Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ 1986
3
Aldarafmæli Landsbanka íslands:
„Á von á 5-6 þús.
manns í kaffi
í aðalbankann“
- segir Jóhann Ágústsson framkvæmda-
sljóri afgreiðslusviðs í aðalbanka
Landsbanki íslands á
aldarafmæli i dag, 1. júlí,
og verður í öllum útibúum
landsins, 42 talsins, haldið
upp á tímamótin. Jóhann
niðri í afgreiðslusalnum og blandi
geði við kúnnana meira en venju-
lega, en að öðru leyti verður
dagurinn hefðbundinn," sagði
Jóhann.
8ankial|ra'anUsmarmaiK)0ar
Morgunblaðið/Börkur
Ágústsson, framkvæmda-
stjóri afgreiðslusviðs aðal-
bankans, sagði í samtali
við Morgunblaðið að úti-
bússtjórum hefði verið í
sjálfsvald sett hvernig
þeir höguðu afmælishöld-
unum, en búast mætti
a.m.k. við veitingum alls-
staðar og gerði hann ráð
fyrir að flest útibúin úti á
landi héldu móttökur fyrir
viðskiptavini sína milli kl.
17.00 og 19.00.
Jóhann sagði að í útibúum á
höfuðborgarsvæðinu yrði opið á
venjulegum afgreiðslutíma, 9.15
til 16.00, og þá yrði viðskiptavin-
um boðið upp á kaffí og meðlæti
og krökkum gefnar litlar gjafir
og góðgæti. „Hjá okkur hér í
aðalbanka mun starfsfólk bank-
ans sjá alfarið um veitingamar,
sem verða í afgreiðslusalnum
sjálfum. Salurinn verður sérstak-
lega skreyttur í tilefni afmælisins
og komið hefur verið fyrir hrað-
banka til bráðabirgða svo fólk
geti þá æft sig á honum og notið
aðstoðar starfsfólksins. Tekin
verður í notkun nýr búningur
starfsfólks, konur verða klæddar
rauðum drögtum og karlmenn
gráum buxum, hvitri skyrtu og
rauðu bindi. Búningi karlmann-
anna fylgja einnig vesti, en þau
eru enn ekki tilbúin."
Skólahljómsveit Kópavogs
undir stjóm Bjöms Guðjónssonar
byijar að spila í tilefni afmælisins
kl. 9.00 fyrir utan Langholts-
útibú, síðan við Miklubrautar-
útibú og um kl. 10.30 verður
hljómsveitin við Vegamótaútibú
Laugavegi 7. Um kl. 11.00 mun
hljómsveitin marséra niður
Bankastrætið með tvær blóma-
rósir í broddi fylkingar að aðal-
banka Landsbankans, þar sem
einnig verður leikið. Áætlað er
að hljómsveitin leiki í hálftíma
fyrir framan hvert þessara
útibúa. Hún mun síðan koma
aftur að aðalbankanum um kl.
15.30 og leika fram að lokun
bankans, til kl. 16.00.
í dag koma út tvö frímerki í
tilefni dagsins og enn fremur tvö
rit, annars vegar „Landshagir" —
safn 11 þátta úr íslenskri at-
vinnusögu — og hins vegar
„Landsbanki íslands 100 ára,
svipmyndir úr aldarsögu". Þá
hefur verið sleginn sérstakur
minnispeningur úr bronsi í tilefni
afmælis bankans og íslenskrar
seðlaútgáfu og verður hann seld-
ur á sögusýningunni, sem stendur
til 20. júlí í nýja Seðlabankahús-
inu.
Jóhann sagðist gera ráð fyrir
að milli 5.000 og 6.000 manns
kæmu í dag í aðalbankann.
„Venjulega koma milli 3.500 til
4.000 manns um mánaðarmót og
á öðrum dögum fer tala við-
skiptavina ekki niður fyrir 2.500.
Meiningin er að bankastjórar og
deildarstjórar verði sem mest
« Landsbanki Islands hefur s
Hann er bædi elsta og :
bankastofnun þjóöarinnar. Med fjölþættri starfsemi sinni v
um landid leggur hann grunn ad uppbyggingu atvinnulifsins, -
mannlifsins alls. Þess vegna óskum vid þjódinni til hamingju
100 ára afmæli
Landsbankans. I
Banki allra