Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 27 Thorleif Omtveit skógræktarstj óri Þelamerkurfylkis: Gaman að sjá hinn mikla áhuga Islendinga á skógrækt SEXTÁN stjórnarmenn Skóg- ræktarfélags Þelamerkurfylkis eru meðal þeirra Norðmanna sem hingað komu. Þeir munu fara hringferð um landið ásamt Sigurði Blöndal skógræktar- stjóra og skoða skógræktar- girðingar og skóglendi á Islandi. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Thorleif Omtveit fylkisskógræktarstjóra á Þela- mörk. Thorleif sagðist hlakka mjög til ferðarinnar og vonaðist til þess að hún mætti reynast honum lær- dómsrík. Ástæðan fyrir komu þeirra er fyrst og fremst sú, að eftir þrjú ár mun hópur íslendinga dveljast á Þelamörk við skógrækt- arstörf. Að sögn Thorleifs ægir á Þela- mörk saman ótal fyrirbrigðum náttúru og er það_ von þeirra, að þeir megi miðla Islendingum af reynslu sinni í skógrækt, bæði við ströndina og upp til fjalla. 300 félagar eru í Skógræktarfé- Morgunblaðiö/Etnar i'alur Thorleif Omtveit skógræktarstjóri Þelamerkur: Nauðsynlegt að skapa vinatengsl við íslenska skógræktarmenn. lagi Þelamerkur. Á vegum félags- ins er starfandi garðyrkjuskóli, og sjá þeir einnig um að útvega fólki fræ og græðlinga af sérstaklega góðum tijám. Thorleif fannst það sérlega at- hyglisvert, hversu áhugi á skóg- rækt væri mikill á íslandi, og væri t.d. ekki laust við að hann öfund- aði starfsfélaga sína hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur af félagatali þeirra, en þeir eru tæp- lega 1.200. Kristian Lövenskjold framkvæmdastj óri Skógræktarfélags Noregs: Mikill áhugi á skógræktarf erð- um til Islands MEÐAL Norðmannanna sem til íslands komu er Kristian Lovenskjold framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Noregs. Morgunblaðið átti við hann viðtal í tilefni hinnar norsku heim- sóknar. Lövenskjold^hefur aldrei komið til íslands áður og sagðist hann hiakka mjög til þess að ferðast um landið, og meðal skógræktar- manna í Noregi væri mikill áhugi á þessum ferðum, enda væri nátt- úra íslands einstök. Aðspurður um starfsemi félags síns, sagði hann að félagið teldi 10.000 meðlimi, með 20 undirfé- lögum í öllum fylkjum Noregs. Félagið var stofnað 1898 og verður því bráðlega 90 ára. Upphaflegt takmark félagsins var að klæða fjöll landsins skógi, en í seinni tíð hefur félagið einnig snúið sér að ýmsum öðrum málum, er tengjast skógrækt. Framkvæmdastjórinn vildi leggja áherslu á það, að félag- ið væri ekki hagsmunafélag skógareigenda heldur „hagsmuna- félag skóga", eins og hann orðaði það. Til marks um árangur af starfi skógræktarmanna í Noregi, gat Levenskjold þess, að um næstu aldamót yrði fylkið Vestland næst- stærsta skógfylki í Noregi á eftir Hedemark, og væri þetta árangur af starfi skógræktarfélagsins í Vestland, en það er elsta skóg- ræktarfélag Noregs, stofnað 1894. Morgunblaðið/Einar Falur Kristian Lövenskjold fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Noregs: Islendingar hafa sýnt okkur samstöðu í baráttunni gegn dauða skóga í Evrópu. Um norrænt samstarf skóg- ræktarmanna hafði Lovenskjold það að segja, að þing skógræktar- manna fyrir þremur vikum væri gott dæmi um norræna samvinnu á þessu sviði, þar sem Islendingar hefðu sýnt hinum Norðurlanda- þjóðunum eindregna samstöðu varðandi mengun í Evrópu og áhrif hennar á skóga. Steingrimur Sigurðsson listmálari með tvö nú verk sem verða til sýnis á sextugustu sýningu hans i Eden. Þetta er jafnframt tíunda sýning hans í Eden. Þau heita „Básendar", sem er málað þar suður með sjó, og „Skíðaskvísa“. CircusArena sýnirá Akureyri á Þórsvellinum Laugardaginn2. ágústkl. 16.00 og 20.00. Sunnudaginn 3. ágústkl. 16.00 og 20.00. Forsala aðgöngumiða erí versluninni Kompunni, Skipagötu 2. Miðasala erá sýningarsvæði tveim tímum fyrir sýningu. LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA WRANGLER RADIAL fyrir: allar árstíðir allar aðstæður á og utan vegar HAGSTÆTT VERÐ good/year GOODYEAR JiPMDEKK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.