Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ1986 52 FULNINGAHURÐIR úrfuru á aðeins kr. 10.700,- stgr Hurð með karmi gereftum, skrá, lömum og Rosti handföngum. Til afgreiðslu strax. VONDUÐ VARA ÁVÆGUVERÐI BÚSTOFN Smiöjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. I Góóan daginn! Útiskákmótið: Morgunblaðið sigraði ■■ • X• / • X / •• X þnðja anð 1 roð MORGUNBLAÐIÐ slgraði þriðja árið ( röð á útiskákmóti Skák- sambands íslands á Lækjartorgi og vann þar með „Tímabikarinn" til eignar, en dagblaðið Tíminn gaf bikarinn til keppninnar árið 1982. Dagblöðin hafa verið sigur- sæl á útimótinu, því Helgi Ólafs- son sigraði tvö fyrstu árin fyrir Þjóðviljann, en siðan hefur Mar- geir Pétursson unnið mótið fyrir Morgnnblaðið. Margeir hlaut sex vinninga af sjö mögulegum og varð að tefla til úrslita við Guð- mund Siguijónsson sem tefldi fyrir Olís og hlaut sama vinn- ingafjölda. Fyrsta úrslitaskákin varð jafntefli, en í þeirri seinni lék Guðmundur illa af sér snemma í skákinni og tapaði. Blíðskaparveður var á Lækjar- torgi í gær og fylgdust allmargir áhorfendur með keppni u.þ.b. 40 skákmanna. Mótið hefur verið held- ur betur skipað en nú, því Jón L. Ámason teflir nú í Búlgaríu og þeir Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson voru að stíga upp í flug- vél til Bandaríkjanna á sama tíma og mótið hófst. Þar tefla þeir í hinu svonefnda „World Open“-móti þar sem geysihá verðlaun eru í boði. Engu að síður voru tveir stórmeist- arar og tveir alþjóðlegir meistarar með. Sá sem einna mest kom á óvart í útimótinu var Hannes Hlífar Stef- ánsson, sem vann fyrstu fjórar skákir sínar. í þeirri fimmtu var nokkuð farsæll er Margeir Péturs- son féll á tíma gegn honum er fáir leikir voru eftir í mát. Skákinni lauk samt með jafntefli, því Hannes átti engan mann eftir nema kónginn og gat þvi ekki unnið skákina. I sjöttu og næstsíðustu umferð vann Hann- es Bjöm Þorsteinsson (Útvegs- bankinn) og náði þar með efsta sætinu því á meðan gerðu þeir Margeir og Guðmundur jafntefli. í síðustu umferð tapaði Hannes fyrir Guðmundi á meðan Margeir vann Þröst Þórhallsson. Röð efstu fyrirtækja á útiskák- mótinu varð þessi: 1. Morgunblaðið (Margeir Pét- ursson) 6v. + l‘/2V. 2. Olís (Guðmundur Siguijóns- son 6 v. + V2V. 3. Ölgerðin Egill Skallagríms- son (Hannes Hlífar Stefáns- son) 5'/2V. 4. -8. Björgun hf. (Þröstur Þór- hallsson) 5 v. 4.-8. Útvegsbankinn (Bjöm Þor- steinsson) 5 v. 4.-8. Guðmundur Arason - Smíðajám (Karl Þorsteins) 5 v. 4.-8. Skeljungur hf. (Áskell Öm Kárason) 5v. 4.-8. Flugleiðir hf. (Róbert Harð- arson) 5 v. 9.-16.Eimskip hf. (Hilmar S. Karlsson) 4 v. 9.-16.Eurocard (Ríkharður Sveins- son) 4 v. 9.-16.Halldór Karlsson smíðastofa (Þröstur Árnason) 4 v. 9.-16. Hampiðjan (Þorsteinn Þor- steinsson) 4 v. 9.-16.Lögmenn Ránargötu (Ásgeir Þór Ámason) 4 v. 9.—16. Vífilfell - Coca-Cola (Sig- urður Daði Sigfússon) 4 v. 9.-16.AmarfIug hf. (Snorri G. Bergsson) 4 v. 9.—16.Ágúst Ármann hf. (Kristján Guðmundsson) 4 v. Ýmist senda fyrirtæki öfluga skákmenn á meðal starfsmanna sinna til leiks, svo sem Flugleiðir, Morgunblaðið og ríkisbankamir, en dregið er um hvaða meistarar tefla fyrir önnur fyrirtæki. Skákstjórar voru Þráinn Guð- mundsson, forseti SÍ, Ólafur Ás- grímsson og Guðbjartur Guðmunds- son. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO. Ármúla16 Sími 38640 FESTINGARJÁRN FYRIR ÐURÐARVIRKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.