austurlands. Á föstudag héldu þingfulltrúar til Seyðisfjarðar og þaðan sjóveg til Neskaupstaðar. Þeir héldu síðan heimleiðis á föstudagskvöld. — Ólafur — segir í ályktun ráðherranna í til- efni kjarnorkuslyssins í Chernobyl Síðla fimmtudags kynntu þing- fulltrúar sér nautgriparækt Egils- staðabænda, feðganna Jóns Egils Sveinssonar og Gunnars Jónssonar. Þá rakti Sigurður Blöndal, skóg- ræktarstjóri ríkisins, sögu Egils- staðabúsins fyrir gestum — sem að lokum þáðu veitingar í skrúðgarði þeirra hjóna Jóns Egils og Mögnu Gunnarsdóttur á Egilsstöðum 3. Morgunblaðið/Ólafur Egilsstöðum. ÁRLEGUM fundi norrænna landbúnaðarráðherra og norrænu embættismannanefndarinnar svokölluðu á sviði landbúnaðar- og skógræktarmála lauk í Valaskjálf á Egilsstöðum síðla fimmtudags. Fundinn sátu um 80 manns frá öllum Norður- löndunum. Meðal helstu mála sem voru til umræðu á fundinum á fimmtudag má nefna áhrif kjamorkuslyssins í Chemobyl í Sovétríkjunum á nor- rænan landbúnað, áhrif loftmeng- unar á tijágróður og umfjöllunar- efni næsta ársfundar er haldinn verður í Danmörku að ári. Að tillögu þeirra Gunnhildar 0yangen, land- búnaðarráðherra Noregs, og Brittu Schall Holberg, landbúnaðarráð- herra Dana, var einróma samþykkt að aðalumræðuefnið á næsta árs- fundi yrði „Konan í norrænum landbúnaði". Eftir fundinn á fímmtudag sendi ráðherranefndin frá sér sérstaka álytkun varðandi lq'amorkuslysið í Chemobyl og segir þar m.a.: „Landbúnaðarráðherramir sam- þykkja að hvetja stjómvöld í þeim löndum sem §alla um áhrifín af Chemobyl-slysinu hvað varðar landbúnað, garðyrkju, hreindýra- rækt og matvælaöflun að upplýsa hverjir aðra um afleiðingar og auk þess að eiga frumkvæði að sameig- inlegum aðgerðum þar sem þess gerist þörf. Löndin eiga að hafa samband milliliðalaust varðandi umræðu um ástand hreindýra- stofnsins þar sem hættan á lang- tímaáhrifum getur gætt á sameig- inlejrum beitilöndum." A fundi embættismannanefndar- innar á síðasta ári var lögð fram skýrsla um áhrif loftmengunar á tijágróður á Norðurlöndum. Og á fundinum á fímmtudag var skýrsla þessi tekin til sérstakrar umfjöllun- ar. í ályktun fundarins af þessu tilefni segir m.a.: „Á þingi norrænu landbúnaðar- ráðherranna og embættismanna- nefndarinnar var lögð fram skýrsla um áhrif loftmengunar á skóg. Þingfulltrúar eru fullviss um mikil- vægi norrænnar samvinnu á al- þjóðavettvangi til að vinna gegn áhrifum loftmengunar á landbúnað og skógrækt. Þingið lagði áherslu á mikilvægi áframhaldandi og aukinnar samvinnu á þessum vett- vangi." Jón Egill bóndi á Egilsstöðum á tali við danska landbúnaðarráð- herrann, Brittu Schal! Holberg. Ráðstefnugestir fræðast um sögu Egilsstaðabúsins. C •*'*' • ■r 4 Gunnhild Oyangen landbúnað arráðherra Noregs: „Okkur ber að tryggja stöðu konunnar í nor- rænu samfélagi“ „ÉG ER mjög ánægð með þær undirtektir sem tillaga okkar Brittu Schall Holberg, land- búnaðarráðherra Danmerkur, um að helga næsta ársfund landbúnaðarráðherra Norður- landa konunni í norrænum landbúnaði fékk hér á fundin- um. Raunar átti ég ekki von á öðru. En það var ekki að ófyrir- synju að við fluttum þessa til- lögu. Víða er pottur brotinn í þessum efnum. Okkur ber að styrkja og tryggja stöðu kon- unnar í norrænu samfélagi," sagði Gunnhild Oyangen, land- búnaðarráðherra Noregs, er tíðindamaður Mbl. innti hana eftir tildrögum tillögunnar. „Sveitakonan í Noregi á t.d. langan vinnudag, en er félagslega afskipt í mikilvægum atriðum. Taka þarf til endurskoðunar þjóð- félagsstöðu hennar, skatta- og menntunarmál í þá veru að hún verði virkari í samfélagi sínu. Einnig þarf að huga að auknum atvinnumöguleikum kvenna innan landbúnaðarins og fjölga mennt- unarleiðum. En okkur er fyrst og síðast í mun að vinna að þessu í samvinnu við hin Norðurlöndin og að þau styrki hvert annað á þessum sviðum sem öðrum," sagði Gunnhild 0yangen. — Ólafur Anægður með framgang fundarins — seg-ir Jón Helgason, landbúnaðarráðherra „Á FUNDINUM var fjaUað um fjölda mála er skipta íslenskan landbúnað miklu — enda er vandi íslensks landbúnaðar ekkert sér-íslenskt fyrirbæri meðal norrænu bræðraþjóð- anna,“ sagði Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, I stuttu spjalli við tíðindamann Mbl. í lok árlegs . fundar norrænu landbúnaðarráðherranna. Landbúnaðarráðherra kvaðst ánægður með framgang fundar- ins, vel hefði til tekist. Meðal mála kvaðst hann helst vilja nefna atvinnumöguleika í strjálbýli, framleiðslu- og markaðsmál, skógræktarmál, loðdýrarækt og ferðaþjónustu til sveita. Þá hefði ráðherrafundurinn ákveðið að styrkja enn frekar norræna sam- vinnu varðandi rannsóknarstarf- semi á sviði ræktunar og samnýta starfskrafta í þessu augnamiði. — Ólafur Svante Lundkvist landbúnaðarráðherra Svíþjóðar: „Engin áhætta að ferðast til Svíþjóðar“ „MEÐ TILLITI til allra upplýs- inga sem ég hefi undir höndum varðandi áhríf Cheraobyl- kjaraorkuslyssins í Svíþjóð leyfi ég mér að staðhæfa að ástæðulaust er fyrir ferðamenn að sniðganga Svíþjóð þess vegna. Heima er vel fylgst með afleiðingum og áhrifum þessa slyss. Stöðugar geislamælingar eru í gangi og engin áhætta tekin,“ sagði Svante Lundkvist í stuttu spjalli við tiðindamann Mbl. Að sögn Svante Lundkvist hefur mjólkurkúm ekki verið sleppt enn úr húsum sums staðar í varúðarskyni og hefur það vitan- lega haft sín áhrif á mjólkurfram- leiðsluna. „Við verðum að leggja höfuð- áherslu á það, norrænu þjóðimar, að samþykktar verði hið fyrsta samræmdar reglur í Evrópu varð- andi hámark geislunar í umhverfi okkar, staðlar verði samræmdir og gagnkvæmt upplýsingastreymi verði tryggt. En verið alveg óhrædd að ferðast til Svíþjóðar vegna þessa slyss, landið er ör- uggt, enda fyllsta öryggis gætt,“ sagði Svante Lundkvist. — Ólafur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.