Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 40

Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 „Hátíðisdagar hestafólks á Melgerðismelum“ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Vafi frá Hvassafelli sigraði í A-flokki gæðinga og hér tekur Heiðar Hafdal hann til kostanna. Tvistur á 21,4 í 250 metrunum Hestar Valdimar Kristinsson Hann gerir það ekki enda- sleppt hann Tvistur frá Suður- Fossi en hann jafnaði árangur Leists frá Keldudal i 250 metra skeiði frá þvi í vor. Hafa þeir báðir skeiðað vegalengdina á 21,4 sek. sem er undir gildandi meti. Árangur Leists hefur ekki verið staðfestur sem met ennþá hvað sem seinna verður. Þessum árangri náði Tvistur á „Hátíðis- dögum hestafólks“ á Melgerðis- melum nú um helgina. Ef frá eru taldir góðir tímar í skeiðinu þá var þetta frekar til- þrifalítið mót hjá Eyfirðingum að þessu sinni og töldu menn að nokk- ur deyfð ríkti í hestamennskunni þar nyrðra eftir Landsmótið. Mótið stóð yfir í tvo daga og voru það Léttir, Funi og Þráinn sem stóðu að því. Á dagskrá var gæðinga- keppni, opið íþróttamót og kapp- reiðar auk parakeppni. { gæðingakeppninni mættu til leiks nýir hestar sem ekki hafa komið fram á stórum mótum og eru menn greinilega famir að end- umýja. Gömlu brýnin eins og Kristall, Sámur, Þorri, Jörvi og Skjanni sem verið hafa áberandi á síðustu árum voru ekki með að þessu sinni. Vitað er að Kristall kemur ekki meira fram í keppnum enda trónir hann nú á toppnum eftir Landsmótið eins og menn muna. Sámur sást reyndar þarna á mótinu en hann og Reynir Hjartar- son sigmðu í gæðingaskeiði. Þeir hestar sem þarna kepptu til úrslita í B-flokki virtust talsvert betri en A-flokks hestamir sem voru ekki sérlega góðir án þess að hægt sé að segja að þeir hafi verið lélegir. Aron frá Litlu-Gröf, einn þeirra sem var meðal tíu efstu á Landsmótinu, sigraði örugglega í B-flokki. Einnig mætti minnast á tvo klárhesta sem vom í úrslitum, þá Tiygg frá Valiamesi og Frey frá Kolkuósi. Tryggur er aðeins sex vetra gamall og vel þess verður að gefa honum gaum. Engin unglinga- keppni var að þessu sinni sökum iélegrar þátttöku og er það merki- iegt þar sem þrjú félög standa að þessu móti. Einn viðmælanda blaða- manns sagði að mikill áhugi væri hjá yngri kynslóðinni fyrir hesta- mennsku en svo virtist sem áhuginn væri meiri fyrir almennum útreiðum en þátttöku í mótum. Parakeppni hefur verið stunduð hjá Eyfirðingum síðustu tvö árin með góðri þátttöku en nú vom pör- in aðeins tvö. Að þessu sinni báru sigur úr býtum þau Sverrir Reynis- son og Guðlaug Reynisdóttir og var Guðlaug á Fylki 898 frá Bringu en Sverrir á Byl frá Bringu en hann er undan Fylki. Eins og áður segir var það skeið- ið sem bar hæst á þessu móti. Völlurinn á Melgerðismelum hefur sannað gildi sitt sem ein besta hlaupabraut landsins og er ekki að efa að betri tímar hefðu náðst í skeiðinu ef veður hefði verið hag- stæðara. Hliðarvindur var og frekar kalt. Nokkrar vangaveltur áttu sér stað eftir kappreiðar hvort árangur Tvists komi til greina sem Islands- met. í fyrsta lagi ræðst það af hvort árangur Leists frá því í vor verði staðfestur. Ef svo fer, er hér um metjöfnun að ræða en ef ekki, þá stendur spurningin um samþykkt sem gerð var á síðasta ársþingi LH varðandi aukaspretti eftir að kapp- reiðum lýkur. Ekki náðist í fram- kvæmdastjóra LH til að fá uppgefíð hvemig þessi samþykkt hljóðar en allt mun þetta skýrast í fyllingu tímans. Nokkrar blikur em á lofti með stökkgreinar kappreiða. Margir spáðu því fyrir þremur ámm að verið væri að ganga af kappreiðum dauðum með því að mörg félög lok- uðu kappreiðum á félagsmótum og tóku af peningaverðlaun. Nú hefur Birgir Árnason hlaðinn verðlaunum eftir sigur í B-flokki gæðinga á Aroni frá Litlu-Gröf. heyrst að Jóhannes Þ. Jónsson og Sigurbjörn Bárðarson, sem hafa verið með mörg hross í stökkinu undanfarin ár hyggist hætta þátt- töku í þessum greinum og vera eingöngu með í skeiðinu. Vemlega hefur dregið úr þeirri spennu sem ávallt ríkti í stökkinu fyrir nokkmm ámm og er nú svo komið að þátttaka í 800 metra stökki er sáralítil og fyrir bragðið lítil skemmtun af því sem af er sumri. Urslit urðu sem hér segir í öllum greinum mótsins: A-flokkur gæðinga 1. Vafi frá Hvassafelli, Létti. F.: Þymir, Spói frá Geirshlíð er nú kominn í fremstu röð vekringa. Hann sigraði i 250 metra skeiði á 22,0 sek. og í aukaspretti skeiðaði hann á 21,7 sek. Knapi er Reynir Aðalsteinsson. M.: Rós, eigandi Valgeir Asbjarnarson, knapi Heiðar Hafdal, 8.19. 2. Kátína frá Hömrum, Létti. F.: Fylkir 898, Bringu, M.: Snælda, Hömrum, eigandi Sigurður Óskarsson, knapi Sigurður Árni Snorrason, 7.75. 3. Fljóð frá Brávöllum, Funa. F.: Ófeigur 882, Flugumýri, M.: Bleikja 4585, eigandi Lilja Reynisdóttir, knapi Reynir Aðalsteins- son, 7.90. 4. Sámur frá Vallamesi, Létti. F.: Fífill, Vallamesi, M.: Hringja, Vallamesi, eigandi og knapi Reynir Hjartarson, 7.90. 5. Kmmmi frá Litla-Hóli, Létti. F.: ?, M.: Tinna, Hofsstöðum, eigandi Svanberg Þórð- arson, knapi Ólafur Jósefsson, 7.83. B-flokkur gæðinga 1. Aron frá Litlu Gröf, Létti. F.: Sörli 653, M.: Grá, Litlu Gröf, eigandi Aldís Bjöms- dóttir, knapi Birgir Ámason, 8.36. 2. Tryggur frá Vallamesi, Létti. F.: Sindri, Álftagerði, M.: Fjömga-Bleik, eigandi og knapi Baldvin Guðlaugsson, 8.33. 3. Gammur úr Ámessýslu, Létti. F.: Þinur, Reykjum, M.: Perla, eigandi og knapi Ólaf- ur Jósefsson, 8.16. 4. Freyr frá Kolkuósi, Létti. F.: Hörður 591, Kolkuósi, M.: Rauð, Kolkuósi, eigandi og knapi Öm Birgisson, 8.23. 5. Safír frá Sauðárkróki, Létti. F.: Sauða- Rauður, M.: Hrefna, Sauðárkróki, eigandi Helga Ámadóttir, knapi Bjöm Þorsteinsson, 8.13. Úrslit í íþróttakeppni Tölt 1. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki, á Gára frá Bæ, 86.66. 2. Heiðar Hafdal, Létti, á Rauðskjóna frá Hrauni Öxn. 79.44. 3. Baldvin Guðláugsson, Létti, á Trygg frá Vallamesi, 77.60. 4. Atli Sigfússon, Létti, á Vöku frá Hömr- um, Ak., 70.13. 5. Ármann Ólafsson, Funa, á Vilja úr Eyja- firði, 68.80. Fjórgangur 1. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki, á Gára frá Bæ, 48.45. 2. Baldvin Guðlaugsson, Létti, á Trygg frá Vallámesi, 48.61. 3. Atli Sigfússon, Létti, á Vöku frá Hömr- um, 41.98. 4. Jóhann Olsen, Létti, á Hcrði frá Brávöll- um, 40.11. 5. Birgir Ámason, Létti, á Sæ frá Akur- eyri, 41.47. Fimmgangur 1. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki, á Gormi frá Hjálmsstöðum, 57.60. 2. Heiðar Hafdal, Létti, á Vafa frá Hvassa- felli, 53.79. 3. BirgirÁmason, Létti, á Fölskvá, 48.90. 4. Rósa Hreinsdóttir, Funa, á Blesa, 47.79. Skeiðhestamir í miklum ham

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.