Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 1
80SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 143. tbl. 72. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ 1986_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar um hvalveiðar Japana og fiskveiðiréttindi: Slj órninni eigi skylt að refsa Japönum Washington, AP. Ahmed Zaki Yamani, olíu- ráðherra Saudi-Arabíu (t.v.), og dr. Arturo Hern- andez Grisanti, starfsbróð- ir hans frá Venezuela, skiptast á skoðunum á fundi olíuráðherra OPEC- ríkja, sem lauk í Brioni í Júgóslavíu í gær án þess að samkomulag tækist um leiðir til að hækka olíu- verð. Af þeim sökum er að vænta frekari verðlækkun- ar á olíu. SEINT í gærkveldi úrskurðaði Hæstiréttur Bandaríkjanna að Bandaríkjastjóm væri ekki skuldbundin til að takmarka fiskveiði- heimildir Japana í bandarískri lögsögu vegna hvalveiða þeirra f Kyrrahafi. Naumur meirihluti náðist um þetta sjónarmið og var það samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum. Samkvæmt fyrri úrskurði áfrýj- unardómstóls var stjóm Ronalds Reagan skyldug til að helminga fiskveiðikvóta. sérhvers ríkis sem virti hvalveiðibann Alþjóða hval- veiðiráðsins að vettugi. A síðasta ári minnkaði stjóm Reagans fisk- veiðiheimildir Sovétmanna um helming af þessum sökum. Banda- ríkjamenn og Japanir höfðu gert með sér samning sem heimilaði Japönum að veiða búrhvali fram til 1. apríl árið 1988. Bandaríkjaþing hafði einnig samþykkt tvenn viðbótarlög um stjómun fiskveiða þar sem Banda- ríkjastjóm var skylduð til að refsa sérhverju ríki sem neitaði að fara eftir ákvæðum alþjóðlegra sam- þykkta. Warren E. Burger, forseti Hæstaréttar, og fjórir aðrir dómar- ar mynduðu meirihlutann. Thur- good Marshall dómari mælti fyrir áliti minnihlutans. Sagðist hann telja að rétturinn hefði komist að rangri niðurstöðu í máli sem heims- byggðin öll hefði áhyggjur af. Umhverfisvemdarsinnar fögn- uðu mjög niðustöðu áfrýjunardóm- stólsins á síðasta ári og töldu að með honum mætti takast að koma í veg fyrir útrýmingu búrhvalsins í Norður-Kyrrahafi. Buthelezi, leiðtogi hófsamra blökumanna, ávarpar fund 13.000 stuðn- ingsmanna sinna í Soweto. AP/Símamynd Ekkert samkomulag á OPEC-fundi: Búist við olíu- verðslækkun Bríoni, AP. BÚIST er við því að olíuverð lækki lítillega á næstunni vegna þess að ekki náðist samkomulag um olíuframleiðslu á fundi olíu- ráðherra OPEC-ríkja í Brioni í Júgóslaviu. Thatcher krefst lausnar Mandela London, Jóhannesarborg', Washington, AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur skorað á stjómvöld í Suður-Afríku að láta Nelson Mandela, leiðtoga svarta meirihlutans, lausan. Þá hvatti hún einnig stjóravöld tíl að heim- ila starfsemi Afríska þjóðarráðs- ins (ANC). 12 létu lífið í átökum í Suður-Afríku um helgina. Einnig bárust fréttir um að leiðtogi stærsta verkalýðsfélags Suður- Afríku hefði verið handtekinn en vegna neyðarlaga var hann ekki nafngreindur. Thatcher sagði það vera skilyrði fyrir friðarviðræðum í Suður-Afríku að stjómvöld þar slepptu Nelson Mandela og heimiluðu starfsemi Afríska þjóðarráðsins. Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi hófsamra blökkumanna, lýsti sig andvígan efnahagslegum refsiað- gerðum á útifundi í Soweto og varaði við innbyrðis átökum blökkumanna sem hann sagði nálgast borgarastyij- öld. Á fundinum kom til átaka milli stuðningsmanna Buthelezis og her- skárra ungra blökkumanna í Soweto. Þrír létu lífið og a.m.k. 48 slösuðust,- Þar með hafa að minnsta kosti 93 látið lífið í Suður-Afríku frá því að stjómvöld settu neyðarlög þar 12 júní. Á laugardag kom mikill fjöldi saman í Lundúnum til að mótmæla kynþáttastefnu stjómar Suður- Afríku. Sauðþrár ökumaður San Bemardino, Kalifomíu, AP. MAÐUR nokkur hefur verið dæmdur í 12 daga fangelsi vegna þess hann neitaði að segja nafn sitt er lögregiumað- ur stöðvaði hann vegna ólög- legrar vinstri beygju. Lög- regluforingi nokkur sagðist aldrei á sinum langa starfsferli hafa kynnst öðrum eins þver- haus! Þegar lögreglan stöðvaði manninn neitaði hann að segja nafn sitt og var auk þess ófánleg- ur til að skrifa undir skýrslu um atburðinn. Ökuskírteini hafði hann ekkert og því var hann handtekinn. Þegar á lögreglustöð- ina var komið neitaði maðurinn að láta taka af sér myndir og fingraför hans fengu lögreglu- mennimir ekki heldur. Ráðherranum mistókst að ná samkomulagi um öll helstu mál fundarins, sem stóð sex daga og lauk í gær. Hins vegar ákváðu þeir að hittast aftur 28. júlí nk. í Genf til að taka upp þráðinn að nýju. Eftir fundinn spáðu sérfræðingar því að olíuverð mundi lækka eitt- hvað á næstunni, þar sem olíumála- ráðherramir gátu ekki komið sér saman um leiðir til að draga úr framleiðslunni. Samt studdi meirihluti olíumála- ráðherranna tillögu, þar sem gert var ráð fyrir því að heildarolíufram- leiðsla OPEC yrði minnkuð úr 19 milljónum tunna á dag í 17,9 millj- ónir á þriggja mánaða tímabili, eða frá október til desember á þessu ári. Markmiðið með því að minnka framleiðsluna var að freista þess að hækka olíuverðið úr 11 dolluram upp í 17-19 dollara á tunnu. Ekki náðist þó samstaða um þetta. því að olíumálaráðherrar Líbýu, fran, Alsír, og Gabon vildu takmarka framleiðsluna enn frekar í því skyni að hækka verð á olíutunnu upp í a.m.k. 28 dollara. Þótt lítill árangur hafi orðið á fundinum, þá sagði olíumálaráð- herra Kuwait að ráðherramir hefðu heitið því óformlega að reyna að takmarka olíuframleiðsluna fyrir næsta fund ríkjanna 28. júlí. Enginn Kinna ráðherranna lýsti þó yfir þvi opinberlega að í ráði væri að minnka framleiðsluna á næstu vikum. Fulltrúar Líbýu og Venezuela sögðu meira að segja að olíuframleiðslan í þessum löndum yrði látin standa í stað. Italía: Stjórn sömu flokka? Róm, AP. COSSIGA, forseti Ítalíu, hef- ur ráðfært sig við fymun forseta landsins um tilhögun stjóraarmyndunarviðræðna þar. I dag, þriðjudag, mun forset- inn eiga fundi með leiðtogum stjómmálaflokka á Ítalíu en hann hefur farið þess á leit við Bettino Craxi, fráfarandi for- sætisráðherra, að hann gegni því starfi þar til ný stjóm hefur verið mynduð. De Mira, leiðtogi Kristilegra demókrata, hefur hvatt tii þess að sömu fimm flokkamir myndi nýja ríkis- stjóm. De Mira nefndi ekki Craxi á nafn en aðrir stjómmálaleið- togar hafa sagt að þeir sætti sig við Craxi sem forsætisráð- herra í hinni nýju ríkisstjóm með því skilyrði að hann segi af sér við næstu áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.