Morgunblaðið - 31.07.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 31.07.1986, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 „Hátíðisdagar hestafólks á Melgerðismelum“ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Vafi frá Hvassafelli sigraði í A-flokki gæðinga og hér tekur Heiðar Hafdal hann til kostanna. Tvistur á 21,4 í 250 metrunum Hestar Valdimar Kristinsson Hann gerir það ekki enda- sleppt hann Tvistur frá Suður- Fossi en hann jafnaði árangur Leists frá Keldudal i 250 metra skeiði frá þvi í vor. Hafa þeir báðir skeiðað vegalengdina á 21,4 sek. sem er undir gildandi meti. Árangur Leists hefur ekki verið staðfestur sem met ennþá hvað sem seinna verður. Þessum árangri náði Tvistur á „Hátíðis- dögum hestafólks“ á Melgerðis- melum nú um helgina. Ef frá eru taldir góðir tímar í skeiðinu þá var þetta frekar til- þrifalítið mót hjá Eyfirðingum að þessu sinni og töldu menn að nokk- ur deyfð ríkti í hestamennskunni þar nyrðra eftir Landsmótið. Mótið stóð yfir í tvo daga og voru það Léttir, Funi og Þráinn sem stóðu að því. Á dagskrá var gæðinga- keppni, opið íþróttamót og kapp- reiðar auk parakeppni. { gæðingakeppninni mættu til leiks nýir hestar sem ekki hafa komið fram á stórum mótum og eru menn greinilega famir að end- umýja. Gömlu brýnin eins og Kristall, Sámur, Þorri, Jörvi og Skjanni sem verið hafa áberandi á síðustu árum voru ekki með að þessu sinni. Vitað er að Kristall kemur ekki meira fram í keppnum enda trónir hann nú á toppnum eftir Landsmótið eins og menn muna. Sámur sást reyndar þarna á mótinu en hann og Reynir Hjartar- son sigmðu í gæðingaskeiði. Þeir hestar sem þarna kepptu til úrslita í B-flokki virtust talsvert betri en A-flokks hestamir sem voru ekki sérlega góðir án þess að hægt sé að segja að þeir hafi verið lélegir. Aron frá Litlu-Gröf, einn þeirra sem var meðal tíu efstu á Landsmótinu, sigraði örugglega í B-flokki. Einnig mætti minnast á tvo klárhesta sem vom í úrslitum, þá Tiygg frá Valiamesi og Frey frá Kolkuósi. Tryggur er aðeins sex vetra gamall og vel þess verður að gefa honum gaum. Engin unglinga- keppni var að þessu sinni sökum iélegrar þátttöku og er það merki- iegt þar sem þrjú félög standa að þessu móti. Einn viðmælanda blaða- manns sagði að mikill áhugi væri hjá yngri kynslóðinni fyrir hesta- mennsku en svo virtist sem áhuginn væri meiri fyrir almennum útreiðum en þátttöku í mótum. Parakeppni hefur verið stunduð hjá Eyfirðingum síðustu tvö árin með góðri þátttöku en nú vom pör- in aðeins tvö. Að þessu sinni báru sigur úr býtum þau Sverrir Reynis- son og Guðlaug Reynisdóttir og var Guðlaug á Fylki 898 frá Bringu en Sverrir á Byl frá Bringu en hann er undan Fylki. Eins og áður segir var það skeið- ið sem bar hæst á þessu móti. Völlurinn á Melgerðismelum hefur sannað gildi sitt sem ein besta hlaupabraut landsins og er ekki að efa að betri tímar hefðu náðst í skeiðinu ef veður hefði verið hag- stæðara. Hliðarvindur var og frekar kalt. Nokkrar vangaveltur áttu sér stað eftir kappreiðar hvort árangur Tvists komi til greina sem Islands- met. í fyrsta lagi ræðst það af hvort árangur Leists frá því í vor verði staðfestur. Ef svo fer, er hér um metjöfnun að ræða en ef ekki, þá stendur spurningin um samþykkt sem gerð var á síðasta ársþingi LH varðandi aukaspretti eftir að kapp- reiðum lýkur. Ekki náðist í fram- kvæmdastjóra LH til að fá uppgefíð hvemig þessi samþykkt hljóðar en allt mun þetta skýrast í fyllingu tímans. Nokkrar blikur em á lofti með stökkgreinar kappreiða. Margir spáðu því fyrir þremur ámm að verið væri að ganga af kappreiðum dauðum með því að mörg félög lok- uðu kappreiðum á félagsmótum og tóku af peningaverðlaun. Nú hefur Birgir Árnason hlaðinn verðlaunum eftir sigur í B-flokki gæðinga á Aroni frá Litlu-Gröf. heyrst að Jóhannes Þ. Jónsson og Sigurbjörn Bárðarson, sem hafa verið með mörg hross í stökkinu undanfarin ár hyggist hætta þátt- töku í þessum greinum og vera eingöngu með í skeiðinu. Vemlega hefur dregið úr þeirri spennu sem ávallt ríkti í stökkinu fyrir nokkmm ámm og er nú svo komið að þátttaka í 800 metra stökki er sáralítil og fyrir bragðið lítil skemmtun af því sem af er sumri. Urslit urðu sem hér segir í öllum greinum mótsins: A-flokkur gæðinga 1. Vafi frá Hvassafelli, Létti. F.: Þymir, Spói frá Geirshlíð er nú kominn í fremstu röð vekringa. Hann sigraði i 250 metra skeiði á 22,0 sek. og í aukaspretti skeiðaði hann á 21,7 sek. Knapi er Reynir Aðalsteinsson. M.: Rós, eigandi Valgeir Asbjarnarson, knapi Heiðar Hafdal, 8.19. 2. Kátína frá Hömrum, Létti. F.: Fylkir 898, Bringu, M.: Snælda, Hömrum, eigandi Sigurður Óskarsson, knapi Sigurður Árni Snorrason, 7.75. 3. Fljóð frá Brávöllum, Funa. F.: Ófeigur 882, Flugumýri, M.: Bleikja 4585, eigandi Lilja Reynisdóttir, knapi Reynir Aðalsteins- son, 7.90. 4. Sámur frá Vallamesi, Létti. F.: Fífill, Vallamesi, M.: Hringja, Vallamesi, eigandi og knapi Reynir Hjartarson, 7.90. 5. Kmmmi frá Litla-Hóli, Létti. F.: ?, M.: Tinna, Hofsstöðum, eigandi Svanberg Þórð- arson, knapi Ólafur Jósefsson, 7.83. B-flokkur gæðinga 1. Aron frá Litlu Gröf, Létti. F.: Sörli 653, M.: Grá, Litlu Gröf, eigandi Aldís Bjöms- dóttir, knapi Birgir Ámason, 8.36. 2. Tryggur frá Vallamesi, Létti. F.: Sindri, Álftagerði, M.: Fjömga-Bleik, eigandi og knapi Baldvin Guðlaugsson, 8.33. 3. Gammur úr Ámessýslu, Létti. F.: Þinur, Reykjum, M.: Perla, eigandi og knapi Ólaf- ur Jósefsson, 8.16. 4. Freyr frá Kolkuósi, Létti. F.: Hörður 591, Kolkuósi, M.: Rauð, Kolkuósi, eigandi og knapi Öm Birgisson, 8.23. 5. Safír frá Sauðárkróki, Létti. F.: Sauða- Rauður, M.: Hrefna, Sauðárkróki, eigandi Helga Ámadóttir, knapi Bjöm Þorsteinsson, 8.13. Úrslit í íþróttakeppni Tölt 1. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki, á Gára frá Bæ, 86.66. 2. Heiðar Hafdal, Létti, á Rauðskjóna frá Hrauni Öxn. 79.44. 3. Baldvin Guðláugsson, Létti, á Trygg frá Vallamesi, 77.60. 4. Atli Sigfússon, Létti, á Vöku frá Hömr- um, Ak., 70.13. 5. Ármann Ólafsson, Funa, á Vilja úr Eyja- firði, 68.80. Fjórgangur 1. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki, á Gára frá Bæ, 48.45. 2. Baldvin Guðlaugsson, Létti, á Trygg frá Vallámesi, 48.61. 3. Atli Sigfússon, Létti, á Vöku frá Hömr- um, 41.98. 4. Jóhann Olsen, Létti, á Hcrði frá Brávöll- um, 40.11. 5. Birgir Ámason, Létti, á Sæ frá Akur- eyri, 41.47. Fimmgangur 1. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki, á Gormi frá Hjálmsstöðum, 57.60. 2. Heiðar Hafdal, Létti, á Vafa frá Hvassa- felli, 53.79. 3. BirgirÁmason, Létti, á Fölskvá, 48.90. 4. Rósa Hreinsdóttir, Funa, á Blesa, 47.79. Skeiðhestamir í miklum ham
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.