Morgunblaðið - 01.07.1986, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1986
33
___ -t
Fundur norrænna landbúnaðarráðherra
Tryggja ber óhindrað
upplýsingastreymi
Frá vinstri: Reino Uronen ráðu-
neytisstjóri finnska landbúnað-
arráðuneytisins, Britta Schall
Holberg landbúnaðarráðherra
Dana, Jón Egill bóndi á Egils-
stöðum, Svante Lundkvist land-
búnaðarráðherra Svía, Gunnhild
Oyangen landbúnaðarráðherra
Norðmanna og Jón Helgason
landbúnaðarráðherra.
Svante Lundkvist landbúnaðarráðherra Svia þakkar heimilisfólkinu
á Egilsstöðum 3 og 5 fyrir móttökuraar.
Skrúðgarður þeirra er víðlendur og
sérstakur — enda sögðu sumir
hinna erlendu gesta að heimsóknin
þangað yrði hvað eftirminnilegust
úr Islandsreisunni. Svante Lund-
kvist, landbúnaðarráðherra Svía,
þakkaði heimilisfólkinu á Egilsstöð-
um 3 og 5 fyrir móttökumar fyrir
hönd þingfulltrúa og alveg sérstak-
lega fyrir að hafa boðið þeim í
„hallargarðinn".
Á fimmtudagskvöldið sátu þing-
fulltrúar kvöldverðarboð Kaupfé-
lags Héraðsbúa og Búnaðarsam-
bands Austurlands.
Á föstudag héldu þingfulltrúar
til Seyðisfjarðar og þaðan sjóveg
til Neskaupstaðar. Þeir héldu síðan
heimleiðis á föstudagskvöld.
— Ólafur
— segir í ályktun ráðherranna í til-
efni kjarnorkuslyssins í Chernobyl
Síðla fimmtudags kynntu þing-
fulltrúar sér nautgriparækt Egils-
staðabænda, feðganna Jóns Egils
Sveinssonar og Gunnars Jónssonar.
Þá rakti Sigurður Blöndal, skóg-
ræktarstjóri ríkisins, sögu Egils-
staðabúsins fyrir gestum — sem að
lokum þáðu veitingar í skrúðgarði
þeirra hjóna Jóns Egils og Mögnu
Gunnarsdóttur á Egilsstöðum 3.
Morgunblaðið/Ólafur
Egilsstöðum.
ÁRLEGUM fundi norrænna landbúnaðarráðherra og norrænu
embættismannanefndarinnar svokölluðu á sviði landbúnaðar-
og skógræktarmála lauk í Valaskjálf á Egilsstöðum síðla
fimmtudags. Fundinn sátu um 80 manns frá öllum Norður-
löndunum.
Meðal helstu mála sem voru til
umræðu á fundinum á fimmtudag
má nefna áhrif kjamorkuslyssins í
Chemobyl í Sovétríkjunum á nor-
rænan landbúnað, áhrif loftmeng-
unar á tijágróður og umfjöllunar-
efni næsta ársfundar er haldinn
verður í Danmörku að ári. Að tillögu
þeirra Gunnhildar 0yangen, land-
búnaðarráðherra Noregs, og Brittu
Schall Holberg, landbúnaðarráð-
herra Dana, var einróma samþykkt
að aðalumræðuefnið á næsta árs-
fundi yrði „Konan í norrænum
landbúnaði".
Eftir fundinn á fímmtudag sendi
ráðherranefndin frá sér sérstaka
álytkun varðandi lq'amorkuslysið í
Chemobyl og segir þar m.a.:
„Landbúnaðarráðherramir sam-
þykkja að hvetja stjómvöld í þeim
löndum sem §alla um áhrifín af
Chemobyl-slysinu hvað varðar
landbúnað, garðyrkju, hreindýra-
rækt og matvælaöflun að upplýsa
hverjir aðra um afleiðingar og auk
þess að eiga frumkvæði að sameig-
inlegum aðgerðum þar sem þess
gerist þörf. Löndin eiga að hafa
samband milliliðalaust varðandi
umræðu um ástand hreindýra-
stofnsins þar sem hættan á lang-
tímaáhrifum getur gætt á sameig-
inlejrum beitilöndum."
A fundi embættismannanefndar-
innar á síðasta ári var lögð fram
skýrsla um áhrif loftmengunar á
tijágróður á Norðurlöndum. Og á
fundinum á fímmtudag var skýrsla
þessi tekin til sérstakrar umfjöllun-
ar. í ályktun fundarins af þessu
tilefni segir m.a.:
„Á þingi norrænu landbúnaðar-
ráðherranna og embættismanna-
nefndarinnar var lögð fram skýrsla
um áhrif loftmengunar á skóg.
Þingfulltrúar eru fullviss um mikil-
vægi norrænnar samvinnu á al-
þjóðavettvangi til að vinna gegn
áhrifum loftmengunar á landbúnað
og skógrækt. Þingið lagði áherslu
á mikilvægi áframhaldandi og
aukinnar samvinnu á þessum vett-
vangi."
Jón Egill bóndi á Egilsstöðum á tali við danska landbúnaðarráð-
herrann, Brittu Schal! Holberg.
Ráðstefnugestir fræðast um sögu Egilsstaðabúsins.
C •*'*' •
■r
4
Gunnhild Oyangen
landbúnað arráðherra
Noregs:
„Okkur ber að
tryggja stöðu
konunnar í nor-
rænu samfélagi“
„ÉG ER mjög ánægð með þær
undirtektir sem tillaga okkar
Brittu Schall Holberg, land-
búnaðarráðherra Danmerkur,
um að helga næsta ársfund
landbúnaðarráðherra Norður-
landa konunni í norrænum
landbúnaði fékk hér á fundin-
um. Raunar átti ég ekki von á
öðru. En það var ekki að ófyrir-
synju að við fluttum þessa til-
lögu. Víða er pottur brotinn í
þessum efnum. Okkur ber að
styrkja og tryggja stöðu kon-
unnar í norrænu samfélagi,"
sagði Gunnhild Oyangen, land-
búnaðarráðherra Noregs, er
tíðindamaður Mbl. innti hana
eftir tildrögum tillögunnar.
„Sveitakonan í Noregi á t.d.
langan vinnudag, en er félagslega
afskipt í mikilvægum atriðum.
Taka þarf til endurskoðunar þjóð-
félagsstöðu hennar, skatta- og
menntunarmál í þá veru að hún
verði virkari í samfélagi sínu.
Einnig þarf að huga að auknum
atvinnumöguleikum kvenna innan
landbúnaðarins og fjölga mennt-
unarleiðum. En okkur er fyrst og
síðast í mun að vinna að þessu í
samvinnu við hin Norðurlöndin
og að þau styrki hvert annað á
þessum sviðum sem öðrum," sagði
Gunnhild 0yangen.
— Ólafur
Anægður með
framgang
fundarins
— seg-ir Jón Helgason,
landbúnaðarráðherra
„Á FUNDINUM var fjaUað um
fjölda mála er skipta íslenskan
landbúnað miklu — enda er
vandi íslensks landbúnaðar
ekkert sér-íslenskt fyrirbæri
meðal norrænu bræðraþjóð-
anna,“ sagði Jón Helgason,
landbúnaðarráðherra, I stuttu
spjalli við tíðindamann Mbl. í
lok árlegs . fundar norrænu
landbúnaðarráðherranna.
Landbúnaðarráðherra kvaðst
ánægður með framgang fundar-
ins, vel hefði til tekist. Meðal mála
kvaðst hann helst vilja nefna
atvinnumöguleika í strjálbýli,
framleiðslu- og markaðsmál,
skógræktarmál, loðdýrarækt og
ferðaþjónustu til sveita. Þá hefði
ráðherrafundurinn ákveðið að
styrkja enn frekar norræna sam-
vinnu varðandi rannsóknarstarf-
semi á sviði ræktunar og samnýta
starfskrafta í þessu augnamiði.
— Ólafur
Svante Lundkvist
landbúnaðarráðherra
Svíþjóðar:
„Engin áhætta
að ferðast til
Svíþjóðar“
„MEÐ TILLITI til allra upplýs-
inga sem ég hefi undir höndum
varðandi áhríf Cheraobyl-
kjaraorkuslyssins í Svíþjóð
leyfi ég mér að staðhæfa að
ástæðulaust er fyrir ferðamenn
að sniðganga Svíþjóð þess
vegna. Heima er vel fylgst með
afleiðingum og áhrifum þessa
slyss. Stöðugar geislamælingar
eru í gangi og engin áhætta
tekin,“ sagði Svante Lundkvist
í stuttu spjalli við tiðindamann
Mbl.
Að sögn Svante Lundkvist
hefur mjólkurkúm ekki verið
sleppt enn úr húsum sums staðar
í varúðarskyni og hefur það vitan-
lega haft sín áhrif á mjólkurfram-
leiðsluna.
„Við verðum að leggja höfuð-
áherslu á það, norrænu þjóðimar,
að samþykktar verði hið fyrsta
samræmdar reglur í Evrópu varð-
andi hámark geislunar í umhverfi
okkar, staðlar verði samræmdir
og gagnkvæmt upplýsingastreymi
verði tryggt. En verið alveg
óhrædd að ferðast til Svíþjóðar
vegna þessa slyss, landið er ör-
uggt, enda fyllsta öryggis gætt,“
sagði Svante Lundkvist.
— Ólafur