Morgunblaðið - 01.07.1986, Page 5

Morgunblaðið - 01.07.1986, Page 5
Sími 82670 Skeifan 3h MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1986 „Óþolandi tví- skinnungs- háttur for- sætisráðherrau „ÉG HLÝT hins vegar að telja það óþolandi tvískinnungshátt af hálfu forsætisráðherra lýðveldisins að lýsa Albert Guðmundsson þannig' óhæfan til stjórnarsetu af siðferð- isástæðum, en neita um leið að nota vald sitt til að víkja honum úr stjóm,“ segir m.a. í brefi sem Guðmundur Einarsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, ritaði Steingrimi Hermannssyni forsætis- ráðherra í gær. Þingmaðurinn rekur í bréfi sínu bréfaskipti sín og forsætisráðherra og segir hann hafa tekið undir meginsjón- armið sín í sjónvarpsviðtali sl. föstu- dag, þar sem hann hafi krafist þess að forsætisráðherra nýtti vald sitt til þess að víkja iðnaðarráðherra úr stjóm, en í bréfi sem hann hafi ritað honum, hafi hann á hinn bóginn sagt að tengsl iðnaðarráðherra við „Haf- skipsmálið“ sköpuðu ekki lagalegan grundvöll til þess að hann krefðist afsagnar iðnaðarráðherra. Helgi Björg- vin Björns- son látinn Helgi Björgvin Björnsson, fv. deildarstjóri hjá Pósti og síma, er látinn. Hann var heiðursfélagi í Póstmannafélagi íslands. Helgi hóf storf í Póststofu Reykjavíkur árið 1914 og starfaði óslitið við póststörf til hausts 1968, lengst af sem deildarstjóri á Toll- póststofunni og síðan Bögglapóst- stofunni. Hann var kvæntur Sig- rúnu M. Eiríksdóttur, en hún lést 1956. Þau áttu eina dóttur; Hönnu Helgadóttur sem er gift Asmundi J. Asmundssyni. Egilsstaðir: ísland aðili að EUREKA Frá útimarkaðnum á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Olafur Sleitulaus blíða ogsól — hitinn ÍSLENDINGUM var í gær veitt aðild að EUREKA, en svo nefnast samtök Evrópuríkja um samstarf á sviði hátækni og rannsókna. Rætt hafði verið um það innan EUREKA að takmarka fjölda aðild- arríkja við þau ríki sem nú eru þátttakendur í þessu samstarfi og var m.a. umsókn Júgóslava um aðild hafnað. Aðildarríkin eru nú 19 talsins, Island, Austurríki, Finn- land, Noregur, Sviss, Svíþjóð, Tyrk- land og Efnahagsbandalagslöndin. komst í Egilsstöðum. HÉR UM slóðir hefur verið sleitulaus blíða allt frá 18. júní og muna menn vart annað eins. Hitinn hefur verið þetta 16—23 stig á degi hverjum og síðast- liðinn laugardag fór hann allt upp í 27 stig í forsælu hér í þorpinu. Og spádómsmenn hér eystra gera ráð fyrir óbreyttu veðri a.m.k. fram í miðjan júlí. Veðurblíðan setur auðvitað mark sitt á mannlífið. Fólk verður værukært, flatmagar í görðum sínum til að njóta sólarinnar og þeir sem eru við dagleg störf úti við eru fáklæddir. Annað dugir ekki, jafnvel í sundskýlu einni fata og á ilskóm. Og harðsvíruð- ustu dugnaðarforkar fara sér hægar við vinnu en áður hefur þekkst. Þess eru meira að segja dæmi að þeir taki sér frí frá vinnu um miðjan dag að hætti suð- rænna þjóða og slæpist eins og aðrir á útimarkaðnum eða sitji á ísbörum sér til kælingar og hress- ingar. 27 stig Útimarkaðurinn var opnaður 20. júní og er hann orðinn eins ■ konar miðpunktur mannlífsins hér í þessari veðurparadís. Þang- að kemur fólk með hvers kyns vörur til sölu. í tjaldi eru minja- gripir til sölu, skrautgripir og lopapeysur — en úti fyrir er ávaxtamarkaður og þar bjóða einnig ýmis félagasamtök gestum og gangandi upp á hress- ingu, s.s. kaffí og pönnukökur. Útimarkaðurinn er opinn dag- lega nema á mánudögum og þar er ávallt margt um manninn í blíðviðrinu. — Ólafur ÖRKIN/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.