Morgunblaðið - 01.07.1986, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ1986
52
FULNINGAHURÐIR
úrfuru
á aðeins
kr. 10.700,- stgr
Hurð með karmi
gereftum, skrá,
lömum og Rosti
handföngum.
Til afgreiðslu
strax.
VONDUÐ VARA
ÁVÆGUVERÐI
BÚSTOFN
Smiöjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544.
I Góóan daginn!
Útiskákmótið:
Morgunblaðið sigraði
■■ • X• / • X / •• X
þnðja anð 1 roð
MORGUNBLAÐIÐ slgraði þriðja
árið ( röð á útiskákmóti Skák-
sambands íslands á Lækjartorgi
og vann þar með „Tímabikarinn"
til eignar, en dagblaðið Tíminn
gaf bikarinn til keppninnar árið
1982. Dagblöðin hafa verið sigur-
sæl á útimótinu, því Helgi Ólafs-
son sigraði tvö fyrstu árin fyrir
Þjóðviljann, en siðan hefur Mar-
geir Pétursson unnið mótið fyrir
Morgnnblaðið. Margeir hlaut sex
vinninga af sjö mögulegum og
varð að tefla til úrslita við Guð-
mund Siguijónsson sem tefldi
fyrir Olís og hlaut sama vinn-
ingafjölda. Fyrsta úrslitaskákin
varð jafntefli, en í þeirri seinni
lék Guðmundur illa af sér
snemma í skákinni og tapaði.
Blíðskaparveður var á Lækjar-
torgi í gær og fylgdust allmargir
áhorfendur með keppni u.þ.b. 40
skákmanna. Mótið hefur verið held-
ur betur skipað en nú, því Jón L.
Ámason teflir nú í Búlgaríu og
þeir Jóhann Hjartarson og Helgi
Ólafsson voru að stíga upp í flug-
vél til Bandaríkjanna á sama tíma
og mótið hófst. Þar tefla þeir í hinu
svonefnda „World Open“-móti þar
sem geysihá verðlaun eru í boði.
Engu að síður voru tveir stórmeist-
arar og tveir alþjóðlegir meistarar
með.
Sá sem einna mest kom á óvart
í útimótinu var Hannes Hlífar Stef-
ánsson, sem vann fyrstu fjórar
skákir sínar. í þeirri fimmtu var
nokkuð farsæll er Margeir Péturs-
son féll á tíma gegn honum er fáir
leikir voru eftir í mát. Skákinni lauk
samt með jafntefli, því Hannes átti
engan mann eftir nema kónginn og
gat þvi ekki unnið skákina. I sjöttu
og næstsíðustu umferð vann Hann-
es Bjöm Þorsteinsson (Útvegs-
bankinn) og náði þar með efsta
sætinu því á meðan gerðu þeir
Margeir og Guðmundur jafntefli. í
síðustu umferð tapaði Hannes fyrir
Guðmundi á meðan Margeir vann
Þröst Þórhallsson.
Röð efstu fyrirtækja á útiskák-
mótinu varð þessi:
1. Morgunblaðið (Margeir Pét-
ursson) 6v. + l‘/2V.
2. Olís (Guðmundur Siguijóns-
son 6 v. + V2V.
3. Ölgerðin Egill Skallagríms-
son (Hannes Hlífar Stefáns-
son) 5'/2V.
4. -8. Björgun hf. (Þröstur Þór-
hallsson) 5 v.
4.-8. Útvegsbankinn (Bjöm Þor-
steinsson) 5 v.
4.-8. Guðmundur Arason -
Smíðajám (Karl Þorsteins) 5
v.
4.-8. Skeljungur hf. (Áskell Öm
Kárason) 5v.
4.-8. Flugleiðir hf. (Róbert Harð-
arson) 5 v.
9.-16.Eimskip hf. (Hilmar S.
Karlsson) 4 v.
9.-16.Eurocard (Ríkharður Sveins-
son) 4 v.
9.-16.Halldór Karlsson smíðastofa
(Þröstur Árnason) 4 v.
9.-16. Hampiðjan (Þorsteinn Þor-
steinsson) 4 v.
9.-16.Lögmenn Ránargötu (Ásgeir
Þór Ámason) 4 v.
9.—16. Vífilfell - Coca-Cola (Sig-
urður Daði Sigfússon) 4 v.
9.-16.AmarfIug hf. (Snorri G.
Bergsson) 4 v.
9.—16.Ágúst Ármann hf. (Kristján
Guðmundsson) 4 v.
Ýmist senda fyrirtæki öfluga
skákmenn á meðal starfsmanna
sinna til leiks, svo sem Flugleiðir,
Morgunblaðið og ríkisbankamir, en
dregið er um hvaða meistarar tefla
fyrir önnur fyrirtæki.
Skákstjórar voru Þráinn Guð-
mundsson, forseti SÍ, Ólafur Ás-
grímsson og Guðbjartur Guðmunds-
son.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO.
Ármúla16 Sími 38640
FESTINGARJÁRN
FYRIR ÐURÐARVIRKI