Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 5
Sími 82670 Skeifan 3h MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1986 „Óþolandi tví- skinnungs- háttur for- sætisráðherrau „ÉG HLÝT hins vegar að telja það óþolandi tvískinnungshátt af hálfu forsætisráðherra lýðveldisins að lýsa Albert Guðmundsson þannig' óhæfan til stjórnarsetu af siðferð- isástæðum, en neita um leið að nota vald sitt til að víkja honum úr stjóm,“ segir m.a. í brefi sem Guðmundur Einarsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, ritaði Steingrimi Hermannssyni forsætis- ráðherra í gær. Þingmaðurinn rekur í bréfi sínu bréfaskipti sín og forsætisráðherra og segir hann hafa tekið undir meginsjón- armið sín í sjónvarpsviðtali sl. föstu- dag, þar sem hann hafi krafist þess að forsætisráðherra nýtti vald sitt til þess að víkja iðnaðarráðherra úr stjóm, en í bréfi sem hann hafi ritað honum, hafi hann á hinn bóginn sagt að tengsl iðnaðarráðherra við „Haf- skipsmálið“ sköpuðu ekki lagalegan grundvöll til þess að hann krefðist afsagnar iðnaðarráðherra. Helgi Björg- vin Björns- son látinn Helgi Björgvin Björnsson, fv. deildarstjóri hjá Pósti og síma, er látinn. Hann var heiðursfélagi í Póstmannafélagi íslands. Helgi hóf storf í Póststofu Reykjavíkur árið 1914 og starfaði óslitið við póststörf til hausts 1968, lengst af sem deildarstjóri á Toll- póststofunni og síðan Bögglapóst- stofunni. Hann var kvæntur Sig- rúnu M. Eiríksdóttur, en hún lést 1956. Þau áttu eina dóttur; Hönnu Helgadóttur sem er gift Asmundi J. Asmundssyni. Egilsstaðir: ísland aðili að EUREKA Frá útimarkaðnum á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Olafur Sleitulaus blíða ogsól — hitinn ÍSLENDINGUM var í gær veitt aðild að EUREKA, en svo nefnast samtök Evrópuríkja um samstarf á sviði hátækni og rannsókna. Rætt hafði verið um það innan EUREKA að takmarka fjölda aðild- arríkja við þau ríki sem nú eru þátttakendur í þessu samstarfi og var m.a. umsókn Júgóslava um aðild hafnað. Aðildarríkin eru nú 19 talsins, Island, Austurríki, Finn- land, Noregur, Sviss, Svíþjóð, Tyrk- land og Efnahagsbandalagslöndin. komst í Egilsstöðum. HÉR UM slóðir hefur verið sleitulaus blíða allt frá 18. júní og muna menn vart annað eins. Hitinn hefur verið þetta 16—23 stig á degi hverjum og síðast- liðinn laugardag fór hann allt upp í 27 stig í forsælu hér í þorpinu. Og spádómsmenn hér eystra gera ráð fyrir óbreyttu veðri a.m.k. fram í miðjan júlí. Veðurblíðan setur auðvitað mark sitt á mannlífið. Fólk verður værukært, flatmagar í görðum sínum til að njóta sólarinnar og þeir sem eru við dagleg störf úti við eru fáklæddir. Annað dugir ekki, jafnvel í sundskýlu einni fata og á ilskóm. Og harðsvíruð- ustu dugnaðarforkar fara sér hægar við vinnu en áður hefur þekkst. Þess eru meira að segja dæmi að þeir taki sér frí frá vinnu um miðjan dag að hætti suð- rænna þjóða og slæpist eins og aðrir á útimarkaðnum eða sitji á ísbörum sér til kælingar og hress- ingar. 27 stig Útimarkaðurinn var opnaður 20. júní og er hann orðinn eins ■ konar miðpunktur mannlífsins hér í þessari veðurparadís. Þang- að kemur fólk með hvers kyns vörur til sölu. í tjaldi eru minja- gripir til sölu, skrautgripir og lopapeysur — en úti fyrir er ávaxtamarkaður og þar bjóða einnig ýmis félagasamtök gestum og gangandi upp á hress- ingu, s.s. kaffí og pönnukökur. Útimarkaðurinn er opinn dag- lega nema á mánudögum og þar er ávallt margt um manninn í blíðviðrinu. — Ólafur ÖRKIN/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.