Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 27

Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 27 Thorleif Omtveit skógræktarstj óri Þelamerkurfylkis: Gaman að sjá hinn mikla áhuga Islendinga á skógrækt SEXTÁN stjórnarmenn Skóg- ræktarfélags Þelamerkurfylkis eru meðal þeirra Norðmanna sem hingað komu. Þeir munu fara hringferð um landið ásamt Sigurði Blöndal skógræktar- stjóra og skoða skógræktar- girðingar og skóglendi á Islandi. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Thorleif Omtveit fylkisskógræktarstjóra á Þela- mörk. Thorleif sagðist hlakka mjög til ferðarinnar og vonaðist til þess að hún mætti reynast honum lær- dómsrík. Ástæðan fyrir komu þeirra er fyrst og fremst sú, að eftir þrjú ár mun hópur íslendinga dveljast á Þelamörk við skógrækt- arstörf. Að sögn Thorleifs ægir á Þela- mörk saman ótal fyrirbrigðum náttúru og er það_ von þeirra, að þeir megi miðla Islendingum af reynslu sinni í skógrækt, bæði við ströndina og upp til fjalla. 300 félagar eru í Skógræktarfé- Morgunblaðiö/Etnar i'alur Thorleif Omtveit skógræktarstjóri Þelamerkur: Nauðsynlegt að skapa vinatengsl við íslenska skógræktarmenn. lagi Þelamerkur. Á vegum félags- ins er starfandi garðyrkjuskóli, og sjá þeir einnig um að útvega fólki fræ og græðlinga af sérstaklega góðum tijám. Thorleif fannst það sérlega at- hyglisvert, hversu áhugi á skóg- rækt væri mikill á íslandi, og væri t.d. ekki laust við að hann öfund- aði starfsfélaga sína hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur af félagatali þeirra, en þeir eru tæp- lega 1.200. Kristian Lövenskjold framkvæmdastj óri Skógræktarfélags Noregs: Mikill áhugi á skógræktarf erð- um til Islands MEÐAL Norðmannanna sem til íslands komu er Kristian Lovenskjold framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Noregs. Morgunblaðið átti við hann viðtal í tilefni hinnar norsku heim- sóknar. Lövenskjold^hefur aldrei komið til íslands áður og sagðist hann hiakka mjög til þess að ferðast um landið, og meðal skógræktar- manna í Noregi væri mikill áhugi á þessum ferðum, enda væri nátt- úra íslands einstök. Aðspurður um starfsemi félags síns, sagði hann að félagið teldi 10.000 meðlimi, með 20 undirfé- lögum í öllum fylkjum Noregs. Félagið var stofnað 1898 og verður því bráðlega 90 ára. Upphaflegt takmark félagsins var að klæða fjöll landsins skógi, en í seinni tíð hefur félagið einnig snúið sér að ýmsum öðrum málum, er tengjast skógrækt. Framkvæmdastjórinn vildi leggja áherslu á það, að félag- ið væri ekki hagsmunafélag skógareigenda heldur „hagsmuna- félag skóga", eins og hann orðaði það. Til marks um árangur af starfi skógræktarmanna í Noregi, gat Levenskjold þess, að um næstu aldamót yrði fylkið Vestland næst- stærsta skógfylki í Noregi á eftir Hedemark, og væri þetta árangur af starfi skógræktarfélagsins í Vestland, en það er elsta skóg- ræktarfélag Noregs, stofnað 1894. Morgunblaðið/Einar Falur Kristian Lövenskjold fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Noregs: Islendingar hafa sýnt okkur samstöðu í baráttunni gegn dauða skóga í Evrópu. Um norrænt samstarf skóg- ræktarmanna hafði Lovenskjold það að segja, að þing skógræktar- manna fyrir þremur vikum væri gott dæmi um norræna samvinnu á þessu sviði, þar sem Islendingar hefðu sýnt hinum Norðurlanda- þjóðunum eindregna samstöðu varðandi mengun í Evrópu og áhrif hennar á skóga. Steingrimur Sigurðsson listmálari með tvö nú verk sem verða til sýnis á sextugustu sýningu hans i Eden. Þetta er jafnframt tíunda sýning hans í Eden. Þau heita „Básendar", sem er málað þar suður með sjó, og „Skíðaskvísa“. CircusArena sýnirá Akureyri á Þórsvellinum Laugardaginn2. ágústkl. 16.00 og 20.00. Sunnudaginn 3. ágústkl. 16.00 og 20.00. Forsala aðgöngumiða erí versluninni Kompunni, Skipagötu 2. Miðasala erá sýningarsvæði tveim tímum fyrir sýningu. LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA WRANGLER RADIAL fyrir: allar árstíðir allar aðstæður á og utan vegar HAGSTÆTT VERÐ good/year GOODYEAR JiPMDEKK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.